Morgunblaðið - 02.02.1966, Síða 15
Miðvikúdagur 2. febrúar 1966
MORGUNBLAÐID
15
Sérstök deild annast málefni aldraðra
Rætt við G. Hildi Bernhöft, ellimálafulltrúa
í SUMAR hóf starfsemi ný
deild í skrifstofum Reykja-
víkurborgar undir forustu ný
ráðins ellimálafulltrúa, sem
er frú Geirþrúður Hildur
Bernhöft cand. theol. En
hennar hlutverk er að annast
málefni aldráðs fólks í borg-
inni. Við litum inn í skrif-
stofuna til Hildar fyrir
skömmu, í þeim tilgangi að
kynnast og kynna þessa nýju
skipan á aðstoð við aldrað
fólk og störf ellimálafulltrú-
ans. Fyrst báðum við Hildi
áð segja okkur í stuttu máli
tildrög þess að þessari þjón-
ustu var komið upp.
— Skv. samþykkt borgar-
stjórnar skipaði borgarstjóri
á sínum tíma sérstaka nefnd
til að athuga þessi mál, Vel-
ferðarnefnd aldraðra. Sú
nefnd skilaði áliti sl. vor og
bar fram ýmsar tillögur. M.a.
lagði hún til, áð sérstakri
deild yrði komið upp innan
skrifstofu Félags- og fram-
færslumála og skyldi hún
annast málefni aldraðra. í
sumar tók þessi deild til
starfa, og ég var þá ráðin
ellimálafulltrúi, sagði Hildur.
Og sem svar við spurningu
okkar um það, hvort hún
hefði lengi unnið að eða haft
áhuga á málum aldraðra,
bætti hún við: — Ég settist
í fyrrnefnda Velferðarnefnd
aldsaðra sem varamaður fyr-
ir frú Dagnýju Auðuns sl.
vetur, og var fulltrúi fyrir
kvenfélög kirknanna. Ég
hafði áður kynnt mér þessi
mál af áhuga, en nú fékk ég
enn nánari kynni af þeim og
fékk löngun til áð starfa að
þessum málum.
Við víkjum þá talinu að
störfunum í þessari nýju
skrifstofu. Hildur hefur þann
fyrirvara, að eiginlega sé
þetta svo nýbyrjað, að það
sé varla komið almennilgga
í gang. — Ég er t. d. að bfða
eftir skýrslum frá Hagstof-
unni um alla þá, sem komnir
eru yfir 67 ára aldur í borg-
inni. Þá fyrst er fengin spjald
skrá, sem hægt er að vinna
eftir. En ætlunin er að reyna
að fá hina ýmsu söfnuði í
borginni til samvinnu um
að vinna að málum aldraðra.
Sumir þeirra hafa áður gert
ýmislegt fyrir aldrað fólk.
En við vildum gjarnan koma
á nokkurs konar heimsóknar
þjónustu, þannig að ein-
hverjir úr söfnuðinum líti
til fullorðinna einstaklinga,
sem búa einir, svo að vitað sé
um, ef eitthva'ð verður að hjá
þeim. Ég held að full þörf sé
á þessu. Það þarf ekki stóra
borg, til að þar finnist ein-
staklingar, sem enginn kem-
ur til daglega. Vinir líta inn
til aldraðra, en oft ber eitt-
hvað einmitt við, þegar eng-
inn kemur. Byrjað er að
vinna a‘ð þessu, og mér hefur
verið vel tekið ,þar sem ég
hefi þegar leitað eftir sam-
starfi við félög innan kirkn-
anna. Vonandi verður árang-
urinn eftir því, þegar gögn
liggja fyrir, svo hægt sé að
hefjast handa.
— Þetta er sem sagt eitt
af þeim viðfangsefnum, sem
kemur í hlut ellimálafulltrúa
að vinna að?
— Já, það er mitt hlut-
verk að reyna að veita öldr-
uðu fólki hverskonar aðstoð.
Þarna getur verið um að
ræða persónuleg mál, upplýs-
ingaþjónustu, útvegun starfa,
vistar á hæli eða sjúkrahúsi,
þegar nauðsyn krefur og
svo fjárhagsvandamál. Margt
kemur til greina. Ef t. d. veik
indi ber að höndum og ekki
er þörf á sjúkrahúsvist, þá
er haft samband við heilsu-
verndarstöðina og reynt að
fá hjúkrunarkonu, e'ða þá að-
stoðað við að fá stúlku til að
koma og ræsta, ef það dugar.
Ef ekki, þá þarf að koma við-
komandi inn í sjúkrahús í
samráði við heimilislækni.
