Morgunblaðið - 15.03.1966, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 15. marz 1966
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands.
f lausasölu kr. 5.00 eintakið.
SÝNUM NÝRRI KYN-
SL ÓÐ A UKIÐ TRA UST
¥ Tndirbúningur fyrir sveitar-
^ stjórnarkosningarnar í vor
er nú hafinn víða um land, og
trúnaðarmenn stjórnmála-
flokkanna á hverjum stað
sitja á rökstólum til þess að
undirbúa tillögur um fram-
boðslista flokkanna í kosning
unum í vor. Það mun setja
mjög mark sitt á þessar kosn-
ingar, að stærri hópur nýrra
kjósenda tekur þátt í þeim nú
en nokkru sinni áður. Hinir
fjölmennu árgangar styrjald-
aráranna eru að komast á
legg, og hljóta nú kosninga-
rétt í vaxandi mæli.
Ný kynslóð er að koma
fram á sjónarsviðið, og hún
mun láta að sér kveða í rík-
um mæli á komandi árum.
Það er sú kynslóð, sem verð-
ur falið það hlutverk að leiða
ísland inn í nýja öld stór-
stígra vísinda- og tæknifram-
fara, nánari samskipta og
jafnvel sameiningu þjóða í
stærri heildir. Þessari kyn-
slóð hlotnast því erfitt en
jafnframt heillandi verkefni,
að varðveita sjálfstæði ís-
lands, tungu og sérstæða
menningu í veröld, sem tekur
stökkbreytingu á hverjum
^áratug.
Það skiptir því miklu, að
þessi kynslóð fái tækifæri til
að spreyta sig á því að leysa
hin margvíslegu verkefni,
sem að kalla með ný viðhorf
í huga og óbundin af vanda-
málum fyrri tíma, en í góðri
samvinnu við hina eldri, sem
meiri reynslu hafa.
Morgunblaðinu þykir á-
stæða til að vekja athygli
Sjálfstæðismanna um land
allt, sem nú vinna að tillög-
um um framboðsíista flokks-
ins í kaupstöðum, kauptúnum
og sveitahreppum um landið,
k þessum staðreyndum og
því, að nauðsyn ber til að
sýna upprennandi kynslóð
vaxandi traust með því að
fela henni trúnaðarstörf í
þágu flokksins í miklu ríkara
mæli en áður.
Baráttan í íslenzkum stjórn
málum á næstu árum mun
standa um fylgi nýrrar kyn-
slóðar, og hún mun sýna þeim
stjórnmálaflokki traust, sem
sýnir henni verðskuldaðan
trúnað.
GJÖF JÓNS
SIGURÐSSONAR
T sunnudagspistli Tímans síð-
astliðinn sunnudag er fjall
að um „Gjöf Jóns Sigurðsson-
ar“ verðlaunasjóð, sem ekkja
Jóns Sigurðssonar setti á
stofn, og skyldi veita verð-
laun fyrir vel samin vísinda-
leg rit og styrkja útgáfu
slíkra rita um sögu íslands,
bókmenntir, lög, stjórn eða
framfarir.
Sjóður þessi hefur engin
verðlaun veitt í 15 ár, fyrst
og fremst vegna þess, að verð
fall peninga hefur gert það að
verkum, að hann hefur haft
úr litlu að spila. Um þetta
segir nefnd sú, sem stýrir
„Gjöf Jóns Sigurðssonar“:
„Veiting verðlauna úr
sjóðnum hefur því fallið nið-
ur um 15 ára skeið ,enda hafa
nefndinni ekki borizt neinar
ritgerðir á því tímabili. Er
því svo komið, að fjárveiting-
ar úr sjóðnum koma ekki
lengur til greina, nema hann
verði reistur við og gerður
hæfur til þess að gegna því
hlutverki, sem honum var í
öndverðu fyrirhugað. Ekki
þarf orðum að því að eyða
gagnvart hinu háa Alþingi,
hvílík vanvirða það væri, ef
sá lofsverði tilgangur, sem lá
að baki sjóðstofnuninni, verði
að engu gerður. Skylda þjóð-
arinnar til að halda í heiðri
minningu Jóns Sigurðssonar
og konu hans, er næg rök-
semd fyrir því að hafizt yrði
handa um viðreisn sjóðsins
nú þegar. Ekki þarf að óttast
að fé til sjóðsins yrði á glæ
kastað, því að ekki er minni
þörf nú en áður að hvetja
menn og styrkja til vísinda-
legra afreka“.
Tíminn hefur vakið athygli
á sjónarmiðum nefndarinnar
í þessu máli og undir það vill
Morgunblaðið taka, og hvetja
Alþingi eindregið til þess að
gera þær ráðstafanir, sem
nauðsynlegar eru til þess að
Gjöf Jóns Sigurðssonar megi
þjóna því hlutverki, sem
henni var ætlað.
