Morgunblaðið - 28.04.1966, Síða 25

Morgunblaðið - 28.04.1966, Síða 25
__^rttuaalOT 23. apríl 1966 MORGUNBLAÐIÐ Elly Salómonsson Haraldur Guðmundsson magnaravörður • Minning ^ ENGINN ræður sínum nætur- i stað. Þessi orð komu mér í hug, i þegar ég heyrði lát vinkonu minn ; ar, Elly Salómonsson, sem lézt á I sjúkrahúsi 23. þ.m. eftir tiltölu lega stutta legu. I Leiðir okkar lágu fyrst saman iyrir um 27 árum. Ekki gat nein- um, sem átti þess kost að kynn- | ast henni, dulizt að þar fór á | margan hátt óvenju heilsteyptur I og sérstæður persónuleiki, sem vakti bjargfast traust og virð- ingu þeirra, sem til þekktu. Það er stundum sagt nú til dags, að fólk viti ekki hvað það vill. í þeim flokki var Elly ekki, hún vissi alltaf hvað hún vildi og framkvæmdi verkefnin með festu og sínum alkunna dugnaði, trúmennsku og réttsýni. Mannkostir og viljafesta komu ekki sízt í ljós, þegar á það er litið, að jafnframt því að byggja upp traust og fallegt heimili með eftirlifandi manni sínum, Har- aldi Salomonssyni, pípulagninga- meistara, þar sem börnum þeirra var skapað öruggt skjól og ör- yggi, gegn hretviðrum lífsins, rak Elly um áraraðir allerilsamt atvinnufyrirtæki, „Gufupressuna Stjarnan". Þar komu lyndis- einkunnir hennar ekki sízt í ljós. Fyrirtækinu stjórnaði hún með sínum alkunna dugnaði og fram- sýni. Ekki á þann hátt að koma og gefa fyrirskipanir, heldur með því að leggja sjálf gjörva hönd á verkefnin, og með því vinna tvennt í senn, kynnast starfsfólki sínu og vera ávallt til staðar til að leysa aðsteðjandi vanda. Það var venja við fyrir- tæki hennar, að frá því mátti aldrei láta fara nema aðeins það sem var fullkomlega það bezta, sem völ var á hverju sinni. Hinn almenni borgari gerir sér ekki alltaf Ijóst hversu umfangs- og ! viðamikið starf sumum er gefið að leysa af hendi. Hvort starfið tfyrir sig, sem hér hefur verið nefnt, virðist vera æði nóg hverj um meðalmanni. Elly tókst, svo vart verður á betra kosið, að leysa bæði þessi erilssömu störf af hendi, án þess að sjáanlegt væri að annað liði fyrir hitt. ! Elly Salomonsson var stórbrot- lnn persónuleiki, sem skildi eftir skír og óafmáanleg spor, hvar sem leiðir lágu, spor sem mást ekki svo auðveldlega út. Mér, sem þetta rita, verður ávallt minnisstæðir þeir eiginleikar Elly, sem einkenndu hana öðru tfremur og hófu hana meðal- mennskunni ofar, samfara glæsi- mennsku að vallarsýn, sem alls- staðar sópaði af. Átti hún í hjarta eínu það gullkorn, sem seint verður metið til fjár. Hún hélt ótrauð skoðunum sínum fram, og lét lítt af, ef hcnni fannst réttu máli hallað, og var þá sama hver í hlut átti. Það fer ekki hjá því, þegar sterkur meiður er höggvinn burt og autt rúm er eftir skilið, að þá grípur um sig einskonar tóm- leiki. Þó þar vegi nokkuð á móti, þegar kvödd er hinztu kveðju kona sem svo sannarlega Ihafði hjartað á réttum stað. Þó er hér þyngstur tregi kveð- inn að eiginmanni og börnum, sem svo lengi hafa deilt kjörum með henni í blíðu og stríðu. Mér finnst ég heyra vinkonu mína hvísla