Morgunblaðið - 23.02.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.02.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. febrúar 1966 ---. : -.- 'i-r-'-j '-rÍ'r-l '^'’ÍTr-* “'•'T'r'r*? -■— ' - ■%; i^■■■■+■ -■ ■ segja þeir í fréttum? Starfsemi F.I. í ðrum vexti MORGUNBLAÐIÐ hitti a3 máli Öm Ó. Johnson, forstjóra Flugfélags íslands, og ræddi við hann um starfsemi Flug- félagsins á sJ. ári og hvað framundan væri: — Öll starfsemi Flugfélags íslands er nú í nokkuð örum vexti, og voru flutningar - og al'lt flug með mesta móti, enda var þetta ár í heild mesta flugárið í sögu félagsins, og er það mjög í samræmi við iþað, sem gerist erlendis — að flugið verður stöðugt snarari þáttur í samgöngumálunum. Og það er ekki að sjá annað en þessi þróun haldi áfram hjá félaginu á þessu nýbyrj- aða ári. — Flutningar flugfélagsins í heild jukust um 24% á s.l. ári, innanlandsflugið jókst um 35% og utanlandsflugið jókst um 21%. Hleðslunýtíng var og hærri en hún hefur verið áður eða 69%. — Mesta breytingin á sl. ári á innanlandsfluginu varð með tilkomu Fokker Friendship- vélarinnar, og er önnur slík væntanleg um mánaðamótin apríl-maí. Mun þá allur aðbún aður innanlandsflugsins batna enn meira. — Helístu breytingar á sviði utanlandsflugsins eru þær, að við höfum ár frá ári unnið að því að fjölga ferðunum, og verður enn aukning á þessu ári. Á næsta ári verða famar 16 ferðir á viku frá Reykja- vík til útlanda. Utanlands fljúgum við til Glasgow og Lundúna, Bergen, Osló og Kaupmannahafnar. í sumar verða farnar 11 ferðir í viku til Bretlands, 12 ferðir í viku til Danmerkur, en þrjár til Noregs. Auk þess verða farn- ar tvær ferðir til Færeyja á viku. — Við ætlum að halda uppi Færeyjaflugi, eins og við gerð um í sumar, en ennþá stendur á leyfum frá viðkomandi aðil- um. Stendur til, eins og sjá má hér að framan, að auka ferðimar þangað, þ.e. ein ferð í viku. — En svo við víkjum ciftur að innanlandsfluginu, þá hef- ur það verið stefna Flugfélags íslands að auka tíðni flugferða Örn Ó. Johnson frá aðalflugvöllum, og tengja þá við bæi og byggðarlög með áætlunarbílferðum sem em samræmdar flugferðun- um. Reynslan af þessu hefur verið mjög góð, og auk þess- ara áætlunarbílferða, hefur Flugfélagið aukið verulega þjónustu sína við flugfarþega. Það hefur sýnt sig að þessi þjónusta er vel metin, vegna þess að með þeim hafa fengizt reglubundnar ferðir milli nærliggjandi byggðarlaga til aðalflugvallarins. — Flugvélakostur Flugfél- lagsins á síðasta ári var til millilandaflugs: tvær Cloud- master-vélar og ein ViscOunt- vél, en til innanlandsflugs: ein Fokker Friendship-vél og tvær Douglas DC-3. Svo höf- um við eina Skymaster-vél staðsetta að staðaldri á Græn- landi til ískönnunar fyrir stjórnina þar. — Flugfélag íslands hefur haft til athugunar endumýjun á flugvélakosti félagsins til millilandaflugs, og er það mál enn í athugun. — Félagið hefur alltaf á hverju ári aukið iþað fjár- magn, sem við eyðum til land- kynningarstarfsemi, og er það nú orðið mjög margþætt, og þegar farið að bera árangur. Ferðamannastraumurinn t i 1 landsins hefur vaxið ár frá ári, og verður hann meiri á næsta sumri en nokkru sinni áður. — Hjá Flugfélaginu starfa nú 330 manns,en þó er venjan að nokkru fleiri vinna hjá því á sumrin, svo að í sumar má reikna með að starfandi hjá félaginu verði 360—70 manns. Láta mun nærri að um 300 manns vinni hérlendis hjá félaginu, en um 30 manns er- lendis, en við höfum skrifstof- ur í öllum þeim borgum, sem við fljúgum til, og auk þess- einnig skrifstofu í Frankfurt. Miklar vonir bundnar viö Loftleiöahöteliö FRÉTTAMAÐUR Mbl. náði tali af Alfreð Elíassyni, for- stjóra Loftleiða, og spurði hann tíðinda af starfsemi fé- lagsins: —■ Starfsemi Loftleiða var mjög blómieg á s.l. ári. Við vorum með fimm DC-6 og um tíma þrjár Rolls Royce. Flugvélar okkar flugu alls 8.379.000 km. á árinu, og er það 11,6% aukning frá árinu áður. Þær fluttu 141.051 far- þega þetta ár, og er það 37,7% aukning frá því árið áður. Sætanýtingin var þó heldur lakari en árið 1964, eða 75,7 en var 77,9. Loftleiðir skilaði gjaldeyri fyrir rúmlega 132 milljónir (1964) og 236.670.000 (1965), sem er tæplega 104. 