Morgunblaðið - 02.02.1966, Side 27

Morgunblaðið - 02.02.1966, Side 27
Miðvikudagur 2. febrðar 1968 MORCU N BLAÐIÐ 27 Hléið har eng an árangur Níutíu manna hópur þing- manna verkamannaflokksins brezka hefur sent bandaríska öldungadeldarþingmanninum William Fulbright skeyti og lýst áhyggjum sínum yfir því að aftur skuli vera upp teknar loft- árásir á Noiður-Vietnam. Báðu þingmennirnir Fulbright, sem kunnur er að andstöðu sinni við loftárásirnar, vera staðfastan og stuðla að því að S.f>. tækju að sér að miðla málum. Indverska stjómin gaf í dag út tilkynningu ,þar sem segir að Indland hafi þungar áhyggjur af því að aftur hafi verið upp teknar árásir þesar, hlé það sem á þeim hafi verið gert hafi létt spennu þá sem ríkt hafi í mól- inu og gefið mönnum von um að tilraunirnar til að koma á friði í Vietnam myndu um síð- ir bera eihvern árangur. Kóreustjórn, sem hefur tölu- vert herlið í Vietnam, lýsti því yfir í Seoul í morgun að Banda- rikjamenn hefðu ekki átt ann- ers úrkosta en hefia loftárásirn ar á nýjan leik. Þolinmæði þeirra og einlægni í friðarumleitunum hefði engan árangur borið. Hinn nýskipaði forsætisráð- herra Ástralíu, Harold Holt, sagði að Ástralía styddi þá á- kvörðim Bandaríkjamanna að taka upp aftur loftárásir á skot- mörk í N-Vietnam. Engin ástæða væri til þes að Bandaríkjamenn gerðu N-Vietnam að hæli árás- araðila að Vietnam-deilunni svo þeir gætu f friði lagt þar á ráð- in um tilteknir aðgerðir gegn S-Vietnam. Dagblað þjóðarinnar i Peking, málgagn kínverska kommúnist- flokksins, sagði í ritstjórnargrein að það hefði ekki komið nein- um á óvart að loftárásir hæfust á ný. Það hefði verið ljóst fyr- ir löngu, að „friðarumleitanir'* Bandaríkjamanna hefðu verið skálkaskjól eitt og til þess ætl- — Skotmörk Framhald af bls. 1. eru kinverskrar ættar, hafa verið teknir höndum. Skjöl nokkur, sem nú eru í vörzlu lögreglunn- ar, eru sögð sanna að hinir hand- teknu hafi unnið fyrir Kínaveldi. Flestir áttu hinir handteknu heima í tvíburabæ Saigon, Chol- on, en þar er meirihluti íbúanna af kínverskum uppruna. aðar að fela fyrir mönnum áform Johnsons forseta og stjórnar hans um aukinn hemað í- Viet- nam. Þá bætti blaðið því við, að Kína myndi styðja n-vietnömsku þjóðina hvað sem það kostaði og hvensu mjög sem Bandaríkja menn færðu út kvíarnar. Forseti Sovétríkjanna, Nikolai Podgorny, lýsti því yfir í dag að nýuppteknar loftárásir Banda- sýndu það öllum heimi og sönn- ríkjanna á N-Vietnam eftir hleið uðu hver hugur hefði fylgt máli í friðarumleitunum Bandarikja- manna. Hafði Podgorny þessi orð unr í svari sínu við boðskap Ho Ohi Minhs, forseta N-Vietnam frá 24. janúar sl. og segir þar enn- fremur að loftárásirnar mun: sízt bæta ástand það sem nú rík: í aliþjóðamálum. Þá ítrekar hanr fyrri loforð Siovétmanna um að- stoð við N-Vietnam og kveðst sammála Ho Chi Minh um a? Bandaríkin verði að ganga að skilyrðum N-Vietnam um samningaviðræður. Kobert C. Weaver (t.v.), ásamt Johnson, forseta, og Robert húsinu. Fyrsti blökkumaiurinn í embætti ráðherra — 1 skal stjóma miklu átaki, sem gert verður í húsnæðismálum E I N N þátturinn í atlög- unni að örbirgðinni (War on Poverty), sem Johnson, Bandaríkjaforseti, hefur gert að einu helzta stefnu- máli sínu, er, að allir íbúar landsins fái mannsæmandi híbýli. í þeim tilgangi stofnaði forsetinn fyrir nokkrum dögum nýtt ráðuneyti, hús- næðismálaráðuneytið. — Mánudaginn 17. þ.m. sam- þykkti öldungadeild Banda ríkjaþings útnefningu Dr. Roberts G. Weavers í emb- ætti húsnæðismálaráð- herra. Er Dr. Weaver, sem hefur um langt skeið starf- að í þágu hins opinbera, fyrsti blökkumaðurinn, sem gegnir ráðherraemb- ætti í Bandaríkjunum. — Þykir þetta merkur áfangi í mannréttindamálum vest an hafs, en þau hafa verið eitt helzta viðfangsefni Johnsons, forseta, og stjórn ar hans. Þegar Weaver vann emb- ættiseið sinn í Hvíta húsinu, flutti Johnson, forseti, stutt ávarp, þar sem hann komst m.a. svo að orði: „Þetta er andartak á skeiði sögunnar, sem Bandaríkin geta verið hreykin af“. Forsetinn sagði einnig, að hann hefði valið Weaver úr hópi 300 valin- kunnra embættismanna, sem til greina hefði komið að tækju við þessu embætti. Um