Morgunblaðið - 15.02.1966, Síða 2
2
MQRGUNBLAÐÍL
Þriðjudagdr 15. feb'rúar 1966
2 bækur koma út
hjá AB f dag
ATjMEiNN A bókafélagið sendir
frá sér i dag tvær nýjar bækur.
Eru það smásögur eftir Stefán
Jónsson, rithöfund og kennara,
og nefnist hún Við morgunsól. —
Hin bókin er Könnun geimsins,
jþriðja bókin í Alfræðasafni AB,
sem hafin var útgáfa á á s.l.
hausti.
í þessari nýju bók Stefáns Jóns
sonar Við morgunsól, eru 8 nýj-
Stefán Jónsson.
ar smásögur, sem fjalla um bin
ýmsu efni. Bera þær nöfnin:
Rím, Blátt tjald, Halla á Krossi,
Status que, Björn eldri, Björn
yngri, Hinn rétti tónn. Á sól-
mánuði.
Fyrsta bók Stefáns var smá-
sagnasafnið Konan á klettinum,
og kom sú bók út árið 1936. Hef-
ur hann síðan ritað fjölda sagna,
jafnt smásögur sem lengri skáld-
sögur, og aflað sér mikilla vin-
sælda fyrir ritstörf sín, einkum
þó fyrir bækur um börn og
handa börnum og unglingum,
þá.m bækurnar um Hjalta litla.
En þótt hann sé ef til vill kunn-
astur fyrir þau verk sín, er hann
ritar fyrir yngri kynslóðina, þá
hefur hann einnig beint penna
sínum að þeim eldri, og í þeim
hópi teijast þær smásögur, sem
hann sendir nú frá sér.
Við morgunsól er janúarbók
Almenna bókafélagsins og er 180
bls. að stærð, prentuð og bundin
í Prentsmiðju Hafnarfjarðar h.f.
Kápu og titilsíðu hefur Kristín
Þorkelsdóttir teiknað.
Könnun geimsins er þriðja bók
in á Alfræðasafni AB. Áður eru
komnar bækurnar Fruman og
Mannslíkaminin. í bókinni eru
raktir draumórar mannsins um
að komast út í geiminn, einmitt
þeir draumórar sem nú eru sem
óðast a& verða að veruleika í nýj
um áföngum í geimsiglingum og
könnun nýrra heima.
Greint er ýtarlega frá eld-
flaugasmiði og tilraunum með
þær á styrjaldarárunum, þ.á.m.
V-2 eldflaugunum og kapphlaup-
inu um að koma fyrstu gervi-
hnöttunum á loft. Nytsemi þeirra
til veðurathugana, fjarskipta,
þ.á.m til sjónvarpssendinga, og
á ótal fleiri sviðum, eru gerð
fróðleg skil. Er meðal annars að
finna í bókinni ýtarlegar skýr-
ingarmyndir af eldflaugum og
hvernig aflvélar þeirra vinna.
í bókinni er margur nytsamur
fróðleikur fyrir þá, sem eiga eftir
að bregða sér til annarra hnatta,
og svarað er spurningunni um
það, hvað ætlunin er að aðhaf-
ast, þegar maðurinn kemst til
tunglsins, en sá áfangi virðist
nú skammt undan.
í lokakafla bókarinnar er m.a.
fjallað um, hvort þróaðar lífver-
ur finnist á öðrum hnöttum, og
Frh. á bls. 27
Varðskipið Oðmn tok fjora
báta sl. föstudag að meintum
íliglegum veiðum um 4 sjó-
mílur innan 6 mílna mark-
anna út af Alviðruhönirum.
Þrír bátanna voru frá Vest-
mannaeyjum, en einn frá
Neskaupstað.
Varðskipið fór með bátana
til Vestmannaeyja og hófst
RÁÐIST var á tvo menn í hótel-
herbergi í Reykjavík s.l. föstu-
dagskvöld og þeir slegnir í rot.
Brotnaði tönn í öðrum, en hinin
hlaut höfuðáverka og var lagður
inn á sjúkrahús til rannsóknar.
Tildrög atburðarins eru þau,
að mennirnir tveir höfðu komið
í heimsókn á hótelherbergi kunn
ingja sinna til að sækja hann
í kvöldverðarboð.
