Morgunblaðið - 18.03.1966, Side 12

Morgunblaðið - 18.03.1966, Side 12
12 MORGUNBLAÐID i Föstudagur 18. marz 1966 HeildartillQgur Sjálf stæöis manna í húsnæðismálum samþykktar ■ borgar- stjórn Á FtTNDI borgarstjórnar í andi: gær voru heildartillögur borg arfulltrúa Sjálfstæðisflokks- 1. ins í húsnæðismálum til ann- arrar umræðu og voru þær samþykktar með nokkrum breytingum og viðaukum, sem borgarstjóri hafði borið fram í borgarráði. Heildartil- lögur Sjálfstæðisflokksins í húsnæðismálum eins og þær voru endanlega sámþykktar í borgarstjórn eru svohljóð- 2. Byggðar verði 100 litlar en hagkvæmar íbúðir fyrir aldrað fólk samkv. áætlun er samin hefur verið um málefni aldr- aðra. Fyrsti áfangi verð ur byggður við Austur- brún. Byggðar verði 200 litlar íbúðir tveggja, þriggja og fjögurra herbergja að stærð. Verði þær eign Byggingarsjóðs Reykjavíkurborgar og leigðar efnalitlum fjöl- skyldum, þ.á.m. ungum lijónum. 3. Byggðar verði um 50 íbúðir, tveggja, þriggja og fjögurra herbergja að stærð og þær seldar með hagkvæmum kjör- um eða leigðar sbr. 2. Stórhýsi í byggingu við Austurbrún á vegum Reykjavíkur- borgar, með 69 íbúðum, ætlað öldruðu fólki, öryrkjum og einstæðum mæðrum og lokið verður við í vor. Fjölbýlishús, sem Reykjavíkurborg hefur látið byggja við Kleppsveg með 54 íbúðum til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði. Tvær bygginganna eru komnar í notkun, þriðju bygg- ingunni verður lokið n.k. mánaðamót. lið skv. nánari ákvörC- un borgarráðs. 4. Byggingarsjóður Reykja víkurborgar veiti hag- stæð lán út á 300—400 íbúðir allt að kr. 100. 000.00 á íbúð, enda sé um að ræða litlar íbúð- ir er falla undir lán- veitingu Húsnæðismála stjórnar. 5. Lán skv. 4. lið verði m.a. veitt ungu fólki er stofnar til samtaka um byggingu fjölbýlishúsa, félögum og stofnunum sem byggja leiguíbúðir fyrir tiltekna hópa fólks, t.d. gifta stúdenta, aðra námsmenn eða ör- yrkja. Borgarstjórn felur borgar- ráði að sjá um framkvæmd á tillögum þessum þar á meðal að afla lánsfjár sbr. 1. nr. 10/1965 sbr. reglugerð dags. 20. jan. 1966 og ákveða leigu- og söluskilmála, lánskjör og annað, er máli skiptir. Frá umræðum og tillögum minni- hlutaflokkanna verður skýrt síðar. Miklar umræður í borgar stjórn um togaraútgeri - Skúii IViagnússon seldur grískum aðilum Á FUNDI borgarstjórnar í gær spunnust allmiklar umræður um vandamál togaraútgerðarinnar vegna samþykktar borgarráðs í gær að taka kauptilboði, sem borizt hefur í togarann Skúla Magnússon, en hann hefur verið á sölulistum erlendis um eins árs skeið. Grískur aðili hefur nú gert kauptilboð í skipið að fjár- hæð 12.500 sterlingspund. Útgerðarráð Reykjavíkur sam þykkti á fundi sínum í gær, að taka kauptilboði þessu og var það staðfest af borgarráði og borgarstjórn síðar um daginn. Við afgreiðslu málsins í útgerð- arráði kvaðst Pétur Sigurðsson telja sjálfsagt, að selja þau skip, sem úrelt væru orðin, en jafn- framt bæri að framkvæma alls- herjarathugun á rekstrargrund- -velli togaranna. BÚR bæri að hafa samráð við aðrar togaraút- gerðir og ríkisvaldið um leigu á skuttogara svo að sjá mætti, hvort sérstakir vankantar væru á rekstri slíkra skipa við okkar aðstæður. í ræðu Geirs Hallgrímssonar, borgarstjóra, á fundi borg- arstjórnar í gær kom fram, að það kostar árlega kr. IV2 milljón. að hafa togarann Skúla Magn- ússon bundinn við bryggju og jafnframt að fyrir dyrum stæði dýr klössun á honum. Taldi borg arstjóri því eðlilegt að taka kaup tilboði þessu. Guðmundur Vigfússon (K) sagði, að hér væri smánarverð í boði. Er rétt að farga togur- um án þess að taka ákvörðun um endurnýjun flotans? Skut- togarar eru framtíðin sagði borg- arfulltrúinn. Ég mótmæli því, að togarar séu gefnir úr landi. Þess vegna flutti ég tillögu í útgerð- arráði ásamt Björgvin Guð- mundssyni um kaup á skuttog- urum og flyt nú tillögu ásamt Óskari Hallgrímssyni um kaup eða leigu á skuttogurum. