Morgunblaðið - 15.02.1966, Síða 11

Morgunblaðið - 15.02.1966, Síða 11
Tn'iffjuífngur 15. febVúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 11 TONLIST SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Það fer ekki á milli mála, að Sinifóniu'hljómsiveitinni hefir far- ið mjög fram í vetur undir stjórn Bolhdans Wodiczikos. Slenið, sem yfir henni var, er að mestu horf- ið, og á verkefnunum er tekið með nýrri snerpu og baráttugleði. Bohdan Wodiczko er þaulreynd- ur uppalandi hljómsveita, sjálfur starfsmaður hinn mesti og valk- inn og sofinn í hverju því verk- efni, sem hann tekst á hendur. Hann hefir kunnað þau ráð, sem þurfti til að hressa upp á sjúkl- inginn. Sum þeirra eru einka- mál læknis og sjúklings og koma ekki öðrum við. Önnur snúa að hinum almenna álheyrenda og köma jafnvel með nokkrum haetti niður á honum. Þar á ég við verkefnaval hljómsveitarinn- ar. Það mun hafa verið að vel yfirlögðu ráði af hálfu hljóm- sveitaruppalandans, þegar sett voru 'hlið við hlið á efnisskrá tónleikanna 27. jan. tvö slík verk sem Háry Janossvítan eftir Zoltán Kodály og Capriccio espagnole eftir Rimsy Korsakov, en góð prógram-gerð er það ekki — frá sjónarmiði hlustand- ans. Verkin „éta hvort annað upp,“ ef svo má segja: áhrif beggja samanlagt verða minnien hvors um sig. En fyrir hljóm- sveitina er hér um dýrmæta reynslu að ræða; bæði verkin eru meistarastykki í instrúmentation og bjóða upp á ýmsan tæknilegan vanda, bæði fyrir einstaka hljóð- færaleikara og í samleik, sem síður er að finna í tónverkum, sem eru efnislega veigameiri. Bn mætti ekki í framtíðinni — með sama árangri fyrir hljóm- sveitina — æfa og spila slík verk í útvarpinu eitt í senn, fremur en raða þeim saman á efnisskrár sinfóníutónleika? Þess er skylt að geta, að hljómsveitin stóðs-t þf raun, sem hér var á hana lögð, með prýði, og verður hún ekki ÞÁ er sú mikla stund upp runn- in, að við íslendingar erum orðn- ir meðeigendur, ásamt öðrum menningarþjóðum heims, að einni mestu gjöf, sem mannkyn- inu hefur verið gefin: níundu sinfóníu Beethovens. Um þetta tónverk hefur lengi staðið mikill ljómi, líka í hugum margra sem aldrei hafa kynnzt því af eigin xeynd, kannske jafnvel enn meiri Ijómi en verkið sjálft gefur til- efni til. Saga verksins hefur verið sögð hér í blaðinu í stórum drátt um fyrir skömmu, og verður ekki rakin hér. Að sjálfsöigðu eru margir ís- lenzkir tónlistarunnendur vel kunnugir níundu sinfóníunni af hljómplötum og margendurtekn- um flutningi í útvarp. Þeir eru vafalaust heldur ekki fáir, sem hafa hlýtt á hana í tónleikasöl- um erlendis. Sjálfur hlýt ég að játa, að ég hefi fáum slíkum tækifærum sleppt. Sérlega minnisstætt er mér, að ég fyrir mokkrum árum heyrði þetta stór- virki tvisvar með 3—4 daga milli bili, fyrst í Prag og síðan í Vín, í gerólíkri meðferð. Það skal ég líka viðurkenna að í mínum huga skipar níunda sinfónian ásamt örfáum tónverkum öðrum aiveg sérstakan sess, skör ofar en flest eða öll önnur mannaverk. Þeir tónleikar, iþar sem hún er flutt, hafa alltaf verið mér óvenju- leg hátíðastund. Vafalítið er þetta viðhorf eldra en fyrstu persónuleg kynni mín af verkinu og