370 — krónum meira en 1964. — Stærstu framkvæmdirnar á vegum Loftleiða á árinu voru án vafa við Loftleiða- hótelið. Við bindum mjög miklar vonir við það, því að nú getum við tekið á móti fanþegum, sem vilja dvelja hér einn eða fleiri daga. Það getur tekið á móti 216 manns, en í því verða 108 herbergi — flest tveggja manna. Þá verða þar einir tveir eða þrír matsalir, innisundlaug og gufu böð. Láta mun nærri að starfs lið við hótelið verði um 100 manns. Framkvæmdir við bygginguna hófust í janúar- byrjun 1965, og við höfum- hugsað okkur að opna það þann 1. maí n.k. — U-m flugvélakostinn er það að segja, að í sumar verð- um við með fjórar Rolls Royce vélar ,þrjár lengdar, sem taka hver um sig 189 manns og eina af venjulegri stærð, en hún tekur 160 farþega. Þá verðum við með fimm DC-6 flugvélar, en við þurfum tvær eða þrjár þannig vélar til þess að halda uppi ferðum til Skandinavíu og Bretlands. Svo höfum við hug á að hafa u.þ.b. tvær vélar í leigu- flugi og vöruflutningum, en nú hefur það komið í ljós að það er nokkrum erfiðleikum bundið — hvað varðar fyrra atriðið — því að við höfum fengið fyrirskipun um að hækka leigugjaldið. Sömu sögu er reyndar að segja um vöruflutningaina, þar hafa einn ig ýmsir annmarkar komið í ljós, þar sem innflytjendur þurfa að borga toll af flug- farmgjöldum, sem er æði kostnaðarsamt. En á hinn bóginn er það von okkar, að það atriði fáist leiðrétt. Ánn- ars má geta þess í þessu sam- bandi, að við höfum mikinn hug á að fara út í vöruflutn- imga í stórum stíl, en eins og ég sagði áðan, þá verður að koma til gjörbreytinga á gjöld um. — Hvað varðar samkeppnis- Alfreð Elíasson aðstöðu Loftleiða við önnur flugfélög á flugleiðinni yfir Norður-Atlantishaf, er óhætt að segja það að laun flugliða hjá okkur eru hin sömu, eða jafnvel hærri, en gerist hjá öðrum flugfélögum í Evrópu, en aftur á móti eru önnur rekstrarútgjöld hjá okkur mun meiri, en víðast annars staðar, þar sem við verðum að borga toll af öllum þeim tækjum, sem á þarf að halda við flugafgreiðslu o.fl., og eins en- eldsneytið mun dýrara hér, og t.d. um 78% dýrara en í New York, og er það að lang- mestu leyti vegna tolla og flugvallarskattsins. — Það sem einna helzt hrjáir okkur nú, er mannekla, og þá sérstaklega á flugliðum. Loftleiðir hefur því farið inn á þá braut að undanfömu að aðstoða f lugvirk j anema til náms í Bandaríkjunum, og höfum við aðstoðað nú um 50—60 pilta. Við erum mjög að íhuga það nú, áð leggja inn á sömu braut með flugmenn. — Loftleiðir hefur fest kaup á ,,simultor“ eða„linktrainer“ í Bretlandi, en það er tæki sem notað er við þjálfun flug- manna, og er verð hans eitt- hvað um fimm milljónir. Að undanförnu hafa tveir menn frá okkur verið á námskeiði í Bretlandi til þess að kynna sér meðferð þessa tækis, og munu þeir í framtíðinni þjálfa flugmenn félagsins ásamt flug mannaJþjálfurunum þremur, sem fyrir eru. — Flugleiðir Loftleiða eru ísland, New York og Luxem- bourg, auk þess sem við fljúg um til Skandinavíu, Bretlands og Hollands. Við höfum stór- ar og rúmar farmiðasölur í New York og í Luxembourg, en erum aftur á móti mjög aðþrengdir í London, og erum að