Morgunblaðið - 15.03.1966, Page 2

Morgunblaðið - 15.03.1966, Page 2
2 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 15. marz 1966 PaJIe Morgensen. Réttarhöld yfir lög- reglumorðingjanum 1 dag hófust í Kaupmannahöfn réttarhöld í máli Palle Mogens Fogde f|>rensen, sem í septemb- er í fyrra myrti fjóra lögreglu- menn í höfuðborginni. Gripið hafði verið tll víðtækra varúðar ráðstafana, áður en réttarhöldin hófust. Öflugur lögregluvörður var um vestan af Bræðrapartstúni við dómshúsið, og'leitað var á öllum, sem hleypt var inn í rétt- arsalinn. Gerði lögreglan allt til að koma í veg fyrir tilraun að „frelsa“ fjirensen, sem á marga fylgismenn í undirheimum Kaup mannahafnar. Palle Sörensen myrti lögreglu þjónana fjóra aðfaranótt 1. sept- ember sl. Skaut hann þá alia til bana með skammbyssu sinni Hann er 38 ára. Að þessu sinni er hann ekki eingöngu sakaður um morðin, heldur einnig um 14 þjófnaði, að bera vopn án heimildar og ógnanir. Hefur hann í stórum dráttum játað afbrotin, en í einstökum atriðum borið fyrir sig minnisleysi. Morðnóttina var annar maður, Norman Viggo Bune, með Sör- ensen, en átti engan þát í morð- unum. Ber hann vitni í réttinum. Palle Sörensen hefur margsinn is hlotið refsingu fyrir ýmis af- brot, í fyrsta sinn árið 1947. Verkfræðingum fjölg- aði um 35 s.l. ár Árni Snævarr kosinn formaður Verkfræðingafélags íslands AÐALFUNDUR Verkfræðinga- félags fslands var haldinn 23. febr. sl. Þá gengu úr stjórn þeir Einar B. Pálsson, sem hefur verið formaður undanfarin 2 ár, Egill Skúli Ingibergsson og dr. Gunnar Sigurðsson, sem hafa verið meðstjórnendur á sama tíma, og varamaður Ríkarður Steinbergsson. í þeirra stað voru kosnir í stjórn til næstu tveggja ára: Árni Snævarr, bygginga- verkfr., formaður, Bragi Þor- steinsson, byggingaverkfr., með- stjórnandi, Haraldur Ásgeirsson, efnaverkfr., meðstjórnandi, Guð mundur Pálmason, eðlisverkfr., varamaður. Fyrir í stjórninni eiga sæti til eins árs: Agnar Norland, skipa- verkfr., Baldur Líndal, efna- verkfr., Gunnar Ólason, efna- verkfr., varamaður. í byrjun starfsársins var fé- lagatalan 342 en er nú 378. Eftir starfsgreinum flokkast fé- lagsmenn þannig, í sviga eru tölur fyrra árs: Byggingaverkfr. 154 (134) Efnaverk- og efnafr. 60 ( 55) Rafmagnsverkfr. 64 ( 62) Skipa- og vélaverkfr. 65 ( 60) Ýmsir verkfr. o. fl. 35 ( 31) __ Samtals: 378 (342) Eftirtaldar deildir starfa inn- an félagsins: Byggingaverkfræðideild, Efnaverkfræðideild, Rafmagnsverkfræðingadeild, Lífeyrissjóður VFÍ, Stéttarfélag verkfræðinga. Við síðastliðin áramót var skuldabréfaeign Lífeyrissjóðs VFÍ kr.: 26.355.426.03, Á árinu var 23 félagsmönnum veitt lán samtals að upphæð kr.: 5.548.00.00. Einn félagsmaður naut bóta úr lífseyrissjóðnum á árinu. Stjórn sjóðsins skipa nú Rögnvaldur Þorláksson, for- maður, Páll Ólafsson, efna- verkfr., varaform., Haukur Pálmason, ritari, Hinrik Guð- mundsson, gjaldkeri og Leifur Hannesson, meðstjórnandi. Þeir Páll og Haukur eru tilefndir af stjórn VFÍ, en hinir kosnir af sjóðfélögum. I félaginu starfa ýmsar nefnd- if, m. a. gjaldskrárnefnd, sem leiðbeinir um notkun gjaldskrár verkfræðinga og sker úr ágrein- ingi um túlkun ákvæða hennar, tæknivísindanefnd, ritnefnd, sem sér um útgáfu tímarits VFÍ, og nefnd til undirbúnings ráðstefnu VFÍ um vinnslu sjávarafurða, sem gert er ráð fyrir að halda síðar á þessu ári. Félagið hefur gerðardóm inn- an vébanda sinna til þess að skera úr ágreiningi manna um tæknileg mál og er prófessor Theódór B. Líndal dómsfor- maður, en stjórn VFÍ skipar verkfræðinga meðdómendur eftir málavöxtum hverju sinni. Verkfræðingafélag íslands á aðild að Bandalagi háskóla- manna, Norræna byggingarmála deginum og fleiri samtökum hér og á Norðurlönduna. þar af erlendis 24 (18) — — 9(8) — — 6(7) . — — 11 ( 7) — — 3(2) 53 (42) í undirbúningi er útgáfa nýs Verkfræðingatals á vegum fé- lagsins, en Stefán Bjarnason, verkfræðingur, annast ritstjórn þess. Námssjóður I. C. Möllers frá 6. okt. 1938 er í vörzlu Verk- fræðingafélags íslands. Sjóður- inn veitti styrki á árinu Stefáni Einarssyni, rafmagnsverkfræði- nema við N.T.H. í Þrándheimi, og Þorsteini Vilhjálmssyni, eðlis fræðinema við háskólann í Kaup mannahöfn, dkr. 1000.