Morgunblaðið - 23.02.1966, Side 17

Morgunblaðið - 23.02.1966, Side 17
Miðvikudagur 23. febrúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 1? i Magnea Sigþórsdóttir Hfinning Sveinn Vigfússon Minning Fædd 9. ágrúst 1962 Dáin 13. janúar 1966. Ó faðir ger mig lítiS ljós, um lífs mins stutta skeið, til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefur villzt af Ieið. Matth. Jochumsson. Að afstaðinni jólahátið Frels- •rans, þegar ljósgjafinn er aft- ur farinn að þoka sér upp á himinskautið, og vonin hefur enn fengið vængi að lyfta sér til betra og fegurra lífs, kom Drottinn himnanna og flutti til *ín litla stúlku frá yndislegu heimili, foreldrum, systkinum, afa og ömrnu, frændfólki og vinum. Þá gekk kall dauðans eem reiðarslag yfir alla hennar ástvini. Sá er oft háttur hins mikla sláttumanns. Þessi litla stúlka átti heima 1 Litla-Hvammi hjá foreldrum sínum Sigþórt Sigurðssyni og Sólveigu Guðmundsdóttur og hét Magnea, fædd 9. ágúst 1962. Útförin var gerð frá heimili hennar miðvikudaginn 19. f.m. að viðstöddu óvenju miklu fjöl- SVO MARGT er sinnið sem skinnið, segir gamalt máltæki. En óskiljanlegir eru mér þeir, menn, sem í blákaldri alvöru halda því fram að áfengisneysla mundi minnka og alls ekki vaxa ef leyft yrði að brugga í landinu sterkan bjór til sölu. Það er ekki ósvipað og að segja manni að öruggasta ráðið til að kæfa eld sé að ausa bara nægilega mikilli olíu á hann, og þá mundi hann kafna. Ég hefði haldið að reynsla undan farinna ára og daga sýndi hverjum vitibornum manni það svart á hvítu að eftir því sem meira er selt og neytt af áfeng- um drykkjum því meiri verður drykkjuskapurinn og óreglan Slík sannindi eru svo augljós að jafnvel smábörn eru þar í eng- um vafa. Þrátt fyrir þessi augljósu sann indi eru þeir fleiri en mann grun ar sem sjá enga aðra leið, eða þykjast ekki sjá, út úr áfengis- vandamálaógöngum íslenzkrar þjóðar en að veita bara, meiru áfengi inn í umferðina og ef ek'ki er nóg af brennivíni. Þá tojór. Það á að vera skaðminna er sagt (en þó skaðlegt?) Þegar ég er þyrstur, söng hann Ragnar Bjarnason í sumar, þegar ég er þyrstur þá þarf ég annan til . . . já annan til. Það er sagt að forennt barn forðist eldinn, en þessu er öðruvísi farið með vín- dýrkendur því þótt þeir brenni sig á brennivíninu, þá eru þeir komnir í það eins oig skot eftir iitla stund, margir hverjir, því miður alltof margir. Þeir eru ekki fáir, sem undr- andi eru yfir þeim þingmönnum, sem að bjórfrumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi, standa. Sýnist mönnum að þeir gætu eitt hvað þarflegra gert börnum landis í lífshamingjuleitinni t.d. með því að efla manndóm, árvekni og reglusemi þar sem hún ekki er fyrir. Ef þeir gengju ötullega fram í því að minnka drykkju- skapinn, beittu sér fyrir aðflutn- ingsbanni á áfengum drykkjum menni, jarðsett var í Skeiðflat- arkirkjugarði. Nærri hálft fjórða ár er ekki langur tími í venjulegri manns- ævi, en oft svo óumræðilega dýrmætur, þegar barnið er að vitkast og þrozkast, umvafið ást og umhyggju foreldra Og annarra ástvina. Elskan verður þá svo sterk og gagnkvæm, að ekkert fær henni grandað. Þá er svo létt og ljúft að gleyrna og fyrirgefa, lífið sjálft svo unaðs- legt. Magga eins og hún var venju- lega kölluð heima, var skýr- leiksbarn, tápmikil og síslsöm