Morgunblaðið - 12.02.1966, Side 3
Laugardagur 12. febrúar 1966
MORGUNBLAÐIÐ
3
ÞEGAR dúnmjúkar snjó.
flygsur svífa hægt til jarðar
í stillilogni, er líkt og slakni
á meginþræði í brjóstum
manna, sumir fyllast kyrr-
látri gleSi, yfir aðra kemur
klökkleiki, fæstir láta sér
fátt um finnast. Sú annarlega
hugarró, sem virðist órofa
tryggðum bundin við hægan
dans þessarar mjúklátu
mjallar er vafalaust eitthvað
í ætt við þá ójarðnesku sælu,
sem dulspakir menn segja, að
við eigum í vændum eftir
líkamsdauðann. Að minnsta
kosti ættu margir Islendingar
erfitt með að sætta sig við
sælustað, þar sem aldrei snjó-
aði í logni.
Skömmu eftir hádegið í
gær lögðum við leið okkar
niður að Tjörn, í skáldlegum
þörukum venju fremur. Við
ætluðum að hitta lítil börn á
skautum og ef til vill að
hrella þau með fáeinum
spurningum. Og það var eins
og okkur grunaði, börnin
þustu, stór og smá, klyfjuð
skautum og vetrarfatnaði nið-
ur á Tjörn, strax og skóla-
bjallan var þögnuð í síðasta
sinn þann dag. Úti á Tjörn-
inni ösluðu þau í þykku lagi
næturgamallar mjallar, duttu
og sprikluðu í snjónum eins
og fiskar í vatni.
Á miðri Tjörninni ruddi
dráttarvél sér braut, ótrauð
í þykkum snjónum. -Brátt yrði
þarna komið ákjósanlegt
skautasvell.
Við héldum varkárir lút á
hálann ísinn og komumst um
síðir í námunda við börnin,
sem renndu sér, rjóð í kinn-
um, á glæfralegri ferð um
ísinn, svo að eldglæringar
stóðu undan skautunum
þeirra.
Fimm kafrjóðar smástúlkur
renndu sér í átt til okkar og
Trén í Einarsgarði mynda hér fallega umgjörð um styttuna af Pomonu, gyðju ástar og frjó-
semi.
geistust fram hjá okkur um
leið og við kölluðum:
— Er gaman á skautum?
En þær héldu hlæjandi
framhjá okkur, enda spurn-
ingin fávísleg. Þær taka stóra
beygju og renna sér á ný
framhjá okkur í annað sinn
og kalla einum rómi:
— Já!
Við göngum von bráðar úr
skugga um það, að þetta unga
skautafólk hefur öðrum
hnöppum að hneppa en að
tala við menn, sem ekkert
kunna á skautum. Hins vegar
hittum við lítinn snáða,
kannske verðandi skautasnill-
ing, sem rennir sér í kring-
um okkur og dettur tvisvar
eða þrisvar sinnum á leið-
inni.
— Er gaman að skauta?
spurðum við aftur.
* •
Þessir kátu krakkar voru að leik fyrir utan Austurbæjar-
skólann. í snjókófinu fremst á myndinni er ung dama, sem
strákarnir jusu snjónum yfir. Fyrir aftan hana er stalla henn
ar, sem væntanlega hefur ætlað að koma henni til hjálpar.
- Ben Barka
Framh. af bls. 1.
tekinn vegna máls þessa og
kærður fyrir að hafa ekki tek-
ið í taumana eða gert yfirboð-
urum sínum viðvart, er hann
vissi að til stóð að ræna Ben
Barka. Einn af starfsmönn-
um Leroys, Daniel Pouget,
hefur lýst því yfir, að í gagn-
njósnadeildinni ríki þagnar-
skylda og henni hafi Leroy
hlýtt, svo sem honum bar. —
Pouget hefur verið vísað úr
starfi, vegna Barka-málsins.
