Morgunblaðið - 15.03.1966, Síða 10
!0
MORCU NBLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. marz 1966
i
I I
:
t
'
i
■ i
i
i
i
ÞAÐ voru merk tímamót í
sögu Loftleiða á sunnudag, er
TF-LLI Bjarni Herjólfsson
lenti á Keflavíkurflugvelli í
fyrsta sinn. Þar með hafa
Loftleiðir veitt móttöku 4. og
síðustu BR 400 flugvélina er
þeir kaupa af Canadair flug-
vélaverksmiðjunum í Montre-
al, skv. samningum milli þess-
ara aðila. Loftleiðir buðu
blaðamönnum og gestiun til
Keflavíkurflugvallar í tilefni
Bjarni Herjólfsson ekur upp að flugstöðinni.
Flugeiginleikar ao sumu
leyti betri en áður
Blaðamenn og gestir i stuttri flugferð
með TF-LLI Bjarna Herjólfssyni
af komu vélarinnar. Var kom
ið suður eftir um kl. 17.00, og
meðan beðið var eftir að vél-
in lenti var gestum boðið upp
á kaffi í hinni vistlegu setu-
stofu Loftleiðahótelsins. Mikil
eftirvænting ríkti meðal
gesta, og er vélin renndi gljá-
fægð og rennileg upp að flug-
stöðvarbyggingunni kl. 17.20
heyrðist aðdáunarkliður með-
al viðstaddra. Við fyrstu sýn
virðist alls ekki mikUl stærð-
armismunur á þessum lengdu
vélum og upprunalegu vélun-
um. Hefur vélin þó verið
Iengd um 4,60 metra og er nú
lengd hennar allrar 46,3 metr-
ar.
Loftleiðir hafa fulla ástæðu
til að vera stoltir af þessari
vél, því hún ber flesta far-
þega af þeim vélum sem
halda uppi ferðum yfir Norð-
ur-Atlantshaf í dag.
Er hinir geysiöflugu RR
hreyflar, sem eru hver um sig
5750 hestöfl, höfðu verið
stöðvaðir opnuðust dyr vélar-
innar og út kom áhöfnirt er
flaug henni í jómfrúarferð-
inni heim. Flugstjóri var Jó-
Ihannes Markússon, aðstoðar-
flugmaður Magnús Norðdahl,
flugstjóri, vélstjórar þeir Ger
hard Olsen og Agnar Jónsson
og að lokum yfirsiglingafræð-
ingur Loftleiða, ólafur Jóns-
son.
Frú Kristjana Milla Thor-
steinsson, eiginkona Alfreðs
Elíassonar, afhenti Jóhannesi
fagran blómvönd og bauð
hann og áhöfn vélarinnar vel-
komin. Var gíðan gengið aft-
ur inn í hótelið, þar sem
áhöfnin fékk sér kaffisopa og
hvíldist skamma stund áður
en lagt var af stað í stutta
kynnisferð með blaðamenn
og aðra gesti. í greinargerð,
sem Loftleiðir létu frétta-
mönnum í té um lengingar-
framkvæmdir, segir m.a.:
„Snemma á árinu 1964
keyptu Loftleiðir tvær RR
400 af Canadair verksmiðjun-
um og ári síðar tvær til við-
bótar, og var þá gerður samn-
ingur um að allar þessar vél-
ar yrðu lengdar, þannig að
þær gætu borið 189 farþega.
Þessar framkvæmdir hófust í
september í fyrra á Bjarna
Herjólfssyni. Lengingu búks-
ins var lokið í nóvemfber sl.
Stuttu síðar hófst reynslu-
flug, og lauk því í byrjun
þessa mánaðar. Samkvæmt
upplýsingum reynsluflug-
mannsins eru flugeiginleikar
vélarinar á allan hátt *vip-
aðir upprunalegu gerðinni,
og í sumum tilfellum enn
betri.
Hvað hinum RR 400 vélun
um viðvíkur, þá er þegar lok
ið við að lengja „Leif Eiríks-
son“ og hefur hann verið
afhentur Loftleiðum, „Vil-
hjálmur Stefánsson“ verður
tilbúinn fyrir 1. maí, en sú
fjórða og síðasta „Guðríður
Þorbjarnardóttir veður ekki
lengd fyrr en næsta vetur.
