Morgunblaðið - 20.05.1966, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 20. maí 1966
— Þetta táknar fyrri konuna mína — hún skildi mig ekkL
Mary Raymond:
STÚLKA
MEÐ
CRÍMU
Þegar ég kom niður í garðsal-
inn, stóð Steve þar og var að
lesa í dagblaði. Hann fleygði
frá sér blaðinu, þegar hann sá
mig. — Jæja, er nú allt í lagi?
Ég kinkaði kolli. Um leið og
ég gekk framhjá skotinu við stig
ann, varð mér á að segja: — Ég
vildi, að þér vilduð setja stór-
an blómvönd hérna.
— Þér megið tína öll blómin,
sem þér viljið, en bara ekki
núna.
— Ég ætla nú ekki að fara
að draga hálfan_ garðinn inn í
húsið, sagði ég. Ég er sjálf garð
yrkjukona. Sem snöggvast störð
um við hvort á annað. — Er
þetta ekki einkennilegt? sagði
ég. — Ég veit, að ég hef gam-
an af garðyrkju. Og ég held líka,
að ég kunni að sitja á hesti, en
Tom get ég alls ekki munað.
— Já, það er skrítið, sagði
Steve. — Það er margt skrítið
í sambandi við þetta.
Við ókum út á búgarð, sem
var í eitthvað fimmtán mílna
fjarlægð. Ilmurinn af blómum
og jurtum barst inn um glugg-
ana á bílnum. Hitabylgjan var
nú í almætti sínu, þrátt fyrir
dálitla golu og strjál ský á himn
inum. Ef til vill færi að rigna
á morgun, en í dag gat veðrið
ekki betra verið. Bruno sat í
aftursætinu og stakk trýninu út
um gluggann og golan kembdi
eyrun aftur af honum.
Þegar við komum á bæinn,
sem var með stóru, hvítkölkuðu
húsi. fór Steve að reka erindi
sín við bóndann, en ég gekk um
húsagarðinn, hallaði mér þar
fram á grindverk og horfði á
nautgripina, sem voru þar á beit,
skammt frá. Ég fann mig svo
heimamannlega, að ég sagði við
Steve, að ég hlyti að vera alin
upp í sveit. — En áreiðanlega
í Englandi, bætti ég við.
— Þér eruð sannarlega farin
að átta yður á sjálfri yður, sagði
ert heim við það, sem ætti að
vera.
Við ókum til að skoða dálítinn
skóg, sem Steve var að rækta
upp. Hann vildi láta mig sjá,
hverrtig ungu trjáplöntunum
gengi að stækka. Við skildum
‘bílinn eftir, klifruðum yfir hlið
ið og gengum síðan yfr akur
með Bruno hoppandi á undan
okkur, og síðan inn í skóginn.
Trén hjá Steve voru ekki stór,
en virtust vera komin vel á veg.
— Faðir minn gróðursetti fjölda
mörg tré, sagði hann, — og ég
man enn hvílíka ánægju hann
hafði af því að ganga um skóg-
inn, sem hann hafði einu sinni
gróðursett, og var orðinn svo
stór, eftir fjörutíu ár, að trén
voru vaxin honum yfir höfuð.
Hann klappaði þeim rétt eins og
þau væru krakkar. Mig langaði
næstum að gera slíkt hið sama.
Þegar hann sagði þetta, minnt
ist ég þess, að ég hafði sjálf
ekki þekt minn eiginn föður og
ég öfundaði hann af þessu. Það
hlaut að vera ánægjulegt að
eiga heima í húsi þar sem for-
feður manns höfðu átt heima,
og rækta þar tré og vita, að af-
komendurnir mundu geta haft
gagn af þeim á einn eða annan
hátt.
— Þér eruð hamingjusamur
maður, sagði ég. Steve leit
snöggt á mig og virtist skilja
hugsanir mínar. — Það er ég
sjálfsagt, sagði hann, — að
mestu leyti.