við sín störf, hugarheimurinn fagur, barnssálin óvenjulega opin fyrir því, sem hún heyrði og sá. Fullorðinsleg var hún stundum í tilsvörum, svo að eft- ir var tekið. Ég, sem festi þessi fátæklegu orð á blað, átti þess oft kost að koma inn á hennar dýrmæta og elskulega heimili. Mætti mér þá oft lítil frænka í anddyri með athygli í svip, til- búin að reyna að leysa úr því, er spurt var um. Þá var líka fóturinn kvikur, ef hún hélt, að aðrir vissu betur. Var þá nær- og bægðu þannig frá þeirri hættu sem af áfenginu stafar, þá skyldi maður taka ofan fyrir þeim. En því er nú ekki að heilsa. Helsti bjargvættur í dag í þeirra augum er bruggun og sala bjórs. Þar eiga unglingarnir að láta fé sitt renna. Það er ekki verið að minna á banka og spari sjóði til að ávaxta fé sitt, held- ur hitt að eyða þeim í hít áfeng- isgróðamanna, enda sjá um leið margir sér leik á borði með að opna bjórstofur og brugghús. Þar er þessi gróði fljótunninn og ekki spurt þótt hann sé á kostn- að veiklyndis meðbræðranna né hvort aðrir fari flatt, bara ef sjónarmið , áfengisgróðamanna fær að njóta sín. Ég skyldi því ekki kippa mér upp við það þótt þessir sömu héldu fyrirlestur um það á næstunni að betri fjár- festingu en bjórinn væri ekki unnt fyrir íslenzka æsku að fá, það væri rökrétt áframhald fyrri iðju. Glöggt dæmi um nytsemi bjórs ins hafði ég og ýmsir aðrir Stykkishólmsbúar fyrir framan okkur nokkrum dögum fyrir jól, en þá bárust í plássið nokkrir bjórkassar, sem sumir bæjarbúar tóku „fegins hendi“ sjálfsagt búnir að lesa skrif verkfræðings ins um gildi og gagnlegheit þessa holla drykkjar. Af ein- •hverjum ástæðum hefir svo gleymst að bjóða honum þ.e. verkf. til þess að horfa á vígsl- una. En þar hefði hann fengið hollan lærdóm, ef hann þá hefði e* *kki eins og áður talið hvítt svart og svart hvítt. En þeir, sem í bjóröldu þessari lentu, voru ekki beint tilkippilegir til síns starfa daginn eftir og dag- ana eftir og það eftir „saklausan bjór“, eins og það er orðað. Þetta eru nýjustu kynni mín af sterkum bjór. Víst var hann sterkur og velgdi sumum vel. En mér varð hugsað til þess, ef birgðirnar hefðu verið miklar hvað þá? Sem betur fer, þraut þær og þar með var draumurinn búinn. tækast að hlaupa til mömmu, er kom stúlkunni sinni til hjálp- ar, og kom þá venjulega barns- lega blítt og saklaust bros bland- að ljóma fegurðar,, þegar þrautin var unnin. Pabbi var hennar traust ag athvarf. Hana langaði sem oft- ast að vita af honum, finna hendina hans traustu nærri sér. Það var næmleiki stúlkunnar hans, sem skynjaði þar föður- elskuna til barnsins síns. Hún átti stóra systur, sem þótti svo undur vænt um litlu systur sína, enda var einatt til hennar leitað, ef eitthvað amaði að eða koma^t þurfti stuttan Framhald á bls. 19 áfengi Um áfengismálin mætti margt ræða. Þegar andstæðingar okkar bindindismanna eru komnir í rökþrot, er þeirra seinasta vörn: Það er ekki hægt að ræða við ykkur þið eruð svo fanatískir. Þetta er ósköp eðlilegt. Því ég held að það þurfi nokkuð kjark- mikla menn til að halda því fram að í áfengisdrykkju og tótoaksnotkun og þvíumlíku liggi lífshamingja þjóðarinnar. Það er erfitt að sannfæra heil- brigða menn um slíkt. En áfeng ispúkinn á sterka líðsmenn. Það erum við bindindismenn áþreif- anlega minntir á hvern dag. Það er hægra