Morgunblaðið - 20.05.1966, Blaðsíða 17
FBstudagur 20. maf 1000
MORCUNBLAÐIÐ
17
BORGINIMI UR BORGINNI II
GINNI
í Silla og Valda hiísinu við
Aðalstræti voru1900 naglar
Gengið um sali SkJala- og minjasafns Reykjavíkur
borgar með Lárusi Sigurb jornssy ni
SÓL skein í heiði við Skúlatún
2, þegar við komum þangað á
dögunum, enda komið fram í
þriðju viku sumars. Erindi
okkar var að heimsækja Skjala-
©g minjasafn Reykjavíkurborg-
ar, sem þar er á neðstu hæð, og
tekur yfir alla hæðina, og þó
er það hverjum ljóst, sem þang-
að kemur inn, að þetta er ein-
ungis bráðabirgðahúsnæði, og
svo merk stofnun, sem þessi, á
skilið miklu rúmbetri húsa-
kynni, enda rekur að því, að
nauðsynin þrýsti henni þarna út
á önnur og veglegri heimkynni.
í dyrunum . mætir okkur for-
stöðumaður þessarar stofnunar,
Lárus Sigurbjörnsson, sem raun
ar má segja að hafi skapað
hana, og fullur áhuga lagt út á
braut mikillar söfnunar, svo að
verkin lofa meistarann, og þó
kvartar hann um, að hann sé
ekki sérmenntaður í þessari
grein. Má vel vera, en efast má
um, að svo vel hefði tiltekizt.
þótt sérmenntaðir menn hefðu
um fjallað.
Og það er ekki að sökum að
spyrja, að Lárus leiðir okkur
um sali alla, skýrir frá jafnvel
minnstu smáatriðum, en honum
verður á að byrja á Hermes.
Styttan af Hermes
„Þú sérð, hvar hann situr á
stalli hér utan dyra. Máski
mesta listaverk í Reykjavíkur-
borg í dag“, byrjar hann og
bendir á koparstyttuna af
Hermes, sem staðsett er við inn
ganginn í þessa Borgarhöll,
Skúlatún 2.
„Sennilega hefði ég aldrei
trúað annarri eins skemmdar-
fýsn upp á nokkurn mann, og
þeirri, sem þarna hefur birzt,
ef ég hefði ekki þau fyrir aug-
um mér. Sjáðu þessa vængi, sem
festir voru við fætur Hermesar.
Einhver skemmdarvargurinn
hefur brotið þá af. Þeir voru 4,
ég hef fundið aftur tvo, og vel
kann að takast að gera við þá, en
finnst þér þetta vera hægt?
Við erum alveg á sama máli
og Lárus, hristum höfuðið, og
skömmumst okkar fyrir þá með-
borgara okkar, sem svona
skemmdarverk geta unnið í
skjóli myrkurs og nætur.
„Sagan af styttunni Hermes
er ákaflega merkileg. Auðvitað
er þetta afsteypa, en hún er úr
kopar í gegn. Gríski myndhöggv
arinn Lysippos, gerði frum-
myndina. Hann var hirðmynd-
höggvari Alexanders mikla, og
var uppi 300 árum fyrir Krists-
burð. Sumir telja, að hann hafi
haft sjálfan Alexander að fyrir-
mynd, þegar hann gerði höfuðið
á Hermes.
Þessi stytta er til okkar kom-
in þannig, að íslenzkur skip-
stjóri á stríðsárunum keypti
hana í London, og ætlaði hana
í garðinn sinn. Honum fannst
hún ákaflega þung og hentug í
ballest á heimleiðinni, en þegar
tilkom, fannst honum hann ekki
hafa not fyrir hana, og þá komst
hún í eigu borgarinnar. Kom þá
í ljós, að hér var um að ræða
afsteypu af þessu fræga lista-
verki, og held ég, að frummynd-
in sé varðveitt í Nepel á Ítalíu.
Margar afsteypur eru til af
listaverki þessu, og m. a. man
ég eftir einni í Botaniska garð-
inum í Kaupmannahöfn og gekk
ég fram hjá henni daglega hér á
árunum, þegar ég var þar við
nám, en í stríðinu tóku Þjóð-
verjar hana og bræddu hana upp
í fallbyssur, og ég hygg, að hún
sé ekki ennþá komin aftur á
sinn stað. Afsteypur af styttu
þessari eru allstaðar undir
verndarvæng almennings, sem
kann að meta þær, en í Reykja-
vík brjóta þeir af henni vgeng-
ina.“
Reiðilestur Lárusar út af
styttunni tók drjúgan tíma, og
varla nema von, því að flokka
má verknað þennan undir
hneyksli, en máski að þessi konar aukadeild safnsins. Ráð-
upprifjun á fúlum verknaði hússjóður kaupir alltaf málverk
af sama staðnum, og þess vegna
eigum við oft og tíðum heimiidir,
sem ekki ljúga um útlit borgar
innar frá ári til árs. Ég myndi
telja safn þetta ómetanlegar
sögulegar heimildir, en það er
með það eins og annað hér, að
ekki er vafi á,' að við þurfum
að fá hingað hið bráðasta sér-
menntaða safnverði.
