Morgunblaðið - 15.02.1966, Side 12

Morgunblaðið - 15.02.1966, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. febrúar 1961 Afmæli Varðar Landsmálafélagrið Vörður efndi til glæsilegs afmælishófs í Sjálfstæðishúsinu í tilefnj 40 ára afmæiis félagsins sl. sunnu- dagskvöld. Mikið fjöimenni var á afmælishátíðinni og fór hún hið bezta fram. Sveinn Guðmundsson formað- ur Varðar setti hófið og bauð gesti velkomna, en veizlustjóri var Ágúst Bjarnason. Ræður og ávörp fluttu Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri og Baldvin Tryggvason, formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæð isfélaganna í Reykjavík. Stefán A. Pálsson færði fél- aginu að gjöf fullkomið segul- bandstæki frá öilum núlifandi og fyrrverandi formönnum félags- ins, María Maack, formaður Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvat ar afhenti Verði vandaða gesta- bók frá Hvöt og Stefán Rafn las upp frumort Ijóð.. Auk þess barst félaginu mikill fjöldi blóma- sendinga og skeyta. Á þessum afmælisfagnaði Varð ar voru fimm félagsmenn heiðr- aðir með gullmerki Varðarfél- agsins. Þeir Gísli Jónasson fyrrv. skólastjóri, Árni Óla ritstjóri, Þorkell Sigurðsson, vélstjóri, Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri og Björn Ólafsson fyrrum ráð- herra. Ómar Ragnarsson og Svavar Gests önnuðust skemmtiatriði og dans var stiginn til kl. 2. Hér sést nokkur hluti gesta á hinum fjölmenna afmælisfagnað i Varðarfélagsins sl. sunnudag. Nokkrir gesta á afmælishófi Varðarfélagsins; f |í Erna Finnsdóttir, Geir Hallgrímsson, borgar stjóri, frú Sigríður Björnsdóttir, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, frú Helga Markúsdótt- ir, Sveinn Guðmundsson, formaður Varðar, Ragnheiður Hafstein, Jóhann Hafstein, dómsmála- ráðherra og frú Ragnheiður Bjarnason. Sveinn Guðmundsson formaður Varðar sæmdi fimm Varðarfelaga gullmerki felagsins. Frá v. Gíslj Jónasson, fyrrv. skólastj. Árni Óla ritstjóri, ÞorkeU Sigurðsson, vélstjóri, Davíð Ólafs son, fiskimálastjóri. Björn Ólafsson fyrrum ráðherra vantar á myndina. fþróttafréttamenn 10 SAMTÖK íþróttafréttamanna minntust 10 ára afmælis síns s.l. laugardag að Hótel Sögu og heiðr uðu um 70 forystumenn í íþrótta hreyfingunni samtökin með nær veru sinni, m.a. menntamálaráð herra og borgarstjórinn í Reykja vík. Ræður fluttu Sigurður Sigurðs son form. samtakanna, Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, Geir Hallgrimsson borgarstjóri; Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ, Emil Björnsson form. Blaða- mannafél. íslands, Bogi Þorsteins son form. KKÍ, Benedikt G. Waage heiðursforseti ÍSÍ og Atli Steinarsson fyrsti form. Samtaka — Handbolti Frh. af bls. 26 bezti maður hans naut við og sennilega lykilmaður liðsins til sigurs. En er hann meiddist tókst liðinu ekki eins vel að útfæra sínar leikaðferðir. Mieleszcauk Chicky og Klosek voru og mjög góðir svo og Gasior í markinu sem varði oft mjög vel vegna sinna liðugheita fyrst og fremst. • Mörkin Mörk íslands skoruðu Karl Jóhannsson 8 (5 úr vítaköstum), Gunnlaugur 5, Ingólfur 3 (2 úr vítum), Guðjón Jónsson 