að rífa niður en reisa og Bólu Hjálmar sagði í sinni ágætu stöku: Hæg er leið til Helvítis, hallar undan fæti. En þeir sem halda því fram að það sé hollara fyrir íslenzka þjóð að eyða í tóbak og áfengi 707 milljónum. (sjá fjárlög 1966) en kaupa arðvænleg atvinnutæki eru skrítnir. Búrfellsvirkjun sem er dýrasta fjárfesting sem nok-k- urntímann hefir verið hugsuð á landi voru er sama og 3 til 4 ár í brennivíni og tóbaki og þyk ir fáum mikið. Öll fræðslumál landsins eru áætluð á fjárlögum rúmar 500 milljónir. Það er 200 milljón meira en áfengis og tóbakssalan. íslendingar verja þannig meiru til niðurrifs en upp byggingar og svo er talað um menningu og menntun og ég veit ekki hvað og hvað. Það er talað um að háski stafi af því að BandaKkjamenn leyfi lands- mönnum að sjá sjónvarp og fjöldi manns rís í mikilli vand- lætingu gegn slíkum „háska“, jafnvel skrifar Alþingi stórt og vandað skjal. Ég veit ekki hvern ig á að fara að þegar sjónvarp berst milli landa, og eins veit ég ekki betur en kvikmyndir sömu tegundar og sýndar eru í bandaríska sjónvarpinu séu í hverju bíóhúsi á landinu og er enginn hræddur um vönkun ís- lenzka þjóðernis af því. En það eru ekki margar undirskriftir Framhald á bls. 10 F. 2.4. 1894. — D. 24.1. 1966. SVEINN Vigfússon, Melabraut 51, Seltjarnarnesi, iézt eftir stutta legu í Landsspítalanum þann 24. janúar og var jarð- sunginn frá Fossvogskapellu þann 1. febrúar sl. Foreldrar Sveins voru hjónin Gíslína Jónsdóttir o.g Vigfús Benediktsson, sjómaður, og fædd- ist Sveinn á heimili þeirra að Oddakoti á Álftanesi. Sveinn stundaði framan af sjó- mennsku sem og faðir hans, og var sjómennskan starf hans, aðal- lega á togurum þar til árið 1940 að hann réðst sem verkstjóri Vikurfélagsins hf. að Arnarstapa á Snæfellsnesi, og stundaði hann jafnframt með konu sinni mynd- arbúskap á nýbýlinu Felli. Sveinn kvæntist árið 1928 eft- irlifandi konu sinni Sveinínu Jórunni Loftsdóttur, og eignuðust þau einn son, Loft, er þau misstu á barnsaldri, og eru slík harma- sár síðgróin. Sveinn bjó búi sínu að Felli á Arnarstapa allt til árs- ins 1955, er þau hjónin fluttust alfarin til Reykjavíkur, og var flestum íbúum Breiðuvíkur- hrepps mikil eftirsjá að þeim hjónum, slíkra vinsælda og virðingar sem þau höfðu notið öll sín búskaparár. Sem verkstjóri Vikurfélagsins hf. hafði Sveinn oft margt manna í vinnu, sumar og haust, og naut þá oft mikillar reynslu sinnar sem sjómaður í baráttu sinni við höfuðskepnurnar, jafnt uppi á Snæfellsjökli sem við erfið út- skipunarstörf í fjöruborði, oft í stórviðrum og hausth.örkum. — Aldrei brást Sveini þó æðruleys- ið á erfiðisstundum, og rólyndi hans og jafnframt hæfileika hans til skjótra og réttra ákvarðana á hættustundum var viðbrugðið, enda hlekktist aldrei neinu flutn- ingaskipi á undir hans verk- stjórn þótt útskipun færi fram undir opnu hafi og oft í veðra- ham hausts og vetrar. Oft var þá unnið, þar sem aðrir hefðu frá horfið, enda hafði hann undir sinni stjórn hrausta og vinnu- harða menn þar sem Snæfelling- ar voru. Þó urðu aldrei slys á mönnum undir hans stjórn, og eru vinnuveitendur hans þakk- látir honum fyrir hin mörgu starfsár hans, er þeir voru svo gæfuríkir að njóta. Sveinn hélt áfram að starfa hjá sama fyrirtæki eftir að hann fluttist til Reykjavíkur, og starf- aði við