Morgunblaðið - 15.03.1966, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 15.03.1966, Qupperneq 27
^Þriðjudagur 15. marz 1966 MORGUNBLADID Þessi bátur, sem var a® koma úr Engey, er ljósmyndari blaðs- ins var á gangi niður við höfn, var með heldur óvenjulegan farm. Þar voru á ferð menn með hest, sem virtist ekkert kunna illa við sig á sjó. Innbrot og skemmdarverk TJM helgina voru framin 3 inn- brot í Reykjavík, í rakarastofu Péturs og Vals, í mjólkurbúð og ó einkaheimili. Lítið höfðu þjóf- arnir upp úr krafsinu. Þá var unnið skemmdarverk fi bíl á Klapparstíg, brotinn spegill og dælduð hurð. — Indónesla Framhald af bls 1 Nærvera dr. Súbandrio hjá forsetanum verði auk þess hindrun í vegi fyrir að takast megi að víkja frá völdum öll- um þeim, sem fylgja komm- únistum að málum. Það var dr. Subandrio, sem myndaði nýja stjórn fyrir rúmum mán- uði, en í henni tóku sæti fleiri kommúnistar en í nokk- urri annarri stjórn í Indó- nesíu. Þá segir i fréttum frá Dja- karta, að stúdentar hafi, er þeir réðust til inngöngu í ut- anríkisráðuneytið, fyrir skemmstu, fundið leynisamn- ing, sem gerður hafi verið milli Indónesíu og Alþýðu- lýðveldisins Kína. Hafi Suk- arno verið sýndur samningur- inn, og hafi hann átt mikinn þátt í því, að hann hafi fallizt á að afhenda Suharto hers- höfðingja, öll stjórnmálavöld í landinu. Enn er ekki ljóst, hve marg- ir fyrrverandi ráðherrar, sem íylgdu kommúnistum að mál- um, hafa verið handteknir. í sumum fréttum segir, að tala þeirra sé 24, í öðrum, að þeir handteknu séu 18. Suharto, hershöfðingi, gaf í dag til tilskipun um, að allir kommúnistar í landinu skuli gefa sig fram við yfirvöld landsins innan eins mánaðar. Þeir, sem ekki hlíti þessari tilskipan, megi búast við þvi, að þeir verði beittir hörðu. Það vakti mikla athygli, er eiginkona Sukarno, forseta, sem er 25 ára og japönsk, bauð fjölda eiginkvenna hers höfðingja til bústaðar síns í dag, til að halda upp á bann- ið gegn kommúnistaflokkn- um. Sagt er, að Sukarno hafi reiðzt ógurlega, er hann heyrði um uppátækið, og bannað konu sinni að taka á móti gestunuiu. Þýzkt skip rakst á Röðul í GÆRMORGUN rakst þýzkt skip á Hafnarfjarðartogarann Röðul í minni Weser. Mun þýzka skipið Seefalke hafa siglt aftan á togarann, og beyglaðist við það plata í hekkinu. Röðull var á leið Bremerhav- en með 90—100 lestir af fiski, er áreksturinn varð, og var um það bil að taka hafnsögumann. Veður var bjart og ekki vitað hvað olli þessum árekstri. Röðull er eign hlutafélagsins Venus í Hafnarfirði. Útgerðin hafði fengið þær fregnir að skemmdir á skipinu væru litlar. 12 teknir ölvaðir Á SUNNUDAGSNÓTTI'NA stálu tveir piltar bíl á Þórsgötunni. Lögreglan varð bílsins vör á Njarðargötu. Piltarnir ætluðu að stinga af og óku mikið, en hált var og snerist bíllinn til hjá þeim svo lögreglan gat stokkið út og náð þeim. Voru þeir ölvaðir og viðurkenndu brot sitt. Mikil ölvun var í bænum um ’helgina. Tók lögreglan 12 menn undir áhrifum við stýri _frá því á föstudagskvöld til mánudags- morguns. Loðnubingur minnkar á Akranesi Akranesi, 14. marz — Óskar Halldórsson landaði