Morgunblaðið - 28.04.1966, Side 1

Morgunblaðið - 28.04.1966, Side 1
dj. argangur 32 síður Skýrsia fjármiáíaráSherra á Aiþingi: Framkvæmdir 1965 fóru 20% fram úr áætl- un, að raforkuframkvæmdum undanskildum Mikil aukning þjóðarframleiðslu undanfarin ár Hagsfæður viðskiptajofnuður frá 7967 hefur haldizt Marghættar ráðstafanir til eflingar áætlunargerðar Aukning framkvæmda á árinu 7966 áætluð um 8°Jo A fundi í Sameinuðu Alþingi i gær flutti Magnús Jónsson fjármálaráðherra skýrslu um l'ramkvæmda og fjáróflunaráætl un fyrir árið 1966. Kom fram í ræðu ráðherra að þjóðarfram- leiðslan hefði aukizt um 7% ár- ið 1963, um 5,5% árið 1964 og um 5% árið 1965, en að með- töldum áhrifum bættra við- ari velgengni. skiptakjara hefði raunveruleg Einnig kom fram í ræðu ráð- aukning þjóðartekna verið 7,2% árið 1963, 8,4% árið 1964 og milli 8-9% samkvæmt bráða birgðaáætlunum árið 1965. Sagði ráðherra það nær einsdæmd með al þjóða ,að mikil og samfelld aukning væri á sambærilegu skeiði hagþróunar. Öll þjóðin hefði átt sinn stóra þátt í þess- yietnam: Sprengjuárás á fjallaskarð Saigon, 27. apríl — AP—NTB. A MIÐVIKUDAG gerðu banda lískar flugvélar harðar árásir á fjallaskarð í S-Vietnam. Að því er bandaríska herstjórnin i Saigon í Saigon segir, var sþarð þetta ein helzta fiutningaleið VietCong. Við árás þessa voru notaðar flugvéiar af gerðinni B-52, og er það í annað skiptið frá því að lofthernaður hófst í febrúar í fyrra, að vélar af þess- ari. gerð eru notaðar. í árásar- ferðum til N-Vietnam undan- farna daga, hafa bandarisku vél- arnar átt í höggi við sovézkar vélar af gerðunum MIG-17 og MIG-21, en ekki er vitað hvort vélar þessar eru í eigu hersins ■ N-Vietnam eða Kínverja. Ekki er heldur vitað hvaðan flug- mennirnir á þessum vélum eru. Bandarískar sprengjuþotur af gerðinni B-52, gerðu harða árás á Mu Gia fjallaskarðið í S-Viet- nam á miðvikudag og eyðilögðu eina helztu flutningaleið Viet- Cong. Einnig gerðu bandariskar flugvélar árásir á nokkur hundr- uð skipa og báta úti fyrir strönd Vietnam. Um 70 bátum var sökkt og um 60 laskaðir. Und- enfarna daga hafa bandarískar Uugvélar lent í átökum við MIG þotur, sem smíðaðar eru í Sovét- ríkjunum. Á miðvikudag skaut bandarískur flugmaður niður þotu af gerðinni MIG-21. Vél þessi er talin fullkomnasta orustu þota, sem Sovétmenn hafa smíðað. Herráðsmönnum í Saigon er það hulin ráðgáta hvaðan vélar þessar eru, og telja þeir ekki útilokað, að þær séu kín- verskar og þeim stjórnað af kín- verjum. Um þúsund manns voru við- staddir and-kommúnistiskan mót mælafund í Da Nang á miðviku- dag. Talsmaður þeirra er fund- inn héldu, sögðu tilganginn með honum vera þann, að vara fólk við kommúnistiskum áróðri og Framhald á bls. 31 herra að hinn hagstæði við- skiptajöfnuður, sem náðist á ár- inu 1961 hefði haldizt lítið breyttur, þrátt fyrir sérstaklega mikinn innflutning skipa og flugvéla er hefði á árinu 1964 numið 938 millj. kr. Sagði ráðherra að á flestum sviðum öðrum en raforkumál- um hefði framkvæmdir ársins 1965 fariö fram úr áætlun, og á heild um 20%. Það, að raf- orkuframkvæmdir hefðu ekki náð áætlun stafaði fyrst og fremst af því að Búrfellsvirkjun væri um það bil ári á eítir á- ætlun. I»á kom fram í ræðu ráðherra að áætlað væri að