ábyrgðarstörf allt til dauðadags. Sumarið 1964 tók harm að kenna veikinda og var þá fluttur á Landsspítalann til rannsóknar og uppskurðar. — Nokkrum mánuðum síðar mætti Sveinn svo aftur til vinnu, og lýsir það einstæðri seiglu Sveins og meðfæddum lífskrafti betur en nokkur orð. Eftirlifandi eiginkonu votta ég dýpstu samúð við fráfall síns trygga og trúa lífsförunautar, og jafnframt þeim mörgu ungling- um, er áttu sér jafnan fast at- hvarf á heimili þeirra hjóna, og þau ólu upp að nokkru leyti. Blessuð sé minning Sveins Vig- fússonar. L. J. >ó að fundum fækki, er fortíðin ekki gleymd. í mínum muna og hjarta þín minnig verður geymd. Heima í húsi þínu hvíldi sálin min, ég kem nú, kæri vinur með kveðjuorð til þín. K.N. ÞRIÐJUDAGINN 1. febr. s^ var jarðsunginn frá Fossvogskapellu frændi minn og vinur, Sveinn Vigfússon Melabraut 51 Sel- tjarnarnesi. Sveinn var fæddur 2. apríl 1894 að Oddakoti á Álftanesi. Hann missti móður sína 14 ára gamall og hóf það ár að stunda sjómennsku svo ungur að árum og var við þau störf allt til ársins 1940, lengst af matsveinn hjá Þórarni Ol- geirssyni. Sveinn kvæntist Sveinínu Loftsdóttur árið 1928 og eign- uðust þau einn dreng, sem þau misstu ungan. Árið 1940 fluttust þau hjónin að Felli á Arnar- stapa í Breiðavíkurhreppi. Tók Sveinn þá að sér verkstjórn fyr- ir Vikurfélagið h.f. og gegndi því starfi um 15 ára skeið. Naut hann óskoraðs trausts forráða- manna Vikurfélagsins og ekki síður sveitunga sinna og vinnu- félaga, og gegndi Sveinn mörg- um trúnaðarstörfum fyrir sveit siína. Sveinn Vigfússon var einn samvizkusamasti maður, sem ég hef haft kynni af. Vann hann aldrei neitt verk smátt eða stórt, án sérstakrar alúðar og vand- virkni, en mér er hann þó minn- isstæðastur sem drengskapar- maður, sem tók mig á heimili sitt, fóstraði mig og agaði í 314 ár og skildi eftir í mér svo mik- ið af sjálfum sér, að ég hefði mjög gjarnan viljað eiga hann að rauniverulegum föður. Ég veit að það eru fleiri, sem bera svipaðar tilfinningar til hans, því að fleiri unglingar en ég nutu Skjóls á heimili þeirra hjóna, margir svo að árum skipti. Fyrir dvöl mína á heim- ili Sveins er ég honum þakk- látur alla ævi, og frá móður minni flyt ég þakkir fyrir ómet- anlega hjálp á erfiðum tímum. Jórunni, ekkju Sveins, og öðru vandafólki flytjum við innilegar samúðarkveðjur. Blessuð veri minnig þessa mæta manns. Kjartan Kristofersson. Múnchen, 11. febr. NTB. • Formaður þingflokks Kristilegra demokrata í Vest ur Þýzkalandi, dr. Rainer Barzel, hefur lýst því yfir, að hann sé fús að bjóða sig fram til kjörs formanns flokksins, — en formannskosning á að fara fram í marz nk. Er talið, að dr. Barzel geti orðið dr. Ludwig Erhard hættulegur keppinaut'ur. Dr. Rainer Barzel er 41 árs — og telja margir hann líkleg an sem næsta forsætisráð- herraefni Kristilegra demo- krata. Salsbury, 11. febr. NTB. • Stjórn Ians Smiths i Rhodesíu hefur tilkynnt, að hún muni setja sérstakar hömlur á Afríkumenn frá öðrum löndum en Rhodesíu, sem þangað koma í atvinnu- leit. Hefur Smith áður sagt, að komi til atvinnuleysis í landinu vegna efnahagsráðstaf ana brezku stjórnarinnar muni það fyrst bitna á erlend um Afríkumönnum. * Arrsi HeSgeson, Sfykkishólmi: Eina lausnin er aö flutnir,gsbann á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.