í morgun 1800 tunnum af loðnu. Verk- smiðjumennirnir byrjuðu í morg un að aka í þrærnar úr loðnu- bingnum og ljúka því á morgun. Loðnubátar fóru út á veiðar í morgun. Af Breiðafirði komu Sólfari í dag með 43 tonn og í gær Sigur- borg með 25 tonn og Sigurfari með miklu minna. París, 14. marz. — NTB. Couve De MurviIIe, utan- ríkisráðhera Frakka, lýsti því yfir i dag, að franska stjórnin væri hlynnt aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu, svo framarlega sem Bretar vildu skipa sér á bekk með íbúum meginlandsins, og tak- ast á hendur . ) nvu skyldur og þeir. IITAN AF LAIMDI IJTAIM AF LAIMDI IJTAIM AF LANDI Nýtt póst- og símstöðvarhús og fleiri fram- kvæmdir af hálfu hins opinbera Flateyri, 1. marz. Á SÍÐASTLIÐNU ári voru framkvæmdar af hálfu hins opinbera allmiklar. Tekið var í notkun hér nýtt og glæsilegt póst- og símstöðvarhús, enn- fremur unnið hér allmikið af hálfu Landsímans að lagfær- ingu á simakerfi þorpsins. — Auk þess, sem lagður var jarð strengur um fjögurra kíló- metra veg inn með firðinum; ennfremur lögð lögn að flug- skýlinu í Holti. Þá voru talsverðar fram- kvæmdir á vegum Rafmagns- veitna ríkisins. Lagðar voru rafmagnslínur að þeim bæj- um, sem eftir áttu að fá raf- magn, þannig að allir bæir, sem í byggð eru hafa nú feng- ið rafmagn. Þó hafa býli á Ingjaldssandi ekki enn fengið rafmagn frá Rafveitum ríkis- ins, en úr því hlýtur að ræt- ast á næstunni. Þá var Vega- gerð ríkisins með nokkrar framkvæmdir. Á Flateyrar- vegi var unnið fyrir 470 þús. kr. að endurbyggingu vegar- ins. Unnið var að endurbygg- Nýja póst- og símstöðvarhúsið. (Ljósm.: Trausti Magnússon. ingu Ingjaldssandsvegar fyrir 125 þús. kr. Á ísafjarðarvegi á Breiðdalsheiði var unnið fyr ir 3,4 millj. kr. Áætlað er, að kosta muni um 3 millj. kr. að ljúka þeim ófanga, sem byrj- að hefur verið á. Þurfa menn nú ekki lengur að aka hinar illræmdu Skógarbrekkur á Breiðdalsheiði. Þá hefur Byggingarfélag alþýðu á Falteyri hafið fram- kvæmdir. Hefur verið byrjað á sex ibúðum, sem eiga að verða fokheldar í ágúst 1960. Flateyrarhreppur hefur lát- ið setja upp nýja kvikmynda- sýningarvél af gerðinni Zeiss Ikon, og er það mjög vönduð vél. Dygging hafin á sex íbúðum Byggingarfélags alþýðu. Á vegum hreppsins hófust framkvæmdir við nýja skolp- lögn í þorpinu, en það er fjár- frek framkvæmd. Þar sem erfitt er að fá nægan halla á lögnina, verður að byggja dælustöð. Voru dælur fengn- ar erlendis frá og eru komn- ar, en ekki hægt að ganga frá dælustöðinni fyrr en i vor. Unnið hefur verið að end- urnýjun á lýsingu við höfn- ina. Nýtt ljósamastur hefur. verið fengið frá Danmörku og bíður nú uppsetningar. Hingað var keyptur vélbát- urinn Þorsteinn frá Neskaup- stað og verða þá gerðir út 5 bátar héðan á vertíðinni. Enn- fremur er í smiðum nýtt 240 lesta stálskip fyrir Kaupfélag Önfirðinga og er það væntan- legt hingað í marz eða apriL Helztu fyrirhugaðar fram- kvæmdir eru stækkun á við- leguplássi fyrir báta við hafn- arbakkann, og er það mikið nauðsynjamál fyrir okkur hér með aukinni útgerð. — Fyrir- huguð er viðbótarbygging við barnaskólann, sem