Er þeir höfðu verið þar
skamma stund kom stúlka, sem
enginn þeirra þekkti, inn í her-
bergið og ungur maður á eftir
henni. Hann réðst fyrirvaralaust
þar rannsókn hjá bæjarfogeía
embættinu í máli skipstjór-
anna samdægurs.
í gær var kveðinn upp
dómur í máli skipstjórans á
Sæfaxa NK, en hann hafði
játað brot sitt. Hlaut hann
20 þúsund króna sekt og afli
og veiðarfæri voru gerð upp-
tæk.
að gestunum tveim og sló þá
niður.
Lögreglunni var gert aðvart og
tók hún árásarmanninn í sína
vörzlu, en hann var undir áhrif
um áfengis.
Við yfirheyrslu mun stúlkan
hafa borið fyrir sig, að hún hafði
villzt á herbergjum, en fylgimað
ur hennar bjó einnig á hótelinu.
Annars hefur hún borið við
minnisleysi vegna ölvunar. Árás
armaðurinn, sem einnig var ölvað
ur, hefur játað brot sitt við yfir-
heyrslu.
Þá er lokið rannsókn í máli i
skipstjóranna á Eyjabátunum, U
en þeir eru Eyjaberg, Elías fl
Sveinsson og Gylfi. Hefur mál J
ið verjð sent til saksóknara V
ríkisins til ákvörðunar. |
Myndin sýnir þrjá bátana, y
sem teknir voru, við hliðina J
á varðskipinu Óðni. Ljósm. T
Adolf Hansen. I
Fundi Lögfræð-
ingafélagsins
frestað
FUNDI Lögfræðingafélags fs-
lands, sem halda átti í Tjarnar-
búð í kvöld, 15. febrúar, er frest-
að um óákveðinn tíma vegna veik
inda annars frummælanda.
Akranes
S J ÁLFSTÆÐISK VENN AFÉ-
LAGIÐ BÁRAN, Akranesi, held-
ur fund þriðjudaginn 15. febrúar
kl. 8,30 e.h. í félagsheimili templ
ara. —
Fundarefni:
1. Frú Guðrún Helgadóttir,
skólastjóri, flytur erindi.
2. Önnur mál.
3. Myndasýning.
4. Kaffidrykkja og félagsvist.
Ráðist á 2 menn
í hótelherbergi
„Ailt sem ég hafði skrif-
að höfuðórar og firrur44
Örlög sögupersónu Sinyavskys dynja yfir sjálfan hann
FYRIR nokkrum árum var
bók Abram Tertz, eða
Andrei Sinyavskys, „Rétt-
ur er settur“ gefin út á
Vesturlöndum, og 1962
kom hún út í íslenzkri þýð-
ingu. Skáldsaga þessi vakti
þegar mikla athygli. Fyrir
skömmu birtist kafli úr
bókinni hér í blaðinu, og
nú þegar dómur er fallinn
yfir höfundi hennar, er
ekki úr vegi að birta hér
brot úr eftirmála bókar-
innar, en þar lsetur höf-
undurinn persónu þa, sem
söguna segir, hljota sömu
örlög og hann sjálfur hlýt-
ur nú, þ.e. að hafna í rúss-
neskum vinnubúðum fyrir
að hafa sett söguna saman.
Fróðlegt er að rifja þetta
upp og mun vafalaust
mörgum finnast það ein-
kennileg tilviljun hvernig
örlög sögupersónu Siny-
avskys hafa nú dunið yfir
sjálfan hann. í eftirmálan-
um segir m.a.:
Eftirmáli
í brekkufæti nærri bökk-
um árinnar Koljma, grófum
við skurð, Serjóska, Rabinó-
vits og ég.
Ég hafði komið í vinnu-
búðirnar á eftir hinum, sum-
arið ’56. Háttsettir embættis-
menn höfðu komizt á snoðir
um efnið í sögunni minni, en
ég hafði þá lokjð við hana,
utan þessa eftirmála. Eins og
við var að búast, var það fyrr
nefnd sía, sem komið var fyr
ir í skolpleiðslunni undir hús
inu okkar, sem varð mér að
falli.
