Morgunblaðið - 12.02.1966, Page 13

Morgunblaðið - 12.02.1966, Page 13
Laugardagur 12. febrúar 1966 MORCU N B LAÐIÐ 13 Umferðarsíða Morgunblaðsins Glitmerki geta forðað mörgu slysinu Vafalaust eru þeir frekar fáir ökumennirnir hérna í Keykjavík og víðar, sem ekki hafa lifað fieiri eða færri angistarstundir, þegar hilið varð svo mjótt milii farar- tækis og fótgangandi, að engu mátti muna, að illa færi. Hin ir eru heldur ekki svo fáir — og >að er skjalfest — sem hefir mátt sortna fyrir aug- um vegna slysaáfalls, og þá ósjaldan í kjölfarið sársauka og harms um lengri eða skemmri tíma af hverju ein- stöku tilefni. Og, hver cr oft- ast ástæðan? Sjónleysið í myrkrinu! I>að er einfalt um að kenna aðgæzluleysi ökumannsins. Víst er athygli, og hennar skarprar, allajafna þörf — en oft má ekki sköpum renna vegna illra og óþarfra kring- umstæða. Getum við „frí- kennt“ þær mannverur, sem koma formyrkvaðar eins og vofur undirheima út úr niða- myrkri fyrirvaralaust og ganiga hiklaust þvert í veg fyrir hraðskreið farartæki, sem ókleift er að stöðva í tæka tíð, þótt ökumaður og öll stjórntæki séu í bezta lagi og vinni eins og frekast er hægt að búast við? Enn varhugaverðari verður myrk- uraðstaðan fyrir það, að oft- leg eru síkvik hærri eða lægri ljós, sem koma á móti, og valda því, að bifreiðarstjór- inn hálfblindast annað veif- ið, eða meira en það, þannig, að sjónin verður bláþráðótt og jafnvel slitin. En hér duga engar ásakan- ir á einn veg eða annan. Leita þarf ráða til úrbóta — og finnist þau, verður að not- færa sér þau bjargráð. Staðfest reynsla bæði hér- lendis og erlendis sýnir, að mikill meirihluti umferða- slysa á sér stað í myrkri. Hér er það „MYRKURÐAUÐINN“ sem er á ferð. eins og (útlend- ingar kalla það. Ökumenn sjá ekki og vita ekki einhverja sekúndu, hvað þeir gera. Fótgangendur þusast áfram og ana hugsunarlítið eða laust út í hættuna. Um 63% slysa á mönnum í íslenzkri umferð stafaði árið 1963 af ákeyrslu í myrkri. Jafnvel hin minnsta ljósglæta hefði þráfaldlega getað forðað slysum og dauða. En þá þýðingarmiklu glætu vantaði bara! Og hana vantar víðast enn þann dag í dag, og því fer enn sem fer. Til myrkurdauðans á veg- unum er enn hörmulega og ömurlegra að hugsa fyrir þá sök, að til er — og hefir ekki verið notað sem skyldi, heldur lát- ið að mestu kyrrt liggja og í þagnargildi hér á landi. Er hér um að ræða minni eða stærri fleti, sem á erlendu máli eru kenndir við „REFL- EX“, sem þýðir endurskin eða speglun, og hafa shjá okkur verið nefnd GLIT- eða ENDURSKINS-merki. I>eir í útlöndum kalla þetta tiltæka bjargráð hvorki meira né minna en „ÓDÝRA LÍFTRYGGINGU" og hvetja að vonum alla vegfarendur til að notfæra sér hana — EKKI til að auðvelda aðstandendun um greiðan aðgang að dauða- bótagreiðslum, HBLDUR þvert á móti til verndar, ö- ryggis og bjargar sjálfu líf- inu. Við Islendingar höfum fram að þessu, eins og sagt hefir verið, gert ótrúlega lítið til þess að „líftryggja" okkur á þann auðvelda og fyrirhafna- litla hátt, sem hér er átt við. Og samt þekkja menn nokk- uð almennt til þessa mögu- leika. En það er til nokkurs marks, um, hvernig sumt fólk Heröum sóknina gegn umferðarslysunum Slys á bömum i umferðinnl í Reykjavík voru 15 í janúar. Það er alltof há tala. Svona há slysatala