Þegar við héldum heimleiðis,
fórum við samt ekki beint heim,
heldur fengum okkur te í krá
einni við ána. Fyrir framan okk-
ur var áin, sem var nú reyndar
lítið meira en lækur, dökk og
kolmórauð en hvítar endur
syntu á vatninu.
Við sögðum ekki margt, en mér
leið vel. Hinar áleitnu hugsanir
létu mig í friði. Þessi eftirmið-
dagur hafði verið einskonar
milli þáttur. Þegar við loksins
snerum heim, var ég næstum
eins og drukkin af hitanum og sól
skininu, — það var unaðsleg
draumkennd. Ég óskaði að dag-
urinn yrði aldrei á enda. Sólin
var að setjast þegar við komum
aftur til Sorrell.
— Ég^ verð að hringja, sagði
Steve. Ég átti að fara í kvöld-
boð, en ég er svo þreyttur, að
ég held að ég verði að vera kyrr
heima.
Ég tíndi nokkrar rósir á kvöld
um kertum í ljósahjálminum, og
við borðuðum kvöldverðinn í
daufri birtunni af þeim. Eftir
matinn sátum við Steve með
kaffið okkar úti í garðinum, því
að enn var veðrið eins gott og
það gat verið.
Mér leið afskaplega vel og
var alveg hætt að gera mér
áhyggjur af þvi, hver eða hvað
ég væri. Ég naut augnabliksins
— og var búin að gera það allar.
daginn.
4. kafli.
Daginn eftir var ég enn í sömu
sæluvímunni. Ég vaknaði glöð
og hélt áfram að vera glöð. Ég
kom mér saman við ungfrú Daly
um að láta laga á mér hárið um
daginn og bað hana að panta
tíma fyrir mig hjá Chez Mich-
elle, og eftir að hafa borðað
morgunverð í rúminu, fór ég út
í garðinn. Ég hafði. leyfi Steve
og notaði mér það nú og tíndi
saman heljarmikinn blómvönd.
n---------------------------□
12
□------------------------—□
Ungfrú Daly útvegaði mér
klippur og ég undi mér ágæt-
lega við þetta. En ég fór samt
varlega að því að tína blómin.
Ég vildi ekki móðga gráhærða
manninn, sem ég hafði séð í garð
inum með skóflu í hendi, en
annars var þarna svo mikið af
blómum, að þar hefði aldrei séð
högg á vatni.
Þegar ég hafði fengið nóg,
setti ég blómin á borð í forsaln-
um, og fór að leita að keri eða
einhverju hentugu íláti, til þess
að setja í stigakrókinn. Ég
komst fram í eldhús og gat
gert Ameliu skiljanlegt, hvað
mig vantaði. Hún fór með mig
inn í einskonar búr, með stein-
lögðu gólfi, sem hafði sjálfsagt
einhvern tíma verið strokkhús.
Þarna voru á hillum allskonar
blómaker, þar á meðal var forn
legt blómker úr dökkum leir, og
þetta var einmitt eins og ég vildi
fá, svo að ég fyllti það vatni
og bar aftur inn í forsalinn.
Ég hafði um það bil lokið við
þessa miklu skreytingu, er ég
heyrði í bíl á mölinni úti fyrir.
Dyrnar opnuðust og ég leit upp
til að sjá, hver þar væri á ferð-
Þarna stóð lágur, blár sport-
bíll úti fyrir, og ljóshærð stúlka
hafði ekið honum. Hún sneri
sér fimlega út úr bílnum og
gekk inn í húsið.
Sem snöggvast störðum við
hvor á aðra, og ég hélt enn á
blómunum, sem ég var enn ekki
búin að koma fyrir. Stúlkan
ávarpaði mig að fyrra bragðL
— Halló! Ég heiti Jill Stans-
field. Þér hljótið að vera Júlía
Gerard. Ég er vinkona hans
Steve — og kom til að sjá, hvern
ig yður liði.