Uppkastsblöðin sem ég
hafði skolað niður úr salern-
inu samvizkusamlega á hverj
um morgni höfðu safnazt á
skrifborði Skromníks rann-
sóknardómara. Sú mikils-
verða persóna, hverra erinda
ég hafði gengið, þó ef til vill
ekki nógu trúverðuglega, var
ekki lengur á lífi og hafði
raunar orðið fyrir opinberu
endurmati. Samt sem áður
var ég ákærður fyrir rógburð
og klám og sakaður um að
ljóstra upp leyndarmálum
ríkisins
Ég kom engum vörnum
við: sönnunin lá í augum
uppi. Þar að auki var Glóboff
kallaður til vitnis og lagði
fram gögn, sem tóku af allan
vafa um sekt mína. í réttar-
höldunum var því slegið
föstu að allt sem ég hafði
skrifað væru einberir höfuð-
órar og sjúklegar firrur.
Mér var einnig gefið að
sök að hinar jákvæðari sögu-
hetjur mínar (verjandinn
Karlinskí, ákærandinn Gló-
boff, húsfreyjan Mariana,
leynilögregluþjónarnir tveir,
o. s. frv.) væru sýndar af ein
skærri illgirni frá síztu hlið-
inni, en ekki hirt um að
draga mynd þeirra til fulln-
ustu og sýna hinar mörgu
hliðar hversdagslífs þeirra.
Hinar neikvæðari söguhetjur
mínar voru barnamorðinginn
Rabinóvits, landráðamaður-
inn Serjóska og lagskona
hans, Katja, sem hafði ekki
uppgötvað mistök sín fyrr en
um seinan og var troðin nið-
ur af hneyksluðum múg. Að
vísu var viðurkennt að ég
hefði látið þetta fólk hljóta
makleg málagjöld í hinni
arðvítugu sögu minni, en
hins vegar ekki sýnt nógu
rækilega fram á að gerðir
þeirra voru sprottnar af
íhaldssemi.
Þó að ég vænti mér engrar
miskunnar, bað ég þess auð-
mjúklega að ég mætti koma
fram ýmsum leiðréttingum,
að minnsta kosti í eftirmála,
þar sem ég tæki tillit til ofan
greindrar gagnrýni og sýndi
sögufólk mitt í réttara Ijósi.
Mér var að sönnu veitt það,
en ekki leyft að verja til þess
þeim tíma er fór í endur-
menntun mín né skurðgröft-
inn, en hann var liður í end-
urmenntun minni í Koljma.
Skömmu eftir komu mína,
slóst ég í hóp Serjóska og
Rabinóvits. Okkur tókst án
mikilla erfiðleika að komast
í sama svefnskálann og vor-
um undir sameiginlegu eftir-
liti. Sakauppgjöf hafbi valdið
því að vinnubúðirnar voru
allt að því tómar. Við vorum
ekki nema tíu þúsund eftir,
hættulegir glæpamenn. Yfir-
völdin sýndu heldur meiri
linkind en áður og leyfðu okk
ur að mynda þriggja manna
afkastahóp, og var sérstakur
vörður vopnaður vélbyssu
settur til höfuðs okkur.------
Rabinóvits spratt á fætur,
rindilslegur Gyðingur með
nauðrakað höfuð, í rifnum og
moldugum buxum og hafði
rýting undir hendinni.
Andrei Sinyavsky
— sá hann örlög sin fyrir?
„Og hvað haldið þið að ég
sé að segja: Er ég að rökræða
við ykkur? Kemur ekki til
mála!“
Hann greip rýtinginn báð-
um höndum, lyfti honum líkt
og regnhlíf og beindi honum
t.il himins þar sem hann stóð
í skurðinum:
„f nafni Guðs! Með hjálp
Guðs! í staðinn fyrir Guð!
Gegn Guði!
Nú var hann líkastur raun-
verulegum vitfirringi.
„Og nú er enginn Guð,
bara díalektík! Steypið nýjan
rýting til að þjóna hinum
nýja tilgangi!“
Ég var að því kominn að
bera fram mótmæli, þegar
hermaðurinn sem gætti okk-
ar gegn háskanum af flótta,
vaknaði á hólnum sínum og
öskarði:
„Þið þarna í skurðinum!
Þið hafið rausað nógu lengi!
Haldið áfram að vinna!“
Við gripum rekurnar okk-
ar sem einn maður.