Morgunblaðið - 12.02.1966, Side 8

Morgunblaðið - 12.02.1966, Side 8
8 MORGUNBLADIÐ Laugardagur 12. febrúar 1966 Rætt um ríkisstyrk tii dagblaðanna — á fundi háskólasf údenta SL. fimmtudag efndi málfunda- nefnd Stúdentaráðs Háskóla ís- lands til almerms umræðufundar í Sigtúni og var umræðuefnið: Á rikið að styrkja dagblöðin? Frummælendur voru Eiður Guðnason, blaðamaður og Styrm- ir Gunnarsson, lögfr. Hér á eftir fer stuttur úrdráttur úr ræðum þeirna: Eiður Guðnason sagði m. a. í framsöguræðu sinni: „í>að er síður en svo nýtt fyrir- brigði, að íslenzku dagblöðin eigi við nokkra fjárhagsörðugleika að etja. Og það er langt í frá, að rekstursörðugleikar íslenzku dagblaðanna séu einsdæmi, því hliðstæð þróun hefur nær hvar- vetna átt sér stað. Þurfum við ekki annað en að líta til grann- landa okkar og er raunar næstum sama hvar borið er niður. Það er ekki úr vegi að byrja hér stuttlega á því að líta aðeins á vandamál íslenzku dagblað- anna, og eitthvað af því, sem um (þau hefur verið ritað undanfarið. ^ Sú staðreynd er víst kunnari en frá þurfi að segja, að aðeins eitt af dagblöðunum fimm, sem hér eru gefin út, ber sig fjárhags- lega. En það er Morgunblaðið. Það er mjög vel sett, hefur feikinóg starfslið, góðan véla- kost oig aðbúnað og þar að auki nýtur það hylli þeirra, sem ærið oft reynast ráða úrslitum um lif og dauða dagblaða, en það eru auglýsendurnir. Hin blöðin, sem öll hafa minni útbreiðslu en Morgunblaðið berj- ast í bökkum. Þau hafa yfirleitt of fátt starfslið og í sumum til- fellum gamian og úr sér genginn vélakost. Því má skjóta hér inn í, að á vissan hátt er það óskiljan- legt fyrirbrigði í íslenzkum blaðaheimi, hvað Morgunblaðið hefur náð gífurlegri útbreiðslu, og eina hugsanlega og nærtæka skýringin á því er, að mínu áliti sú, að auglýsendur hafa alla tíð stutt blaðið með ráðum og dáð“. „Það má segja, að í dag sé það, ef til vill næsta fjarlægur mögu- leiki, að Morgunblaðið með Vísi sem síðdegisdoríu, eins og ein- hversstaðar var komizt að orði verði einrátt, — eina blaðið, hér á markaðnum. En þegar sú stað- reynd er höfð í huga, að saman- lagður rekstrarhalli hinna blað- anna fjögurra er líklega ein- hversstaðar á bilinu átta til tíu milljónir króna á ári, ef ekki enn meiri, — það er, að vísu ekki hægt að fá áreiðanlegar töl- ur um þetta, en fróðir menn segja mér, að þetta sé varla of hátt reiknað, — þegar þessi stað- reynd er höfð í huga, er það þá svo óskaplega fjarlægur möigu- leiki, að Reykjavík verði eins eða tveggja blaða borg, þar sem bæði blöðin væru í þjónustu sama - hagsmunahópsins. Finnst ykkur þetta vera tilhlökkunarefni? Ég held varla“. „Sú spurning, sem hér liggur fyrir að svara, er hvort menn að- hyllast það, að dagblöðin séu ríkisstyrkt eða ekki. Ég tel að ríkið hafi nokkrum skyldum að gegna gagnvart lýðræðinu, og því megi það ekki láta undir höf- uð leggjast að tryggja framgang þess með bezta hugsanlegu móti. Ég get þó sagt það eins og er, að ég sé ekki að þær leiðir, sem stungið