Auk Leroys sitja nú fimm
aðrir menn í fangelsi í París
vegna þessa máls. Dómarinn,
sem um það mun fjalla, Louis
Zollinger, hóf í dag að kanna
vitnaleiðslur, en ekki er vitað
hvenær réttarhöld hefjast í
málinu.
Hann virti okkur fyrir sér
tortryggnislega og tvístígur á
skautaskónum sínum, sem
bersýnilega eru of stórir. Svo
segir hann snögglega og hik-
laust:
— Þið eigið ekkert að vera
hér. Þið eruð svo stórir!
Og við látum okkur orð
hans að kenningu verða og
höldum á braut frá þessum
síkátu skautabörnum á Tjörn-
inni.
— et.
I
,\t i
X
Þessi fallega vetrarmynd sýnir betur en mörg orð þá kyrrð
sem hvíldi yfir borginni í gærmorgun.
STAKSIFIHAR
SJÁLFSTÆÐISMENN á Vestur-
landi hafa um skeið gefið út
málgagn, sem prentað er á
Akranesi. Er blað þetta hið
smekklegasta að öllum fi-ágangi,
prýtt fjölda mynda og hið ásjá-
legasta málgagn. Nýlega hafa
orðið breytingar á fyrirkomulagi
útgáfu blaðsins og segir svo um
það í ritstjómargrein:
Frá og með þessu tölublaði
Framtaks verða gerðar nokkrar
breytingar á útgáfu blaðsins.
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks
ins á Vesturlandi hefur tekið við
útgáfu þess af Sjálfstæðismönn-
um á Akranesi. í samræmi við
það verður Framtak upp frá
þessu málgagn Sjálfstæðismanna
um allt Vesturlandskjördæmi.
Jafnframt mun Framtak leitast
við að birta fréttir, greinar og
viðtöl ásamt öðru efni úr öllu
kjördæminu.
Með þessarri nýskipan er blað-
inu lagður vaxandi vandi á herð-
ar. Með hliðsjón af því, hefur
verið ákveðið að blaðið komj
framvegis út a.m.k. hálfsmánað-
arlega. Jafnframt hefur verið
ráðinn sérstakur ritstjóri að blað
inu. Ný blaðanefnd hefur verið
kjörin. Ýmsar breytingar eru
fyrirhugaðar á blaðinu, og verða
þær gerðar jafnóðum og tilefni
gefst til. Það er von útgáfu-
stjórnarinnar, að Sjálfstæðis-
menn um allt Vesturlandskjör-
dæmi sjái ástæðu til að leggja
Framtaki það lið sem þeir
megna.
Það mun ekki sízt reyna á
samtök þeirra, þegar hafin verð-
ur sú áskrifendasöfnun, sem nú
stendur fyrir dyrum. Framtak
hefur verið útbreitt og vel látið
á Akranesi. Áskrifendasöfnunin
er gerð í von um að hið sama
verði upp á teningnum í öðrum
hlutum Vesturlandskjördæmis.
Ritstjórn Framtaks væntir
þess, að sem flestir hafi sam-
band við skrifstofu blaðsins,
segi álit sitt á efni blaðsins,
leggi því til efni í einhverjúT
formi, lesendum til fróðleiks og
ánægju. Framtak hefur fengið
fréttaritara víðsvegar um Vest-
urlandskjördæmi en þarfnast
aðstoðar enn fflieiri velviljaðira
manna. Fjölmargir hafa heitið
að leggja blaðinu til greinar og
viðtöl, ásamt myndum. Ritstjór-
inn mun fara út um kjördæmið
til efnisöflunar og viðræðna við
stuðningsmenn blaðsins. En bréf
með athugasemdum eða efni,
heimsóknir á skrifstofu blaðsins
eða samband við skrifstofuna
simleiðis verður ætíð metið mik-
ils.
Að lokum væntir Framtak
þess, að gegna hlutverki sínu
með sóma, Vesturlandskjördæmi
og íbúum þess til gagns c>
ánægju.
að
eru
Þetta
stúlkurnar fimm, sem ekki máttu vera að því að
tala við okkur.