Morgunblaðið - 15.02.1966, Side 24
14
MORGU N BLAÐIÐ
trlðjudagur 15. febriSar 1961
Kringum
hálfan
hnöttinn
Ég ætla að fcoma með Iþér. Þú
manst, að við ætlum öll saman í
hádegisrverð á eftir.
Þau fcvödddu nú skipstjórann
og þökkuðu bonum gestrisni
ihans. Skipstjórinn sagði við
James, að hann væri boðinn í
mat, hvenær sem skipið væri
iþama í höfninni.
— Bandaríkjamenn eru afskap
lega gestrisnir, og ég kann ágæt-
lega við 'þá sagði James á leið-
inni frá borði. — Ég rekst oft á
þá í stanfi mínu fyrir Interpool.
Og þeir eru alltaf kurteisir og
greiðviknir.
Jarnes fór með haa í áttina til
aðallbarsins. Clothilde varð æ
óiólegri. En hún sagði við sjálfa
sig, að Ken hlyti að vera þarna,
og þá væri alit í lagi.
í barnum var enginn maður
nema þjónninn. Þar var ekki
tangur né tötur af Ken.
— Hann er ekki héma, sagði
Clothilde og henni svelgdist á
orðunum.
— Vertu róleg sagði James og
brosti til hennar. — Hann kem-
ur þegar minnstu varir. Kannski
'hefur þetta erindi hans tekið
lengri tima en hann bjóst við.
Hann veit, að við bíðum hans
hérna. Við skulum fá okkur glas
rneðan við bíðum.
Ég er þegar 'búin að fá tvö og
langar ekki í meira.
— Þá skaltu fá þér gos. Það
er nauðsynlegt að hafa eitthvað
fyrir stafni, þegar maður bíður.
Það róar taugarnar. Mér er bölv-
anlega við að bíða eftir fólki.
'Mér finnst fólk, sem getur ekki
'komið stundvíslega þangað sem
það lofar, eigi skilið sektir eða
fangelsi. Hugsaðu þér allan þann
tíma, sem fer til ónýtis í heim-
inum í það að bíða eftir óstund-
vísu fólki, sem er annaðthvort
of latt eða of kærulaust til að
koma eins og það hefur lofað.
— En Ken er bara svo stund-
vís. Starf hans .... Hún þagnaði
í miðri setningu.
Aftur glotti James glettnis-
lega. — Þú átt við starf hans
sem rithöfundar? Aldrei hef ég
niú vitað rithöfunda leggja mik-
ið upp úr stundvísi. En kannski
er húsbóndi þinn öðruvísi, eink-
um þó þegar hann veit, að hinn
fagri einkaritari hans bíður eftir
honum.
Hún vissi, að hann var að gera
gys að henni og svaraði því
engu.
Þjónninn færði henni nýjan
sítrónusafa og James viskí og
sódavatn. James spurði hana
hvað henni fyndist um Japan.
Augsýnilega var hann að reyna
að hafa af fyrir henni. Hún
sagðist vera afskaplega hrifin af
búðunum og Ginza á kvöldin
með öllum skrautljósunum. Og
henni fannst Imperialhótelið
glæsilegt, með sínum sérkenni-
lega byggingarstffl. En hún vœri
hrædd að aka í leigubílum.
Hvað sjálfa Japanana snerti, þá
fyndist henni þeir mjög kurteis-
ir og hjálpsamir.
Blaöburðarfólk
vantar í eftirtalin hverfi:
Vesfurgata, 44-68 ^saveg, 114-171
Aðalstræti Miðtún
Túngata Hátún
Kerrur undir blöðin fylgja hverfunum
SÍMI 22-4-80
Einangrunargler
Franska einangrunarglerið
er heimsþekkt fyrir gæði.
Leitið tilboða.
Stuttur afgreiðslutími.
HANNES ÞORSTEINSSON,
heildverzlun,
Sími: 2-44-55.
Unglingstelpa
óskast til sendiferða.
