Morgunblaðið - 18.03.1966, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.03.1966, Qupperneq 26
26 MORGUNBLADIÐ Föstudagur 18. marz 1966 Inter mætir Real og Manch. Utd Partizan Dreg/'ð um lokaleíki um Evrópubikara 1 GÆR voru lið dregin saman í undanúrslit um Evrópubikar- ana í knattspyrnu. Sigurvegar- amir frá í fyrra, Inter frá Milano fá Real Madrid (sem 5 sinnum hefur unnið bikarinn). í hinum undanúrslitariðlinum mætast ensku meistararnir Manch. Utd. og júgóslavneska liðið Partizan frá Belgrad. í undanúrslitum um bikar bik- armeistara mætast Borussia frá Þýzkalandi og núverandi hand- hafar bikarsins, West Ham. Hinn undanúrslitaleikurinn verður „brezkur“. Þar mætast Liver- pool og Celtic. Inter Milano hefur mikla mögu leika til að vinna Evrópubikar- MOLAR inn í þriðja sinn í röð. Fyrir tveim árum vann liðið Real Madrid í úrslitaleik þessarar keppni með 3-1 og í fyrra vann liðið Benefica í úrslitum með 1-0. Inter et enn bezta lið ítalskr ar knattspyrnu, og liðið sem byggt er upp kringum Spánverj- ann Luis Suarez, er í mjög góðri þjálfun. Sex leikmenn liðsins eru í ítalska landsliðinu sem mætir Frökkum á laugardaginn. Real Madrid er hins vegar það liðanna er mesta reynslu hefur, en liðið hefur ekki sama styrk- leik og á frægðardögum Pusk- asar. Hinn undanúrslitaleikurinn er óráðnari. En 8-3 sigur Manch. Utd. yfir Benefica á dögunum (tveir leikir) sýnir að ætla má enska liðinu sigur. Hvorugt lið • anna hefur leikið í úrslitaleikj- um unri Evrópubikar fyrr og eru því nýliðar í lokabaráttunni. Ármann og ÍR yfirburða- sigurvegarar, Sigruðu IKF og KFR 82: 56 og 104:82 „INGO“ Johannsson er ekki alveg hættur. Hann ráðgerir að leika sýningarleik gegn þýzka Evrópumeistaranum Karl Mildenberger. Fer leik- urinn fram í sambandi við mikið hnefaleikamót sem Ingi mar stendur að og fcr það fyrsta stórverkefni hans síð- an hann gerðist framkvæmda stjóri hnefaleikamanna. FINNSKI langstökkvarinn Rainer Stenius stökk 7.80 m á innanhúsmóti í Detroit á dög- unum. Er árangurinn met á háskólamóti innanhúss í Bandaríkjunum. Þetta er fjórða ár Steiniusar við nám i Bandaríkjunum. Bikarkeppni í körfuknattleik BIKARKEPPNI Körfuknatt- leikssambands fslands fer fram á tímabilinu 1. apríl til 1. nóv. 1966. Þátttökutilkynningar skulu hafa borizt til stjórnar K.K.Í. fyrir 1. apríl n.k. Pósthólf 864, Reykjavik. Á miðvikudagskvöld voru leikn- ir tveir fyrstu leikir síðari um- ferðarinnar á íslandsmótinu í Körfuknattleik I. deild. Áttust við Ármann og ÍKF og sigruðu Ármenningar með yfirburðum 82:56. Hinn leikurinn var milli ÍR og KFR sem á undanförn- um árum hafa marga harða hildi háð. Að þessu sinni lauk leiknum með yfirburðasigri ÍR 104:82, sem er mjög há stigatala hjá íslenzkum körfuknattleiks- liðum, og bendir til þess að varnir liðanna hafi ekki verið í lagi. Ármann — ÍBK 82:56. Rétt í upphafi voru liðin nokk- uð jöfn en síðan tóku Ármenn- ingar góðan sprett og náðu al- gerum yfirburðum, og var ekki um neina keppni að ræða milli liðanna. ÍKF liðið sýndi þó góða baráttu og missti aldrei kjark- inn og er það afrek út af fyrir sig. Beztir í liði Ármanns voru Birgir, Davíð og Hallgrímur, en hjá ÍKF bar mest á Friðþjófi sem skoraði 29 stig, en hann var þó full skotdjarfur, einnig átti Einar góðan leik. ÍR—KFR 104:82. tökum á leiknum og höfðu í hálfleik náð yfirburðastöðu 52:30 Síðari hálfleikur var mun jafn- ari og beittu KFR-ingar nú maður mann vörn og gafst hún mun betur en svæðisvörnin sem þeir léku í fyrri hálfleik. Stig í síðari hálfleik féllu jöfn 52:52, svo aldrei er að vita hvernig farið hefði ef KFR hefði notað rétta vörn allan leikinn. Flest stig hjá ÍR skoruðu Hólmsteinn 28, og Agnar 26. Hjá KFR skor- uðu Þórir 34 og Einar 21. Ionanlélogsinót MIÐVIKUDAGINN 9. marz var haldið innanfélagsmót í KR- heimilinu. Keppt var í þremur greinum frjálsra íþrótta. Úrslit urðu sem hér segir: Langstökk án atrennu: 5 Ólafur Sigurðsson KR 2.88 — KNATTSPYRNUMENN fást A við fleira en að sparka bolta. 