hlýtur því að eiga rætur að rekja til einhvers, sem éig hef heyrt eða lesið á bernsku eða unglingsárum. Margir aðrir hlutir hafa orðið að láta sér lynda að lækka í gengi við end- urmat fullorðinsáranna. En að- dáun mín á níundu sinfóníunni er söm og jöfn, þótt ég hafi gert mér talsvert far um að kanna um það sökuð, þótt ánægja áheyr andans yrði minni en skyldi. Á fyrri hluta efnisskrárinn- ar voru tvö verk aá annarri skúffu: Amaryllis, svíta eftir Hándel-Reeoham, og píanókons- ert í d-moll eftir Bach. Einleik- ari í konsertinum var Guðrún Kristinsdóttir og skilaði hlut- verki sínu af þem myndarskap, sem henni er eiginlegur. I SOLISTI VENETI Þeir, sem hlýddu á þessa sniil- inga í Þjóðleikhúsinu og í sam- komusal Melaskóla fyrir tveim árum, munu undantekningar- laust hafa hugsað gott til að endurnýja kynnin við þá á tón- leikum í Austurbæjarbíói 28. jan. Þó voru átheyrendur þar miklu færri en skylch, og má vafalaust kenna það ðblíðri veðr áttu um þessar mundir Stjórandi flokksins er enn sem fyrr Claudio Scimone og for- fiðlari og einleikari Piero Toso. Einhver mannaskipti hafa orðið í hópnum, en enn sem fyrr er þar valinn maður í hverju rúmi, samileikur og samstilling svo sem bezt verður á kosið og blæbrigði öil svo fíngerð, að sjaldgæf un- un er á að hlýða. Þrátt fyrir allt þetta verðskuldaða lof verð ég þó að játa, að mér fannst leikur þessara frábæru lista- manna af einhverjum ástæðum varla jafnihrífandi nú og fyrir tveimur árum, hvort sem um er að kenna miður heppilegu hús- næði, veðrinu, sem vafalaust hafði óæskileg áhrif á viðkvæm hljóðfærin og jafnvel listamenn- ina sjálfa, eða bara því, að fyrstu kynni hafi fegrazt í minning- unni. I Solisti Veneti voru hingað komnir nú sem í fyrra sinni á vegum Péturs Péturssonar. í bæði skiptin hafa óviðráðanlegir utan að komandi atburðir dreg- ið úr aðsókn að tónleikum í henni „saumana" og þekki nokkurn veginn það, stm telja mætti „tæknilega galla“ á bygg- ingu hennar. Eitt hefur þó breytzt. Eins og flestir aðrir munu gefa, hafði ég j afnan loka- þáttinn einkum í huga, þegar um verkið var rætt. Flestir munu telja það ná þar langsamlega hæst, og er það í vissum skiln- ingi rétt. Tilkoma einsöngvara Og kórs gæða þennan þátt stór- auknum áhrifamætti og skír- skota til áheyrandans með öðr- um og beinni hætti en hljóðfærin ein megna. Þó hefi ég með aldr- inum og — að eigin mati — vax- andi þroska komizt að þeirri nið- urstöðu, að það sé einmitt í fyrri þáttunum, sem mikilleiki verks- ins er aðallega fólginn, þótt hann liggi þar ekki eins í augum uppi. Hvað sem um það er að segja, er það mikið óblandið fagn- aðarefni, er íslenzkum áheyrend- um gefst nú fyrst færi á að njóta þessa meistaraverks í lifandi flutningi íslenzkra listamanna. Og það er gaman að geta sagt afdráttarlaust um þann flutning, að allir, sem þar áttu hlut að máli, mega vera stoltir af og eiga miklar þakkir skyldar. Er þar fyrst að nefna stjórnandann, dr. Róbert A. Ottósson, sem hef- ur haft mesta forystu um þetta stórmæli. Ást hans og virðing á listinni, alúð hans, nákvæmni og vandvirkni við hvert það verk- efni, er hann tekst á hendur, er svo alkunn, að