Morgunblaðið - 20.05.1966, Blaðsíða 11
Föstudagur 20. maf 1066
MORGU NBLADIÐ
í
;
Skaufasvell í
Laugardal
inu verði í námunda við skóla
hverfisins. Gert er ráð fyrir því
að skólinn byggi íþróttahúsið og
sé það svo stórt, að íþróttafélög-
in geti haft not af því á kvöldin.
Iþróttahiis á stærð við Béttar-
iholtsskólahúsið kostar nú 12—15
millj. kr. Að hafa tvö slík hús
í sama hverfinu getur ekki verið
hagstætt, þegar sameina má þarf
ir beggja aðila í einu húsi.
Iþróttafélagið og skólinn byggja
6vo vellina í sameiningu. Skól-
arnir fá afnot þeirra yfir skóla-
timann en íþróttafélagið full af-
not þeirra sumarlangt.
Sem dæmi um byggingarmát-
ann fyrr og nú, má geta þess að
í Gagnfræðaskóla Austurbæjar
eru byggðir tveir fimleikasalir.
Hvorugur er af þeirri stærð, að
íþróttafélag geti haft yeruleg not
af. í nýja Réttarholtsskólanum
þarf líka tvo sali. En nú er
byggður einn salur sem skipt er
tneð skilvegg sem draga má frá.
I>egar svo hefur verið gert,
mynda salirnir tveir húsrými,
eem fullnægir þörfum íþrótta-
félaganna. I>essi samvinna um
íþróttasal Réttarholtsskóla hefur
gengið mjög vel.
Nýir salir.
Undirbúningur að byggingu
fþróttasaiar við Vogaskóla er nú
á lokastigi og næsta ár verður
byrjað á nýjum sal við Álfta-
mýrarskóla. Þar verður líkt fyrir
komulag og í Réttarholtsskólan-
um og munu íþróttafélögin £á af-
not salanna eftir skólatíma.
Sú stefna hefur verið ríkjandi
frá 1946—48 að mynda íþrótta-
miðstöð í hverju hverfi og á síð-
ustu ánun að koma á áður-
nefndri samvinnu milli félaga og
ekóla. Víkingur er staðsettur í
Réttarholtshverfinu, Fram verð-
ur staðsettur í Álftamýrarhverf-
inu og Þróttur er staðsettur í
Vogahverfi. Þar munu þessi fé-
lög byggja íþróttavelli sína í
eamvinnu við skólana, og nota
íþróttahús skólanna til æfinga á
vetuma. En á meðan öRum fé-
lögum er ekki sköpuð samskonar
eðstaða, er öðrum íþróttafélögum
einnig úthlutaður tími í þessum
íþróttahúsum. En stefnan er að
í framtíðinni verði eitt félag í
hverju hverfi, og það er von
okkar að þetta sé upphaf að frek
ari samvinnu íþróttafélaga og
skóla sem vinna sama uppeldis-
starf.
★ Stuðningur við
íþróttafélögin.
Af þessu má sjá að mikilsverð
Ur þáttur í starfi íþróttaráðs e
að vera á verði um að í skipu
lagi borgarinnar sé vel séð ’fyri
eðstöðu tj'l íþróttaiðkana. Sam
vinna iþróttafélaga og skóla en
ekki nýmæli hér á landi. Þetti
er ríkjandi stefna á öllum Norð
urlöndum. Þar, eins og hér, e
komið á daginn að íþróttafélögii
ráða ekki við að reka þessi dýn
mannvirki án aðstoðar bæjar
fé
Iþróttaráð Reykjavíkur hef-
ur ákveðið að næsta vetur
verði komið upp skautasvelli
í Laugardalnum. Er einnig í
athugim að koma upp aðstöðu
til skautaiðkana á Mikiatúni
og einnig eru ráðagerðir um
skautasvell í suð-austur hverf
unum, e.t.v. á velli Víkings.
Þessar upplýsingar gaf Stef
án Kristjánsson íþróttafulltrúi
Reykjavíkur Mhl. Hann sagði
að ný tæki ííþróttavailanna
hefðu á sl. vetri gert það
mögulegt að halda skauta-
svellinu á Tjöminni svo góðu
sem raun varð á. Sérstakur
snjóplógur hefði verið fenginn
til snjóhreinsunar, þar sem
útilokað hefði verið að koma
ýtum við til sama gagns.
Skautasvellið á Tjörainni, svo
og það sem stundum hefði
verið komið upp á Melavell-
inum nytu gífurlegra vin-
sælda og því væri ákveðið að
skautasvell yrði næsta vetur
í Laugardal og e.t.v. víðar.
Eins og sjá má af fraraan-
greindu er framlag borgaryfir-
valdanna varðandi íþróttamál og
til styrktar íþróttafélögunum
ekki skorið við nögl. Unnið er
skipulega að uppbyggingarstarf-
inu á þessu sviði. samkvæmt á-
ætlunum gerðum nokkur ár fram
í tímann.
Með sýninga- og íþróttahöll-
inni varð stökkbreyting á að-
stöðu handknattleiks- og körfu-
knattleiksmanna.
Þegar nýju laugamar verða
opnaðar í sumar verður sambæri
leg breyting til batnaðar að þvi
er sundíþróttina snertir.