—, hvor- um þeirra. Sjóðsstjórnina skipa Steingrímur Jónsson, fyrrv. raf- magnsstjóri, Sigurður Briem, stjórnarráðsfulltrúi og Hinrik Guðmundsson, verkfræðingur. 46 málverk eltir Monet fundust í Frakkiandi Chartres, Frakklandi, 14. marz — (AP) — FUNDIZT hafa 46 málverk eftir Claude Monet, sem enginn vissi að væru til. Eru málverkin metin á 10 milljónir franskra franka (um 88 millj. kr.) Verða þessi málverk, ásamt 92 málverkum öðrum, er fund ust heima hjá Michel Mon- et, syni listamannsins, að honum látnum, gefin frönsku listaakademíunni. Michel Monet fórst í um- ferðarslysi 8. febrúar sl., 87 ára að aldri. Lögfræðingur hans, Yves Boudon, skýrði þá frá þeirri ákvörðun Monets að arfleiða listaakademíuna að þeim 92 málverkum, er geymd voru á heimili hans í Sorel-Moussel í Normandy. Þegar svo málverkin 46 fund- ust, var ákveðið að þau færu sömu leið. Hefur listaaka- demían ákveðið að koma öllu safninu fyrir í Mormottan listasafninu, 1 vesturhluta Parísar. Málverkin 46 fundust í húsi því í Giverny, þar sem lista- maður lézt árið 1926. Voru sum þeirra í stöflum uppi und ir súð, önnur í herbergjum, sem staðið hafa ónotuð frá dauða Monets. Öll eru þau máluð á árunum 1905—1926. Kvaðst Boudon lögfræðingur ekkert hafa vitað um þessi listaverk. Telur hann að Michel Monet hafi einn vitað að þau væru til. Albert Decartes, forseti listaakademíunnar, sagði að heildarsafnið, sem akademí- unni er gefið, sé orðið svo verðmætt, að gera verði mikl ar endurbætur á húsi Mar- mottan safnsins. Málverkin 46 eru enn í Giv- erny. Eru lögreglumenn með hunda á verði við húsið. Það- an verða listaverkin flutt með bifreiðum til Parísar, og fylgja bifreiðunum lögreglu- menn á mótorhjólum og tal- stöðvarbifreið. Alls eru þessi 138 málverk Moneets metin á 40 milljónir franka (um 350 milljónir króna). Verkfall dæmt ólöglegt Athyglisverður íélagsdómur um réttarstöðu vörubílstjóra FALLINN er dómur í Pélags- dómi vegna máls, er reis út af ágreiningi sem varð mil'li Vöru- bílastjórafélagsins Þróttar og Mjölnis í Þorlákshöfn um flutn- inga á fiski til frystihúsa í Reykavík úr bátum, sem frysti- húsin hafa sjálf eða kaupa af og leggja á land í Þorlákshöfn. Er um þrjú frystihús að ræða, Sænsk-íslenzka frysti'húsið, ís- björninn og Bæjarútgerð Reykja víkur, en þetta mál var rekið fyrir ísbjörninn. Féll dómur 'þannig að verkfall, það sem varð á Þorlákshöfn í febrúar 1965 var dæmt ólöglegt og málskostn- aður felldur niður. Forsaga málsins er 'sú, að fyrir tækin mega flytja fisk á eigin bílum en Þróttur í Reykjavík hefur gert samninga við Vinnu veitendasambandið, þar sem gert er ráð fyrir að félagsmenn sitji fyrir allri vinnu á félagssvæð- inu. í umræddum flutningum er miðað við atvinnustöðina, sem er í Reykjavík. Er Mjölnir hugðist ná samningum um flutn- ingana á umræddum fiski við frystihúsin þrjú, kom í ljós að Vinnuveitendasambandið taldi það ekki hægt, vegna þess að búið væri að gera samninga um Lögfræðingar ræða barna- verndarmál LÖGFRÆÐINGAFÉLAG íslands efnir til félagsfundar í veitinga- húsinu Tjarnarbúð (niðri) þriðju daginn 15. marz k. 20.30. Fundarefni er „Barnaverndar- mál og