um það þarf ekki að hafa mörg orð. Það kom ekki kunnugum á óvart, en hlaut þó að vekja aðdáun að sjá hann stjórna sínu mikla liði nótna- laust, því að það mega allir vita, að nótunum var ekki sleppt af fordild eða sýndarmennsku. Það starf, sem dr. Róbert hefur hér innt af hendi að öllu töldu er þeirra. Vonandi kemur það þó ekki í veg fyrir að þeir leggi oftar leið sína hér um, og næst þegar þá ber að garði ættu menn að muna, að hér er um að ræða fágætan vandaðan listflutn ing og fyrir okkur hér næstum einstæðan í sinni röð. TÓNLEIKAR BJÖRNS ÓLAFSSONAR Björn Ólafsson konsertmeist- ari fór rólega af stað á fiðlutón- leikum sínum, sem haldnir voru í Austurbæjarbíói á vegum Tón listarfélagsins 1. og 2. þ.m. Sicili- ana eftir Geminiani-Busch, Larghetto eftir Nardini og Lango eftir Veracini eru ekfei tónverk, sem láta mikið yfir sér, en hafa þó sanna fegurð að geyma í ein- földu og aðgengilegu formi. Björn tók mjúkt á þessum verk- um, og nutu þau sín vel í með- förum hans. Meira er um að vera í Svítu í A-dúr eftir Vi- valdi-Busöh, og hámarki náðu tónleikarnir í Partítu í d-moll fyrir einleiksfiðlu eftir Badh. Þetta mikla verk, sem endar á hdnni frægu Ohaconnu, mótaði Björn af festu og öryggi, sem ber hið bezta vitni músikölsku inn- sæi hans og vaxandi rósemd á tónleikapallinum. Fyrir þetta fékk verkið svo sterkan og sann- færandi svip, að nokkur óná- kvæmni í tónhæfni varð lítils- vert aukatriði. Á síðari hluta efnisskrárinnar voru tvær kaprísur eftir Pagan- ini, konsertpólónesa eftir Wieni- awsky og enn ein kaprísa eftir Saint-Saens-Ysaye. Á fiðluleik- ara orka kaprísur Paganinis með ómótstæðilegu aðdráttarafli, en flestum öðrum mundi standa á sama þótt þær væru horfnar út í yzta hafsauga og ættu þaðan ekki afturkvæmt. Þó undrar mig, að svo reyndur og þroskað- ur listamaður sem Björn er, maður, sem hlýtur að þekkja til svo mikið og vandasamt, að sár- fáir munu gera sér þess fulla grein. Það dregur á engan hátt úr ágæti þess starfs, þótt deila megi um skilning hans og túlkun á einstökum atriðum. Ég tel til dæmis nú — eins og stundum áður — að hraðaval hans orki í sumum tilfellum tvímælis. Hraði í flutningi tónverka og mat á honum er ákaflega mikið vandamál, háð margvíslegum ytri og innri aðstæðum, allt frá hjartslætti flytjanda og hlust- anda (hver ábyrgist að hjörtun „slái í takt“?) til hljómburðar í tónleikasal. Nú fannst mér t.d. fyrsti þáttur sinfóníunnar ívið of hægur og þriðji þátturinn til muna of hægur, miðað við að- stæður. Það kann vel að vera, að þetta „tempó“ í þriðja þætt- inum sé það ákjósanlega, en til þess að bera það uppi held ég að þyrfti til muna stærri hljóm- sveit en hér er á að skipa, hálfu fleiri strengi og helzt blásara til skipta. Eins og hér er í pottinn búið (og hljómburður í salnum kann að eiga nokkra sök á því), skortir stengjatóninn þann þunga sem samsvarar „tempóinu“ og tónbálkurinn verður teygður og laus í sér. — Eins fannst mér fyrsta innkoma hins fræga söng- stefs í lokaþættinum (celló og kontrabassar), sem merkt er Allegro assai, talsvert of hæg, enda áreiðanlega mun hægari en síðar, þegar bariton-söngvarinn tekur stefið