Sem sagt, maður reynir að
leysa vandann eftir þörfum
hverju sinni, gera fólkinu
kleift að vera heima, ef hægt
er, annars að koma því í
sjúkrahús í samráði við
heimilislækni. Það eykst
mjög ört, að aldrað fólk leiti
hingað. Og það er ekkert
vandamál, 'sem ekki getur
komið hér til umræðu. Áður
var slík þjónusta á margra
höndum, en nú er þetta sér
deild sem sér um vandamál
aldraðra. Þörfin á aðsto'ð við
aldraða fer af eðlilegum
ástæðum vaxandi, því alltaf
fjölgar í hópi ellilífeyrisþega
og þá skapast ný vandamál.
En ellilífeyrisþegar eru nú
tæp 60000.
— Nú er sagt að gamalt
fólk sé oft erfitt. Tekur það
því vel, þegar komið er og
bóðin fram aðstoð?
— Já, ég hefi víða komið,
og mér hefur alls staðar ver-
ið tekið vel, þegar viðkom-
andi sér að tilgangurinn er
að leysa úr einhverjum
vanda. Ég get ekki kvartað.
Allir hafa tekið mér vel, sem
er kannski bara min heppni.
— Þú drapst á það áðan,
inni, en borgin hefur sam-
vinnu við hana. Alltaf eru þó
nokkrir, sem þurfá á slíkri
aðstoð að halda. Fólk á oft
ættingja, sem rétta hjálpar-
hönd, en ekki framfærslu-
skylda ættingja, sem gerir
talsverðan mun. Ættingjarn-
ir mundu sjáifsagt oft vilja
grei'ða það sem á vantar að
ellilífeyririnn dugi, en gera
sér ekki grein fyrir því. Við-
komandi einstæðingur biður
Geirþrúður Hildur Bernhöft í skrifstofu sinni.
að vandamálin væru ekki
hvað sízt fjárhagslegs eðlis?
— Já, einstaklingur sem
náð . hefúr háum aldri, og
hefur ekkert nema ellilífeyr-
irinn og á t. d. ekki fram-
færsluskylda aðila áð, hann
lifir ekki af þeirri upphæð
einni. Nú fá allir ellilífeyri
frá 67 ára aldri, og flestir
hafa eitthvað til viðbótar.
Samkvæmt íslenzkum lögum
eru börn framfærsluskyld
gagnvart foreldrum sínum.
Og margir hafa ýmiskonar
tekjur. Sé um ekkert slíkt að
ræða, eru tök á að fá hækk-
un á ellilífeyri með sérstakri
umsókn, ef engar áðrar tekj-
ur eru fyrir hendi. Við það
hjálpum vi‘ð hér í skrifstof-
unni og í tryggingarstofnun-
þá ekki um hjálp, og við get-
um ekki bent ættingjum á
þetta, þar sem þeir eru ekki
framfærsluskyldir.
— Hvar er það, sem skór-
inn kreppir helzt í málum
aldraðra í Reykjavík?
■— Æskilegt væri að ýmis-
legt væri öðruvísi en þáð er,
en þar er í mörg horn að líta.
Sagt hefur verið, að okkar
tímar séu tímar æskunnar,
enda hefur verið gert mikið
átak á undanförnum árum
til að bæta aðstöðu unga
fólksins. Og það er von okk-
ar, sem að þessum málum
vinnum, að nú verði gert svip
að átak varðandi velferöar-
mál aldraðra.
■— Það sem sérstaklega
vantar, eru langlegudeildir
við sjúkrahúsin. Þær eru
engar til. Þessvegna verður
ekki eðlileg hreyfing á venju
legu sjúkrarými. Við vonum
áð langlegudeildir myndist,
þegar borgarsjúkrahúsið tek-
ur til starfa. Og það er unnið
að þessu máli í Velferðar-
nefnd aldraðra, sem starfar
áfram. Einnig væri æskilegt
að komið yr'ði upp sérstakri
deild fyrir ellitruflað fólk,
svo það þurfi ekki að búa
með hinum, sem eru andlega
heilbrigðir. Ekkert slíkt
heimili er enn til hér. Og um
leið og heildartala aldraðra
eykst, verður meira af öllu
afbrigðilegu í hópnum.
Ein af tillögum Velferðar-
nefndar aldraðra var að
reist verði hjúkrunarheimili
fyrir aldraða. Og nú er verið
að vinna að tillögum um
byggingu sliks hjúkrunar-
heimilis hjá borginni. Og til
að ieysa húsnæðismálin, er í
byggingu á vegum Reykja-
víkurborgar háhýsi við Aust-
urbrún, sem ætlað er öldru'ð-
um ög öryrkjum. Þar eru litl
ar íbúðir, tveggja eða hálfs
annars herbergis íbúðir, sem
leigðar verða öldruðu fólki
og öryrkjum. Og er þessi
bygging langt komin.
