Morgunblaðið - 23.02.1966, Page 4

Morgunblaðið - 23.02.1966, Page 4
4 MORGUNBLADID Miðvikudagur 23. íebrúar 1966 \ Volkswagen 1965 og ’66. m""mmBILALEIGAN rALUR P RAUÐARÁRSTÍG 31 SÍMI 220 22 BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 300 — pr. km kr. 3. SÍMI 34406 SEHDUM LITLÁ bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. BIFREIDALEIGAN VAKUR Sundlaugav. 12. Daggjald kr. 300,00 og kr. 3,00 pr. km. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. Húsbyggj- endur Tek að mér aUs konar pípu- lagnir, svo sem miðstöðvar- lagnir, vatnslagnir. Uppsetn- ingu hreinlætistækja. Við- gerðir. Axel Magnússon pípulagningameistari. Selfossi. Simi 277. Fjaðrir, fjaðrablöð, hljóðkútar púströr o.fl. varahlutir í margar gerðir bifreiða. Bílavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Sími 24180. Málflutningsskrifstofa Vagn E. Jónsson Gunnar M. Guðmundsson Austurstræti 9 Símar 21410 og 14400. Höfum flutt verzlun vora og verkstæði að ✓ LÁGMÚLA 9 Símar: 38820 (Kl. 9—17) 38821 (Verzlunin) 38822 (Verkstæðið) 38823 (Skrifstofan) Bræburnir Ormsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sími 38820. Rannsóknar þörf Nú ættu Reykvíkingar að vera búnir að fá fiskinn á diskinn. Einn togarafarmur ætti að nægja okkur í nokkra daga. Svo oft hefur verið lýst yfir furðu vegna fisk-fátæktarinn- ar í matvöruverzlunum höfuð borgarinnar, að ástæðulaust er að eyða mörgum orðum um það að sinni. En einkennilega hljómar það, að íslendingar — mesta fiskveiðiþjóð í heimi (miðað við fólksfjölda) — geta ekki aflað í soðið fyrir sjálfa landsmenn. Vissulega koma ógæftir. En ástandið er óþarflega bágborið. Hér hlýtur að vera um galla á dreifingar- kerfinu að ræða. t»etta er mál, sem ekki varða fisksalana eina, heldur allan almenning. Hið sífellda vandræða- ástand á þessu sviði væri í mörgum löndum talin næg ástæða til þess að láta fara fram rannsókn af hálfu opin- berra aðila. if Mikill munur Kunningi minn, sem var að koma frá París, sagði, að þar væri komið vor. Ég hef ekki fylgzt með því, sem þeir hafa sagt um hitastigið í þeirri borg — í veðurfréttunum okk- ar, en hann sagði, að fólk gengi þar léttklætt, engu væri líkara en að vorið væri komið. Það er langt frá París til Neskaupstaðar, lengra nú en oft áður. Við hér sunnanlands höfum í mörg ár ekki séð ann- an eins snjó og þeir segja að sé fyrir austan. Þar hefur fólk orðið að grafa sig út úr hús- unum — og er í rauninni furðu legt hve mikill munur getur verið á veðurlagi á tveimur stöðum á íslandi. Að vísu hefur verið fjári kalt hér syðra. En snjór er hér enginn að ráði — og ég er hræddur um að allt færi hér úr skorð- um, ef við fengjum yfir okkur snjó eins og þeir á Neskaup- stað og öðrum stöðum eystra. — Við bíðum öll eftir Parísar- vorinu. Landkynning? Stúlka, sem skrifar und- ir nafninu „Föðurlandsvinur" sendir okkur eftirfarandi lín- ur: „Kæri Velvakandi! í dag fékk ég bréf frá danskri stúlku sem ég hef skrifazt á við í nokkur ár. Hún sagði mér meðal annars, að hún hafði séð í sjónvarpinu, þátt frá íslandi sem nefndur var, „Hvernig íslenzkir ungl- ingar skemmta sér“. Þátturinn fjallaði um komu ensku bítlahljómsveitarinnar „The Kinks“ til íslands og hvernig unglingarnir tóku á móti þeim með öskrum og öll- um illum látum og einnig um hljómleikana þeirra með sömu látum (líklega hafa ungling- arnir verið beðnir um að auka hávaðann og lætin til þess að það yrði áhrifameira fyrir sjónvarpstökuna). Nú spyr ég: Hvers vegna eru