upp. Allegro ma non tanto og Prestissimo undir lok þáttarins íþótti mér hins vegar í hraðasta lagi. Allt eru þetta umdeilanleg at- riði og hagga ekki þeirri stað- reynd, að flutningurinn í heild var með hinum mesta myndar- og glæsibrag af stjórnandans hálfu. Sama verður að segja um þátt Söngsveitarinnar Fílharmoníu í Níunda sinfonían fulls styrkleika sinn og takmark- anir, skuli leggja sig niður við þennan hégóma, nema þá til æfingar í einrúmi. í stytztu máli er það að segja um þennan síð- ari hluta tónleikanna, að feginn hefði ég viljað skipta á öllu, sem þar var flutt, fyrir eina sónötu — einhverja sónötu. — Þannig hefðu tónleikarnir í heild orðið stórum veigameiri og að minni hyggju ánægjulegri. Hlut- ur Árna Kristjánssonar, sem að- stoðaði Björn á tónleikunum, hefði um leið orðið meiri og veglegri sem maklegt var. Jón Þórarinsson. EYJA ARTLRÓS Framleiðandi: Carlo Ponti. Leikstjóri: Damiano Dami- ani. Handrit: Damiani, Liber- tore og Ribulzi, ásamt Cesare Zavattini, eftir sögu Elsu Morante. Kvikmyndun: Ro- berto Gerardi. Tónlist: Carlo Rustichelli. ítölsk frá 1962. Danskur texti. Gamla Bíó. Frumheiti: L’isola di Arturo. EYJA Artúrós er gerð eftir skáldsögu Elsu Morante, eigin- konu hins kunna rithöfundar Alberto Moravia. Það verður vart sagt að hún hafi orðið fyrir miklum áhrifum af eiginmann- inum, því stíll hennar er róm- antískari og ekki eins kaldgeðja og tómleikafylltur og hans. Damiano Damiani hefur þá sér- stöðu meðal betri ítalskra kvik- myndastjóra að nokkrar mynd- ir hans hafa verið sýndar á ís- landi, m. a. Nakta léreftið (La Noia, Bæjarbíó), sem gerð ver eftir sögu Moravia. Nýja Bíó sýndi fyrir tvéimur árum mynd Damianis, Rauðar varir (II ros- etto, 1960). Þetta er þakkarvert, en nær ótrúlegt, að sem hér sýndar ítalskar myndir hafa flestar verið í lægsta flokki. Eyja Artúrós er án efa merk- ust mynd Damianis, þar sem honum hefur tekist að þjappa margbrotinni sögu skáldkonunn þessum tónleikum. Hún færðist nú í fang erfiðasta verkefni sitt til þessa — og raunar eitthvert erfiðasta viðfangsefni raddlega, sem nokkrum kór er ætlandi. Enginn einn kór á þessu landi mun áður hafa haft öðru eins liði á að skipa, enda vann Fíl- harmoníusveitin hér hinn fræki- legasta sigur. Sópranarnir ljóm- uðu á hinum löngu hásviðslín- um; tenórarnir létu til sín taka af rr.eiri myndugleik og þrótti en nokkru sinni fyrr. Alt og bassi skiluðu sér ekki eins vel fram í salinn, vafalaust vegna hljóm- burðargalla, nema þegar raddir þeirra lágu hæst, en mátti líka heyra að þessar raddir létu ekki sinn hlut eftir liggja. Einsöngvararnir voru undir sömu sök seldir, að því er hljóm burðinn varðar: sópran og tenór komu mun betur fram en alt og bariton, að öllu jöfnu. Svala Nielsen, Sigurveig Hjaltested, Sigurður BjörnssOn og Guðmund Ur Jónsson skiluðu annars sínum erfiðu hlutverkum með hinum mesta sóma, en engum er gert lágt undir höfði, þótt sagt sé að einkum kom Svala á óvart, enda minnst kunn áður af þessum söngvurum. En um allt söngfólk- ið gildir það, að til þess eru gerðar nær ómetanlegar kröfur í þessu verki, og má segja, að með ólíkindum sé hversu við þeim var brugðizt. Eins