ATBURÐIRNIR í
INDÓNESÍU
¥jað mun reynast flestum
*■ erfitt að fylgjast með at-
burðarásinni í Indónesíu.
Ekki eru nema nokkrar vik-
ur síðan Súkarnó, forseti
Indónesíu, vék Nasution hers-
höfðingja úr embætti her-
málaráðherra, og virtist þá
hafa tekizt að styrkja aðstöðu
sína mjög eftir byltingartil-
raunina í október síðastliðn-
um. Nú um helgina neyddist
Sukarnó svo til þess að fela
Indónesíuher öll völd lands-
ins, þótt hann haldi enn for-
setatitli sínum.
Sukarnó hefur sýnt ein-
stæða hæfileika til þess að
lafa við völd, og áhrif hans á
indónesísku þjóðina eru
greinilega mikil. Hann hefur
hinsvegar ekki sýnt jafn
//? YurtiM 4DZ/M
FERÐAMÖNNUM, sem koma
til Niagarafossanna á landa-
mærum Bandaríkjanna og
Kanada, þykir þar ekki síður
fagurt um að litast að vetr-
inum en sumrinu. Það gera
hinar geysimiklu íshrannir,
sem þar myndazt. AP-frétta-
stofan segir að nú í vetur hafi
hrannirnar neðan við fossana
hlaðizt um um í 10 m., en það
þykir íbúum nærliggjandi
borgar ekki mikið, því ísinn
á ánni á þessum slóðum hafi
oft orðið 20—25 m. á hæð.
Hafa í vetur komið yfir 300
þús. ferðamenn til að sjá
Niagarafossana, og þykir það
fögur sjón 4 vetrarkvöldum
að horfa á íshrannirnar.
Þöktu hrannirnar 4 km. svæði
neðan við fossana.
En þessir miklu fossar hafa
öðru hlutverki að gegna en að
vera ferðamönnum til augna-
yndis. Þar eru mörg raforku-
ver, sem Bandaríkjamenn og
Kanadamenn eiga. Hafa ríkin
gert með sér samning um
skiptingu á þeirri miklu orku,
sem þarna er að fá, og jafn-
fram skuldbundið sig til þess
að láta ávallt falla um þá
nægilega mikið vatn til að
varðveita fegurð þeirra ,og er
þetta frátekna vatnsmagn
ákveðið með samningi. En það
sem umfram er og áætlað er
að framleiði 3.600,000 kw. af
Niagarafossar í vetrarham.
Is viö Niagarafoss
rafmagni, er skipt jafnt milli
ríkjanna. Mest af þessu raf-
magni er notað í alls kyns
orkufrekan iðnað í borgunum
í kring, svo sem efnaiðnaði,
alurniniumiðnað o.fl., en það
er líka leitt til borga í allt
að 300 km. fjarlægð. Ekki
hefur þessi mikla ísmyndun
og íshrannirnar haft truflandi
áhrif á rafmagnsframleiðsl-
una.
Um aldaraðir hefur ís skol
azt af Erie-vatni og borizt nið
ur Niagaraána í fossana, og
safnast svo fyrir í hinar miklu
hrannir fyrir neðan. S.l. vetur
var mjög mikið um ís á vatn-
inu og settu Bandaríkjamenn
þá upp fyrirstöður úr viðar-
stofnum við Buffalo, sem
hindruðu ísrekið, og auk þess
voru þarna notaðir dráttar-
bátar til að brjóta ísmyndan-
ir, bæði við inntö'kin og eins
til að halda siglingaleiðum
um vatnið opnum.
Meðfylgjandi myndir eru
teknar við Niagarafossana í
frostunum í vetur. Nú þegar
svo mikið er talað um ísmynd
anir, er fróðlegt að sjá þessar
fallegu myndir. Við Niagara
er þetta stórkostlegt eins og
annað.
Ameríski fossinn svonefndi er Bandaríkjamegin við Niagara. Hér sést liann og hrannirnar neð-
an við hann, með borgina Niagara Falls í baksýn. Myndin er tekin frá Kanada.
mikla stjórnunarhæfileika,
enda eru lífskjör í Indónesíu
mjög léleg, og efnahagsástarrd
almennt bágborið. Forsetinn
virðist telja, að þjóðin geti
betur lifað á byltingarhug-
sjón en brauði.
Ómögulegt er að spá í það
hvort valdataka hersins í
Indónesíu er varanleg eða
hvort Sukarnó tekst enn einu
sinní að ná undirtökunum í
Iandinu, en alla vega bendir
þróun mála í þessu f jölmenna
ríki til þess, að tími sé til þess
kominn, að aðrir og ábyrgari
aðilar fjalli um málefni lands
og þjóðar en Sukarnó, sem
vafalaust er einhver ábyrgð-
arlausasti þjóðarleiðtogi
heimi.