Morgunblaðið - 12.02.1966, Síða 20
20
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 12, febrúar 1966
FaSir hennar hafði sagt henni,
að Heather hefði farið snemma
að hátta, en bráðlega heyrði
hún einhverja hreyfingu í her-
bergi Heather, sem var við hlið-
ina á htnnar eigin herbergi. Hún
gat ekki sofnað og þráði ein-
hvern félagsskap og datt í hug,
hvort hún gæti farið inn til
Heather og skrafað við hana.
Hún kveikti ekki ljósið hjá
sér, heldur gekk; yfir gólfið og
fram á ganginn, en þá sá hún
einhverja ógreinilega mannveru,
sem gekk eftir ganginum. Hún
elti hana hljóðlaust og sá brátt,
hvar Heather opnaði útidyrnar
og gekik út. Skömmu seinna
heyrði hún bíl fara í gang. Hvað
var Heather að gera út á þess-
um tíma sólarhringsins? Og
með hverjum fór hún?
Hún fór aftur í rúmið, áhyggju
fyllri en nokkru sinni áður. Hún
óskaði þess, að Heather vildi
tala hreinskilnislega við hana.
En síðan hún kom til Japan,
hafði helzt verið ómögulega að
tala við hana . . það var eins
og enginn trúnaður væri á milli
þeirra lengur. Ef hún reyndi að
tala við Heather um trúlofunina
hennar, brást hún við rétt eins og
einhver framandi persóna væri
að tala við hana. Hana grun-
aði meir en, að Heather væri
ástfangin af Rodney. En því í
ósköpunum gátu þau ekki bara
gift sig?.
Loksins féll hún í órólegan
svefn. Henni fannst hún varla
meir en svo sofnuð, þagar Eiko
kom til hennar með tebollann.
Hún þaut á fætur og gekk
beint inn í herbergi Heather.
Hana hafði hálfvegis grunað, að
Heather væri að strjúka með
Rodney. En Heather sat uppi í
rúminu og var að drekka te.
Hún var mjög föl og dökkir
skuggar voru undir augunum.
Hún leit út eins og hún hafði
ekkert sofið.
Heather ieit upp: — Er nokk-
uð að, systir?
Clothilde gekk að rúminu. —
Ég heyrði, að þú fórst út í nótt,
sagði hún lágt. — Ég veit, að þú
ert óhamingjusöm. Gerðu það
fyrir mig, Heather, að lofa mér
að hjálpa þér ef ég get það. Og
þegar Heather svaraði engu, hélt
hún áfram: — Þú fórst út með
Rodney Fenwick, var það ekki?
— Já, hvað um það. Hvað
)) jMIilMM mMSSIkS.1
S
HEILDSÖLUBIRGÐIR
Kornvörumar frá General Mills fáiö þérí
hverri verzlun. Ljúffeng og hætiefnarík
fieða fyrir alla fjölskylduna.
kemur þér það við, Clothilde?
Ég vildi að þú vildir hugsa um
sjálfa þig!
— En ef þú ert óánægð með
þessa trúlofun ykkar Minouru,
hversvegna slítur þú henni þá
ekki? nauðaði Clothilde. — Hef-
ur hann eitthvert þrælatak á
þér? Og ef svo er, þá segðu mér
□—--------------------------□
18
□---------------------------D
það.
En Heather bældi sig aðeins
niður og gróf andlitið í koddan-
um. Hún fór að snökta og allur
líkaminn skalf.
— Farðu! sagði hún. — Þú get
ur ekkert hjálpað mér, hvort
sem er. Það getur enginn. Við
Rodney vorum að kveðjast í
nótt. Ég ætla aldrei að sjá hann
framar, meðan ég lifi.
13. kafli.
Ken kom að sækja hana um
morgunin í 80-yen Renault-leigu
bíl. Japanskir leigubílar eru
flestir mjög litlir en aka með
óskaplegum hraða og taka fyrir
tiltekna vegalengd frá 70 til 100
yen — yen er um það bil sem
fjórðungs-penny enskt. Þeir
þeysa með farþeganna gegn um
umferðina, til þess að vera sem
fljótastir á leiðarenda, og geta
síðan náð í nýjan farþega. Þess-
ir leigubílar eru kallaðir kami-
kaze-bílar, en það þýðir þeir
sem bjóða dauðanum byrgin.
Clothilde hafði haft dálítil
kynni af japönskum leigubílum
og það brást aldrei, að hún yrði
hrædd í þeim. En Ken bara hló
að óvarkárni bílstjórans. Hann
var í góðu skapi vegna þess, að
nú virtist vera farið að rætast
eitthvað úr erindi hans hingað.
Þegar bíllinn tók krappa beygju,
svo að Clothilde lagðist upp að
'honum, lagði hann armana utan
um hana og þrýsti henni að sér.
— Ég er svo öruggur um allt
í dag, sagði hann glaðlega. —
Ég veit alveg, að ég næ í upp-
lýsingarnar, sem ég er að leita
að, og ég er meira að segja viss
um, að þú verður skotin í mér.
Svo skríkti hann og bætti við:
| — Ég næ alltaf í það, sem ég
sækist eftir, áður en lýkur.
Rétt í því bili staðnæmdist
bíllinn við stöðina, þar sem þau
átu að fara upp í rafmagns-
lestina til Yokohama. Ferðin tók
þrjá stundarfjórðunga. Það var
mikill hávaði í lestinni og út-
sýnið var heldur ekkert sérlega
skemmtilegt. Það helzta, sem
sást voru þyrpingar af lágum
timburskúrum, en á stöku voru
hrísgrjónaakrar og kálgarðar.
Konur í dökkbláum buxum og
blússum, með skýluklúta um höf
uðið, voru að vinna á ökrunum
og í kálgörðunum. Og þar voru
hrúgur af káli og hrís, sem verið
var að þurrka.
HM
mm
L G IJ
Cll
Ef vatnsleiðsfan. bifar f húsi yðar má telja víst að af því leiði tjón, er
hæglega getur numiff tugum þúsunda.
Gegn þessu er unnt að tryggja með VATNSSKAÐATRYGGiNGU HOSEIGNA,
en hún tekur til tjóna, sem verða á húseigninni af völdum skemmda eða
bilana á vatnsleiðslum og öðrum tækjum innanhúss.
Iðgjaldið er reiknað af brunabótamati, eins og það er á hverjum tíma,
ein króna af hverju þúsundi.
Ekki eru teknar til tryggingar einstakar íbúðir, heldur aðeins heilar hús-
eignir.
Vátrygging þessi er því miður ekki nægilega algeng meðal húseigenda.
Vér veitum yffur ailar nánari upplýsingar.
Hringið til vor og fáið tryggingu á húseign yðar nú þegar. Sími 11700.
SJOIfAIRYGGINGARFELAG ISLANDS Ht
47AIA
HMK
SJOVA