svona sjónvarpstökur sendar úr landi og sýndar er- lendis sem fréttaþættir frá Is- landi? Er ekkert eftirlit með þessu? Ef menn ætla að taka myndir af skemmtanalífi ís- lenzkra unglinga, af hverju fara þeir ekki í Glaumbæ, Breiðfirðingabúð og Lidó t.d.? Þar leika íslenzkar hljóm- sveitir fyrir dansi og ungl- ingarnir skemmta sér án öskurs og óláta. Föðurlandsvinur“. jg Þakkar Guði Hér er annað bréf — og hefur það legið hjá mér nokkuð lengi: „Góði Velvakandi. Mér fannst svo indælt að lesa pist- ilinn eftir blessaðan dómpróf- astinn á sunnudaginn, sérstak- lega það, sem fjallaði um „trúaða“ fólkið, að ég má til að vekja á því athygli, einkum eftirfarandi klausu: „Afstaða „trúaðra" til annarra manna er tíðum svo ömurlega nei- kvæð og ber svo mikinn vott hroka, sjálfsánægju, kulda og hryssingshætti í dómum, að „vantrúaðir“ geta sagt með fullum rökum, að þeir biðji Guð að forða sér frá slíku hugarfari. Að hafa stöðugt guðsorð á vörum og brenn- andi trúboðsáhuga samfara þessu hugarfari, er æði vafa- samur ávinningur kristindóm- inum.“ Mér finnst þetta lýsa svo miklu frjálslyndi og víðsýni, að ég ekki tali um hlýjuna, kærleiksþelið og umburðar- lyndið, að ég get ekki orða bundizt. Mikið má kirkjan vera þakklát fyrir að hafa slíkan mann í þjónustu sinni. Ef allir þjónar hennar væru slíkir, væri ekki mikið um „trúaða“ í okkar landi. Þetta með kalda hugarfarið og trú- boðsáhugann fannst mér sér- staklega athyglisvert. Ég hef það nefnilega fyrir satt, að kuldinn sé svo mikill í þessu trúboðsfólki, að það leyfir sér, mitt í öllum hjúkrunarkvenna skortinum, að senda af land- inu hjúkrunarkonur til að stumra yfir blökkumönnum í Afríku. Og Landsspítalinn, sem varð að loka stofum í sum ar vegna skorts á hjúkrunar- konum.' Ég held að ég bæti inn í kvöldbænina mína þess- ari fallegu bæn: Guð ég þakka þér fyrir, að ég er ekki eins og „trúaða“ fólkið. Fyrrverandi sóknarbarn.“ Bjór og barna- fræðsla Loks kemur hér bréf frá Viggó Oddssyni í Rhodesiu. Þetta er hluti af löngu bréfi — og þar svarar hann að ein- hverju leyti smáathugasemd sem ég gerði við bréf, er birt- ist frá honum ekki alls fyrir löngu. Annars furða ég mig á því hve póstsamgöngur eru góðar við Rhodesiu. Ég er viss um að þær eru meira en helmingi betri en t. d. við Raufarhöfn. En hér koma kafl ar úr bréfi Viggós: „Kæri Velvakandi! Þakkir fyrir bjórbréfið sem þú birtir frá mér 2. febrúar og tilmæli um að ég skilgreini nánar hvernig menntun svert- ingja fer fram á þróaðasta svæði í Afríku, varðandi bjór- inn sem veitingamenn greiddu niður vegna refsiaðgerða Breta gegn Rhodesiu, var það gert aðeins til að slæva gleði Wilsons því að hann er sjálfur mesta bjórvömb, sem oft er myndaður með bjórkollu í hendi. Mér hefir sérstaklega gefist kostur á að kynna mér fræðslu mál svartra, bæði í Rhodesiu og S.-Afríku. Þetta er ofsalegt fyrirtæki, því t. d. í Rhodesiu eru hlutföllin þau, að íslend- ingar myndu fæða, klæða, mennta og veita vinnu öllum Dönum, er fræðslukerfi fsl. anzi kostnaðarsamt þótt 4 millj. svertingjar bættust ekki einnig við. Þó eru um 83% svertingja 7—14 ára í skóla í S.-Afríku og um 85% í Rhod.. Til samanburðar heyrði ég út- varpið lýsa menntun í öðrum löndum Afríku þar sem um 5% barna voru í skóla í Ethiop hiu, og ekki var sagan betri frá flestum öðrum Araba- og blökkuþ j óðum. 