opinberar framkvæmdir á árinu 1966 mundu nema 1.958 millj kr. og væri þar meðtalin framkvæmd- ir við Búrfellsvirkjun eða 158 millj. kr. Hliðstæðar tölur við MAGNUS JÓNSSON siðasta ár væru því um 1800 millj. kr., en þá hefði fjárhæðin numið 1.665 millj. kr. Myndi því verða um 8% magnaukn- ingu opinberra framkvæda að ræða og þá jafnframt mestu opinberar framkvæmdir, sem átt hefðu sér stað hér á landi bæði að magni til og í hlutfalli við þjóðartekjur. Framhald á bls. 8 Horfur vænkast í Ródesíu —Öformlegar viðræður fulltrúa brezku stjórnarinnar og stjórnar lans Smiths Eondon, 27. apríl, AP, NTB. HAROL.D Wilson, forsætisráð- herra Breta, skýrði frá því í Neðri málstofunni í dag, að Bret land hefði fallizt á að fram færu óformlegar viðræður við full- trúa stjórnar Ians Smiths í Ródesíu. Engir ráðherrar taka þó þátt í viðræðum þessum fyrst um sinn a.m.k. en þær munu að öllum likindum standa í London. Yfirlýsing Wilsons í Neðri málstofunni í dag markar tima- mót í Ródesíumálinu, sem á um þessar mundir fimm mánaða af- mæli, því það var í nóvemiber í fyrra sem Ródesía lýsti einhliða yfir sjálfstæði landsins í trássi við brezku stjórnina. Wilson lagði á það áherzlu, að hér væri um algerlega óform- legar viðræður að ræða, og væri þeim ætlað að fá úr því skorið hvort grundvöllur væri fyrir frekari viðræðum fulltrúa land- anna er leitt gætu til lausnar Ródesíumáisins. Hann kvað við- ræðurnar á engan hátt bindandi fyrir málsaðila, og t.d. myndi ekki slakað á refsiaðgerðum gegn stjórn Ians Smiths meðan þær færu fram. Wilson sagði að einn helzti ráðgjafi hans um utanríkismál, Oliver Wright, og yfirmaður sendifulltrúaskrifstoíu Breta í Salisibury, John Hennings hefði rætt við Ian Smith í fyrri viku, er Wright var á leið til S-Afríku og kom við í Salisbury að ræða við Sir Humphrey Gi'tabs, land- stjóra Breta í Ródesiu, sem enn situr þar sem fastast. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar brezku, Edward Heath, lýsti ánægju sinni yfir þessari tilkynn ingu Wilsons og óskaði stjórn- inni góðs gengis í viðleitni henn ar til að finna iausn þessa Framhald af bls. 31 Fundur með íbúum Luugarnes- og Laugarúshverfis í kvöld í Laugarásbíói kl. 8.30 FIMMTI fundurinn, sem Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, efnir til með íbúum Reykjavíkur verður í Laugarásbíói í kvöld kl. 8,30 og er hann fyrir íbúa Laugarness- og Laugarás- hverfis. Á fundinum mun borg- arstjóri flytja ræðu og svara fyrirspurnum fund- armanna, skriflegum eða munnlegum, um málefni borgarinnar almennt og þessara hverfa sérstak- lega. Á fundinum í kvöld mun Styrmir Gunnarsson, lögfræðingur, flytja ávarp. — Fundarstjóri verður Sveinn Björnsson, verk- fræðingur, en fundarritar- ar Sigurlaug Bjarnadóttir, kennari og Haraldur Sum- arliðason, trésmiður. Borg- arstjóri hefur nú þegar haldið fjóra fundi af þeim sex, sem hann hefur boðað til um borgarmál. Á þessa fjóra fundi hafa samtals um 2300 Reykvíkingar komið. Er ekki að efa að fundur borgarstjóra í Laug arásbíói verður vel sóttur og eru íbúðar Laugarnes- og Laugaráshverfis hvattir til að fjölmenna og beina fyrirspurnum til borgar- stjóra um þau málefni Reykjavíkur eða hverfisins er þá fýsir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.