Morgunblaðið - 20.05.1966, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐID
Föstudagur 20. maí 1966
ZO
Enn er barizt í Da Nang
Viet Cong hvetur til uppreisnar alls
stjórnarhersins í S-Vietnam, og heitir
liðsinni
Da Nang, S-Víetnam,
19. maí — AP
BARDAGAR hófust á nýjan
leik í Da Nang síðdegis í dag,
er lið stjórnarhermanna lét
til skarar skríða gegn liði því,
sem gert hefur uppreisn gegn
stjórn landsins.
Fyrir hádegi var einnig
barizt, en hlé hafði orðið á á-
tökum um hádegisbil.
Stjórnarhermennirnir, sem réð
ust sfðdegis gegn uppreisnar-
mönnum, voru sendir flugleiðis
til Da Nang. Réðust þeir með
skriðdrekum gegn musteri einu
í borginni, þar sem uppreisnar-
menn höfðu aðalstöðvar sínar.
Tókst stjórnarliðinu að komast
(VÖRUClRVAL.)
-----v------
Færdig=
Bllebrsd
MED 0L 0G SUKKER
9 portioner ■ 400 gr.
rffii
AK i 'L.'iií.' bSKAPtT
ORUUN'S BAGÉRMESTER 8800
eiosrRue
DÖNSK BRAUÐStlPA
_______A_______
'CfRVALSVÖRUR
VÓ. JOHNSON & KAABER HF.
^-----
t,
Eiginmaður minn
GUÐMUNDUR AUÐUNSSON
kaupmaður, Klapparstíg 11,
lézt að heimili sínu 18. þessa mánaðar.
Jóhanna Þorsteinsdóttir.
Hjartans þakkir færum við öllum, nær og fjær, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför
KJARTANS B. KJARTANSSONAR
læknis, Hvassaleiti 37.
Sigríður Þórarinsdóttir, Þórarinn B. Kjartansson,
Þorbjörg K. Kjartansdóttir, Kjartan J. Kjartansson,
Jóna B. Ingvarsdóttir, Kjartan J. Jóhannsson,
Ingvar E. Kjartansson, Jóh. Árm. Kjartansson,
Þorbjörg K. Kjartansdóttir, Kristjana S. Kjartansd.
að musterinu, en bardagar stóðu
enn, er síðast fréttist.
Útvarp „Þjóðfrelsishreyfingar-
innar“, stöð Víet Cong, hefur
reynt að færa sér í nyt ástand
það, sem ríkt hefur 1 norður-
héruðum S-Víetnam undanfarna
daga. í dag var útvarpað tilkynn
ingu, þar sem þeim tilmælum er
beint til stjórnarhersins í S-Víet-
nam, að hann geri uppreisn gegn
yfirvöldum landsins, og taki
höndum saman við uppreisnar-
menn. Heitir „Þjóðfrelsishreyf-
ingin“ fullum stuðningi sínum
við alla, er snúast vilja gegn
yfirvöldum landsins.
Akranesi, 18. maí.
NIU bátar munu fara hér á
síldveiðar norðan- og austan-
lands í sumar. Þeir eru: Harald-
ur, Höfrungur III., Höfrungur
II., Skírnir, Ólafur Sigurðsson,
Sigurborg, Sigurfari, Anna og
Sólfari. A.m.k. fjórir bátar munu
stunda humarveiðar héðan í
sumar.
Afgreiðslustarf
Vantar vana afgreiðslustúlku í vefnaðar-
vöruverzlun frá kl. 11,30 — 14,30 daglega,
nema laugardaga. TP.boð sendist Mbl.
merkt: „Matartími — 9391“.
Síldin ákai-
lega stygg
AÐ því er Jakob Jakobs-
son, fiskifræðingur, tjáði
Morgunblaðinu í gær höfðu
nokkrir bátar kastað á síld
um 65 sjómílur austur af
Gerpi. Var síldin ákaflega
stygg og veiði því lítil. Þarna
eru nú 10-15 bátar og hafa
þeir orðið varir við nokk-
urt síldarmagn.
Þá sagði Jakob, að leitar-
skipið Hafþór og nokkrir
bátar hefðu leitað síldar
dýpra úti og fundið nokkrar
dreifðar torfur.
Þess ber að geta, að frétt-
irnar, sem Jakob hafði af
sem
síldarbátunum
degi í gær.
eru frá há-
Veitt heimilisaðstoð í 20
þúsund daga sl. 10 ár
Stutt rabb við Helgu M. IMiels-
dóttur um Heimilishjálpina
HEIMILISHJÁLPIN hefur nú
bráðum starfað í nær tvo ára-
tugi, og eru þau ekki ófá heimil-
in hér í borginni, sem fengið
hafa stúlku frá Heimilishjálpinni
til aðstoðar við heimilisstörfin á
þessum árum í veikindatilfellum.
Forstöðukona þessarar hjálpar .er
frú Helga M. Nielsdóttir ijós-
móðir, og hitti Morgunblaðið
hana að máli nú fyrir skömmu
og rabbaði við hana um starf-
siemi Heimilishjálparinnar.
— Stofnun heimilishjálparinn-
ar, sagði Helga, átti rætur sinar
að rekja til Ljósmæðrafélags
Reykjavíkur, ef svo má að orði
kveða, því að við sáum fljótlega
í gegnum starf okkar, að það
var aðkallandi þörf fyrir slika
hjálp á heimilum sængurkvenna.