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, sagði, að engum þyrfti að koma á óvart, að tillaga væri gerð um sölu á Skúla Magnús- syni. Meira en ár væri liðið síðan útgerðarráð og borgarstjórn hefðu samþykkt að leita tilboða í tvo togara. Annar hefur þegar verið seldur, hinn hefur verið á sölulistum víða og ekkert tilboð komið fyrr en nú. Þetta er að vísu ekki mikið verð en þetta er ekki gjöf. í það minnsta hefur enginn viljað þiggja þessa gjöf. Geta má þess, að bókfært verð skipsins, sem er 18 ára, er tæpar 400 þús. kr. Kostnaður við tog- ara, sem liggur bundinn við bryggju nemur nú IV2 millj. kr. árlega. Ef hann liggur inn í Sund um nemur kostnaðurinn um milljón, ef viðhald er nægilegt. Spurningin er því, hvort við viljum selja skipið fyrir þetta verð og losna við árlegan kostn- að af því eða eiga skipið og láta reykvíska skattgreiðendur greiða kostnað af því. Því miður voru allir togarar BÚR nema einn reknir með halla 1964 og þ. á. m. Skúli Magnússon, en hallinn á honum nam 3,9 millj. kr. Minnst hefur verið á verðmæti tækjanna í skipinu. Skv. upplýsingum frá forstjóra BÚR er það af og frá, að hægt sé að selja tækin sér- staklega Lítil eftirspurn er eftir þeim og miklar breytingar á slík um tækjum frá ári til árs. Togararnir hafa mikla þýð- ingu og geta verið mikilvægir fyrir frystihúsin sérstaklega á sumrin. En frystihúsin hafa ekki nema að litlu leyti byggt á afla togaranna, þótt til þess geti auð- vitað komið í ríkara mæli. Það breytir hins vegar ekki því, að rétt er að selja gamalt skíp, sem á að fara í dýra klössun. Ég fæ ekki séð, að það sé skilyrði fyrir ákvörðun um sölu á gömlu skipi, svo að reykvískir skatt- greiðendur séu firrtir kostnaði við það, að taka ákvörðun um kaup á öðru skipi. Áður en við kaupum ný skip verður að liggja fyrir að það borgi sig. Það er engin ástæða til þess fyrir sveit- arfélag að kaupa gjaldeyri, sem slíkt skip skapar á svörtum mark aði. Það er illa farið, að svo virðist sem meiri hluti Alþingis sé and- vígur því að hleypa togurum inn í landhelgi. Meðan svo er má búast við því að úr togaraútgerð dragi. Óskar Hallgrímsson (A) spurði hve marga togara þyrfti að selja til þess, að meifi hlutinn áttaði sig á því, hvort kaupa bæri ný skip. Hann kvaðst ekki vilja leggjast gegn því að selja gömul skip en þau.þarf að endurnýja, sagði borgarfulltrúinn. Ég er ekki reiðubúinn til þess að sam- þykkja þessa sölu meðan meiri hlutinn vill ekki gera ráðstaf- anir til öflunar nýrra skipa. Kristján Benediktsson (F) sagði, að ýmsir töluðu um það sem lausn á vandamálum togar- anna að hleypa þeim í landhelgi. Ég óttast, að veiði togara í land- helgi muni hafa skaðleg áhrif á fiskstofninn. Ég tel ennfremur að slíkar veiðar mundu ekki breyta það miklu, að það gerði togarana reksturshæfa. Mér finnst liggja í loftinu að næsta skrefið verði að selja Pétur Halldórsson en það er vissulega eðlilegt að tengja sam- an sölu gamalla skipa og kaup nýrra. Það er hlægilegt, að ekki skuli vera hægt að fá meira fyrir togara en IV2 millj. Einar Ágústsson (F) sagði, að tímabært væri að ákveða fram- tíð BÚR. Aðrar þjóðir smíðuðu ný og fullkominn skip og rekstur þeirra á sömu miðum og okkar virðist ganga vel. Við eigum að ákveða nú þegar að kaupa ný og hentug skip, sagði borgarfull- trúinn. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, sagði, að verðið væri lágt en það væri það hæsta, sem fengizt hefði fyrir þetta skip. Menn yrðu að horfast í augu við það, að hlutur væri ekki meira virði víð sölu en kaup- endur vildu gefa fyrir hann. Ekki er hægt að búast við, að útgerðarskilyrði þessa skips batni í framtíðinni. Það eru ekki nein bjargráð að ákveða nú að kaupa einn eða fleiri skuttogara. Til þess er ekki ástæða fyrr en fyrir liggur að rekstur slíks skips mundi bæta hag BÚR. Vonandi eru erfiðleikar togar- anna tímabundnir erv jafnvel þótt birti í lofti erum við sam- mála um, að þessi umræddu skip eru úrelt. En minnihlutaflokk- arnir virðst vilja, að útsvars- greiðendur greiði árlega IV2 milljón kr. með þessu skipi. Árið 1964 greiddu ríki og Reykjavíkurborg 200% álag á þann gjaldeyri, sem Skúli Magn- ússon aí'laði það ár. Þorsteinn Ingólfsson aflaði það ár fyrir 10.2 millj. Ríkissjóður greiddi til hans 2,5 millj. og Borgarsjóður 4.2 millj. Til viðbótar því sem skipið aflaði voru því greiddar 6,7 millj. eða 67% ofan á skráðu gengi. Ef við viljum halda togaraút- gerð áfram er að vísu ekki um annað að ræða en greiða ákveðið álag á aflamagn skipanna. En þá á að gera það úr sjóði lands- manna allra en ekki leggja það á íbúa eins sveitarfélags. Borgar- stjóri ræddi síðan hugsanlegar veiðar í landhelgi og sagði: Ég veit ekki betur en fyrir liggi álit fiskifræðinga þess efnis að það mundi ekki skaða fiskstofnana að leyfa togurum okkar að veiða á ákveðnum svæðum í takmark- aðan tíma ársins undir eftirliti í landhelgi. Ég er alveg sannfærður um að það bætir afkomu BÚR að Framhald á bls. 5

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.