— Fallega gert af yður, svar-
aði ég eins og ósjálfrátt, en ein-
hvernveginn fannst mér hún
ekkert vingjarnleg að sjá. Aug-
un voru mjög blá, en mér fannst
þau sérlega kuldaleg, þegar hún
leit á mig og blómin og plástur-
inn á höfðinu á mér. Hún virtist
eitthvað óánægð með það sem
hún sá.
— Ég hélt að þér væruð enn
í rúminu, sagði hún, — eftir
þetta hræðilega bilslys.
— Ég er búin að vera á fótum
eina tvo daga. Ég setti blómin
á borðið. — Mér líður nú miklu
betur enda þótt ég sé varla mönn
um sýnandi enn. Ég snerti um-
búðirnar um höfuðið á mér. —
En ég ætla í hárgreiðslu í dag,
og vonandi verður hægt að laga
mig eitthvað tiL
— Steve spurði mig hvernig
„Chez Michelle“ værL sagði
hún. — Það er ekki sem verst
stofa...... En þetta er meiri
glásin af blómum, bætti h-ún við.
— Ég hef víst tínt of mikið
af þeim, sagði ég og samþykkti
þannig það sem hún var að gefa
í skyn.
— Ég get ekki annað en ver-
ið hissa á , hvað þér lítið vel
út, sagði Jill og horfði enn á
mig. — Þegar Steve gat ekki
komið í kvöldverðinn í gær-
kvöldi, hélt ég, að yður hefði
slegið niður.
— Og kannski var hún óá-
nægð, að mér skyldi ekki nafa
slegið niður, hugsaði ég með
sjálfri mér.
Hún var afskaplega vel til
fara og að mestu hvítklædcL
Hárið var mjög ljóst og snúið
um höfuðið í ofurlítið breyttum
„Býkúpustil." Hörundið var
mjög fallegt og hún var sama
sem ekkert máluð. Hún leit út
eins og einhver snjódís, eintóm-
ur eldur og ís, og bún orkaði
þannig á mig, að mér fannst ég
vera eins og einhver tatararæf-
ill, með þennan ferlega plástur
á höfðinu og hárið allt aflagað.
— Steve segir mér, að þér
munið ekkert eftir slysinu, hélt
hún áfram. — Er hann annar*
við?
— Ég hef ekki séð hann í morg
un.
—- Get ég nokkuð gert fyrir
yður? Get ég ekið yður inn 1
borgina í dag. Ég á heima hér
skammt frá. Ég get hæglega kom
ið og tekið yður með mér,______
hann,
en það kemur bara ekk
borðið og Piero kveikti á nokkr-
ínm.
GLÆSILEGUR AÐ ÖLLU YTRA OG INNRA ÚTLITI
VOLKSWAGEN 1600 TL „Fastback" er glæsilegur bíll í sérflokki að
öllum ytri og innri búnaði. Tvær farangursgeymslur. 65 ha. loftkæld
vél. VOLKSWAGEN 1600 TL „Fastback“ er fyrsti Volkswagninn, sem
er með diskahemlum að framan.
VOLKSWAGEM 1600 TL
„FASTBACK77
VOLKSWAGEN 1600 TL „Fastback" er rúmgóður 5 manna bíll. Sérstæð framsæti, still-
anleg og með öryggislæsingum. Leðurlíki í öllum sætum, í toppi og hliðum. Skemmti-
legar litasamstæður. Aftari hliðarrúður opnanlegar. VOLKSWAGEN 1600 TL „Fast-
back“ er með sjálfstæða snerilf jöðrun á hver ju hjóli, heila botnplötu og hinn vandaða og
viðurkennda frágang, sem er sérkenni Volkswagen.
KOMIÐ, SKOÐIÐ OG KYNNIST HONUM AF EIGIN RAUN VERÐ KR. 209-7oo
SYMIMGARBÍLL Á STAÐMLM
HEILDVf RZLUNIN
HEKLA hf
Laugavegi
170-17 2