Og um 1943 kom fram sú hug-
mynd að stofnað verði Mæðra-
heimili hér í borginni, og var
það framkvæmt litiu síðar. Veitti
Sigríður Jónsdóttir frá Hrífunesi
því forstöðu þar til það var lagt
niður.
— Ég tók þá við, og rak heim-
ilishjálp um nokkurt skeið, en
T951 fór ég svo til Kaupmanna-
hafnar og Gautaborgar til þess
að kynna mér áþekkar stofnanir
þar. En þegar ég kom heim hafði
ég samt aðallega sem fyrirmynd
heimilishjálp, sem kona að nafni
Harriet Fett í Osló rak í
sjálfboðavinnu. Hafði hún náið
samband við sjúkrahúsin í borg-
inni, og fékk vitneskju um það,
þegar sjúklingur útskrifuðust,
sem þörfnuðust aðstoðar. Fékk
hún síðan ýmsar konur til iþess
að fara og aðstoða á þeim heim-
ilum, og allt var þetta unnið í
sjálfboðaliðsvinnu.
— Aldrei varð þó úr slíkri
sjálfboðaliðsvinnu hér, enda
sýndu yfirvöldin, og þá sérstak-
lega Gunnar Thoroddsen. sem
var þá borgarstjóri, þessari
starfsemi mikinn skilning. Voru
lög samþykkt á Alþingi 1952, að
riki og bær borðuðu kostnaðinn
við þessa heimilishjálp að mestu
leyti. Hafa borgarstjórar jafrtan
sýnt þessari stofnun mikinn
skilning og velvi'ld, og samstarfið
ætíð verið með ágætum við
borgaryfirvöldin.
— Aimars held ég að það megi
segja, að ég og stúlkurnar, sem
Helga M. Nielsdóttir.
starfa við þetta, séu með árris-
ulustu starfsmönnum Reykjavík-
urborgar, heldur Helga áfram
og brosir. Vinnudagurinn minn
byrjar kl. 7 og geta þær hús-
mæður, sem þurfa á hjálp að
halda, hringt til mín kl. 9 um
morguninn, en eftir það eru allar
stúlkumar farnar út ti.l vinnu.
Hjá mér starfa nú 15 stúlkur, og
vinna þær frá því kl. 9—2, eða
sex tíma á dag, og til kl. 5 þeg-
ar nauðsyn krefur. Það má segja
að með þessum fjöida starfs-
stúlkna geti ég sinnt öllum
ebiðnum sem berast enn um
sinn. Þá höfum við einnig þurft
að lána stundum stúlkur til
gamalmennahjálparinnar, til þess
að aðstoða aldrað fólk, en ég tel
mikinn grundvöll fyrir því að
aðstoð við aldrað fólk, í líkingu
við heimilishjálpina, verði komið
á fót hér í ríkari mæli en nú er.
Mætti vel hafa stofnun Harriet
Fett, sem ég drap á áðan, sem
fyrirmynd, þar sem konur, sem
t. d. ættu eingöngu uppkomin
börn, myndu bjóða þjónustu sína
í sjálfboðaliðsvinnu. Tel ég að
slíkt myndi hafa mjög þroskandi
áhrif á alla, sem við það störf-
uðu.
— Því miður þá eru stúlkurn-
ar, sem starfa við heimilishjáip-
ina, ekki sérstaklega þjálfaðar
fyrir þetta, er þær byrja, en hins
vegar hef ég þá oftasí gengið úr
skugga um það, áður en ég rseð
þær, að þær séu annað hvort með
húsmæðraskólamenntun eða góð-
ar húsmæður. En hins vegar
væri það mjög æskilegt og jafn-
vel nauðsyn, að stúlikurnar hefðu
gengið á minnst þriggja mánaða
námskeið áður en þær byrja
þessi störf, en t. d. í Noregi fá
slíkar stúlkur sex mánaða nám-
skeið. Vona ég að það muni skap
ast aðstaða til þess konar nám-
skeiða í Borgarsjúkrahúsinu,
þegar það hefur að fullu tekið
tii starfa.
— En þessi heimilishjálp, segir
Helga að lokum, hefur mæizt
mjög vel fyrir allsstaðar, og sam-
skipti okkar og húsmæðrana,
sem til okkar hafa leitað ætíð
verið með miklum ágætum. Má
geta þess að lokum að á síðustu
10 árum hafa um 2000 heimili
bér' í borginni fengið hjálp á
okkar vegum í samtals um 20
þúsund daga.
Stór - Akranes
Akranesi, 17. maí.
ER að furða þótt Geir verði litið
yfir Sundið? Akranes er þó ekki
nema 11 sjómílur í burtu. Nú er
Björgvin Sæmundsson, bæjar-
stjóri hér búinn að láta gera
skipulag nr. 1 fyrir Stór-Akra-
nes. Seinna koma hin númerin
2, 3 og 4. Skipulagið er miðað
við 5000 íbúaaukningu og lagði
bæjarstjóri það fram á bæjar-
stjórnarfundi 29. apríl og skýrði
til hlítar einstök atriði þess. í
stórum dráttum spennir skip-u-
lagið yfir umferðarkerfi, íbúða-
svæði, athafnasvæði, miðbæjar-
og viðskiptahverfi, stofnanir og
opin svæði. — Oddur,