Morgunblaðið - 23.02.1966, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 23. febrúar 1966
MORCUNBLAÐIÐ
27
Járnf jaHið í Sindraportinu, sem nú bíður þess að verða flutt út til
nýtingar i erlendum verksmiðjum,. Nú styttist í það, að brota-
járnið verði fullnýtt innaru’ands, ef ráðag'erðir Einars ná fram að
ganga.
— Fyrirhuguð
Framhald af bls. 28
Einar sagði ennfremur, að þró-
unin hefði verið sú á undanförn-
um öldum í járngerð, að kolin
bafi dregið til sín járnið, járnið
verið unnið þar, sem orkan er
fyrir hendi. Á síðustu áratugum
hefði það gerzt í æ ríkari mæli,
að raforkan hefur verið notuð til
að vinna járn og væri það því
eðlilegt, að fyrirhuguð Búrfells-
virkjun gæti gefið innlendu fyr-
irtæki sömu kjör og annars stað-
ar er, þar sem brotajárn er fyrir
hendi. Kvað Einar það sann-
gjarnt, að ef samningar næðust
við Swiss-Alumin mundi íslenzkt
stálbræðslufyrirtæki njóta sömu
kjara og hið erlenda fyrirtæki.
Sagði Einar, að hið íslenzka fyr-
irtæki yrði byggt upp í samvinnu
við velþekkt erlent stálvinnslu-
fyrirtæki, er hefði reynslu til að
miðla og færa sérfræðinga á sín-
um snærum, sem það mundi
senda til íslands.
— Búnaðarþing
Framhald af bls. 28
Iagafrumvörp, annað um trygg-
ingamál landbúnaðarins en hitt
um Bjargráðasjóð.
I>á fór Þorsteinn orðum um
fóðurbætismál og nauðsyn þess
að flytja fóðurkorn með tankskip
um til landsins, mala það og
valsa í fóðurbirgðastöðvum hér
á landi og dreifa svo um sveit-
irnar í tankbílum. Kvað Þor-
steinn vel fara á því, að slíkar
fóðurbirgðastöðvar yrðu t.d. í
Þorlákshöfn og á Akureyri. Stór-
fé og tíma kostaði að undirbúa
þessa breytingu, en eins og nú
er, væri fóðurkorn allt of dýrt,
en það væri keypt sam-
kvæmt samningi við Bandaríkin.
Kvað Þorsteinn unnt að stór-
lækka fóðurkornsverð með því
að kaupa það á frjálsum mark-
aði.
Þorsteinn Sigurðsson fór nokkr
um orðum um offramleiðslu á
landbúnaðarvörum og verð á
þeim. Kvað hann ekki ástæðu
fyrir bændur að hafa áhyggjur
af henni, enda skyldu menn
vera þess minnugir, að ekki
inætti mikið út af bregða með
veðurfar til að framleiðslan
drægist verulega saman. Sagði
hann svo 48. Búnaðarþing sett.
Næstur tók til máls Ingólfur
Jónsson, landbúnaðarráðherra,
og er ræða hans birt í heild í
blaðinu í dag. Sjá bls. 13.
Að ræðu ráðherrans lokinni
var gert fundarhlé og hófst fund-
ur aftur kl. 2 síðdegis og var þá
skipað í nefndir. Þingfulltrúar
og fleiri gestir sátu síðdegisboð
landbúnaðarráðherra í gær.
Alls hafa 25 mál verið lögð
fyrir Búnaðarþing og fullvíst
þykir að þau verði mun' fleiri.
Búizt er við, að þingið standi í
3 vikur a.m.k.
Fundur Búnaðarþings í dag
hefst kl. 9.30 árdegis í Bænda-
höllinni. Þá mun Halldór Páls-
son, búnaðarmálastjóri, flytja
skýrslu sína um störf Búnaðarfé-
lags ísands á sl. ári. Þá er búizt
við, að nokkur mál verði lögð
fyrir þingið.
— Sinyavsky
Framh. af bls. 1
heyra þesskonar spurningar,”
segir blaðið.
Og Pravda heldur áfram.
„f rauninni er málssóknin
áönnun fyrir lýðræði í so-
vézka þjóðskipulaginu. Siny-
avsky og Daniel voru dregnir
fyrir rétt, ekki sém rithöfund
ar, heldur menn, sem drýgt
höfðu glæpi gagnvart sovézka
kerfinu og sovézku þjóðinni.
Það má ekki rugla spilunum
með því að halda því fram að
þessum rithöfundum hafi ver
ið refsað fyrir gagnrýni þá, er
þeir birtu í bókum sínum. Róg
burður er ekki gagnrýni.”