og áður er að vikið, hefði verið æskilegt að þessu sinni eins og oftar, að Sinfóniuhljóm- sveitin okkar væri liðsterkari en hún er. En um það tjáir ekki að sakast. Hinu held ég ekki verði á móti mælt, að hún hafi að þessu sinni gert allt, sem með nokkurri sanngirni verður kraf- izt af henni, enda báru tönleik- arnir allir þann svip, að því var líkast sem hver maður væri að inna af hendi helga skyldu með þátttöku sinni í þeim. Jón Þórarinsson. ar í kvikmynd sem í einföldun hans tapar litlu og nálgast það að teljast listaverk. Það sem á vantar er að samþjöppun hans er ekki nógu samtengd, því stundum verður myndin nokkuð sundurslitin, einkum í fyrri hluta. Því verður einsemdarlíf Artúrós ekki eins nátengt og í sögunni. Sumar persónur sög- unnar verða einnig að hverfa vegna langvarandi þróunar í henni og þar saknar maður helzt Silvestros, sem var hálf- gerður fóstri Artúrós og hjálpar hella, en lcemur aldrei fram í myndinni. Eins og oftast krefst kvikmyndun skáldsögu sam- þjöppunar og þá verður að fórna ýmsu. Eyja Artúrós, sem fékk aðal- verðlaunin — Concha de ora (Gullskelina) á kvikmyndahá- tíðinni í San Sebastian á Spáni 1962, segir nokkuð óvenjulega sögu, sem leikstjórinn fer um viðkvæmum höndum, án tára- kitlana og án þess að segja of mikið. Á þennan hátt kemst hann mjög langt án þess að hneykslunarhellur rísi upp á. rönd, því viðfangsefnið er all óvenjulegt og viðkvæmt. Aðal- persónan í myndinni er ungur drengur og myndin er öll sýnd frá hans sjónarhóli. Artúró (Vanni De Maigret) er nú 15 ára, en móðir hans lézt er hún fæddi hann 18 ára gömuL Artúró hefur alizt upp án um- sjár, einn í lífi og leikjum, þar sem faðir hans, Wilhelm (Regin ald Kernan), þýzkættaður, er flestum stundum á ferðalagi og sinnir lítt drengnum. Hann er samt hetja og goð í augum son- ar síns, sem á hverjum degi horf ir til hafs í von um að faðir hans komi til hans. Það er þó sjaldan, en sá tími sem þeir eru saman er honum dýrlegur, við veiðar og sund í sjónum við eyjuna. Faðirinn stendur þó stutt við og í fjarveru sinni tek- ur hann á sig goðamynd í aug- um drengsins. En þegar faðir hans kemur dag einn með unga stúlku, sem er lítið eldri en Artúró, aðeins 17 ára, þá finnst honum frá sér tekið rúm í hjarta föðurins og hann sýnir stjúpmóður sinni ónot og af- skiptaleysi. Þrátt fyrir eiginkonuna eirir faðir hans ekki lengi á eynni. Hann hverfur og er lengi í burtu. Kona hans, Nunziata (Key Meersman), elur barn og smám saman hverfur óvild Artúrós og verður að óviður- kenndri ást. Hinn nýi bróðir veldur honum bæði gleði og af- brýðissemi, því athygli hennar snýst aðeins um barnið. Þetta sambland ástar, haturs og af- brýðissemi er Artúró kvöl og þessvegna lætur hann gálu eina í nágrenninu tæla sig. Hann fyrirlítur sjálfan sig fyrir þetta, því hann ann aðeins Nunziönu. Hann gerir misheppnaða sjálfs- morðstilraun og við það beinist athygli Nunziönu að honum á ný, honum til óblandinnar ánægju. Dag einn snýr faðir hans aftur, en breyttur maður. Hann er úttaugaður og illa farinn og gefur syni sínum lítinn gaum þegar hann kemur að taka á Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.