má ekki endurtaka sig. Bíllinn á þessari mynd heldur varla bíllagi eftir áreskt- ur. GÆTILEGA og MEÐ VARÚÐ, eru fyrstu boðorð öku- manna. LENDIÐ EKKI 1 SLÍKU SLYSI! hér hefir verið stemmt í þessu þýðingarmikla slysavarna- máli, að einstaka foreldrar lágu þeim ágætu og fyrir- hyggjusömu fataframleiðend- um á hálsi, sem að dæmi „koll ega“ sinna erlendis tóku að festa endurskinsmerki á barnafatnað — töldu þá for- poka og óprýða föt fínu barn- anna sinna! Og nú er víst bú- ið að ganga af þessari merku og stórþörfu hugmynd og framkvæmd hálfdauðri eða dauðri. En nú hillir blessunarlega undir breytingu til bóta, verði ekki að ófyrirsynju slegið á framrétta h.nd. Fyr- ir utan endurskinsmerki þaú, er Umferðarnefnd Reykjavík ur hefir nýlega úthlutað í yngstu bekki barnaskólanna í höfuðborginni, eru nú kom- in til landsins 7.000 endur- skinsmerki, um það bil þre- falt stærri en þau, er fyrr voru nefnd. Þessi nýju merki — sem eru spjöld með glitfleti beggja vegna, — fest í garn- spotta með öryggisnælu í endanum, — eru gefin af fjórum áhugaaðilum í um- ferðaröryggimálum: Slysa- varnafélagi Islands, Félagi ís- lenzkra bifreiðaeigenda, Bind indisfélagi ökumanna og Sam vinnutryggingum. Hefir Slysa varnafélaginu verið falin dreifing þessara verndar- merkja og það tekið að sér að annast afhendingu þeirra. Mun tvenns konar aðferð beitt við dreifinguna: annars vegar skipulagðri ráðstöfun félagsins sjálfs einkum til gamalmenna x>g barna — hins vegar afhendin-gu til allra þeirra, er láta í ljós ósk um að fá endurskinsmerki handa sér og sínum. Öll merkin eru látin — hverjum ókeypis í té, sem vill og ætlar að nota þau í umferðinni, eða láta nota þau. Muna ber, að merkin eru „dauð,“ nema ljósi sé varpað á þau! Þess vegna ber að haga burði endurskinsmerkj- anna í samræmi við það, og beinlínis hagræða þeim eftir aðstöðunni í umferðinni. Um þetta o.fl. mun Slysavarna- félagið í samráði við aðra gefendur veita upplýsingar opinberlega. I>að verður ekki svo lítill prófsteinn á umhugsun og fyr irhyggju landsmanna nú næstu daga. hversu þeir taka þeirri dýrmætu og góðu gjöf, sem viðkomandi aðilar bjóða þeim nú upp á. Enginn þarf að halda aft- ur af sér í misskilinnar hóg- værðar skyni við að biðja um endurskinsmerkin, því a.m.k. einn gefanda hefir skuldbund ið sig til að bæta við gjöf sína með hliðsjón af eftir- spurninni. Hlífið ekki þeim góða gefanda — hann vill það ekki! Takmarkið er að ekki að- eins þeir, sem augljósast þarfn ast: rólfær börn og gamal- menni beri - endurskinsmerki heldur allir. ALLIR fótgang- endur, er leggja leið sína (it í skuggsýnið til móts við æð- andi bifreiðar. Verðum öll ljósberar í myrkrinu! Baldvin I>. Kristjánsson. Flýttu þér hægt í umferðinni Verum samtaka um að koma I veg fyrir hin alvarlegu umferðarslys NOTIO ENDURSKINSMERKI 15 börn slasast i janúar Slys og árekstrar í janúar 1966 1965 Árekstrar 260 202 Slösuð börn 15 6 Slasaðar konur 4 1 Slasaðir karlm. 2 4 Slasaðir hjólreiðamenn 2 2 Slasaðir bifreiðastjórar 8 6 Slasaðir farþegar 17 8 Dauðaslys 0 2 Ath. aksturskilyrði voru verri í janúarmánuði 1966. Þetta er aðeins skýrsla yfir árekstra og slys, sem Reykja- víkurlögreglan hefur verið kölluð út til þess að hafa skipti af.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.