hefur verið upp á, bjargi öllu, sem bjarga þarf í þessum efnum. Þar þarf meira að koma til. Ríkið þarf á einhvern hátt að styrkja dagblöðin, en áður en y hægt er að segja fyrir um hvern- ig þeim stuðningi skuli háttað þarf að sjálfsögðu að fara fram nákvæm athugun á stöðu og þörf dagblaðanna á aðstoð. Og því má bæta hér við, að ríkisstjórnin mun nú hafa ákveðið að láta kanna vandamál dagblaðanna. Sýnir það glögglega, að jafnt ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ðherrar Aliþýðuflokksins rt sér glögga grein fyrir hér er á ferðinni þjoð- félagslegt vandamál, sem varðar alla borgara landsins í heild og hvar sem þeir í flokki standa. Nú er að vísu skylt að geta þess, að blöðin njóta hér þegar vissra forréttinda eða fríðinda af opinberri hálfu. Dagblaðapappír er til dæmis í mjög iágum toll- flokki, oig einhverra ívilnana munu blöðin njóta í skattamál- um, iþótt ég sé þeim hnútum ekki kunnugur. Má því í raun og veru segja, að þegar sé komið fordæmi fyrir ríkisstyrk eða aðstoð hins opinbera við blöðin, og þurfi nú aðeins að finna heppilegt form, fyrir aukna fyrirgreiðslu, sem jafnframt tryggi að blöðin verði ekki háð ríkisvaldinu á neinn hátt, því slíkt mundi engum verða til góðs, nema síður væri. Eitt vil ég leggja áherzlu á í þessu sambandi, sem mér finnst í senn eðlilegt og heilbrigt. Það er, að áður en blöðin geta gert kröfur um beina fjárhagsaðstoð eða styrk af opinberri hálfu, þá verði þau sjálf að gera allt, sem mögulegt er, til að auka reksturs- hagkvæmni hjá sér og draga úr útgjöldum, án þess að það komi niður á gæðunum. Blöðin mega ekki undir neinum kringumstæð- um staðna og verða steinrunnin nátttröll á sviði skipulags og rekstrar. Þau verða eins og önn- ur nútíma fyrirtæki ag beita hag- ræðingu í rekstri sínum, en hag- ræðing er nú eitt af þeim uppá- haldsorðum, sem allir nota, og fæstir vita lengur hvað þýðir, en vona ég þó, að ykkur sé nokkurn veginn ljóst hvað það er sem ég á við“. „Það gera sér víst allir það mæta vel Ijóst, að rekstursörð- ugleikar þeirra dagblaða, sem nú berjast í bökkum og hanga á horriminni, eru miklir. En hitt skulum við líka gera okkur Ijóst, að þeir eiga eftir að verða meiri, — já miklu meiri en okkur nú órar fyrir, ef ekki verður að gert í tíma. Þegar að því kemur að islenzka sjónvarpið hefur starfsemi sína, mun það áreiðanlaga taka til sín alldrjúgan skerf af auglýsinga- tekjum dagblaðanna. Slíkt hefur held ég hvarvetna sýnt sig, og við getum verið nokkurn veginn viss um, að ísland verður þar engin undantekning. „Ég er ekki reiðubúinn að svara því eins og ég sagði áðan hvort ríkið eigi að veita blöðun- um eða flokkunum beinan fjár- stuðning, eða aðeins óbeina að- stoð. En ég er hinsvegar þeirrar skoðunar, að ríkinu beri skylda, til að aðhafast eitthvað og að- stoða blöðin og flokkanna við að finna hér skynsamlega lausn á. Bein aðstoð Og óbein kemur hvort tveggja til greina og einn- ig sambland þessara tveggja leiða. Ekkert skyldi þó gert nema að vel athuguðu