Morgunblaðið - 15.02.1966, Side 10
10
MORGUNBLAOIÐ
Þriðjudagur 15. febrúar 1961
Gamli bærinn á Saurbæ á
Kjalarnesi brann til ösku
Siffastliðið laug'ardag-skvöld kom upp eldur í rúmlega 70 ára
gömlu bæjarhúsi aff Saurbæ á Kjaiarnesi. Varð ekkert við eldinn
ráffiff, og brann húsiff til kaldra kola á skömmum tíma.
Þaff mun hafa veriff laust eftir kl. 8, sem húsfreyjan í Saurbæ,
Gufflaug Jónsdóttir, gekk fram í þvottahús í nýja Saurbæjarbæn-
nm til aff sinna þvotti, aff hún sá eldi bregða fyrir í gamla bæn-
um. í Saurbæ býr ekkjan Gufflaug Jónsdóttir ásamt uppeldisdótt-
ur sinni, önnu Sigurffardóttur og manni hennar ættuðum frá Fiski-
læk í Borgarfirði.
Gerffi heimilisfólk þegar affvart í gegnum síma Slökkviliðinu
í Reykjavík, sem brá skjótt viff og sendi tvo bíla á vettvang
ásamt sjúkrabíl. Einnig kom lið frá Mosfellshreppi meff bruna-
dælu. Þegar slökkviliffið kom á vettvang, var húsið alelda, og varff
ekkert viff eldinn ráffiff. Slökkvistarfinu var því beint aff því að
verja íbúðarhúsiff, sem var austur af gamla gænum, og kirkjuna,
sem var sunnan viff gamla bæinn.
_ * ar kom bíll frá lögreglunni í
Svo beppilega vildi til, ao
vindur var suðlægur, var það
eiginlega sú eina átt, sem hvorki
skaðaði kirkju né íbúðarhús.
Vafalítið hefði orðið tjón í öðr-
um áttum.
Fréttamaður Mbl. var staddur
á bæ þarna rétt hjá, og kom á
vettvang um 9 leytið. Stuttu síð-
MOJ>íROE-MATIC og
Monroe-Super 500
Höggdeyfur
ávallt fyrirliggjandi
í flestar tegundir bifreiða.
NÝKOMIÐ :
Hjólkoppar, Land-Rover
Miffstöffvar 6, 12 og 24 volt
Útvarpsstengur
Aurhlífar
Hjólbarðalnringir
Tjakkar
Innispeglar
Kertaþráffasett
Startkaplar
Samlokur, 6 og 12 volt
Mottur, ýmsar gerffir
ISOPON undraefniff
til allra viffgerffa
j^^naust h.t
Höfðatúni 2. — Sími 20185.
Tvöfull glei
Reykjavík að Saurbæ til aðstoð-
ar.
.', "vivwvvrf'ff#' wyyrmxf' •'VV"'
Þá logaði glatt í gamla hús-
inu, sem slökkviliðið beindi bun-
um sinum á eldhafið. Mosfell-
ingar höfðu með snarræði kom-
ið dælu sinni niður brattan 70
metra háan sjávarkamto neðan
við kirkjugarðinn, alla leið nið-
ur í fjöru, og bíll upp á kamto-
inum lýsti þeim við dæluna. Var
þetta tilkomumikil sjón, en dælu
starfið gekk erfiðlega sökum sjá-
varfalla.
Var þá það tekið til bragðs að
senda annan slökkvibílinn út að
Ártúnsá til að sækja vatn í
tanka sína, en erfiðlega gekk
einnig að fylla bílinn vegna
þess að áin var öll á is.
Strax og eldsins varð vart
kornu næstu nágrannar fólksins
í Saurtoæ, frá Dalsmynni og
Hjarðarnesi og aðstoðuðu við að
Þessi mynd er tekin á sunnu dag. I forgrunni eru rústirnar,
sem veriff er aff hreinsa, en í baksýn kirkjan í Saurbæ, og
má glöggt sjá, hversu nærri hún var hinum gamla bæ. Henni
hefái vafalaust veriff hætt, ef vindur hefffi veriff norðlægur.
(Myndirnar tók ijósm. Mbl. Fr.S.).
Mynd þessi er tekin, þegar gam la húsiff í Saurbæ er aff falll
komiff. Þakið er falliff, bárujárniff rauffglóandi í kvöldmyrkrinu.
GamUr gluggar skakkir og háifbrunnir.
bjarga því sem hægt var úr hinu
gamla húsi, en það var nú ein-
göngu notað til geymslu.
Fréttamaður Mbl. talaði lítil-
lega við þær Guðlaugu og önnu,
og sögðu þær eldinn hafa kom-
ið upp á loftinu norðanmegin,
en mest af dótinu hafi verið
geymt niðri. Gamla altaristafl-
an úr Saurbæjarkirkju hafði
verið flutt í nýja húsið, en ljóst
væri að 300 ára gömul kista
hefði brunnið, gamall baðstofu-
lampi, og gluggi einn -æva-
gamall. Einnig margar hurðir
með skemmtilegum koparskrám.
Því sem bjargað var úr eld-
inum var kómið fyrir til bráða-
birgða í kirkjunni, og er frétta-
maður talaði- við Önnu í síma í
gær, var ekki enn búið að kanna
að fullu, hvað brunnið hefði, en
það væru ýmsir minjagripir og
væri það smám saman að koma
upp í huga fólksins, hvers sakn-
að væri.
