Morgunblaðið - 12.02.1966, Side 5
Laugardagur 12. febVúar 1966
MORGUNBLAÐIÐ
5
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
FRANSKT stórfyrirtæki, Dum
ez að nafni, átti sem kunnugt
er eitt af lægstu tilboðunum
En þar með væri ekki sagt
að Búrfellsvirkjun væri lítils-
háttar verkefni. f>að væri
þvert á móti mjög athyglis-
vert, þar sem þar væri ekki
eingöngu um stíflugerð að
ræða, heldur verkefni samsett
af svo fjölmörgum ólíkum
þáttum. Áætlunin um Búr-
fellsvirkjun væri mjög
skemmtileg, og í samræmi við
nýjustu tækni. Sem dæmi
rnætti nefna það áform að
nota sjónvarp til að gefa
vitneskju um ástand árinnar
á hverjum tíma og á ýmsum
stöðum í stöðvarhús. f»að væri
alveg það nýjasta.
Hvort þeir félagar teldu
að Dumez fyrirtækið fengi
kannski verkefnið að reisa
Búrfellsvirkjun? Ja, við erum
Höfum orð fyrir að gera vel og
Ijúka verkunum á réttum tíma
segir forstjóri franska fyrirtækisins Dumez
í byggingu Búrfellsvirkjunar,
munaði aðeins 3,6 millj. kr. á
þeirra tilboði og því lægsta,
og var reyndar lægst áður en
50% álaginu á vinnuliði var
bætt við skv. útboðsskilmál-
um. Franski verkfræðingurinn
Jaher, sem var hér fyrir fyrir-
tækið, er tilboðin voru opnuð
og einn af forstjórum fyrir-
tækisins, De Rovira, hafa ver-
ið hér undanfarna daga. Mbl.
hitti þá að máli á Hótel Sögu,
er þeir voru að koma úr ferð
að Búrfelli,
Aðspurður um erindið í
þetta sinn til íslands, kvaðst
De Rovira hafa viljað átta sig
betur á virkjunarstaðnum við
Búrfell. Hann hefði aldrei
sjálfur þangað komið. Auk
þess sem hann vildi leggja
áherzlu á tilboð fyrirtækisins.
Fyrirtækið Dumez ynni mikið
að stórverkefnum heima og
erlendis, væri núna t. d. að
gera samning um stíflugerð í
Orange-ánni í Suður-Afríku.
Það væri verkefni upp á 13
milljón sterlingspund og því
5 sinnum Búrfellsvirkjun að
stærð. Jú, flest af þeim verk-
efnum af þessu tagi, sem fyrir
tækið hefði haft, væru stærri.
vongóðir, svöruðu Frakkarnir.
Við teljum að við höfum gert
gott tilboð. En það er að sjálf-
sögðu okkar eigin skoðun. Við
höfum mikla reynslu og orð
fyrir að öll okkar verkefni
hafi verið vel af hendi leyst,
og að við höfum lokið okkar
verkum á réttum tíma eða
jafnvel oft á undan. í þetta
leggjum við heiður okkar.
Á þessu stigi er rétt að gera
ofurlitla grein fyrir fyrirtæk-
inu Dumez. Það var stofnað
árið 1890 af Alexander Dum-
ez, en árið 1932 tóku Pierre
og André Chauforu við stjórn
þess. Síðan hefur fyrirtækið
tekið að sér að reisa hvers
konar stór byggingarverkefni,
svo sem skurði og undirgöng,
járnbrautarlagningar, hafnar-
gerðir, stífiur, hraðbrauta-
kerfi, flugvelli, iðjuver upp-
þurrkun landssvæða, stór-
byggingar og blokkir. Hafa
þessi verk verið unnin bæði
í Evrópu og öðrum heimsálf-
um, einkum mikið í Afríku.
Og síðan 1935 hafa verið stofn
uð mörg dótturfyrirtæki í
þeim löndum, er sjá um verk-
efnin þar. T.d. nefndu þeir De
Rovira og Jaher að Dumez-
Nigeria væri nú að leggja 300
og Jaher, verkfræðirgur.
mílur af steyptum vegum í
Norðvestur-Nigeríu. Og önnur
dótturfyrirtæki eru við störf
í Túnis og Marokko, Keníu,
Gíneu, Brasilíu, Kanada og
S p á n i . Búrfellsvirkjunin
mundi falla undir aðalfyrir-
tækið Dumez-París, ef til
kæmi. En það hefur unn-
ið svipuð verkefni fyrir
„L’electricité de France“, svo
sem virkjanirnar á Courbaisse
fossum 1948, við Saint-Martin-
Vésubie 1956 og gáttarstífl-
urnar í Marckolsheim í Rín
1958, auk ýmiskonar stíflu-
gerða heima og erlendis.
Er BúrfellSvirkjun svipuð
öðrum virkjunum eða er hún
frábrugðin að einhverju leyti
til vinnslu? Öll verkefni eru
að einhverju leyti ný, svaraði
de Rovira. Loftslag er ólíkt á
stöðunum, jarðvegur annar
o. s. fr. Verkefnin hafa hvert
sitt einkenni, rétt eins og fóik
er aldrei alveg eins. Búrfells-
virkjun hefur sinn persónu-
leika, ef svo mætti að orði
komast, og hann dreginn mjög
sterkum þáttum. De Rovira
kvaðst hafa verið á Nýju-
Gíneu fyrir hálfum mánuði,
þar sem verið er að vinna
svipað verkefni. Þar væri við-
fangsefnið það sama, en úr-
vinnslan að ýmsu leyti ólík.
Hvort það teldist mikill
ókostur að Búrfell væri svo
langt úr alfaraleið, uppi í ör-
æfum? Nei, samgöngur væru
ekkert vandamál þar. Fyrir-
tækið væri vant miklu meiri
erfiðleikum á því sviði, eins
og t. d. víða í Afríku og Asíu.
Aðspurðir hvernig vinnuafl
fyrirtækið notaði, svöruðu
Frakkarnir, að þeir sendu
nokkra verkfræðinga eða
tæknimenn, en notuðu vinnu-
afl á staðnum eins og hægt
Þessa stíflu í Dokan í írak gerði Dumez 1954—1959. Hún er 250 m löng og 117 m há og
mikil jarðgangagerð.
AFMÆLISFAGNADUR
Landsmálafélagi5
VORÐUR
13. febr. 1926
40 ára
13. febr. 1966
verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu sunnudaginn 13. febrúar
og hefst með borðhaldi kl. 19.30. — Húsið opnað kl. 18.45.
DAGSKRÁ:
1. Afniælishófið sett.
Form .Varðar Sveinn Guðmundsson.
2. Borðhald.
3. Ávörp:
Form. Sjálfstæðisflokksins dr. Bjarni Benediktsson.
Borgarstjórinn í Reykjavík Geir Hallgrímsson.
Form. Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfglaganna Baldvin
Tryggvason.
Veizlustjóri Ágúst Bjarnason.
4. Skemmtiatriði:
Svavar Gests og Ómar Ragnarsson.
5. Dansað til kl. 2.
Samkvæmisklæðnaður eða dökk föt.
Aðgöngumiðar afhentir á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins frá
og með þriðjudegi á venjulegum skrifstofutíma.