Lengda gerðin er eins og
fyrr segir 4.63 metrum lengri
en hin. Lengingin var fram-
kvæmd á þann hátt, að tveim
stykkjum var bætt inn í búk-
inn, fyrir framan og aftan
vænginn. Er fremra stykkið
3.08 metrar, en það aftara
1.55 metrar. Sterkara yfir-
borðslagi var bæít ofan á
vængina, og lendingarútbún-
aður endurbættur og styrktur
tirl að taka við þungaaukning-
unni.
Talsverðar endurbætur
hafa verið gerðar á innrétt-
ingu vélanna, og auka þær
mikið þægindi fariþegana.
Hér á eftir skulu nefndar
nokkrar tölur til glöggvunar:
Vænghaf: 43.37 metrar, lengd:
46.3 metrar, stélhæð: 11.80
metrar, stélhaf: 16.77 metrar.
Mesti flugtakslþungi 95 tonn
250 kg., mesti lendingarþungi
79 tonn 500 kg. Flughraði í
20.000 feta hæð miðað við 86
tonna þunga, 012 km. á
klukkustund. Flugþol með 30
tonna eldsneyti 8460 km. Flug
taksbraut miðað við mesta
þunga 2440 metrar og lend-
ingarbraut miðað við mesta
þunga 2160 metrar. Sést glögg
lega á þessum tölum, að hér
er ekki um neina smásmíði að
ræða.“
Einn viðstaddra var Sigurð
ur Jónsson, yfirmaður loft-
ferðaeftirlitsins, og spurði
Mlbl. um álit hans á vélinni.
Sagði hann meðal annars:
— Þessi vél hefur fyllilega
staðizt allar þær kröfur sem
til hennar eru gerðar og haía
flugeiginleikar hennar batnað
að sumu leyti. Mér þykir gam
an að það komi fram, að stórt
brezkt flugfélag hefur nú í bí-
gerð að kaupa tvær vélar af
þessari sömu gerð, og nefur
reynsluflugmaður hins opin-
bera í Bretlandi, Davis að
nafni, tekið þátt í reynslu-
fluginu núna undanfarið vest-
ur i Kanada, og lýst ánægju
sinni með hana að öllu leyti.
Þessi sami flugmaður neitaði
á sínum tíma að skrifa undir
Boeing 707 þotuna, fyrir
„BOAC“ nema gerð yrði á
henni viss breyting. Af þessu
má sjá, að fleiri aðilar en
Loftleiðir sjá sér hag í þessum
vélum á þotuöldinni. Bretar
hyggjast aftur á móti að hafa
sæti fyrir 214 farþega ef af
kaupunum verður á móti 189
hjá Loftleiðum, og er það gert
á kostnað farþeganna, því að
í Loftleiðavélunum eru 34
þumlungar á milli sæta, en í
hinum yrði aðeins 30 þuml-
ungar. ..
Nú var tilkynnt í hátalara
brottför Bjarna Herjólfssonar
í stutt kynningarflug yfir
Reykjavík og nágrenni. Var
nú gengið til vélarinnar, en
við útganginn afhentu farþeg
ar sérstaklega útbúna farmiða
sem þeir höfðu fengið. Hér
var um að ræða nokkuð sögu-
legt flug, því að þetta var
fyrsta farþegaflug þeirrar vél
ar er ber flesta farþega af
þeim vélum er í dag Ijúga á
milli U.S.A. og Evrópu. Geng-
ið var inn að framanverðu,
og það eru engar ýkjur, að
maður varð furðu lostinn er
litið var aftur eftir hmni
geysilanga fartþegarými. Ein-
hverjum varð að orði, að nú
þyrftu flugfreyjurnar áreiðan
leða að fá sér rúlluskauta til
þess að komast fram og aftur
á sem skemmstum tíma. Er
við bárum þetta undir þær
sjálfar, þá sögðu þær að það
munaði engu á lengdinni, og
auk þesis yrði bætt við einni
flugfreyju. Sögðust þær í alla
staði vera mjög hrifnar af
vélinni og vinnuskilyrðum.
Er hreyflarnir höfðu verið
ræstir var ekið út að flug-
brautarenda og beðið flugta'ks
leyfis. Að því fengnu var
benzínið sett í botn, og vélin
geystist eftir flugbra.utinni og
lyfti sér léttilega I loftið. Það
vakti furðu oð aðdáun far-
þega, hve litla braut hún
þurfti til flugtaks, og hve
hljóðlítil vélin er, því að
þarna voru 23000 hestöfl knúð
til hins ýtrasta. Var nú flogið
sem leið liggur til Reykjavik-
ur, en Birgir Karlsson yfir-
flugþjónn og starfslið hans
báru fram veitingar.