4, Her- mann 2 og Sig. Einarsson eitt. ára íþróttafréttamanna. Gjafir og heillaóskir bárust frá Ben. G. Waagé (skrá yfir öll afrek á OL í Tokíó, 4 bindi); odd fáni frá KKÍ; blómakörfur frá Skíðaráði Reykjavíkur, KR og Handknattleiksráðinu og blóm frá íþróttafélagi kvenna. Heilla- óskir bárust frá Sundsamband- inu, KSÍ FRÍ, Sundráði Reykja- víkur, Baldri Möller form. ÍBR; Knattspyrnuráði Reykjavíkur; Fél. blaðaljósmyndara; gestgjöf- um Skíðaskálans í Hveradölum; Þrótti, Val, ÍR og Carl Ettrup, fyrrv. form. íþróttablaðamanna- sambandsins í Danmörku. Nánar verður síðar skýrt frá afmælishófinu. Mörk Pólverjanna skoruðu Mieleszcauk 5, Ohicky 5, Klosek 2, Cholewa 3, Weglars 3, Zawada 2 og Fraszac 1. Tveir leikmenn beggja liða voru reknir af velli fyrir gróf brot í 2 mín hvor. íslendingum voru dæmd 8 vítaköst og skor- aði Karl úr 5 og Ingólfur úr 2 en eitt var varið hjá Ingólfi. Pólverjum voru dæmd 4 víta- köst og var skorað úr þremur. Dómari var Norðmaðurinn A. Frydenlund og komst allvel frá leiknum. Var hann að minnsta kosti ekki eins fljótfær og þeir dönsku. — A. St. Þessi mynd birtist á forsiðu „The Coventry Evening lelegraph 5. februar sl. og synir fram- kvæmdastjóra Coventry knattspyrnuliðsins Jimmy Hill dást að hálsbindunum KR-strákanna þriggja sem tjl Coventry eru farnir til æfinga. Það eru þeir Hörður Markan, Guðmundur Haraldsson og Einar ísfeld. Það er framkvæmdastjórinn sem heldur í hálsbindi Guðmundar. — Körfubolti Frh. af bls. 26 ar Gunnarsson sem þó einleikur full mikið, og einnig áttu Skúli og Þofvaldur góðan leik. Hjá ÍR voru Anton og Pétur beztir og er Anton enn, þrátt fyr ir litla æfingu, á við beztu meist araflokksmenn ag er leiðinlegt að þessi bráðefnilegi leikmaður skuli hafa yfirgefið körfuknatt- leikinn. Dómarar voru Finnur Finnsson og Einar Oddsson. Sunnudagskvöld: KR—ÍKF 81:35. 1. flokkur. Leikur þessi var aldrei nein ánægja fyrir áhorfendur. Til þess voru yfirburðir KR allt of mikl- 1 ir, og ruddaskapur og káf ÍKF- manna of áberandi. Staðan í hálf leik var 40:21 og lokastaðan eins ag áður segir 81:35. Flest stig KR skoraði Einar Bollason 37 og Gunnar 22. Dómarar voru Hólm- steinn Sigurðsson og Tómas Zoega. 1. deild: Ármann—KFR 78:75. Eina fyrstu deildar leik helgar innar lauk með sigri Ármanns yfir Reykjavíkurmeisturum KFR með 3 stigum 78:75. Var leikurinn frá upphafi til enda geysispenn- andi ag skemmtilegur og var óhemjubarátta milli liðanna. KFR átti betri fyrri hálfleik og hafði yfir í hléi 38:33. En í síðari hálfleik náði Ármann yfirhönd- inni, eftir að KFR missti útaf tvo af sínum beztu mönnum, þá Þóri Magnússon og Sigurð Helgason, báða með fimm villur. Bæði lið- in áttu góðan leik og var Birgir örn beztur Ármenninga með 21 stig Og Ingvar með 21 stig, Davíð með 14 stig og Hallgrímur með 15 stig áttu einnig góðan leik. Ólafur Thorlalius átti langbeztan leik KFR-manna, og skoraði 21 stig, aðrir sem áttu stigin voru Einar Matt. 22 stig, Marino 12 st. Sigurður 10, Þórir 8 og Rafn 2. Dómarar voru Ingvi Gunnarssön og Kristbjörn Algresson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.