úti í nóttina þessar ljóðlínur: „Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæsku geym ó, Guð minn allsvaldandi“. Ég færi aðstandendum öllum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Vertu sæl, Elly, hjartans þökk fyrir allt. Helga Hannesdóttir. F. 23. febr. 1905. D. 23. apr. 1966 Frú Elly Salómonsson lézt 23. þ.m. á Landakotsspítala eftir stutta legu. Hún verður jarðsett frá Fríkirkjunni kl. 13.30 í dag. Frá Elly var fædd Larsen. Foreldrar hennar voru Marie Katrine og Christian Larsen skógarvörður við Hvalsö á Sjá- landi. Faðir hennar dó, þegar hún var eins árs. Fluttist þá móðir hennar til Fjenneslev á Sjálandi, og þar ólst Elly upp. Hún fékk gott uppeldi og mennt xm, gekk á húsmæðraskóla og og lærði tónlist. Árið 1925 giftist hún Þórami Magnússyni, og fluttust þau til íslands. 1932 stofnuðu þau fyrir tækið Gufupressan Stjarnan. Þau eignuðust einn son, Benny, sem vinnur nú við fyrirtæki foreldra sinna. Eftir nokkurra ára sambúð lézt Þórarinn. Frú Elly hélt áfram að stjórna fyrirtækinu af miklum dugnaði, því í þeirri iðn hafði hún sérnám og reynslu. Árið 1941 giftist frá Elly Har- aldi Salómonssyni pípulagninga- meistara. Þau eignuðust tvær dætur, Elly, sem er gift og býr í Lúxemborg, og Auði, sem er í foreldrahúsum. Frú Elly var lesin og vel að sér í klassískum bókmenntum, og las mikið í frístundum sínum. Hún var einnig vel að sér í tónlist og lék á píanó. Frú Elly var afburða vinnusöm og helg- aði heimili sínu og fyrirtæki allar stundir og starfskrafta. Hún hafði sjálfstæða og ákveðna skapgerð og gekk djörf til sinna verka, og tókst vel allt, sem hún lagði hönd á. Þótt frú Elly félli þetta ung og óvænt frá, hafði hún skilað miklu ævistarfi, án þess að láta berast á. Frú Elly var mikilhæf kona, fríð og sköruleg. Hún var vel gefin, framsýn og dugleg. Hún ávann sér traust allra, sem kynntust henni. Það eru marg- ir, sem sakna hennar við hið óvænta fráfall. Við tengdafólk hennar vott- um eiginmanni og börnum og öðru vandafólki okkar hjart- lægu samúð. Lárus Salómonsson. MANN setur hljóðann við and- látsfregn góðs vinar. Það er eins og dauðinn komi okkur alltaf að óvörum, þó það sé það eina, sem við vitum, með vissu, að eitt sinn sækir hann okkur alla heim og hvernig sem á stendur, þá veldur návist hans jafnan með okkur þeim geðhrifum, sem ekk- ert jafnast við. Það skarð, sem nú er höggvið í starfsmannahóp Ríkisútvarps- ins verður seint fyllt. Haraldur bjó yfir þeim mannkostum að vandfundinn verður hans jafn- ingi. Alhliða hæfileika, skyldu- rækni, þolgæði og lífsþrótt, ásamt ljúfu geði, átti hann í svo ríkum mæli, að til undantekn- inga má teljast. Engan lét hann synjandi frá sér fara, sem leitaði aðstoðar hans. Að eðlisfari var hann hlédrægur, en gæfist stund til rökræðna við hann, fóru flest ir ríkari af fundi hans, og glaður var hann í góðum vinahóp. Haraldur var fæddur þ. 11. febr. 1913 að Litlu-Sandvík í Flóa. Foreldrar hans voru þau heiðurshjón Guðmundur Þor- varðsson frá sama stað og bóndi þar og kona