Morgunblaðið - 15.03.1966, Síða 19
Þriðjudagur 15. marz 1968
morgunblaðid
19
| „Ég þori að veðja einni síldar verksmiðju um að handritið er ekta,“ sagði Sigurður Benedikts-
son við Svein Benediktsson, formann stjórnar síldarverksmið janna, er Sveinn dró í efa upp-
runaleik handritsins að brúðkaupskvæðinu, sem um getur í greininni. Á myndinni eru frá
vinstri: Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor, Sveinn Benediktsson og Ásgeir Bjarnason.
Eiginhandarrit Ein-
ars Benediktssonar
á uppboði í dag
BÓKAUPPBOB Sigurðar
Benediktssonar fer fram í
Þjóðleikihúskjallaranum kl. 5
e.h. í dag og verða að þessu
sinni boðin upp 118 númer.
105 þessara númera eru bæk-
ur úr bókasafni Snæbjarnar
Jónssonar bóksala en hann
var mjög eintakavandur bóka
safnari, að sögn Sigurðar
Benediktssonar. Snæbjörn
Jónsson seldi Lundúnahá-
skóla safn sitt fyrir nokkru
eins og kunnugt er. Bækur
þær úr safni hans, sem boðn-
ar verða upp í dag, eru flest-
ar tvítök.
Margar gagnmerkar bækur
og rit eru á uppboðinu að
vanda, en með eigulegustu rxt
unum er eiginhandarrit Ein-
ars Benediktssonar skálds, en
það er brúðkaupskvæði, er
hann flutti í brúðkaupsveizlu
Sigríðar Zoega og Egils
Jacobsen, 1. septemiber 1906.
Kvæði þetta var prentað í
fáum eintökum á sínum tíma
og dreift meðal brúðkaups-
gestanna, en ókunnugt er
hvort prentað eintak af kvæð
inu fyrirfinnist nú.
Sigurður Benediktsson lét
svo ummælt við fréttamenn
blaðsins, er þeir skoðuð bæk-
urnar í gær, að á uppboðinu
yrðu um 60 fágæt rit, þar á
meðal bók N. Horrebow's,
— The Nartural History of
Iceland — útgefið í London
árið 1758. Einnig rit N. Mohrs
— Forsög til en Isl. Natur-
historie — gefið út í Kaup-
mannahöfn nokkrum árum
seinna. Islandophilus nefnist
bæklingur einn, sem á upp-
boðinu verður, eftir Ara Guð-
mundsson og inniheldur
skammir um Skúla Magnús-
son, landfógeta. Bæklingur-
inn var gefinn út í Kaup-
mannahöfn 1772. Annað merk
isrit á uppboðinu er íslenzk
Sagnatolöð, heilt með öllum
titiltolöðum. Bók Boga Bene- l
diktssonar, „Ferðaævir" verð- 7
ur þar einnig, en hún er gef- J
in út í Viðey árið 1823.
Bókaáhugamönnum gefst
tækifæri til að skoða bækurn-
ar á uppboði Sigurðar í Þjóð-
leikhúskjallaranum frá kl. 10-
16 í dag, en uppboðið hefst
kl. 17, eins og fyrr segir.
Sextugur 1 gær:
r
Ásmundur
Ásgeirsson
A LAUGARDAGINN hringdi
Baldur Möller í mig og sagði
mér að Ásmundur Ásgeirsson
yrði sextugur á mánudaginn. Er-
indið var að vita hvort ég vildi
ekki skrifa greinarstúf um hann
í Morgunblaðið, sjálfur ætlaði
hann að skrifa nokkrar línur í
„Vísi“. í rauninni gat ég alls ekki
neitað þessu enda þótt ég vissi
að ég var enginn maður til að
að gera þetta svo mér líkaði eða
afmælisbarninu væri samboðið
allra sízt þar sem fyrirvarinn
var enginn.