Vinnutími frá kl. 9—12 f.h.
BOUSSÖIS
INSULATING GLASS
— Ef maður spyr til vegar, má
vera víst, að í níu skipti af tíu
tekur maðurinn eða konan, sem
spurð er, á sig krók og fylgir
manni á rétta leið.
Og svo sagðist hún kunni ágæt
lega við matinn, jafnvel hráa
fiskinn, nú orðið.
James kinkaði kolli. — Þú
virðist hafa vanizt öllu furðu
fljótt á þessum skamma táma,
sem þú hefur verið hérna. En svo
sagðirðu mér víst, að faðir þinn
hefði einhver japönsk sambönd.
— Hann vinnur hjá japönsku
fyrirtæki, sagði Clothilde. — Og
eins og ég var að segja þér áðan,
er systir mín trúlofuð Japana.
— Og þér er ekkert vel við
það? sagði James og brosti. —
En það getur allt farið vel. Ég
hef vitað bæði Evrópumenn og
Ameríkumenn, sem hafa gengið
að eiga japanskar konur og allt
hefur farið prýðílega.
— Mér líkar vel við japanskar
konur, sagði Clollhilde. — Þær
eru vingjarnlegar og hjálpsamar
og svo glæsilegar útlits. Ég held
ég kunni betur við þær en karl-
mennina.
Hann jánkaði því. — Þar er ég
sennilega á sama máli. Japönsk-
um íkonum er kennt frá blautu
□---*----------------------□
20
□--------------------------□
bamsbeini að láta sem minnst á
sér bera, og vera hlýðnar og
hjálpsamar. Þær krefjast einsk-
is líifs fyrir sjálfan sig, heldur
gengur öll viðleitni þeirra í það
að þjóna hinum miklvæga og
völduga karlmanni. Miðlungs
húsmóðir er ekki mikið mennt-
uð, og heldur enginn samræðu-
snillingur. Þegar karlmennirn-
ir óska eftir andríkum viðræð-
um tala þeir annaðhvort við
aðra karimenn eða snúa sér að
einihverri geisha. Þær eru mjög
greindar og í mikilum metum í
landinu, bætti hann við.
Clothilde kinkaði kolli og
henni varð hugsað til Yoishiko,
og hins langa náms, sem þún
þurfti að leysa af hendi, hversu
myndarleg hún var á heimilinu
og hjversu skemmtileg viðræðu
og dugleg að búa til blóma-
skreytingar og syngja og leika á
samiszan.
Kluk'kan í barnum sló eitt.
Hún leit hvasst á hana. Hvað
gat dvalið hann Ken? Tíminn
dragnaðist hægt áfram og hver
mínúta var eins og klukkustund.
Þegar klukkan var orðin langt
gengin tvö, sagði James hvasst:
— Fjandinn hafi það, ef það
þjónar nokkrum tilgangi að vera
að bíða hér lengur. Ég er orðinn
glorihungraður .... eru það ek'ki
Mka? Ég sting upp á, að við
förum 1 Kabayaki-veitmgahúsið.
Þar fær maður alveg sérstaklega
góðan reyktan ál. Við getum
skiHð eftir boð hjá þjóninum
hérna, til Kens, að koma þangað.
En Clothilde var alls ekki í
því Skapi að hafa áhuga á mat.
Hún var frá sér af hræðslu og
kvíða.
— En Ken kann að vera um
borð í Nichi Maru ennþá.
— Jæja, við getum hæglega
komizt að því. Ken sagði mér, að
skipið lægi hér í sömu kvínni,
skammt héðan. Við skulum fara
þangað beint og spyrjast fyrir.
En áður skulum við skilja hér
eftir boð til hans að hitta ok'kur
annaðhvort í Kaibayaki eða þá
beint til Tokyo og hafa samfoand
við þig þar.
Þau gengu nú fiá borði á þessu
skrautlega skipi og leituðu í
skipakvínni að hinu skipinu. En
þar var engin Naichi Maru.
