Morgunblaðið - 28.04.1966, Síða 5
Fimmtudágur 28. aþril 1966
ÚR
ÖLLUM
ÁTTUM
morgunblaðid
Karlakórinn Vísir. — Ljósm. MbL: Stgr. Kr.
Söngur um síld
á Jótlandsheiðum
SÍÉ litið í sjónauka sögunnar
— aftur í aldir — má líta 'þá
neyð og niðurlægingu ís-
lenzkrar þjóðar, að um það
var rætt í fullri alvöru, að
flytja hana á Jótlandsheiðar
til framtíðarbúsetu. Þessi
sögulega staðreynd er að vísu
fjarri í tíma og andstaða Hð-
andi stundar, en þó hollur
samanburður, sem svartkrítar
menn dagsins í dag gætu sótt
í þarfan lærdóm.
Úr litlu norðlenzku byggð-
arlagi, Siglufirði, er nú fyrir-
huguð 80 manna söng- og
skemmtiför á þessar sömu
Jótlandsheiðar, sem fyrrum
var fyrirhugaður kirkjugarð-
ur íslenzks þjóðernis.
Af þessu tilefni leitaði tíð-
indamaður Mbl. frétta hjá
formanni karlakórsins Vísis,
Sigurjóni Sæmundssyni, bæj-
arstjóra, og er það, sem hér
fer á eftir, byggt á upplýs-
ingum hans.
Karlakórinn Vísir var stofn-
aður árið 1924 og hefur í
rúma f jóra áratugi verið leið-
andi afl í söngmennt Sigl-
firðinga. Hann hefur allan
þennan tima sett svip sinn á
Siglufjörð og hefur mörg hin
síðari ár rekið tónlistarskóla,
sem lotið hefur stjórn hinna
færustu manna, nú siðustu
árin Gerhard Smidt, sem er
mjög vel menntaður og hæf-
ur tónlistarmaður. Kórinn
hefur æft reglubundið og af
miklu kappi í allan vetur,
með þessa utanför að marki,
og notið leiðsagnar söngstjóra
síns, sem jafnframt er skóla-
stjóri Tónlistarskólans, og
einnig Sigurðar Franzsonar,
söngkennara, Reykjavík.
Alls taka um 40 kórfélagar
þátt í greindri söngferð, auk
blandaðs kvartetts, undirleik-
ara og um 30 eiginkonum kór-
félaga.
Fyrirhugað er að fara til
Akureyrar, miðvikudaginn 27.
þ. m. og verður þann dag
konsert á vegum kórsins í
Sjálfstæðishúsinu á Akureyri.
Daginn eftir verður flogið
frá Akureyri til flugvallar í
nágrenni Herning á Jótlandi,
vinabæjar Siglufjarðar í Dan-
mörku. Auk Herning syngur
karlakórinn Vísir í þremur
öðrum borgum á Jótlandi og
auk þess 1 Kaupmannahöfn og
í danska útvarpið.
Á söngskrá kórsins eru milli
20—30 lög, innlend og er-
lend, allt frá gömlum islenzk-
um til nýtízku tónlistar.
Einsöngvarar kórsins verða:
Guðmundur Þorláksson, Sig-
urjón Sæmundsson og þórður
Kristinsson.
Kvartettinn, sem syngur
með kórnum skipa: frú Guðný
Hilmarsdóttir, frú Magðalena
Jóhannesdóttir Schiöth, Guð-
mundur Þorlákss. og Marteinn
Jóhannesson.
Söngstjóri kórsins leikur
einleik á trompett. Hann hef-
ur og útsett mörg þeirra laga
er kórinn syngur.
Fyrirhugað er að fljúga
heim frá Kaupmannahöfn 8.
maí nk.
Það er mikið starf, sem
liggur að 'baki þessarar söng-
ferðar, og förin lýsir djörfu
framtaki og menningarvið-
leitni í litlum kaupstað.
