Morgunblaðið - 02.02.1966, Page 7

Morgunblaðið - 02.02.1966, Page 7
! MiðvTkudagur 2. febrúar 1966 MORGUNBLAÐID 7 IJngur listamaður á Mokka Svavar viff elna af myndum sínum I Mokkakaffi. UNGUR listmálari, Svavar Hansson, sýnir nú myndir sínar í Mokka kaffi, en þaff eru 25 svart-hvítar teikning- ar. Svavar hefur undanfarin ár dvalizt erlendis, og hald- iff sýningar bæði á Ítalíu og í Bandaríkjunum. Hlaut hann J verfflaun á sýningu í Napoli á ftalíu fyrir myndir sínar. Þetta er í fyrsta sinn sem hann sýnir myndir sínar á fslandi. Svavar sagði fréttamönn- um í gse-r, að hann hefði feng ið sinn fyrsta pensil, er hann var lítill og nemandi í drengja skólanum á Jaðri. Úr t>vi fór hann að mála, og hét því, að ef einhvern tíma yrði eitt- hvað úr því, mundi hann reyna að hjálpa strákunum sem líkt væri ástatt fyrir og honum þá, að þeir þyrftú sér- staka hjálp í uppvextinum. Og nú ætlar hann að halda 3 sýningar hér, og nota and- virðið af myndum sínum í þvi skyni. Næst sýnir hann stórar olíumyndir. Svavar fór utan í ársbyrjun 1962. Hann stundaði nám við listaskóla í Napoli á Ítalíu og tók þar þátt í sýningu, þar sem hann hlaut verðlaun fyrir myndir sínar. Síðan fluttist hann með fjölskyldu sinni til Washing- ton, þar sem hann hélt áfram að mála meðfram námi og sýndi m.a. 9.1. haust í sýning- arsal Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins. Auk þess gerði hann stóra veggmynd í skóla í Washing- ton og var mjög getið í blöð- um í sambandi við það. En efnið var um upphaf og fram- tíð bandarískrar sögu. í haust kom Svavar svo heim til ís- lands. Hann er nú byrjaður nám 1 lögregluskólanum, en málaralistina ætlar hann ekki að gera að æfistarfi, segir hann. Svijóci vœnta máttu meót ma&ur upp Jrá f) esóu, i hei&i óólin óeót á ójáíja ^Jdyndiímeóóu. Un óeól FRETTIR Kvenfélagiff Hrönn heldur aðal fund í kvöld að Bárugötu 1,1 kl. £.30. Konur fjölmennið. Stjórnin Kristileg samkoma verður hald in í kvöld kl. 8 í samkomusaln- um Mjóuhlíð 16. Allt fólk hjart- tuilega velkomið. Frá félagi ungra guffspekinema Fundur í kvöld að Laugavegi 51 kl. 8.30 stundvíslega. Ævar Kvaran flytur erindi. Gestir vel- komnir. Kristniboffssambandiff. Fórnar- 6amkoma í kvöld kl. 8.30 í kristni boðshúsinu BETANIU Konráð Þorsteinsson talar. Allir velkomn ir. Æskulýffsstarf Nessóknar í kvöld kl. 8.30 verður í fundarsal Neskirkju fyrir stúlkur 13—17 ára. Fjölbreytt fundarefni. Opið hús frá kl. 8. Séra Frank M. Halldórsson. Konur í Styrktarfélagi van- vangefinna halda fund í Tjamar búð í kvöld miðvikudag 2. febr- úar kl. 8.30. Á dagskrá er m.a. kosning basarnefndar. Frú Sig- ríður Thorlacius flytur frásögn. Sýndar verða myndir frá Lyng- ási og víðar. Kvenfélagskonur Sandgerffi. Munið aðalfundinn í kvöld, mið- vikudaginn í Félagsheimilinu kl. 9. Mættið vel og stundvíslega. Stjórnin. Vatnleysuströnd: Kristileg samkoma verður í kvöld miðviku daginn 2. febrúar kl. 8:30 í barna skólanum. Verið velkomin. Færeyska sjómannaheimiliff hefur samkomur á hverjum sunnudegi bl. 5. Allir hjartan- lega velkomnir. Sömuleiðis halda Færeyingafélögin og Sjómannaheimilið sameiginlegan f und hálfsmánaðarlegá. Fyrsti fundur fimmtudagskvöldið 3. febrúar kl. 8.30. Kvenfélag Háteigssóknar. Aðal fund-ur félagsins verður fimmtu- daginn 3. febrúar kl. 8.30 í Sjó- mannaskólanum. Affalfundur Kvenstúdentafélags íslands verður haldin í Þjóðleik- húskjallaranum miðvikudaginn 2. Imeóóu. febrúar kl. 8.