leita þar fyrir okkur um rúmbetra húsnæði. Láta mun nærri að hjá Loftleiðum vinni um 762 manns en þar af rúm- lega 233 erlendis. — Stefna Loftleiða í far- gjaldamálum er nú sem fyrr sú, að því lægri fargjöld sem við getum boðið, þeim mun fleiri farþega fáum við, og það er trú okkar, að takist okkur að fá fargjöldin lækk- uð, mun ferðamannastraumur inn til íslands aukast enn meira. — Að lokum vil ég segja það, að ég tel tímabært fyrir Loftleiðir að fá sér þotur árið 1970—1972, en áður en svo getur orðið verðum við að fá varaflugvöll norðanlands, t.d. í Aðaldal í Þingeyjarsýslu. — Eina lausnin i Framhald af bls. 17 þessara hálærðu garpa, sem þjóð in kostar til náms, til að ráðast gegn þeim óvini, sem mest og ötulast hefir veitt börnum henn- ar stærstu sárin. Nei, þá er bara bindindismönnum brigslað um úreltar bindindisaðferðir. Ósóm inn hleður þannig reyk kringum sig til að rétt eðli komi ekki í dagsljósið. Enda mun það -sanni næst að hinum lærðu. flestum hverjum, hefir þótt annað betur hlýða en byrja á byrjuninni. Þeir sem komu bannlögunum fyrir kattarnef á sínum tíma lögðu drengskap við að með af námi þeirra rynni upp gullöld á íslandi. Allt smygl og brugg og leynivínsala og öH þau leiðindi og fals, sem í kringum þetta hafi verið, myndi þurkast út með frjálsri sölu áfengis Hvað segja menn nú eftir reynslu ársins 1965 þótt ekki sé lengra farið. Það var rétt að bannlögin voru brotin og kannske helzt af þeim, sem áttu að vera þeirra vörn, og iþótt svo hafi verið, var ástandið almennt hátíð hjá því sem nú er. Þarf ekki annað en fletta adg- blöðum þjóðarinnar til að sjá að svo var og satt er frá skýrt. En aldrei hefir það hvarflað að þingi og stjóm að afnema lögin um helgi eignarréttarins þótt þau á degi hverjum séu brotin og rán og gripdeildir birtar í hverju fcölublaði dagblaða nú til dags, síður en svo. Enda er ekki á- stæðan sú að bannlögin voru af numin heldur eins og hann Ragn ar Bjarnason söng, það þegar ég er þyrstur . . Við áttum nefni- lega nokkuð mörg ég um það leyti. Pleiri og fleiri sjá það nú með hverjum degi sem líður að eina lausnin á þessu ófremdarástandi sem ríkir á íslandi í áfengismál- um er aðflutningsbann á áfengi. Þó það væri ekki nema 3 til 4 ár yrði það mikill léttir. Það hefir margoft verið bent á vinnu tjón og í landi voru nú með alla sina uppbyggingu má ekki án neinnar vinnandi handar vera. Aðflutningsbann er leiðin. Öll takmörkun er til bóta þegar eit- urnautnir eiga í hlut. öilum er minnisstæð hin miklu og góðu samtök þegar leitað var að flug- vél Flugsýnar um daginn. Ekkert var sparað og allir lögðu sig fram. Hvað sú leit kostaði spyr enginn um en vist er að hún kostaði mikið. Mér varð spurn: Hví leggur þjóðin sig ökki eins fram til björgunar þeim sem eru að far- ast í áfengisflóðinu? Frá bam- æsku minnist ég eins afcburðar sem oft hefir komið í hug minn í seinni tíð: Afi hafði beðið okkur drengina að flytja menn sem ætluðu til Reyðarfjarðar, yfir Eskifjörðinn og stytta þeim þannig leið. Við ýttum skekt- unni á flot og héldum frá landi. Þegar látið er liðið á róðurinn tökum við eftir að sjór hækkar í bátnum. Ég sé strax að negluna hlýtur að vanta. Fata var til aust urs og tekur einn farþeginn hana og býst til að ausa. Ég segi að við skulum heldur setja negluna í en þá segir hann. Það er stak- asti óþarfi, ég get svo vel ausið. Er þetta ekki táknmynd um þjóð lífið í dag. Ríkisstjórn og Al- þingi vilja ekki setja negluna í heldur láta fólkið ausa. Þetta er hagfræði, sem gildir vel fyrir Halldór verkfræðing og Magnús bjórfélaga hans, en hún gildir ekki fyrir æsku landsins. Ámi Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.