Ég kynmtist Asmundi fyrst á
kreppuárunum. Hann var þá á
tindi frægðar sinnar sem skák-
maður. En þá var erfitt að lifa
©g skáksigrar voru ekki látnir í
askana og skák lítils metin.
Halldór Laxness hefir skrifað
langa sögu um þá lítilsvirðingu
eem þeir menn urðu fyrir sem
gáfu sig skáldskap, en ekki
held ég að meiri brögð hafi verið
að því en með skákmenn. Einu
einni var kona ein í þessum bæ
að réttlæta gerðir sínar gegn mér
fyrir vinkonu sinni og talaði af
jniklum fjálgleik um víndrykkju
mina og annan ólifnað. „Nú held
ég að þú ýkir Peta mín“, sagði
vinkonan. „Ég hef aldrei heyrt
talað um að hann drekki." „Jæja,
sagði þá þessi volduga kona, „ef
hann ekki drekkur þá teflir
hann og ekki er það betra.“ Og
í nýkomnu hefti af tímarit
inu „Skák“, er níðgrein um skák-
ina sem slíka eftir ekki minni
mann en H.G. Wells, eins og
•ýnihorn af þessu viðhorfi, þess-
ara tíma til skáklistar, enda
er sagt að Englendingar hafi á
hans tíma fellt sína bcztu skák-
menn |úr hor eins og t.d. Yates
og íslenzk blöð voru með á nót-
unum og töluðu um skákmani!
Og svona var viðhorf flestra til
skákar hér á landi þangað til
Friðrik Ólafsson gerði það að
vegsauka að verða góður skák-
maður, en þá var sú kynslóð sem
Ásmundur telst til að mestu
hætt að tefla.
En þrátt fyrir þetta almenn-
ingsálit hélt Ásmundur áfram
að tefla og þroskaði gáfur sínar
við skákborðið. Ég ætla að skák
þroski betur vissar gáfur en flest
annað.
Einu sinni var ég staddur á
Hótel ísland með Eggert Gilfer
Jóni Guðmundssyni og Baldri
Mjöller. Við töluðum meðal ann-
ars um skák, sem þá var nýkom-
in til landsins og ég hafði að-
eins séð tilsýndar en Jón Guð-
mundsson ekki. Við Baldur fór-
um miklum viðurkenningar orð-
um um skákina sem vert var.
„Þú mátt til með að lána mér
hana“ sagði Jón við Baldur,
Kannski man ég hana, sagði
Baldur, tók þá upp miða og
skrifaði skákina, upp yfir 30
leiki og aflhenti Jóni hana. Bald-
ur mun þá hafa verið tveggja
ára sem skákmaður.
Þegar dr. Euwe kom hingað
tefldi hann fjöltefli á Gamla
Garði við akademíska borgara.
Ég kom þarna til að horfa á en
ekki fyrr en nokkuð var liðið
á keppnina. Bjarni Aðalbjarnar-
son var þarna meðal áhorfenda
Við gengum kringum hringinn
og fylgdumst lauslega með því
sem gerðist en staðnæmdumst
lengst hjá Jóni Guðmundssyni,
sem átti þegar hér var komið
skemmtilega og afbrigðaríka
stöðu. Bjarni fór heim áður en
skákinni lauk en ég beið eftir
úrslitum. Þegar skák Jóns var
lokið bauð keppnisstjórinn okk-
ur upp í kaffi. Ég bað Jón að
sýna mér byrjun skákarinnar en
hann gat þá ekki rifjað hana
upp fyrir sér. Nokkru seinna
hitti ég hsmn og innti eftir þessu
sama. „Ég skil efekert í þessu“,
sagði Jón, „mér er ómögulegt að
muna skákina", enda hafði hann
þá ekkert teflt árum saman. „Þú
ættir að hringja í hann Bjarna
Aðalbjarnarson, hann getur trú-
Á búnaðarþingi
Miklar umræður um
fóðurbætiskaup
1 GÆR urðu talsverðar umræð
ur á Búnaðarþingi um verð á fóð
urvörum til landbúnaðarins. Til
efni þessa var erindi Gísla Krist-
jánssonar ritstjóra um geymslu,
dreifingu og flutning kraftfóðurs
og ályktun í samtoandi við það
sem búfjárræktamefnd Búnaðar
þings lagði fram á þinginu. Fram
sögumaður fyrir ályktuninni var
Sigurður Snorrason. Málið var
til fyrri umræðu og er ályktun-
in svohljóðandi eins og hún var
lögð fyrir þingið:
„Búnaðarþing leggur ríka
áherzlu á að hafinn verði inn-
flutningur á ómöluðu fóðurkorni
og vitnar í því samlbandi í fyrri
lið ályktunarinnar frá Búnaðar-
þingi 1965, mál nr. 14 og 19.