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstört Stjórn in. Árshátíff Skagfirffingafélagsins I Reykjavík verður haldin að Hótel Sögu föstudaginn 4. febrú- ar: Góð skemmtiatriði. Skagfirð- ingar fjölmennið og takið með ýkkur gesti. Barnasamkomui Barnasamkomur á Hjálpræðis- hernum á hverju kvöldi kL 6, þessa viku Kvikmyndasýning — söngur — sögur o.fl. Öll börn velkomin. sá HÆST beztti Guðmundur Þorláksson magister, sem auknefndur var Glosi, var árum saman við fræðastörf í Kaupmannahöfn, en lítill fjár- aflamaður var hann. Hann varð því allmjög skuldugur, og igerðu skuldheimtumexm honum marga heimsókn. Einu sinni sá hann út um gluggann, hvar einn rukkarinn var kominn að húsdyrunum. Glosi hafði þá hröð handtök, svipti sér úr hverri spjör, lagðist undir hvítt lak og lézt vera dauður. Skuldheimtumr ðurinn kom nú inn í herbergið, sá hvemig komið var, og hrökk öfugur út. Flandrari á flandri FYRIR löngu dó franskur maður í sjúkrahúsinu í Reykjavík og var krufinn. Rétt eftir að hann var jarð- aður, var stúlka nokkur við þvott niðri í sjúkrahúskjall- aranum að nóttu til. Þegar klukkan var orðin tólf, kom til hennar maður, stóð skamma sturud á móti henni við þvottaborðið og gekk svo burt aftur. Skömmu seinna kom hann aftur og fór allt á sömu leið. Maður þessi var þreklega vaxinn og svartur að háralit. Þetta gekk allt fram til kl. 4. Þá fór maður- inn og kom ekki aftur, en stúlkan var orðin dauðhrædd. Varð hún fegin mjög er dagaði og fólk fór að rísa á fætur. Stúlkan sagði þegar frá því, er borið hafði fyrir hana, og hugðu menn að það hefði verið franski maðurinn, er kom til hennar, enda fund- ust lungun úr honum í glugga- kistunni í kjallaranum, og hafði gleymst að setja þau f kistuna, er maðurinn var kistulagður. Voru þau síðan grafin og bar ekki á Flandr- aranum eftir það. (Skráð af Pétri Zoph.). Takið eftir Fullorðinn rfiann eða ungl- ingspilt vantar í sveit. — Uppl. í síma 20557, mið- vikudags- og fimmtudags- kvöld. Keflavík — Njarðvík Til leigu þrjú herbergi og eldhús að Hólagötu 5, Njarðvík. Sími 2396. Óskum eftir 3ja til 4ra herb. íbúð, femt fullorðið í heimili. Skilvis greiðsla. Reglusemi heitið. Sími 23211. Keflavík — Atvinna Óskum eftir að ráða tvo afgreiðslumenn nú þegar eða um eða eftir næstu mánaðamót, — ennfremur stúlku til skrifstofu- og verzlimarstarfa. Stapafell, sími 1730. Stúlka vön vélritun óskast í einn til tvo mánuði til vélritunar spjaldskrár. Uppl. á skrifstofu blaðsins kl. 11—12 í dag. Frúarleikfimi i Hin vinsæla frúarleikfimi hjá Ármanni í Breiðagerðisskóla er byrjuð aftur. — Æfingar eru á sömu dögum og sama tíma eða á mánudögum og miðvikudögum kL 8,20—9,10. Nýir meðlimir velkomnir. Aðalfundur Hjarta- og æðasjúkdómavarnafélags Reykjavíkur verður haldinn í Gyllta salnum, Hótel Borg, mið- vikudaginn 2. febrúar nk. kl. 20,30. D A G S K R Á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. < 2. Lagabreytingar. 3. Sýndar verða 2 danskar kvikmyndir um hjartaverndarmálefni (ca. 20 mín.) Stjórnin. Trésmiöi vantar Nokkra trésmiði vantar nú þegar. Upplýsingar á skrifstofu Trésmiðafélags Reykja- víkur. Bæstingakona óskast í fjölbýlishúsið Álfaskeið 80, Hafnarfirði. Upplýsingar gefur Hallgrímur Þorsteinsson eftir kL 8 á kvöldin. IMIálverkasyning Jutta Devulder Guðbergsson er í Bogasalnum. Opið frá kl. 2—10. H afnarfjöröur Blaðburðarfólk vantar í Hvammana, á Hvaleyrarholtið. Afgreiðslan — Arnarhrauni 14. Sími 50374.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.