rnáli og gaum- gæfileg rannsókn og athugun hlýtur að verða fyrsta skrefið, og ber því mjög að fagna að ríkis- stjórnin skuli nú hafa ákveðið að láta kanna þetta mál. Að end- ingu vil ég segja þetta: Við stöndum hér andspænis þjóðfélagslegu vandamáli, en ekki neinu einkamáli, þeirra, sem blöð gefa út. Þennan vanda verð- um við á einhvern hátt að leysa nú á næstunni. Við erum menn til að leysa hann, um það efast ég hreint ekki. Við getum varla lengur skotið okkur undan þessu. Það þýðir ekki að líta undan, við verðum að horfa fram. Þennan Gordíons-hnút verðum við að leysa, og nú er ekki seinna vænna að hefjast handa! Styrmir Gunnarsson sagði í upphafi ræðu sinnar, að hann væri algjörlega andvígur því, að halli á rekstri dag.blaða hér á landi yrði greiddur af almanna- fé: Það er ekki hlutverk skatt- greiðenda að taka að sér slíkan stuðning og til þess er engin knýjandi þjóðfélagsleg nauðsyn. Útgáfa dagblaða hér á landi er um margt frábrugðin því sem er í nágrannalöndum okkar. Hér hafa stjórnmálaflokkarnir átt miklu ríkari þátt í útgáfu dag- blaða en títt er annars staðar og er það fyrirkomulag auðvitað al- gjörlega úrelt og frjálsri blaða- mennsku alvarlegur fjötur um fót. Þá hefur eitt dagblað náð hér miklu meiri yfirburðum í út- breiðslu en algengt er bg út- breiðsla þess miðað við fólks- fjölda raunar slík, að þess munu ekki hliðstæð dæmi annars stað- ar. En það ástand, að eitt blað hefur náð miklu forskoti fram yfir hin blöðin hefur ekki alltaf ríkt og má benda á að Alþbl. hefur tvisvar sinnum náð sér verulega á strik og brotið upp á ýmsum nýjungum í blaða- mennsku. í bæði skiptin var það ötul og hugmyndarík ritstjórn, sem stuðlaði að þeirri sókn blaðs- ins, þótt hún fjaraði raunar út í Framhald á bls. 17 Sigurður A. Magnússon ,,Smárœöi" Mý bók eftir Sigurð A. IMagnússoin ÚT ER KOMIN á forlagi Helga- fells líti'l bók eftir Sigurð A. Magnússon, sem nefnist „Smá- ræði“ og hefur að geyma tólf þætti, mislanga. Bókin skiptist í þrjé meginkaifla. í fyrsta kafla eru fimm þættir, samdir á ár- unum 1950-52 í Kaupmannahöfn, Aþenu og Stokkhólmi. í öðrum katfla eru sex þættir, samdir á eynni Ródos sumarið 1960, og í þriðja kafla er stuttur leikþáttur frá árinu 1961. Nökkrir þáttanna hafa birzt áður í íslenzkum blöð- um og tímaritum, og einn þeirra í bandarísku tímariti. „Smáræði" er áttunda bók Sig- urðar A. Magnússonar á ís- lenzku. Áður hafa komið út eftir hann tvær ljóðabækur, skáld- saga, leikrit, ritgerðasafn og tvær ferðabækur (um Grikkland og Indland). „Smáræði“ er 73 blaðsíður í Skírnisbroti. Bókin er prentuð í Víkingsprenti. — Ræða Eggerts Framhald af bls. 11. „hreppapólitík" og smánagg stjórnmálabaráttunnar. í nafni ríkisstjórnarinnar óskaði hann Fiskifélaginu, starfsmönnum þess og þá sér í lagi fiskimála- stjórn alls velfarnaðar í sínu vandasama starfi. 2ja herb. íbúð við Ljósheima, Skipholt, Hagamel, Þórs- götu og víðar. 3ja herb. íbúðir við Þórsgötu, Ásvallagötu, Sólvallagötu, Langholtsveg, Kaplaskjóls- veg og víðar. 