'Ar Barnaskólarnir Ég hefi nokkrum sinn- um farið í kynnisferðir í svert- ingjahverfi Rhodesiu með ein- um blökkupilti sem með okkur vinnur, hann ætlar að verða kennari og vantar aðeins til- skilinn aldur til að starfa. Hann sýndi mér stóran kenn- araskóla í Umtali, hann var aðeins fyrir svertingja og hefði verið íslandi til sóma ef hann hefði verið heima, síðar ókum við út í „svertingja- sveit" þar sem þeir hafa frá- tekið einkaland. Við ókum í gegnum frumskóg með veg sem minnti mig á Stakka- hlíð í haustrigningu áður en hún var malbikuð. Víða voru svertingjaþorp eins og í Tarzan bókunum, strákofar, hrísgirð- ingar og fjölbreyttur gróður, gúmmítré, pylsutré, 5 metra mauraþúfur og pöddur á stærð við sígarettupakka. Víða voru horaðar kýr með feiknaleg horn. Eftir mikinn akstur og fullvissir um að ákvörðunar- staður væri bak við næstu beygju, komum við að barna- skólahverfi sem surtur ætlaði að sjá. Þar voru nokkur hvít smáhýsi og kennarabústaðir með stráþaki, hrörleg kirkja var þar einnig. Einn kennar- inn sýndi mér allt, hann tek- ur börn frá 8 ára aldri til náms og er kennt á móðurmálinu fyrsta árið en síðan ensku bætt við. Þar læðru börnin að reikna og lesa, föndurvinnu o. fl., Sumir gluggar voru rúðu lausir, enda nægur hiti, og litlar eðlur hlupu um veggú Eftir sjálfstæðið hefur Ian Smith oftsinnis kallað hina 600 ættarhöf ðingj a svertingja til funda til að auka þátttöku svertingja í stjórn og menntun í sæmræmi við siði og vilja ættflokkanna til breyttra „út- lendra" siða. ★ Uppeldi í borgum Uppeldi svertingja í borg um er ólíkt að því leyti, að þá eru svartir oft þátttakendur f lífi og starfi hvíta-mannsins. Þangað kemur hið forvitna fólk úr strákofunum, byrjar sem sendlar eða aðstoðarfólta á heimilum. Reynt er að kenna þeim hreinlæti og áreið- anleik i starfi, en þá verður ætíð einhver hvítur að fylgjast með því almennt eru svert- ingjar andlega á við 10—14 ára börn. Það tekur um 21 ár i flestum löndum fyrir hvítt fólk að teljast nógu þroskað til að kjósa, en hér ná enn fáir svo miklum þroska, þótt reyní sé að ýta þeim áfram. Það er þjóðar nauðsyn að þessi skari sé sjálfbjarga og taki virkari þátt í starfinu í landinu. Þegar svartir fá völd án hæfi- leika, fer allt í voða, eins og í Nígeríu, Kongo, Dahoma o. m. fl .löndum þar sem blóð- böð og byltingar eru furðu tíð- ar. f Afríku eru einkum kín- verskir kommar mjög ákafir f að útbreiða áhrif sín, en af því stafa öll lætin í Rhodesiu, að þeir vilja að Nkomo taki strax við völdum. 3—7 eiginkonur Eitt erfiðasta vandamál ið við að troða vestrænni menningu á svertingjana er að þeir eru ekki svo mjög hrifn- ir af okkar siðum. T. d. vilja þeir hafa í friði sitt fjölkvæni og hjátrú og alda gamla þjóð- ararfleifð. Sé höggvið á þessi bönd verða þeir eins og akk- erislaust skip. Einn svertingi sem hjá okkur vinnur og er frá ríkinu Malavi er sagður eiga 3 konur og 7 börn. Dönsk kona sagði mér að svertingi í S.-Afríku ætti 7 konur, og sýndi mér mynd af honum. í S.-Afríku eru um 9 aðal svert ingjaþjóðir á mism. þroska- stigi. Sumir steinaldarmenn, en stærsta þjóðin þar, 4 millj. Xhosar, hafa fengið sjálfstæði í Transkei sem er á stærð við Danmörku. S.-Afríka er að reyna að koma þessum 11 millj. svertingjum af sér á þennan hátt, um leið og þeir eru nógu margir til forystu- starfa og viðunandi menntun taka þeir við sínu forna erfða- landi í ríkj asambandi S,- Afríku. Salisbury í febrúar Xiggó Oddsson. m Aðalfundur félagsins verður í Tjarnarbúð mánudaginn 28. febrúar kl. 8,30 síðd. Venjuleg aðalfundarstörf — Lagabreytingar. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.