— Þetta hlýtur að 'hafa verið
misskilningur hjá Ken. Ckipið
hlýtur að vera í eirihverri ann-
arri kví. Bíddu mín hérna á
meðan ég spyr um það.
Clothilde beið eftir honum hjá
einum skúmum, Þarna í höfn-
inni var allt á ferð og flugi, skip
vom losuð og fermd, fourðar-
karlar brokkuðu fram og aftur
á tréskónum sínum, farþegar
komu og fóru frá skipunuim, sem
þarna voru bundin. Hún reyndi
að hafa af fyrir sér með því að
horfa á þetta marglita líf, sem
þarna hrærðist, en henni tókst
ek'ki að gleyma áhyggjum sín-
um.
Þegar James ’kom aftur, var
svipurinn á honum eitthvað
einkennilegur.
— Jæja, varðstu eirihvers vís-
ari spurði hún.
— Nichi Maru fór fyrir meira
en klukkustund, sagði hann.
Clobhilde greip andann á loftL
Hún hafði náfölnað. — Það get
ég bara ekki skilið. Og hvað hef-
ur orðið af Ken?
Hann reyndi að róa hana. —-
Þetta hlýtur bara að vera ein-
hver misskilningur. Það eru
sennilega fleiri barar en einn á
Marinosa og hann getur verið að
bíða okkar í eirihverjum
þeirra. Við skulum fara aftur og
aðgæta það, en svo verðurðu að
fiá eitthvað að borða. Sennilega
kemstu að því, að Ken sé farinn
aftur til Tokyo.
Þau aðgættu nú í öðrum bar,
sem var á Marinosa, en þjóninn
gat ekki munað, að þar hefði
neinn komið, sem lýsingin á Ken
ætti við. En hinsvegar hefði ver-
ið þarna margt manna um morg-
uninn, svo að sér gæti hafa sézt
yfir hann.
James vildi fyrir hvern mun
draga Clothilde í Kabayaki veit-
ingahúsið, sem var skemmtilega
búið, á japanska vísu. Olothilde
fitlaði eitthvað við steikta fis'k-
inn, sem fyrir hana var foorinn,
en James fékk sér steiktan á'L
sem hann sagði sér þætti alve-g
sérstaklega góður. En samtalið
gekk eitthvað dauflega. Clot-
hilde gerði sitt bezta til að svara
þegar hún var ávörpuð og Mta
ekki á því bera, að hún hafði
matarlyst.
Það var næstum léttir að koma
á brautarstöðina og stíga upp i
rafmagnslestina t.il Tokyo. Ferð-
in fannst henni helmingi lengri
nú en um morgundnn, en loks
komu þau þó til Tokyo og James
vildi fyrir hvern mun fara með
hana heim í leiguíbffl.
FERÐA- og SKÓLARITVÉLAR
fyrirliggjandi.
Traustbyggðar — endingargóðar
hagstætt verð.
Ólafur Gíslason & Co hf
Ingólfsstræti la, Sími 18370.
Þegar þangað kom, var þar
enginn Ken.
James, sem kunni eitthvert
hrafl í japönsku, talaði við Eiko.
En Htla þjónustustúlkan sagði
foonum, að engin skilaborð vseru
til Clothilde og enginn foefði
þangað bomið.
Síðan hringdu þau til Wa'kana-
krárinnar, en húsmóðirin þar,
Naibuko-san, sagði, að Brooks-san
hefði farið að foeiman í morgun
og væri ekki kominn aftur.
Jarnes leit á Clothilde og yppti
öxlum, vandræðalega. — Ég sé
ekki, hvað við getum gert í bilL
Þú ættir bara að verða hérna
kyrr og s.já, hverju fram vindur,
.— Já, ég g-et víst ekki annað
gert, svaraði hún.
— Það er vtíst of snemmt að
snúa sér til lögreglunnar?
Clothilde hikaði. — Ég veit
ekki, fovað ég get gert. Líklega
væri betra fyrir mig að hringja
til London og spyrja, hvað gera
skuli.