frumvarp til laga um vernd barna og ungmenna". Framsögumenn verða prófessor Ármann Snævarr háskólarektor og Ólafur Jónsson, fulltrúi. Innbrot í Sand- }>erði SANDGERÐI, 14. marz — Brot- izt var inn í Kaupíélagið í Sand gerði í nótt. Höfðu þjófarnir brotið rúðu í hurðinni og farið inn í búðina. En áður höfðu þeir reynt að komast inn í viðbygg- ingu. Þeir stálu í búðinni öl'lum finn anlegum sígarettum af tegund- unum Vice Roy og Camel, og um 1000 kr. í skiptimynt. Málið er í rannsókn. — PP. þetta við Þrótt. Þetta rækist því á. Greip þá Mjölnir til þess ráðs að stöðva flutninga með bílum Þróttar frá Þorlákshöfn, og var sagt frá því í blöðum á sínum tíma. Urðu af þessu málaferli. Páll S. pálsson hrl. rak málið fyrir Vinnulveitendasambandið vegna Isbjarnarins h.f., en Egill Sigurgeirssori hrl. var fyrir Al- þýðusambandið vegna Lands- sambands vörubílstjóra vegna Mjölnis. Lét páll leggja lögbann við að- gerðum Mjölnis og er staðfest- ingarmál lögbannsins rekið fyrir aukarétti í Árnessýslu. En und- ir Félagsdóm var lagt hvort venkfallið • í Þorlákshöfn hefði verið ólöglegt. Nú er dómur fallinn. Meiri hluti dómsins eða þeir Hákon Guðmundsson, Gunnlaugur Briem og Einar B. Guðmundsson, felldu þann úr- skurð að verkfallið hefði verið ólöglegt. í forsendum dómsins kemur það fram, að þar sem stéttarfélag hafði áður gert samn ing við atvinnurekendur, þá geti ekki annað stéttarfélag knúið sama atvinnurekanda til samn- inga við sig um svipað efni. Páll S. Pálsson hafði borið það fram sem meginástæðu, að nú orðið hefðu bifreiðastjórar svo dýr og mikil tæki, að vinnan væri ekki nema lítill hundraðs- hluti af því gjaldi, sem þeir fá. Lægðin við S-Grænland dýpk aði ekki í gær, en beindi þó hlýju lofti til Islands, svo að í Reykjavík tók upp allt snjó- föl eftir élin í fyrradag. Var kominn 6-10 stiga hiti fyrir sunnan og suðvestan land. Veðurhorfur í gærkvöldi: Suðvesturland fil Breiða- fjarðar og miðin A-kaldi og slydda fyrst, en SV-kaldi og Því væru þeir i rauninni at- vinnurekendur en ekki vinnu- þyggjendur. Þess vegna gæti Mjölnir ekki knúð fram kröfur sínar í þessu máli með verkfalli. Um þetta komst dómurinn að þeirri niðurstöðu, í samræmi við hæstaréttardóm frá 1957 og fyrri félagsdóma, að Mjönir sé í sjálfu sér stéttarfélag. En þegar litið sé til þess hve stór tæki bifreiða stjóranna séu, 5 tonn og þar yfir og kaupið 19% af leigugjaldinu eða minna, þá nálgist bifreiða- stjórnar íslikum tilfellum að vera atvinnurekendur. Eins og þess- um málum hafi verið háttað, gagnvart ísbirninum, þá hafi Mjölnir ekki átt rétt til þess eftir vinnulöggjöfinni að knýja fram kröfur sínar með verkfalli. Þá komst félagsdómur að þeirri niðurstöðu, að einstök fé- lög bifreiðastjóra séu bundin af samþykktum landssambands vörubílstjóra, þar á meðal vinnu skjptaregium, sem landssam- band hefur sett. Minni hluti dómsins var tví- skiptur, Bjarni K. Bjarnason komst að sömu niðurstöðu, að verkfallið væri ólöglegt, en byggði það á því að ekki hefðu nægilega skýrar kröfur komið fram frá Mjölni á hendur vinnu veitendum áður en verkfallið var boðað og þegar af þeim ástæðum ætti að dæma verkfalið ólöglegt. Árni Guðjónsson vildi aftur á móti sýkna Mjölni af kröfum og dæma Vinnuveitendasam- bandið til að greiða 10 þús. kr. í málskostnað. rigning öðru hverju er líður á nóttina. Norðurland og mið in S-gola og viða snjókoma fram eftir nóttu, SV-kaldi og léttir til, Norðausurland og miðin: hægviðri og víðast bjart veður, Austfirðir og miðin: léttir til í nótt með SV-golu, Suðausturland og miðin: SV-kaldi, þokuloft og súld. Austurdjúp: hæg SV- eða V-átt, skýjað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.