Gamla húsið í Saurtoæ var
komið á áttræðisaldur, sennilega
byggt upp úr 1890, og muna nú-
lifandi menn t.d. eftir fjöl-
mennri gullbrúðkaupsveizlu,
sem haldin var uppi á iofti
í húsinu 1894, Var það gulltorúð-
kaup hjónanna Sesselju Korts-
dóttur og Gísla Guðmundssonar.
í Saurtoæ býr, eins og áður segir,
ekkjan Guðlaug Jónsdóttir með
uppeldisdóttur sinni og manni
hennar. Maður Guðlaugar, merk
isbóndinn Ólafur Eyjólfsson er
látinn fyrir 6 árum. Foreldrar
hans bjuggu einnig á jörðinni
áður, en faðir hans Eyjólfur
Runólfsson var mágur Matthías-
ar Jochumssonar.
Þau hjón Guðlaug og Ólafur,
voru mjög gestrisin, og buðu
jafnan kirkjugestum í Saurbæ
til kaffitooðs eftir messu, og það
er því margt fólk, sem man eftir
gamla bænum, sem nú er brunn-
inn, og á þaðan margar skemmti
legar minningar.
Síðdegis á sunnudag átti frétta
maður Mbl. aftur leið að Saur-
bæ, og var að mestu búið að
hreinsa brunarústirnar. Þótt ekki
hafi verið búið í húsinu hin síð-
ari ár, var það notað sem
geymsla, og mikill skaði að
bruna þess.
Stofnöryggi fyrir rafmagn var
í gamla húsinu, og er helzt álit-
ið, að rafmagnsbilun hafi vald-
ið brunanum. Málið er 1 rann-
sókn.
Útvegum frá Vestur-Þýzka-
landi sérstaklega vandað tvö-
falt rúffugier.
Verzlunin
„Lóan“ til Prince
Rupert í Kanada
KAUPANHI Lóunnar, De
Havelandflugvélar Björns
Pálssonar, kom hingaff til
lands á laugardaginn ásamt
skozkum flugvirkja frá fyrir-
tæki því í Prestwich, sem ann
aðist klössun vélarinnar. Er
kaupandinn kanadískur flug-
stjóri Jack Anderson að nafni
sem veitir fyrirtækinu „North
Coast Air Services' forstöffu.
Er fyrirtæki þetta starfrækt í
borginni Prince Rupert í Brit-
ish Columbia á vesturströnd
Kanada. Flugvirkinn skozki,
T. Callaghan, var meff í
hrakningaferff Lóunnar til fs-
lands í byrjun janúarmánað-
ar, en flugvélin tafðist þá
eina nótt í Færeyjum og varff
aff snúa frá Reykjavíkur-
flugvelii sökum óveffurs og
lenda í Hornafirffi. Þar tafff-
ist vélin í þrjá daga.
Fréttamaður Mbl. hitti þá
félaga í Flugþjónustu Björns
PáLssonar á Reykjavíkurfilug-
velli í gær, og ræddi þá við
Jack Anderson um kaup vél-
arinnar.
— Hvað réði úrslitum um
það, að þér festuð kaup á
Lóunni?
— Fyrst og fremst af-
bragðsgóðir flugeiginleikar.
Hún hefur mikið burðarþol
og getur hafið sig á loft af
tiltölulega stuttum flugtoraut-
um, en það er ómetanlegur
kostur á okkar slóðum í
Kanada.
— Hvað hafið þið margar
flugvélar hjá fyrirtæki yðar?
— Við höfum 10 flugvélar
á hinum ýmsu leiðum, nú
þegar Lóan bætist í hópinn.
Við fljúgum víða um Kanada
og í Alaska og verkefnin eru
sífellt að aukast, þannig að
Lóan er kærkomin viðtoót við
flugvélakost okkar í Prinle
Rupert.
— Þið munuð þá ef til vill
nota Lóuna á einhverri ákveð
inni flugleið?
— Við munum nota hana
í almennt flug eins og hinar
vélarnar, á 300—500 mílna
flugleiðum.
Hér skýtur Björn Pálsson
því inn í samtalið, að á löng-
um flugleiðum hér innan-
landfí hafi þurft að flytja
Frá v.: T. Callaghan og Jack Anderson. (Ljósm. et. —).
varabensinforða með Lóunni,
en því sé ekki til að dreifa í
Kanada þar sem hægt er að
ta'ka benzín á flestum við-
komustöðum.
— Hvað verðið þið lengi á
leiðinni héðan til Prinee Ru-
pert?
— Við reiknum með 15
klukkustunda flugtíma, en að
sjálfsögðu stönzum við oft á
leiðinni, í Goose Bay, Toronto
og víðar.
Við snúum okkur síðan að
T. Callaghan.
— Þér voruð með á hrakn-
ingaferðalagi Lóunnar til ís-
lands skömmu eftir áramótin?
— Ég veit ekki hvort við
getum kallað það hrakninga-
ferðalag.
Hinsvegar vorum við ugg-
andi um, að við kæmumst
nokkurn tíma á leiðarenda.
Við töfðumst fyrst í Færeyj-
um eina nótt, en þegar við
vorum komnir langleiðina til
Reykjavíkur var okkur til-
kynnt, að við gætum ekki
lent á flugvellinum þar vegna
storms. Við snérum þá við
til Hornafjarðar og vorum þar
í heila þrjá sólahringa. Það
hafði ekki beinlínis uppörf-
andi áhrif á okkur!
— Þið komist þá væntan-
lega klakklaust til Prince Ru-
pert á þessum tíma árs?
— Já, því ekki það? Við
verðum þá að taka mótlæt-
inu með jafnaðargeði. Annað
dugir víst ekki í okkar starfi,
segja þeir Callaghan og And-
erson að lokum.