Morgunblaðið - 12.02.1966, Síða 22

Morgunblaðið - 12.02.1966, Síða 22
MORGU NBLADIÐ Laugardagur 12. feb'rúar 1966 09 Hrafnhildur fjórfaldur Reykjavíkurmeistari — og Guðmundur þrefaEdur Ármann vann stigakeppnina og setti tvö boðsundsmet TVÖ ÍSLANDSMET í sundi voru sett á Sundmeistaramóti Reykja- víkur í Sundhöllinni í fyrra- kvöld. Bæði metin voru sett í boðsundum og voru sveitir Ár- manns í kvenna og karlaflokk Hrafnhildur — fjórfaldur meistari um sem metin settu. Kvenna- sveitin setti nýtt met í 4x100 m. skriðsundi á 4:58,2, en sama sveit átti eldra metið sett í fyrra 5:03.9. Karlasveit Ármanns bætti Islandsmet ÍR-inga í 4x100 m. skriðsundi úr 4:15.1 og synti á 4:13.5. • Stigakeppnin. Mótið var stigakeppni milli félaga og hlutu Ármenningar flest stig eða 78, ÍR hlaut 45, Ægir 32 og KR 5. í samíbandi við stigakeppnina er jþess að geta (þó ekki breyti úrslitum) að reglur meela svo fyrir um að keppi maður í fleiri greinum en þrem- ur reiknist félagi hans ekki stig, þó náð sé sæti í fleiri greinum, sem stig veitir. í fþessu tilfelli kom þetta mest við Hrafnihildi Guðmundsdóttur sem sigraði í 4 greinum. Hví skyldi hún eða félag hennar ekki £á stig, þegar Ihiún megnar að vinna sundið? Og núverancii reglur um stiga- keppnina mun þannig, að ekkert er sagt um, hvort keppandi má velja þrjá sínar beztu greinar (t.d. sigurgreinar) eða verður að sæta því að þrjár fyrstu greinar á dagskrá mótsins séu teknar til stigaútreiknings. Og í þriðja lagi virðist það ekki fráleitara að að taka fyrir að t.d. fleiri en 2 eða 3 frá sama félagi geti hlotið stig í sömu 'keppnisgrein fremur en að meina þeim sem geta unn- ið stig að hljóta það í fleiri grein um en þremur. 0 Hrafnhildur fjórfaldur meisitari. Hrafnhildur vann sigur í 100 m. flugsundi á 1:16.3, í 200 m. bringusundi á 3:01.8, í 100 m. skriðsundi á 1:06.0 og í 100 m. ba-ksundi á 1:19.8. Öll þessi sund vann Hratfn- hildur örugglega og án „ógnun- ar“ nema helzt í 100 m. skrið- sundi þar sem Hrafnhildur Krist jánsdóttir Á, átti ágætft sund og náði 1:07.0 þrótt fyrir mistök í lokin sem kostuðu nokkur sek- úndubrot. Það verður gaman að fylgjast með keppni þeirra nafn- anna í vetur. • Guðmundur þrefaldur meistari. Guðmundur Gíslason varð þretfaldur Reykjavíkurmeistari, í 200 m. skriðsundi á 2:11.9, en í þessu sundi sigraði Davíð Val- garðsson fBK á 2:10.9, en hann keppti sem gestur. Guðmundur sigraði með glæsibrag í 100 m. flugsundi á 1:04.6 og í 100 m. baksundi á 1:09.5. í 200 m. bringusundi karla sigraði Reynir Guðmundsson, Á, á 2:52,5 Þátttaka var góð í þvi sundi en keppni að sama skapi ekki nógu spennandi. í úrslitaleik Reykjavíkurrnótfs- ins í sundknattleik vann Ármann KR með 5-3 eftir íjörugan, harð- an og spennandi leik, þar sem um tíma stóð 3-3. Guðmundur Þrefaldur meistari ■ Núverandi stjórn Samtaka íþrótttafréttamanna, f.v. Alfreð Þorsteinsson, Sigurður Sigurðsson, formaður og Öm Eiðsson. Samtök íþróttafréttamanna minnast 10 ára afmælis Hafa sfoð/ð fyrir viðræðufundum um iþróttamál, norrænu móti fréttamanna, kjöri iþróttamanns ársins o.fl. í DAG minnast íþróttafrétta- menn þess, að tíu ár eru liðin síð an Samtök íþróttafréttamanna voru stofnuð hér á landi. t ára- tugi hafa slík samtök verið starf- andi á hinum Norðurlöndunum, og fyrir frumkvæði norrænna íþróttablaðamanna voru stofnuð alþjóðasamtök íþróttafréttablaða manna fyrir rúmum fjórum ára tugum, og gerðust Islendingar aðilar að þeim fyrir þremur árum. Aðdragandi stofnunar Árið 1954 hófu samtök íþróttafréttamanna á Norður- löndum samstarf um árlegar ráð- stefnur, til fræðslu og kynning- ar, og var fyrsta ráðstefnan hald- in í Ósló það ár. Hugmyndin að þessu norræna samstarfi átti Per Ohristian Andersen, ritstjóri við Aftenposten í Osló, sem látinn er fyrir fáum árum. Árið 1955 komu hingað til lands danskir íþróttablaðamenn, í sambandi við landsleik í knattspyrnu milli íslendinga og Dana. Meðal peirra var Carl Ettrup, formað- ur danska íþróttablaðamanna- sambandsins, og dvaldist hann hér um tíma og kynntist ýmsum starfsbræðrum sínum, m.a. Atla Steinarssyni, íþróttaritstjóra Morgunblaðsins. Þá um haustið var fyrirhuguð ráðstefna nor- rænna íþróttablaðamanna í Dan- mörku og bauð Ettrup Atla til ráðstefnunnar og enfremur bauð hann ÍSÍ að senda ritstjóra í- þróttablaðsins, en