Tali'ð berst að erfiðleikun-
um á að fá fólk, bæði til að
veita húshjálp og eins í
sjúkrahúsin, sem ekki kemur
hvað sízt niður á öldruðu
fólki, og Hiidur segir: — Til
umræ'ðu hefur komið að
Rauði krossinn taki að sér
sérstaka þjálfun á fólki, sem
síðar kemur til með að vinna
á elliheimilum, vegna skorts
á hjúkrunarkonum. Er í at-
hugun að efna til sérstakra
námskeiða til áð þjálfa fólk
með það starf fyrir augum.
— Og við drepum á starfs-
tilhögun hjá Hildi, sem
kveðst hafa fastan viðtals-
tima á skrifstofunni kl. 10—
12 daglega og síðari hluta
dagsins er unni'ð að ýmsum
erindum fyrir aldraða.
— Það er ánægjulegt að
vinna að málum, sem eining
er um. Og bæði í borgarráði
og borgarstjórn er fullur
vilji til að gera hfð bezta í
málefnum aldraðra, segir
Hildur að lokum. En til að
fullur árangur náist í vel-
ferðarmálum aldraðra, þarf
samræmt átak ríkis, borgar
og frjálsra félagssamtaka.
Meistarafélögin vígja
veglegt félagsheimili
Síðastliðinn laugardag vigði
Meistarasamband bygginga-
manna nýtt félags- og fundar-
heimili að Skipholti 70 hér í
borg. Eiga meistarafélögin efri
hæð hússins, sem er um 730
fermetrar, en matvöru-og ný-
lenduvöruverzlanir eru starfrækt
ar á neðri hæðinni.
Félögin sem að hinu stóra og
veglega féiagsheimili standa eru:
Meistarafélag húsasmiða, Málara
meistarafélag Reykjavílkur, Múr-
arameitarafélag Reykjavíkur,
Félag pípulagningameistara í
Reykjavík og Félag veggfóðrara
meistara í Reykjavíik
Við vígsiuna á iaugardag tók
Grlmur Bjarnason, formaður
Meistarasam.bands bygginga-
manna fyrstur til máls og lýsti
tildrögum að hinu nýja félags-
heimili. Kvað hann undirbúning
að kaupum heimilsins hafa stað-
ið yfir í mörg ár. Hefði það
lengi verið sameiginlegt áhuga-
mál meistarafélaganna, að vera
öll undir einu þaki, þar eð starf-
semi þeirra er náskyld. í hús-
inu eru sameiginlegur fundar-
og borðsalur fyrir félögin, og
auk þess sérstök skrifstofa og
mælingastofa fyrir hvert meist-
arafélag um sig.
Það kom ennfremur fram í
ræðu Grims Bjarnasonar, að fél
Grímur Bjarnason, formaður
Meistarasambands bygginga-
manna.
ögin keyptu byggingarréttinn að
félagsheimilinu fyrir tveimur áx
um, en bygging hófst í
júní 1964. Var byggingameisbari
Kristinn Sigurjónsson og verk-
fraeðingar þeir Jóhann Már Mar
íusson og Bergsteinn Gizurarsön.
Daníel Einarsson arkitekt teikn-
aði húsið.
Á eftir Grími Bjarnasyni tók
til máls Geir Hallgrímsson borg-
arstjóri, og árnaði hann félags-
mönnum meistarafélaganna allra
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar
fyrir árið 1966 var afgæidd á
fundi bæjarstjórnar fyrir
nokkru. Tekjur í heild eru á-
ætlaðar 74 milljónir króna, og
eru helzrtu tekjuliðir útsvör
45,079,500 kr., jöfnunarsjóður
8,600,000, aðstöðugjöld og fast-
eignaskattur 5,750,000, gatnagerð
argjöld 2,900,000. —
Helztu gjaldaliðir eru: Stjóm
kaupstaðarins 3,487,000 skóla- og
íþróttamál 8,328,000, bókasafn
1,170,000, eldvarnir 1,550,000, lög
heilla, með þennan veigamikla
áfanga í starfsemi félagsins.
Fjölmargir félagar innan Meist
arasambandsins voru viðstaddir
vígsluna, og svo aðrir boðsgest-
gæzla 1,675,000 lýðhjálp og lýð-
trygging 13,060,000, framfærslu-
mál 4,40,000, félagsmál 1,668,000,
heilbrigðismál 2,270,000, verkleg-
ar framkvæmdir 15,550,000.
Þá er áætlað til skólabygg-
inga 7,420,000, íþróttahúss
5,000,000, til byggingar elliheim-
ilis að Sólvangi 1,600,000, vegna
viðbyggingar og breytinga á
skrifstofuhúsnæði kr 1,300,000,
afþorgana lána 3,200,000,____og
afborgana lána vegna Bæ-jarút-
gerðarinnar ltr. 4,300,000.
ir.
Útsvör í Hafnariirði
45 millj. króna