1 Hér er snillingurinn frægi frá I Brasilíu, Pele, í áheyrn hjá páfanum og heilsar honum á it viðeigandi hátt. Pele hefur verið í brúð- f kaupsferð í Evrópu og farið v um V-Þýzkaland, Austurríki, u, Italíu og til Parísar. Ungu/j hjónin urðu að stytta dvöíl sína í París um fimm daga, K því félag Peles, Santos, hafði U; gengið mjög illa í kappleikj- J um sínum heima fyrir meðan V hann var á brott — og Pele V var beðinn að flýta sér heim. u Pele sagði að hann hefði í ekki fengið tilboð frá neinul liði í Evrópu og hann hefði ■ aðeins horft á knattspyrnu ᣠsjónvarpsskermi. 7j KR í frjalium 1 Úlfar Teitsson KR 3.05 m 2 Valbj. Þorláksson KR 3.02 — 3 Guðbr. Benditsson HSS 2.98 —« 4 Nils Zimsen KR 2.92 — Þrístökk án atrennu: 1 Úlfar Teitsson KR 9.12 m 2 Ólafur Guðmundss. KR 8.84 — 3 Ólafur Guðmundss. KR 8.51 — Stangarstökk: 1 Valbj. Þorláksson KR 3.7 o m 2 Páll Eiríksson KR 3.70 — 3 Ólafur Guðmundss. KR 3.40 — (Keppendur voru 11 alls). Brummel meiddist oitur VALERY Brummel, sovézkl heimsmethafinn í hástökki hefur orðið fyrir því óhappi að slasast öðru sinni á hægra fæti. Brummel lenti í bílslysi fyrir nokkrum mánuðum og meiddist þá mjög illa á fætinum. Hefur hann hvað eftir annað verið til aðgerða á skurðarborði, en var nú á batavegi. Gekk hann um á hækjum og var að reyna að ganga niður stiga er hann féll og meiddist aftur. Er hætta talin á að þetta síðasta slys muni binda endi á allar vonir um, að hann keppi framar. ÍR-ingar náðu strax í upphafi Prúömannleg framkoma launuð Bandarísk stúlka, enskt og þýskt knattspyrnu- lið og ungverskur dómari fá UIMESCO bikarana ÓVENJULEG verðlaunaveit- ing fór fram við hátíðlega at- höfn í gær. Bandarískri frjáls íþróttakonu, ensku og vestur- þýzku knattspyrnuliði svo og ungverskum dómara voru af- hent verðlaun og heiðruð fyr- ir framúrskarandi íþrótta- mannslega framkomu á árinu 1955. Bikarar þeir sem hér um ræðir eru gefnir af UNESCO til minningar um stofnanda Olympíuleikanna í nútímamynd, baron de Cou- bertin. Þeir sem heiðraðir voru með bikurunum voru: Willye White, bandarísk stúlka, sem leggur stund á langstökk, fyr- irliðar enska liðsins West Ham, Bobby Moore, og fyrir- liðl þýzka lðsins Múnchen 1860, Peter Radenkovic svo og Ungverjinn Istvan Zsolt, sá er dæmdi leik áðurnefndra liða í úrslitakeppni um Ev- rópubikar bikarmeistara 1965. Willye White er 27 ára göm ul, þeldökk hjúkrunarkona frá Chicago. Hún hlaut helð- urinn vegna framkomu henn- ar á meistararhóti New York. Sterkasti keppinautur hennar var OL-meistarinn og heims- meibhafinn Mary Rand frá Bretlandi. Mary Rand var óheppin í stökkum sínum og tókst ekki að komast í úr- slitakeppnina. En Willye White gekk þá til og sýndi dómurunum fram á að ólög- lega hefði verið að stökk- plankanum búið, og það vald ið Mary Rand erfiðleikum. Dómararnir gáfu henni ann- að tækifæri og þá tókst bet- ur til og svo fór að Mary Rand vann keppnina, en White hlaut 2. sætið. Úrslitaleikurinn um Ev- rópubikar bikarmeistara í London milli West Ham og Múnchen — sem margir knattspyrnuunnendur hér hafa séð á kvikmynd KSf — er af mörgum talinn „leikur aldarinnar" bæði vegna fag- urs leiks og sérstaklega prúð- mannlegrar framkomu beggja liða og dómara. Einnig hlutu áhorfendur mikið lof fyrir prúða framkomu. Þessi ágæti leikur og liðsmenn í honum þótti svo af bera að hann er verðlaunaður með þremur bik aranna. Því má við bæta að verð- launaafhending sem þessi er ekki einsdæmi þótt næsta ný- stárleg sé. Og sannarlega er það ekki síður tilgangur íþróttanna að skapa prúða framkomu en afrek ein unnin á einhvern hátt. íþróttafólk verður ekki síður eftirminni- legt fyrir prúða framkomu en góð afrek.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.