Og vel mætti hljóma ís-
lenzkur lofsöagur á Jótlands-
heiðum, sem nú fá heimsókn
þeirrar þjóðar, sem þangað
var ætlað annað erindi, við
aðrar aðstæður, en hún býr
við í dag.
Meðal fyrirlesara á námskeið-
inu verða Peter Moro arkitekt
frá London, Francis Bull, pró-
fessor í Osló, Lars Runsten, leik
stjóri frá Kaupmannahöfn, Disl-
ey Jones, leikmyndateiknari frá
London og Josef Svoboda, leik-
stjóri g leikmyndateiknari frá
Prag. Þá verða leikstjórnaræf-
ingar og heimsóknir í leikhús.
Námskeiðið er ætlað yngri leik
stjórum og leikmyndateiknur-
urum. Tveir leikstjórar dg tveir
leikmyndateiknarar geta komizt
að frá íslandi.
^mm^memmmmmm—m
Námskeið fyrir
leikstjóra og
leikmynda-
teiknara
NÁMSKEIÐ fyrir leikstjóra
©g leikmyndateiknara verðui
haldið í Osló dagana 31. maí til
9. júní n.k.
imi i'iw■—b wi iiimiiiiiiiiiiiiinn
Dndra-pannan TEFLOIM
frá SKULTUIMA
★ Hreinsast á svipstundu.
★ Þarf minni hita.
Notar minni feiti.
’Á’ Skilar hollari mat.
Fœst í búsáhalda-verzlunum
Umsóknir sendist Guðlaugi
Rósinkranz, Þjóðleikhússtjóra,
fyrir 2. maí n.k.
Námskeiðið er ókeypis, en
þátttakendur greiði ferðir og
uppihald.
34 prs. sölu
aukning á áf engi
HEILDARSALA áfengis frá ára
mótum til marzloka 1966 nam
alls 95.046.975 krónum, en nam
alls 70.544.674 krónum á sama
Barnoleikiæki
★
íþróttatæki
Vélaverkstæði
Bernharðs Hannessonar
Suðurlandsbraut 12.
Sími 35810.
FjOlvirkar skurðgröfur
J
I ÁVALT TIL REIÐU.
N SÍITll: 40450
Jóhann Ragnarsson
héraðsdómslögmaður.
Vonarstræti 4. — Símj 19085
tímabili 1965. Hefur söluaukn-
ingin þrjá fyrstu mánuði ársins
þvi numið 34% miðað við sama
tímabil 1965, en þess ber þó að
gæta, að veruleg verðhækkun
hefur orðið á áfengi.
Selt var í og frá Reykjavík
(samsvarandi tölur 1965 innan
sviga) fyrir kr. 80.385.316.00,
(59.680.023.00), Akureyri kr.
8.011.515.00 (6.290.526)), á ísa-
firði kr 2.786.795.00 (1.790.816.00)
á Siglufirði kr. 1.585.970.00
(1.191.020.00) og á Seyðisfirði
kr. 2.277.380 (1.592.291)
Ekki tvíhliða
samningur
Washington 26. apríl. — NTB.
BANDARÍKIN munu ekki taka
upp tvíhliða samninga við
Frakkland um brottfhitning
bandarísks herliðs og herstöðva
frá franskri grund, fyrr en máUð
hefur verið rætt við hin 18 að-
ildarríki Atlantshafsbandalags-
ins, að því er tilkyrmt var í
Washingfcon í gærkvöldi.
L0RAN
ENAC LORAN hefur 80—90% af markað-
inum í U. S. A.
ENAC LORAN er mest seldur á íslandi.
ENAC LORAN er til afgreiðslu nú þegar.
útvarpsvirkinn
BALDUR BJARNASON.
Sími 23173. — Hringbraut 121.
Húsnæði óskast
undir hárgreiðslustofu, sem næst miðbænum,
strax. — Tilboð óskast send afgr. Mbl. fyrir 1. maí
nk., merkt: „9160“.