Nú hefur samband ísl. sam-
vinnufélaga, sem stærsti innflytj
adi fóðurkorns í landinu, hafið
undiitoúning þessa máls, og hvet
ur Búnaðairþing til þess að mál-
inu verði hraðað.
Jafnframt 'beinir þingið þeim
tilmælum til innflytjenda fóður-
vara, að athugað verði hvort hag
kvæmt mundi þykja, að efna til
samstarfs um nauðsynlegar fram
kvæmdir í því skyni að tryggja
sem lægst verð og mest vöru-
gæði.
Til að ná því marki telur Bún-
aðarþing nauðsynlegt að inn-
flutningur fóðurvara verði
frjáls.
Búnaðarþing lítur svo á, að
hér sé ekki einunigs um hag
bændastéttarinnar að ræða, held
ur sé þetta þjóðfélagslegt hags-
munamál og mikilvægur liður i
nauðsynlegri viðleitni til að
draga úr verðbólgunni í landinu.
Þingið felur stjórn Búnaðarfé-
lags Islands, að fylgja málinu
fast eftir.
Agnar Guðnason, ráðunautur
og annar ritstjóra Freys, tók til
máls um þetta mál og toeindi því
inn á almennar umræður um verð
á fóðurtolöndu í landinu, einkum
í sambandi við þær umræður
sem komið hafa fram í yfirlýs-
ingum í tolöðum að undanförnu.
Lagði hann fram útreikning sem
Búnaðarféiagið htfur látið gera.
Verzlunar- Verð Tiltooð
staður í dag verð
á kg. á kg.
Borgarnes 7,04 5,22
Stykkishólmur 7,60 —
Patreksfjörður 8,48 —
Þingeyri 8,86 —
ísafjörður 7,67 —
Hólmavík 7,67 —■
Blönduós 6,96 —■
Sauðárkrókur 6,90 —■
Akureyri 6,70 —
Húsavík 6,64 —
Kópasker 6,90 —
Vopnafjörður 8,58 —
Norðfjörður 8,00 —
Reyðarfjörður 7,00 —
Djúpivogur 8,34 —
Þorlákshöfn 6,82 —
Reykjavík 6,38 —
Hornafjörður 8,68 —
Er þar skýrt frá verði eins og
það er á fóðurblöndu víðs vegar
á landinu í dag. Samantourði á
því Og verðtiltooði sem Heild-
verzlun Guðbjöms Guðjónssonar
hefur lagt fram. Auk þess er
reiknaður út verðmismunur 4
hverjum stað og sparnaður á
fullmjólka kú og loks sýnir tafl-
an vexðmismun í Reykjavík og
úti um land miðað við verðlag
eins og það er á fóðurtolöndum
í dag. Verðútreikningurinn er
miðaður við 14% meltanlega hrá
eggjahvitu. Þá er einnig rniðað
við að magnið af fóðurblöndu sé
546 kg. handa fullmjólka kú.
Tiltooð það sem um getur í töfl-
unni er útreiknað með uppskip-
unárkostnaði, vörugjaldi og 10%
verzlunarálagningu. Einnig eru
umboðslaun innifalin í verðinu.
