Morgunblaðið - 15.03.1966, Page 12

Morgunblaðið - 15.03.1966, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 15. marz 1966 G/ji- og klaufaveiki gœti haft hörmulegar afleiöingar bœrist hún hingaö til lands Rætt við Pdl Agnar Pólsson yiirdýralæknir hátt. f löndum, þar sem gin- og klaufaveiki verður sjaldan vart, er bólusetning þó ekki notuð, t.d. á Bretlandseyjum og í Kanada, heldur er þar eingöngu beitt niðurskurði. Bólusettir gripir eru ónæm- ir fyrir veikinni í tæpt ár eft- ir bólusetningu og þarf þá að endurtaka bólusetninguna. — Sum lönd, t.d. Holland, bólu- setja alla nautgripi að stað- aldri og halda þeim þannig ónæmum fyrir þeim veiru- SVO sem komið hefir fram í fréttum geisar nú hættu- legur faraldur, gin- og klaufaveiki, í Evrópu. Hef- ir veikin m.a. komið upp í Danmörku og talið að það- an hafi hún borizt til Sví- þjóðar. — Síðustu fréttir herma að Norðmenn geri nú ýmsar varúðarráðstaf- anir til að veikin herist ekki þangað til lands. M.a. hefir verið ákveðið að brokkhestar frá Noregi verði ekki sendir utan til keppni, sömuleiðis fá er- myndun í munni, í húð klauf- hvarfs og á spenum. Gin- og klaufaveiki er talin landlæg í Afríku og í vissum hlutum Asíu og Suður-Ame- ríku og þar óftast sem vægur kvilli og meinlítill. Þegar veikin berst þaðan til annarra landa, tekur hún á sig öll ein- kenni farsóttar og flæðir yfir löndin sem flóðbylgja, oft með svo miklum hraða, að erfitt er að koma vörnum við. A undanförnum áratugum hefur veikin oftast borizt til Evrópu frá nálægum Austur- löndum eða Norður-Afríku. Svo var t.d. með faraldurinn, sern gekk yfir Evrópu 1937—• Sýktar klaufir lendir hestar, eða hestar, sem eru í eigu Norðmanna erlendis, ekki að koma til landsins í náinni framtíð. Þá hefir verið skorað á hestaeigendur svo og knapa og ökumenn að eiga góða samvinnu við stjórn- arvöldin í þessu efni og varast að koma til hinna sýktu svæða. Þegar gin- og klaufaveiki kemur upp í nágrannalöndum okkar vekur það ávallt ugg hér á landi. Til þessa hefir tekizt að forðast veikina hér, en hætt er við að íslenzkur bústofn gildi mikið afhroð ef hún kæmi hingað. Morgunblaðið sneri sér til Páls A. Pálssonar, yfirdýra- læknis, og spurði hann um þessa hættulegu veiki. tlmmæli yfirdýralæknis Yfirdýralæknir sagði að girr- og klaufaveiki væri veirusjúkdómur og einhver allra næmasti alidýrasjúkdóm ur, sem þgkktist. Sjúkdómur- inn leggst á klaufdýr, en einkum eru það nautgripir og sauðfé, sem verða fyrir barð- inu á þessari veiki. Aðaleinkenni sjúkdómsins er hár hiti með bólgu og blöðru- öllu mögulegu sem nálægt sjúkum gripum hefur komið, t.d. fóðri og fóðurUmbúðum, fatnaði fjósamanna, áburði, sláturafurðum hvers konar og mjólk og iðulega hafa menn og skepnur og flutningstæki hvers konar borið smit milli bæja. Meðgöngutími sjúkdómsins er vanalega stuttur, 2•—5 dag- ar, en getur þó einstöku sinn- um orðið allt að 3 vikur. Lýslng á sjúkdómnum Yfirdýralæknir gaf svofellda lýsingu á sjúkdómnum: Hár hiti, 40.5—41.0 °C, og lystarleysi eru fyrstu einkenni veikinnar. Bólga og blöðrur sjást á öðrum og þriðja degi 1 slímhúðinni í munninum og á spenum og í klaufhvarfi. Jafnframt fara dýrin að slefa óeðlilega mikið, hangir froðu- kennd slefan út úr munninum og jata og bás framan til er oft votur af slefu. Blöðrurnar springa fljótt og eftir standa opin, viðkvæm sár, svo skepn- an á erfitt með að taka