Þá segir Pravda að lýðræði sé
ekki þjóðfélagskerfi, sem heim-
ili borgurum landsins að drýgja
glæpi án þess þeim sé refsað fyr-
ir þá. „Það má ekki ætlast til
þess að dómstólar okkar taki
„frjálslynda", afstöðu til þeirra
hugsjónaskaðvalda óvinanna,
sem staðnir eru að verki. Við
erum sannfærðir um að allir,
sem meta lýðræði og sósíalisma,
skilja okkur. Kommúnistaflokk-
urinn og hið opinbera munu
halda áfram að styrkja kerfi
sósíalismans, efla þróun hinna
skapandi afla meðal þjóðarinn-
ar, og tryggja einstaklingsfre'lsi
sérhvers sovézks borgara. Sovét
ríkin vilja með festu vísa á bug
hugsjóna-undirróðri heimsvalda
stefnunnar“, segir Pravda að
lokum.
— Sammála um
Framhald af bls. 1
þá tvo daga, sem Wilson verður
enn í Moskvu.
f hádegisræðu sinni, sagði
Wilson að eyða mætti mörgum
klukkustundum til að ræða áður
þekktar skoðanir hvors um sig,
en án árangurs. En allir væru þó
sammála um að mikil hætta sé
á því að styrjöldin í Vietnam
breiðist út, og að hún varpi
skugga á sambúð Austurs og
Vesturs.
Kosygin sagði í ræðu sinni að
skoðanir Breta og Rússa á ýms-
um alþjóðamálum væru ólíkar,
og nauðsynlegt fyrir leiðtogana
að hittast öðru hvoru til að skipt
ast á skoðunum.
Að þessum yfirlýsingum gefn-
um sögðu fréttamenn í Moskvu
að leiðtogarnir hafi orðið sam-
mála um að vera ósammála.
Froskmenn skera netið úr skrúfu Víöis U.
Óðinn dró Viði II með
net í skrúfu til R-víkur
VÍÐIR II frá Sandgerði fékk
net í skrúfuna út af Jökli á
mánudagsmorgun. Var hann að
leggja út trossu, er báturinn
snerist í miklum sjó og netin
slógust í skrúfuna. Veður var
vont og rak Víði II fyrir veðri
og vindi til hafs, þar eð ekki var
hægt að keyra.
Skipstjórinn, Óskar Þórhalls-
son, hafði strax samband við varð
skipið Óðin, sem var inni á
Patreksfirði. En það átti langa
siglingu til hans, og kom ekki að
bátnum fyrr en kl. 4-5 sd. Ætlaði
varðskipið fyrst að draga bátinn
í var undir Vestfjörðum og
reyna að ná netinu þar úr skrúf-
unni, en verður var of slæmt til
þess.
Dró Óðinn Víðir II þá til
Reykjavíkur. Þar skáru tveir
froskmenn netið úr skrúfunni.
Það var svo flækt að þeir voru
2Vz klst. að því.
Bóndakona
Framhald af bls. 28.
stuttur spölur eftir og yfir tún-
ið að ganga heim að bænum.
En af einskærri óheppni dettur
Valgerður og kemur svo illa
niður, sem fyrr er sagit. Var hög-
um hennar nú illa komið og gat
hún sig hvergi hreyft, en það
langt heim að bænum þar sem
maður hennar var, að hann gat
ekki heyrt til hennar, enda ail-
hvasst og talsvert frost.
Reynir Valgerður nú að
mjaka sér eftir túninu heim að
bænum og tekst það, en þá munu
Pær tveir klukkutímar hafa
verið liðnir frá því að hún datt.
Gat hún nú vakið bónda sinn,
Magnús Gíslason, sem þegar
kom henni til hjálpar. Enginn
læknir hefur aðsetur í Grundar-
firði og svo óheppilega vildi til
að héraðslæknirinn, sem situr i
Stykkishóimi, var staddur í
Reykjavik. Mag jis greip þegar
til þess ráðs að hringja í sveita-
símann, en náði ekki sambandi
við neinn. Varð hann að fara
frá konu sinni og ganga til næsta
bæjar, sem heitir að Mýrum og
gera þar vart við sig. En bónd-
inn þar, Jón Hjartarson, brá
þegar við og ók hingað inn eft-
ir og gerði börnum þeirra hjóna
aðvart um hvernig komið væri.
Um hádegisbilið í dag kom
svo flugvél og sótti Valgerði og
flutti í sjúkrahús í Reykjavík.
Valgerður er hálf sjlitug að aldri
og segir sig sjálft, að hún hefur
lent í mikilli þrekraun og sýnt
af sér hugdyrfð og þrek.