Yfir Reykjavík var flogið
þrisvar sinnum í lítilli hæð,
og virtust flughæfileikur
hennar mjög góðir, því að
vart er hægt að segja að hún
hafi hreyfzt, og voru flugskil-
yrði þó með verra móti.
Blaðamaður Mbl. fékk að
líta fram í flugstjórnarklef-
ann og fylgjast með starfi
flugmannanna. Er við spurð-
um Jóhannes Markússon,
hvort hann fyndi ekki mun
á vélinni sagði hann: — Vél-
in er mjög lík styttri gerðinui,
maður verður aðeins var við
mun að keyra hana á jörð-
inni, því hún er þetta lengri.
I flugi er hún mjög svipuð,
og þær litlu breytingar sem
við höfum fundið eru til hins
betra og erum við í alla staði
mjög ánægðir með hana.
Við hittum einnig Alfreð
Gíslason, framkvæmdastjóra
Loftleiða, og gaf hann sér
tíma til að ræða lítillega við
okkur.
— Hvað er ykkur fest i
huga á þessum merku tíma-
mótum, Alfreð?
— Ég myndi segja, að það
sem nú hefur gerzt, er að mið
að við hækkanir á öllum út-
gjöldum, þá varð að finna
aðferð ti'l að mæta þeim.
Stimpilvélarnar, þ.e.a.s. DC
6B eru varla samkeppnis-
færar á Atlantshafsfluginu,
og því urðum við að finna
aðra lausn á málunum. Sem
betur fer var þessi lausn fyrir
hendi hjá Cariadair verksmiðj
unum, sem sé að lengja RR
400 og bæta þannig við 29
farþegasætum, því að rekstr-
arkostnaðurinn við þessa
lengri gerð vélanna er tiltöla
lega lítill.
En sem sagt við álítum að
DC 6B sé vart samkeppnis-
fær lengur, en RR 400 ættu að
verða samkeppnisfærar fram
til ársins 1972.
Við ræddum einnig við
nokkra farþega, og voru þeir
einróma mjög hrifnir af vél-
inni. Innréttingar eru allar
mjög fallegar og snyrtilegar.
Áklæði sætanna eru í tveimur
ijósum litum, og þykk ljós
teppi á gólfum. Eru farþega-
klefarnir mjög bjartir og
þægilegir.
Sætin eru einnig mjög góð
laus við öll þrengsli og hægt
að hagræða þeim að vild, ef
maður vill fá sér blund.
Ætlunin var að fljúga yfir
Vestmannaeyjar og Surt, en
því miður var það / :i hægt,
sökum slæms skyggnis. Var
þá snúið við og lent á Kefla-
víkurflugvelli eftir 54 mín.
ánægjulegt flug. Það vakti
kátínu meðal farþega, að þeg
ar flugstjórinn hafði stöðvað
vélina og var að snúa við í
áttina til flugstöðvarinnar, þá
lét hann hreyflana vinna öf-
ugt, og ók vélinni smáspöl
aftur á bak til að fá betra
svigrúm.
Eftir lendingu bauð Rosen-
berg hótelstjóri, gestum upp
á hressingu og var þar mik-
ið skrafað og skeggrætt um
þennan stóra áfanga í ís-
lenzkri flugsögu. Þar kom það
m.a. fram, að svo skemmti-
lega vildi til, að vélin var
skrásett á 22. afmælisdegi
Loftleiða 10. marz, en félagið
var stofnað 1944.
Við hittum Kristján Guð-
laugsson, stjórnarformann
Loftleiða, að máli og sagði
hann m.a. — Mjög mikill und
irbúningur var að þessum
framkvæmdum, og leitað álits
færustu verkfræðinga, áður
en hafizt var handa um verk-
ið. Allir sérfræðirigar eru
sammála um að vélarnar haíi
staðizt hinar þyngstu próf-
raunir með prýði, og það sann
ar að við höfum gert rétt, en
hér er aðeins um að ræða
áfanga á langri leið.
Við gerum ráð fyrir að þess
ar vélar standist samkeppni
fram til ársins 1972, þrátt fyr-
ir mjög öra þróun á sviði flug
mála.
Að lokum sagði Kristján:
— Við fylgjumst vel með
þeirri þróun og athugum
hvaða vélar henta bezt, þeg-
ar að næstu flugvélakaupum
kemur.
Var nú farið að hugsa til
heimferðar, og lagt af stað kl.
20.30 og lauk þar með ánæg’ju
legum degi.
— ihj.
Sumir sögðu að liklega þyrftu flugfreyjumar hjólaskauta.