fóður og tyggja það og hættir að éta. Mjólkandi kýr geldast með sultinum og horast niður. Sár- in á spenunum gera þær nær ómjólkandi og í kjölfar þeirra fyglja illkynja júgurbólgur. Sárin á klaufum hafast oft illa við og valda mikilli van- líðan. Sjálf gin- og klaufaveikin er ekki ákaflega hættulegur sjúkdómur, einkum drepast úr henni ungviði og kýr komn ar að burði eða nýbornar. En fylgikvillar hennar eru svo miklir, að telja verður gin- og klaufaveiki með allra verstu og skaðlegustu sjúk- dómum sem þekkjeist, sagði yfirdýralæknir. Um bólusetn- ingu gegn veikinni fórust Páli Agnari orð á þessa leið: Bólusetning — Árið 1938 tókst fyrst að Í — lý'X- Cy '■ r..- '"...'ÍlC""' r Kýr með gin- og klaufaveiki 1939 og faraldurinn, sem gekk 1951—1952. Allt er nú vitað um 7 mis- munandi stofna af þessari veiru auk ýmissa afbrigða af þessum stofnum, sagði yfir- dýralæknir. Eykur þetta mjög á vandann við allar ónæmis- aðgerðir, því gripur, sem veikzt hefur af einum veiru- stofni, er aðeins ónæmur fyrir þeim sama stofni en ekki öðr- um. í Evrópu eru algengastir stofnarnir A, O pg C og af- brigði af þeim, og sá faraldur, sem nú geisar í Evrópu er af völdum þessara stofna. Veiran, sem veldur gin- og klaufaveiki er lífseig, getur lifað vikum og jafnvel mán- uðum saman, einkum í mikl- um kulda, t.d. frystum slátur- afurðum. Allt umhverfi sjúkra dýra sóttmengast mjög fljótt og er því hættulegt vegna smitdreifingar. Smithætta mikil Um smitun sagði Páll, að hún ætti sér stað með marg- víslegu móti, einkum smituð- ust þó skepnur hver af ann- arri. En þar sem veiran virð- ist á ótrúlegan hátt geta loðað við allt sem fyrir er og auk þess haldizt lengi með fullum þrótti utan líkama skepnunn- ar, getur smithættan stafað af framleiða bóluefni gegn gin- og klaufaveiki. Er bóluefni nú notað mjög víða, þegar gin- og klaufaveiki verður vart. Slátrað er þegar í stað öllum klaufdýrum á þeim bæjum, sem veikin kemur upp, en öll klaufdýr í nágrenni við sýkta bæi eru bólusett og reynt að verja þau ve'kinni á þann 1^4 ,, Sýktur spenl stofnum, sem bólusett er með. Oft ber það þó við, eins og t.d. í þeim faraldri sem nú geisar, að ný óvænt afbrigði af veirunni koma fram og kemur bólusetningin þá að litlu haldi. íslenzkt búfé myndi þola veikina illa Pál'l Agnar sagði, að gin- og klaufaveiki hefði aldrei borizt til íslands. Vafalaust mætti þakka það strjálum samgöng- um við útlönd á undanförnum áratugum og litlum innflutn- ingi á erlendri búvöru. Nú hefði þetta gerbreytzt, örar og hraðar samgöngur væru við flest lönd Vestur- Evrópu þar sem gin- og klaufaveiki geisar nú. Væri því alltaf yfirvofandi sú hætta, að veikin geti borizt hingað, ef illa tækist til. Og ennfremur sagði yfir- dýralæknir: — Þar sem veiki þessi hef- ur aldrei borizt til íslands má búast við því að þúfé okk- ar mundi þola hana mjög illa og bændur gjalda afhroð sem aldrei fyrr, ef svo illa skyldi takast til að veikin bærist hingað. Stjórnarvöld landisns hafa með lögum, reglugerðum og auglýsingum gert ýmsar var- úðarráðstafanir til. þess að varna því.að gin- og klaufa- veiki berist til landsins. Er þar fyrst og fremst um að ræða bann við því að flytja inn ýmsar vörur sem smit- hætrta kann að stafa af; t.d. ósoðnar sláturafurðir hvers konar, mjólk og mjólkuraf- urðir, hey, hálm o. s. frv. Framlhald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.