4ra herb. íbúðir við Rauðalæk, Barónsstíg, Leifsgötu, Ás- braut, Miklubraut, Öldu- götu, Lönguhlíð og víðar. 5 herb. íbúðir við Karfavog, Njörvasund, Rauðalæk, Goð heima, Hagamel, Ásgarð og víðar. 6 herb. ibúðir við Sólheima, Skeiðarvog, Nýbýlaveg og víðar. Einbýlishús á Seltjarnarnesi 6—7 herbergi, 40 ferm. bif- reiðageymsla. Einbýlishús við Aratún 137 ferm. Einbýlishús við Vallargerði. Raðhús við Kaplaskjólsveg, Ásgarð, Alfhólsveg og víðar. Tvíbýlishús á bezta stað í Kleppsholti. Húsið er tvær hæðir. 1. hæð: 3ja herb. íbúð. 2. hæð: 4ra herb. íbúð. Húsið er vandað, laust eftir samkomulagi. Einbýlishús og raðhús í smíð- um í úrvali í borginni og nágrenni. íbúðir í smíðum 2ja, 3ja, 4ra, 5 herbergja íbúðir í Ár- bæjarhverfi og víðar. Athugið að um skipti á íbúð- um getur oft verið að ræða. Þopgrímsson HÆSTARÉTTARLÖGMAOUR Fasteigna- og verðbréfaviðskifti Austursfræíi 14, Sími 21785 Htífum kauponda að nýrri eða nýlegri 2ja til 3ja herb. íbúð í nýju hverf- unum í Austurborginni, við Háaleitisbraut, Álftamýri eða þar um slóðir. Full út- borgun möguleg. íbúðin verði laus um 1. júní. Málflutningsskrifstofa Vagn E. Jónsson Gunnar M. Guðmundsson Austurstræti 9 Símar 21410 og 14400. e.h. 32147. 2ja herbergja fallega standsett íbúð á Leifsgötu 10, 3. hæð, er til sölu. íbúðin er til sýnis í dag kl. 17—18. 4ra herbergja íbúð á neðri hæð, um 120 ferm., við Blönduhlíð, er tU sölu. Sérinngangur; sérhita lögn. Góður bílskúr fylgir. Málflutningsskrifstofa Vagn E. Jónsson Gunnar M. Guðmundsson Austurstræti 9 Símar 21410 og 14400. Höfum kaupendur ai 2ja til 3ja herbergja íbúð. Má vera í kjallara eða risi. Út- borgun kr. 300 þús. 4ra til 5 herb. íbúð á hæð. Út- borgun kr. 700 þús. Iðnaðarhúsnæði á fyrstu haeS. Haraldur Guðmundsson löggiltur fasteignasali Hafnarstræti 15. Símar 15415 og 15414 heima. Húsnœði óskast Viljum taka á leigu ca. 250 ferm. húsnæði fyrir skrifstofur og verkstæði. — Þarf að vera að ein- hverju leyti á jarðhæð, og tilbúið 1. maí 1966. LÖGGILDINGARSTOFAN, Skipholti 17. — Reykjavík. Sími 1-24-22. GÓLFTEPPl Til sölu er 1. flokks danskt EGE gólfteppi, ca. 28 eða 40 ferm. — Söluverð pr. ferm. 550,00. Undirlag fylgir. — Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld, merkt: „E G E — 8572“. Laust starf Alþýðusamband Norðurlands, Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna á Akureyri og Verkalýðsfélagið Ein- ing ’nafa ákveðið að ráða í þjónustu sína starfsmann í hagræðingarmálefnum. — Starf viðkomandi mun hefjast með allt að eins árs undirbúningsnámi, er fer fram hér á landi og erlendis og tekur hann laun frá því er nám hefst. Æskilegt er að umsækjandi hafi tæknifræði- eða verkfræðimenntun. — Kunnátta í einu Norðurlanda máli og ensku er tilskilin. — Umsóknin sendist Skrifstofu verkalýðsíélaganna á Akureyri fyrir 1. marz nk. Alþýðusamband Norðurlands, Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna, Verkalýðsfélagið Eining.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.