En þótt hiklaust megi segja,
að íþróttaaðstaðan batni ár frá
ári verða alltaf mörg verkefni
framundan. Eitt brýnasta verk-
efni næstu ára er að hraða bygg
ingu nýrra félagssvæða, sagði
Stefán að lokum.
— A.St.
Sundlaugin nýja senn fullgerð í Laugardal.
★ Rekstur íþróttasvæða.
Annar aðalþáttur starfs íþrótta
ráðsins er rekstur allra hinna
mörgu íþróttamannvirkja og í
þeim efnum er um mikilsverðan
styrk borgaryfirvaldanna til
íþróttafélaganna og íþróttastarf-
seminnar að ræða. Borgin rekur
tvo íþróttavelli, Laugardalsleik-
vanginn, sem keppnisvöll og Mela
völlinn með Háskólavellinum
sem einskonar útibú, sem æfinga
og keppnisvöll. Melavellinum er
haldið opnum fyrir al'la sem æfa
vilja svo lengi sem hægt er ár
hvert. En auk þess vinna vallar-
starfsmenn samkvæmt ákvörðun
íþróttaráðs á svæðum íþróttafé-
í góðu standi, net og annað.
Knattspyrnukappleikirnir í
Reykjavík 1965 urðu 396 talsins,
þar af 320 á íþróttasvæðum fé-
laganna. Það er því mikið starf
að undirbúa og merkja þessa
vel'li en það gera starfsmenn
íþróttavaila Reykjavíkurborgar.
Á Melavellinum komu á sJ. ári
24.974 áhorfendur en á Laugar-
dalsvöllinn 77.845. Engar tölur
eru um áhorfendafjölda á félags-
svæðunum því þar er ekki seld-
ur aðgangur.
Vinnuskóli borgarinnar leggur
í té vinnuflokka til að hirða velli
á svæðum félaganna. Unnu 4
flokkar að því í fyrrasumar, á-
samt verkstjórum. Er þetta mikil
vægur st^ðningur við íþróttafé-
lögin, sem flest búa við þröng-
an fjárhag.
★ Starfið fyrir hina yngstu.
— Hvað er gert fyrir hina
yngstu og ófélagsbundnu?
— íþróttaráðið hefur staðið að
leiknámskeiðum fyrir börn og
imglinga í samvinnu við fleiri
aðila, og hefur aðsókn verið
mikil og vaxandi. Þá er og efnt
til sundnámskeiða á vorin og
tóku þátt í þeim á annað þúsund
böm á s.l. áiri.
í vetur var og gerð tilraun, í
samvinnu við æskulýðsráð, um
að opna skólasali á sunnudögum
og auglýst námskeið í leikjum
og íþróttum fyrir ófélagsbundna.
Aðsókn varð nóg í eitt námskeið.
Það gafst vel og verður senni-
lega framhald á þessu, að ó-
gleymdum skautasvellum, sem
vikið er að annars staðar.
laganna. Hefur borgarstjórnin
samþykkt reglugerð um að
íþróttaráð láti í té eftirfarandi
aðstoð og vinnu á félagssvæðun-
um, félögunum að kostnaðar-
lausu:
að slá og hirða alla velli (er
þetta gert vikulega allt
sumarið).
að bera á vellina, sjá fyrir á-
burði og raimsaka áburðar-
þörf,
að slóðadraga hlaupabrautir
og malarvelli eftir þörfum.
að merkja vellina fyrir kapp-
leiki og mót. En þau skipta
hundruðum.
að sjá um mörk og að þau séu
Nauthólsvík hituð upp
með vatni frá hitaveitu
Á áætlun um byggingu
íþróttamannvirkja í Reykja-
vík næstu 4 árin er gert ráð
fyrir að verja 4 mi'llj. kr. til
bættrar aðstöðu í Nauthólsvík
og róðrarskýla. Samkvæmt
aðalskipulagi Reykjavíkur er
gert ráð fyrir að Öskjuhlíðin
öll og niður að sjó Fossvogs-
megin verði frátekin til úti-
vistarsvæða. Meðfram strand-
lengjunni í Fossvogi verður
baðstaðurinn í Nauthólsvík og
innar af honum aðstaða fyrir
róður og siglingar.
Hugmyndin er, sagði Stefán
Kristjánsson íþróttafulltrúi
Rvíkur, að byggja garð og
loka baðstaðnum í Nauthóls-
vík. Með því móti opnast
möguleiki til að nota afgangs-
vatn frá hitaveitunni til upp-
hitunar innan garðsins. Er
hugmyndin að í framtíðinni
verði á þessum stað hægt að
koma upp baðströnd sem
jafnist á við baðstrandir á
suðlægari breiddargráðum.
Ströndin innar af baðstaðn-
um er æbluð til aðstöðu fyrir
róðrar- og siglingarfélög. Of-
ar, í öskjuhlíðina hefur verið
plantað trjáplöntum og þetta
stóra útivistarsvæði, sem ráð-
gert er skv. skipulaginu, ætti
að geta orðið paradís Reykja-
víkinga.
1 iþrótta- og sýningarhöllinni i Laugarðal.