yrði í- þróttahús og sundlaug fyrir staðinn, en þessa aðstöðu vantar tilfinnanlega hér. Hér má geta þess, að í allri Vest- ur-ísafjarðarsýslu eru starf- ræktar tvær sundlaugar hluta úr árinu. Önnur við Núps- skóla, lítil innilaug, hin í Súg- andafirði, útilaug, 'opin litinn hluta úr sumrinu. — Kristján. IJTAN AF LANDI LTAN AF LANDI IJTANAF LANDI — Mjög köldu Framhald áf bls 1 v-þýzku stjórnarinnar yfir nokkr um atriðum, varðandi afstöðu- breytingu frönsku stjórnarinnar: • Munu franskir hermenn sem nú dveljast á v-þýzkri grund, taka þátt í sameiginlegri varnarbaráttu bandalagsríkj- anna, komi til hennar? • Mun franska stjórnin standa við bandalagssamninginn um V- Berlín, en þar halda nú franskir bandarískir og brezkir hermenn uppi gæzlu? • Samþykkir franska stjórnin hugmyndina um „framlínu“- varnir, þ.e.a.s., munu franskir hermenn verða staðsettir eins nálægt landamærum A-Þýzka- lands og þörf krefur, skv. því kerfi? Að lokum sagði ráðherrann, að þegar svar hefði fengizt við þess um spurningum, myndi Bonn- stjórnin verða fús til að taka þátt í hugsanlegum umræðum um skipulagsbreytingar. Kennedyhöfði, 14. marz NTB Ákveðið hefur verið að fresta um sólarhring geim- skoti „Gemini 8“, en í ljós hefur komið leki á eldsneytis kerfi Atlas-eldflaugarinnar, sem flytja skal geimskipið út í geiminn. - íþrótfir Framhald af bls. 26 og hlutu ósigur 70:54, sem reynd ar fullmikill munur eftir gangi leiksins. I. flokkur: Ármann KFR: 50:33. Eftir slæman fyrri hálfleik hjá KFR eða góðan leik Ármanns, var síðari hálfleikur liðanna mjjög jafn og náðu KFR-ingar að breyta stöðunni úr 28:8, í 50:33 sem urðu lokaiýilur leiksins. Lið- in voru reyndar bæði ólögleg til keppni, KFR með marga ung- linga í liðinu og Ármenningar mættu með tvo Kanadamenn til leiks, sem er ólöglegt samkvæmt reglum ÍSÍ, en h’vað um það leikurinn var skemmtun fyrir þátttakendur og þá er tilgang- inum náð. FÉLACSHEIMILI Opið hús í kvöld — Bændur Framhald af bls. 28 greina. Hins vegar verður leitast við að koma með ýmsar nýjung- ar á markaðinn, sem mjög eru vinsælar erlendis, en ekki hafa verið framleiddar hér áður að ráði. Auk þess verður stefnt að því að gera framleiðslu osta- gerðarinnar sem fjöbreyttasta í öðrum greinum mjólkuriðnaðar- ins. Eru þar miklir möguleikar ónýttir, þar sem mjólk er aðal- hráefnið í ýmsum gómsætum neyzuvörum. Að lokum skal tekið fram, að megintilgangur félagsins er að auka fjölbreytni framleiðsuvara mjólkuriðnaðar- ins og freista þess að breikka markaðinn ti hagsbóta bæði fyrir neytendur og bændur. — Osturinn er ætlaður á inn- anlandsmarkað. Nú er talað mikið um offramleiðslu á mjólk- urvörum og því er nauðsynlegt fyrir landbúnaðinn að auka sem mest innanandsmarkaðinn. Það er hann sem gefur mestan arð, og erfitt er að byggja mjólkur- framleiðsluna upp á útflutningi. Ostagerðin nýja verður vænt- anlega byggð í Hveragerði, og munu framkvæmdir væntanlega hefjast á vori komanda. Verður stefnt að því að bygging hússins og niðursetningu véla og öðrum undirbúningi ljúki fyrir vetur- inn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.