tilganginn með stofnun þess sagði forsetin'n m.a. í yfirlits- ræðu sinni, sem hann flutti skömmu fyrir miðjan þennan mánuð: „Tilgangurinn er að endurreisa frá grunni, á svo stórum mælikvarða, að slíkt C. Wood, við athöfnina í Hvíta l hefur aldrei þekkst fyrr, heil hverfi, bæði miðhverfi og út- hverfi, allmargra stórborga landsins". „Þetta verkefni“, sagði for- setinn við athöfnina í Hvíta húsinu, „mun krefjast fram- lags allra okkar beztu manna, óeigingjarns starfs, og löng- unar okkar og vilja til að kanna nýjar leiðir í bygginga- málum . . . (og) nýrra aðferða til að samræma það, sem við vitum um manninn og um- hverfi hans. Þótt vandinn sé mikill og alvarlegur“, sagði forsetinn enn fremur, „tel ég ekki, að borgin sé dauðadæmd sem at- hvarf manna. Voldug og auð- ug þjóð — sem nýtur þeirrar blessunar að hafa til umráða slíkan auo á sviði náttúru og mannafla sem við — má ekki bregðast í þeirri viðleitni, sem er svo mikilvæg: „Að bæta hlutskipti þeirra mörgu mill- jóna, sem í borgum búa“. Um leið og Weaver tók við embætti sínu, var aðstoðarráð- herra hans settur í embætti, en hann er Robert C. Wood, prófessor við tækniháskólann í Massachusettes. Nu stendur yfir málverkasýning i Bogaaal Þjóðminjasafnsins, sem ung þýzk kona, frú Jutta IJevulder Guðbergsson, heldur. Hefur hún áður haldið nokkrar sýningar hérlendis, svo sem í Hafnarfirði, þar sem hún er búsett. — Að þessu sinná sýnir hún 24 olíumálverk, landslags- og manmmyndir, og hafa 8 þegar selzt. Meðal annars keypti Hafnarfjarðarkaupstaður eina þeirra. aðsókn hefur verið að sýningunni i Bogasalnum, en h ún er opin daglega kl. 2—10 siðd. til 6. febr. næstkomandi. — Myndin er af frúnni við eitt málverkanna, en það er Gullfoss. — Ljósm.: Sv. Þ. — Vietnam Framh. af bls. 1. birt yfirlýsing Norður-Vietnam- stjórnar um að hverjar þær álykt anir sem ráðið kynni að láta frá sér fara, væru dauðar og ómerkar og að engu hafandi, það væri að- eins á færi Genfar-ráðstefnunnar um Indó-Kína, að fjalla um íhlut un Bandaríkjamanna i Vietnam. Ennfremur sagði í yfirlýsingunni að Bandaríkin ætluðu nú enn einu sinni að beita fyrir sig Sam- einuðu þjóðunum og þvinga vietnömsku þjóðina til þess að leiða Vietnam-vandamálið til lykta að vilja Bandaríkja- manna. Loks voru í yfirlýsingunni fordæmdar loftárásir Bandarikja manna á N-Vietnam, sem nú væru aftur hafnar. Goldberg, fulltrúi Bandaríkj- anna hjá S.þ. var fyrstur á mæl- endaskrá og sagði að Bandaríkin héldu fast við þá stefnu sína að reyna að koma á friði í Vietnam. Það væri þessvegna sem þau hefðu nú lagt málið fyxir S. þ., það væru ekki lok friðarviðleitn- innar heldur rökrétt framhald hennar. Þá lagði Goldberg á- herzlu á að það væri ekki sök Bandaríkjanna að aftur hefðu verið upp teknar loftárásir á N- Vietnam heldur væru þar um að sakast við forseta N-Vietnam, Ho Chi Minh. Goldberg kvað Bandaríkin reiðubúin til skilyrð- islausra viðræðna eða samninga á grundvelli Genfarsáttmálans, og sagði að þau hefðu hreint eng- an hug á að hafa herstöðvar í Vietnam. Federenko, fulltrúi Sovétríkj- anna kvað Sovétríkin mótfallin því að Öryggisráðið ræddi Viet- nam-málið og studdi þá kröfu N-Vietnamstjórnar að reynt yrði að leysa málið á grundvelli Genfar-samninganna. Sagði Fed- erenko, að Bandaríkin óskuðu þess ekki að friður kæmist á í Vietnam, enda væri það auðsætt nú er þau hefðu aftur hafið loft- árásir sínar á N-Vietnam. Franski fulltrúinn, Roger Sey- doux, studdi málstað Federenkos og taldi S.þ. ekki réttan vettvang til viðræðna um Vietnam-málið, deiluaðilar ættu þar ekki full- trúa utan Bandaríkin ein, og sagði að Genfarsáttmálinn væri gáfulegastur grundvöllur samn- ingayiðræðna. Fulltrúi Breta, Caradón lávarð ur, studdi tillögu Bandaríkjanna og sagði að Öryggisráðið mætti ekki hlaupast undan skyldum sín um í svo alvarlegu máli. Fulltrúi Mali lýsti sig andvíg- an umræðum um Vietnammálið í Öryggisráðinu og benti m.a. á, að N-Vietnam hefði þegar lýst allar hugsanlegar ályktanir ráðs ins ómerkar og að engu hafandi. PARIS. — De Gaulle Frakk. landsforseti mun að öllum lík indum sækja Sovétríkin lieim í júnílok n.k.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.