Tafla sú er lögð var fyrir full-
trúa á Búnaðarþingi er þannig:
(Sjá töflu)
Ræðumaður sagði að um alla
Vestur-Evrópu væri fóðurbætir
mun ódýrari en hér á landi, dýr-
astur í Noregi, þó er verð á sam-
toærilegri fóðurtolöndu fyrir kýr
þar ekki nema 4800 kr. tonnið.
Ennfremur taldi ræðumaður auð
veldlega myndi mega spara
hér á landi að minnsta kosti 45
millj. ef innflutningur fóður-
blöndunnar væri alfrjáls og er
þá miðað við að fóðurblandan sé
flutt inn í sekkjum. Nokkrir full
trúar töldu að hér væri á ferð-
inni mál sem betur þyrfti að
rannsaka og höfðu ekki fullan
trúnað að fyrrgreindum upplýs-
ingum. í þeirra hópi voru Sig-
mundur Sigurðsson, Gunnar Guð
tojartsson o.fl.
Einn Búnaðarþingsfulltrúa,
Egill Jónsson fiá Seljavöllum
kvaðst vilja taka af öll tvímæli
um þetta mál, hann hefði sjálfur
keypt margnefnda fóðurblöndu,
sem nýlega var flutt inn frá
Hollandi ,og hann kvaðst geta
lagt fram nótur því til sönnun-
ar að hún hefði verið ódýrari en
sú fóðurblanda, sem seld er af
kaupfélaginu á Hornafirði.
Að loknum umræðum var mál
inu vísað til annarar umræðu.
Sparnaður á ‘Verðmis-
Mism. á fullm j .kú munur
kg., kr. kr. í dag, kr.
1.82 993,72 0,66
2,38 1.299,48 1,22
3,26 1.779,96 2,10
3,64 1.987,44 2,48
2,45 1.337,70 1,29
2,48 1.354,08 1,32
1,74 950,04 0,58
1,68 917,28 0,52
1,48 808,08 0,32
1,42 775,32 0,26
1,68 917,28 0,52
3,36 1.834,56 2,20
2,78 1.517,88 1,62
1,78 971,88 0,62
3,12 1.703,52 1,96
1,60 873,60 0,44
1,16 633,36
3,46 1.889,16 2,30
lega hjálpað þér til að rifja þetta
upp“. Daginn eftir að Jón
hringdi sendi JSjarni honum
skákina uppskrifaða eins og hún
tefldist frá byrjun og allt þang-
að til hann yfirgaf skákstað. Þó
þessar sögur séu af gáfuðum
skákmönnum þá eru menn ekki
fæddir með svona minni. Það
fæst aðeins við þjálfun. Og
minni Ásmundar var frægt með-
al skákmanna. Hann var bezti
blindskákmaður íslands á þess-
um tímum tefldi margar blind-
skákir í einu og tefldi þær vel.
Ég reyndi hvers álits Ásmund-
ur naut sem skákmaður 1939.
Þá stóð til að senda sveit skák-
manna á F.I.D.E. mót sem halda
átti í Argentínu. Þetta var löng
og kostnaðarsöm ferð fyrir fé-
vana samtoand. Asmundur var þá
orðinn heimilisfaðir og gat ekki
verið svo lengi frá vinnu án þess
að fá bætur fyrir. Þegar svo var
komið að Skáksamband íslands
gat með engu móti fengið þá
aura sem þurfti og hverfa varð
að því ráði að senda heldur ein-
hleyping, bauð ég sambandinu
að reyna að ná þessum aurum
meðal almennings. Þessu boði
var tekið. Elís Ó. Guðmundsson
gekk frá listunum fyrir mig og
ýmsir veittu mér mikils verða
aðstoð. Sigurkarl Stefánsson tók
af mér einn lista og safnaði með-
al kunningja sinna, aðallega
menntaskólakennara og varð
vel ágengt. Ég fór svo seinna
með þennan sama íista út í bæ
og sýndi hann sambærilegum
mönnum, meðal annars Einari
Framhald á bls. 4