ÍSÍ sá sér ekki fært að taka þessu boði, og gekkst Atli þá fyrir því, að Sigurði Sigurðssyni, íþrótta- fréttamanni útvarpsins yrði boð- ið. Sátu þeir Atli og Sigurður jessa ráðstefnu og kynntust þarna ýmsum forustumönnum norrænna íþróttablaðamanna, sem allir hvöttu til þess, að stofn uð yrðu samtök íþróttafrétta- manna á íslandi, og að fslend- ingar gerðust gullgildir aðilar að samstarfi Norðurlandanna á >essu sviði. Þótt þessi stétt væri þá, og sé enn, fámenn hér á landi, ákváðu þeir Atli og Sig- urður að boða til stofnfundar Samtaka íþróttafréttamanna og var stofnfundurinn haldinn 14. febrúar 1956 og verður 10 ára af- mæli samtakanna því á mánudag. Stofnendur samtakanna voru fjórir, fundarboðendurnir tveir og Frímann Helgason, Þjóðvilj- um og Hallur Símonarson, Tímanum. Atli Steinarsson var einróma kjörinn formaður sam- takanna og Frímann Helgason ritari og voru stjórnarmenn ekki fleiri fyrstu árin. Smám saman fjölgaði í stéttinni og Örn Eiðs- son var kosinn í stjórn, ásamt þeim Atla og Frímanni og var stjórnin þannig skipuð, þar til á síðasta aðalfundi. Aðalfélagar í samtökunum eru nú 8, en rétt- indi aðalfélaga hafa þeir einir, sem að staðaldri skrifa um íþrótt ir í blöð, svo og íþróttafrétta- maður útvarpsins. Aukafélagar geta þeir orðið, sem um stund- arsakir skrifa um einstakar íþróttagreinar eða eru íþrótta- ritstjórum til aðstoðar, og hafa aukafélagar verið um 10 talsins. Merki alþjóðasambands íþrótta- fréttamanna, sem sambandið gerðist aðilar að 1963. Núverandi stjórn Samtaka íþróttafréttamanna er þannig skipuð: Sigurður Sigurðsson er for- maður, Örn Eiðsson ritari og Al- freð Þorsteinsson gjaldkeri. Viðræðufundir Samtök íþróttafréttamanna eru ekki hagsmunasamtök, aðal- félagar eru flestir í Blaðamanna- félagi íslands, en samtökin hafa reynt að stuðla að aukinni fræðslu félaga sinna, m.a. með þátttöku í fræðslumótum og ráð- stefnum erlendis. Samtökin hafa tekið þátt í öllum Norðurlanda- ráðstefnum íþróttablaðamanna, síðan þau voru stofnuð og tví- vegis átt fulltrúa á þingum Al- þjóðasambandsins. Þá hafa sam- tökin beitt sér fyrir nánu sam- starfi við íþróttaforustuna, m.a. með viðræðufundum, sem gefizt hafa mjög vel og aukið gagn- kvæman skilning þessara aðila. . Samtök íþróttafréttamanna hafa viljað gera sitt til að efla íþróttaáhugann í landinu og einn liðurinn í því starfi er að kjósa árlega „íþróttamann árs- ins“, einnig gáfu samtökin á sín- um tíma farandgrip fyrir bezta afrek í kvennameistaramótum I frjálsum íþróttum, til að reyna að auka áhugann á þessari grein íþrótta, sem þá var næsta lítill Á Norræna mótið 1962 Samtökin hafa haldið Norð- urlandamót íþróttablaðamanna hér á landi, og er það viðamesta verkefni samtakanna til þessa. Þátttakendur voru milli 40 og 50, þar af nær 30 erlendir. Þetta var árið 1962 og þótti mótið tak- ast vel, og er enn til þess vitnað í hópi íþróttafrtétamanna frá Norðurlöndunum. Á mótinu var lögð áherzla á að kynna íþrótta- líf landsmanna og m.a. flutti Finnbogi Guðmundsson, lands- bókavörður, einkar fróðlegt og skemmtilegt erindi um íþróttir fornmanna, með hliðsjón af frá- sögnum í gömlum bókum. Er- indið vakti verðskuldaða athygli, og varð dr. Finnbogi að svara fjölda spurninga hinna erlendu gesta, að erindinu loknu. Þó Samtök íþróttafrétta. manna séu enn fámenn, er það von þeirra, sem að þeim standa, að þau hafi einhverju góðu til leiðar komið á 10 ára starfsferli, og þykjast raunar samifærðir um, að svo sé. Samtökin færa öllum þeim, sem þau hafa átt samskipti við síðastliðin 10 ár, beztu þakkir fyrir skilning og aðstoð, ekki sízt í sambandi við framkvæmd Norðurlandamótsins 1962, og vonast íþróttafrétta- menn til að sjá sem flesta vini samtakanna í dag að Hótel Sögu, en þar hafa þau „opið hús“ milli kl. 15 og 17 í dag, í tilefni 10 ára afmælisins. Köriuknattleiksmótið í kvöld 09 á morgun ÍSLANDSMÓTIÐ í körfuknatt- leik verður tfram haldið um þessa helgi og leikið að Háloga- landi bæði í jtvöld og á sunnu- dagskvöld. 1 kvöld fara fram þessir leikir: 2. f'l. 'karla ÍR—Árrnann. 1. H. — fS—KFR 1. f:l. — ÍR—KR Á sunnuagskvöldið verða tveir leikir í 1. deild karla, fyrst á milli £KF og KR og siðan á milli Ármanns og KFR og miá ætla að það verði mikil barátta og jöfn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.