Þetta sýnir hve slæmt er að
hafa ekki lækni hér. Fólkinu
fjölgar alltaf, einkum yfir ver-
tíðartímann. — Emil.
--------------------------------«>
Niðursoðnuin, reyktum síldarflökum pakkað hjá Norðurstjörn-
unni undir vörumerkinu „King Oscar“,
— Réftarhöld
Framhald af bls. 1
kynnti hann 1. október að
hann hefði myndað 45 manna
byltingarráð, til að koma í
veg fyrir að herforingjar og
fylgismenn þeirra tækju vö.ld
in í landinu. E:i þegar her-
sveitir lögðu til atlögu gegn
byltingarráðinu og fylgis-
mönnum Untungs, flúði hann
til Mið-Jövu. Þar var hann
svo hantekinn hálfum mán-
uði seinna.
Réttarhöldin yfir Untung
eru í framhaldi af dómnum í
gær í máli kommúnistaleið-
togans Njono, sem dæmdur
var til d„auða. Hefur Njono
áfrýjað dómnum.
— Hráefnisskoriur
Framhald af bls. 28.
hennar voru gerðar árið 1962—3
var mikil veiði þar og mjög ár-
viss.
— Afleiðingin hefur orðið sú,
að alla síld hefur orðið að kaupa
annars staðar frá. Höfum við
fengið síld frá Grindavík, Sand-
gerði og Keflavík, sem veiðzt
hefur á Austfjarðamiðum eða við
Suð-Austurland."
— Síld veidd austan Horna-
fjarðar kostar kr. 2,38 pr. kíló,
en síld úr Faxaflóa kr. 1.70 pr.
kg. Að auki bætist við flutnings-
kostnaður, sem nemur ca. 30 aur-
um á kíló, miðað við flutning frá
Suðurnesjahöfnum.
— Nú á verksmiðjan aðeins
eftir 2—3 vikna hráefni og enn
fæst engin síld í Faxaflóa. Út-
litið fyrir hráefnisöflun er því
ekki gott.
— Þá má benda á, að ein af-
leiðingin af hráefnaskortinum er,
að síldina hefur mikið orðið að
vinna í nætur- og helgidaga-
vinnu, sem enn eykur á kostnað-
inn.
— Þjálfun starfsfólks tekur
langan tíma og er mjög kostnað-
arsöm. Einnig hefur verið hörg-
ull á starfsfólki og er afleiðingin
sú, að afköst verksmiðjunnar
hafa aðeins verið þriðjungur af
áætlaðri afkastagetu hennar.
— Auk þessa alls hafa orðið
mjög miklar kauphækkanir frá
því áætlanirnar um verksmiðj-
una voru gerðar, en þar vegur
það nokkuð á móti, að fram-
leiðsluvörur verksmiðjunnar
hafa hækkað um ca. 10%.
Nú er miðað að því hjá okkur,
að tekin verði upp ákvæðisvinna
í verksmiðjunni. Að undirbún-
ingi vinna þrír hagræðingarsér-
fræðingar, 2 frá samtökum vinnu
veitenda og einn frá Verkamanna
sambandi Islands.
— Allar okkar vonir eru
bundnar við, að ákvæðisvinnan
og aukin þjálfun starfsfólksins
nái upp eðlilegum afköstum í
verksmiðjunni. Má geta þess, að
í nýrri og stórri verksmiðju
Bjellands í Stavanger í Noregi
tók á annað ár að komast yfir
byrjunarerfiðleika og þjálfa
fólkið til fullra afkasta og hefur
Bjelland þó yfir 80 ára reynslu
að baki.
— Norðurstjarnan hefur flutt
út ca. 1V> milljón dósa af niður-
soðnum og reyktum sildarflök-
um til Bandarikjanna að út-
flutningsverðmæti um 6 milljón-
ir króna. Hefur framleiðslan lík-
að mjög vel vestra og opnir
möguleikar á sölu alls þess
magns, sem Norðurstjarnan get-
ur afkastað.
— Þá vil ég taka fram, að for-
ráðamenn verksmiðjunnar hafa
alla tíð notið góðrar fyrirgreiðslu
og skilnings stjórnarvalda og
lánastofnana. Hefur ráðamönn-
um verið gerð grein fyrir þess-
um tímabundnu erfiðleikum fyr-
irtækisins og hafa allir sýnt á-
huga á því, að verksmiðjan kom-
ist yfir þá.
ATBCGID
að borjð saman við útbreiðslu
er langtum óðýrara að auglýsa
I Morgunblaðinu en öðrum
biöðum.