hans Sigríður Lýðs- | dóttir frá Hlíð í Gnjúpverja- hreppi. Að honum stóðu því sterkir stofnar. Hann var yngstur fimm systkina og mér er nær að halda að uppeldisáhrifin frá bernsku- heimili hans hafi orðið honum drýgsta veganestið, þegar út í lífið kom. Þann 5. apríl 1952 giftist Har- aldur Guðrúnu Bjarnadóttur, hjúkrunarkonu, úr Borgarfirði eystra. En hún lézt í ágústmán- uði s.l. Þau eignuðust eina dóttur sem Sigríður heitir og var hún fermd daginn áður en faðir henn ar lézt. — Órannsakanlegir eru vegir Drottins — en því megum við ekki gleyma að hann „hugg- ar þá sem hryggðin slær“. Að eignast góða samstarfs- menn er meira virði, en lagt verði á metaskálar og það er mér vel kunnugt um að allt sam- starfsfólkið minnist Haraldar með virðingu og þakklæti. Trú mín er sú, að hann Halli sé þegar byrjaður að ryðja braut ina fyrir okkur hin, til æðri og bjartari heima. Slíkur var hann. Dóttur hans og öllum nánustu ættingjum votta ég dýpstu sanv- úð. Sigrún Gísladóttir. JAMES BOND James Ðonð BY IAN FUMIKB ÐRAWIN6 BY JOHH MtHKKY -X—• Eftir IAN FLEMING Meðan Tatiana var undirbúin undir för sína til að draga Bond á tálar, æfði morðinginn Grant sig í skotfimi, og skák- JÚMBÓ —x hetjan Krosteen gaf upplýsingar um önn- ur mál varðandi Bond. Bond er ennþá í Lundúnum og starfar venjubundið. Hann fellur auðveldlega ] gildruna. Ég hef valið Istanbúi sem svið fyrir samsærið. Teiknari: J. M O R A Nei, skollinn hafi það, hugsaði Spori með sjálfum sér. Það getur ekki átt sér stað, að þeir hafi nokkuð hreyft við pen- ingaskápnum. Ég fylgdist það vel með þeint, að það er útilokað. Hann gekk samt að klefanum þar sem KVIKSJA peningaskápurinn var geymdur. Þar var allt í niðamyrkri, og hann gat ómögu- lega fundið slökkvarann fyrir ljósinu. Tja, einhvern veginn finnst mér að það sé eitthvað bogið við þetta allt saman, hugsaði hann með sér. Þó getur það nú varla verið að þeim hafi tekizt að opna peningaskápinn, því að Álfur lýsti því yfir, að þessi tegund peningaskápa væru sú eina sem hann gæti ekki opnað. Hann þreifaði sig áfram að peninga- skápnum, en gekk fremur erfiðlega að finna hann. Svo skyndilega „.... -K—~ Fróðleiksmolar til gagns og gamans „VILLTAR“ HÁRGREIÐSLUKONUR Þótt konur nú á dögum fari varlegar í sakirnar þegar um hárgreiðslu er að ræða, en kyn systur þeirra fyrr á öldum, eru þó enn nokkrar, sem „skreyta“ sig með kostuglegri hárgreiðslu sem kostar tíma, fyrirhöfn og mikla peninga. Og þegar um hárgreiðslu er að ræða gefa konur hjá frumstæðum þjóð- flokkum kynsystrum sínum með menningarþjóðum lítið eft ir. Tæplega þekkist flóknari eða listilegri hárgreiðsla en sú, sem konurnar af ættbálknum Muinga, M’Humbe og Max- imba í Angola í Afríku bera. Með ættbálkum þessum eru sérstakar hárgreiðslukonur, sem nota beinhnífa, gamla kamba — og leðju. Þegar hún stífnar, „situr“ hárið. Síðan et hárið skreytt með fögrum perl- um og öðru þvílíku, sem kon- an hefur að heiman með sér, allt eftir efnum og ástæðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.