Og hérna rétt hjá er geymt
handbókasafn borgarinnar. Þar
er að finna flestar handbækur,
sem borgin þarfnast. Einnig eru
hér bækur, sem snerta Reykja-
vík á einhvern hátt, dagblöð
fram til 1930, en tímarit allt til
þessa dags. Hér er semsagt hægt
að leita heimildanna að sögu
Reykjavíkur. Aðeins vil ég
bénda þér á Lovsamling for Is'
land, og myndi margur safnar-
inn vilja hafa hér inni frjálsar
hendur, en það er leyndarmál
hvers vegna.
Líttu hér á veggina. Sjáðu öll
málverkin. Þetta er nokkurs
verði til þess, að almenningur
taki betur að sér að gæta þeirra
menningarverðmæta, sem hon-
um eru falin til varðveizlu í
borginni.
helztu listamanna okkar, bæði
þau sem snerta Reykjavík og
líka listaverk almenns eðlis.
Auðvitað er það rétt og skyn-
samlegt að kaupa þetta jafnóð
Lárus situr inni í lestrarherb erginu. Hlaðar af skjöium fylia
allar hillur.
Gamlar Reykjavíkurmyndir
Og svo vindum við okkur inn
í safnið sjálft og byrjum á
skjalasafninu, sem sennilega er
merkilegra, en menn átta sig
á við fyrstu sýn, og fæstir munu
gera sér grein fyrir, hvílíkt
ógnarstarf hefur þar þar verið
innt af höndum af fáum, en
mjög áhugasömum og hæfum
mönnum.
Við komum að miklum
skjalaskápum, þar sem mynda-
albým fylla allar hillur.
„Hérna eru geymdar nær
2000 gamlar Reykjavíkurmynd-
ir“, segir Lárus,“ en auk þess
eru hér mörg mörg póstkort.
Þetta er flokkað niður eftir
götum, og síðan eftir aldri. Við
eigum okkar gömlu ljósmynd-
urum mikið upp á að unna.
Taktu t. d. Sigfús Eymundsson,
sem tók, jafnvel árlega myndir
um, enda þótt þeim verði síðar
ætlaður staður í komandi ráð-
húsi.
Þurfamannaævir
og Vægtervesen
Og nú skal ég sýna þér merk-
an hlut. Það eru fleiri ævir en
sýslumannævir. Ég kalla þetta
Þurfamannævir.
Þetta eru einkaskjöl, leyndar-
skjöl. 8000 ævisögur ýmissa
þurfamanna borgarinnar. Allir
geta séð í hendi sér, að þetta
er hin merkasta heimild fyrir
alla ættfræði og persónusögu,
þegar tímar líða, enda eru hér
æviskrár þessara einstaklinga,
ásamt öllum plöggum varðandi
þá. En ég vil taka aftur fram,
að þetta eru alger leyndarskjöl.
Að vísu eru engin ákvæði um
birtingatíma, en ekki myndi ég
þora öðru, en að setja þann
tíma eina öld.
Styttan af Hermes. Það sést a ð búið er að brjóta vængina af
öklum hans.
Og sjáðu hérna. Hér eru
heimildir um næturverði bæj-
arins Reikivigs Vægtervesen
1791 — 1813, m. a. s. skjöl frá-
gengin af Skúla fógeta. Og öll
svona sáramerkileg skjöl geym-
um við hér í eldtraustum skáp,
sem vonlegt er.
Ekki það ómerkasta, sem
þannig er geymt hér, eru skoð-
anagerðir húsa frá 1811 — 1837.
Þessar skoðanagerðir eru svo ná
kvæmar, að jafnvel eru taldir
upp naglar og stærðir þeirra í
einstökum húsum. Hér sérðu
t. d. skoðunargerð Biskupsstofu,
sem við þekkjum nú sem hús
Silla og Valda við Aðalstræti.
Þar eru taldir 1900 naglar, þar
af 1500 þriggja tommu, en 400
fjögra tommu. Þeir gátu meira
að segja um litinn á eldhúsinu
í greifahúsinu, sem var rauður.
En árið 1836 kemur svo bygg-
ingarnefnd til skjalanna, og þótt
hún hafi unnið verk sitt vel, er
fjarri því, að jafnnákvæmar lýs-
ingar finnist í skjölum hennar.
Eiginlega má segja, að hér í
þessu safni sé saga Reykjavíkur
til í heimildum. Það hefur löng-
um verið draumur minn, að
hægt yrði að ljósmynda þessar
heimildir og gefa úr, en auð-
vitað er það sagnfræðinga
seinni alda, að vinna úr þessum
merku heimildum. Ég vildi gefa
út Acta Reykjavicensis, en það
yrði mikið verk, en ákaflega
fróðlegt. Hérna eru líka öll
manntöl, og öll landamerkja
skjöl.
Segja má, að skjalasafnið sé
nú um 800 hillumetrar, og eigin-
lega er hér þegar fullskipað, en
vafalaust stendur þetta allt til
bóta.
Úrklippusafn
Og má ég nú sýna þér, sem
blaðamanni, eitt merkt- safn í
þessari deild. Það er úrklippu
safn úr blöðum, um allt, sem
snertir borgina okkar. Allar
greinar í blöðum eru hér, og
sjálfsagt finnur þú og þið blaða
menn sitthvað, sem frá ykkar
hendi er runnið. Þetta er allt
flokkað eftir efni, og mjög að
gengilegt.
Vitlu að ég sanni þér, að hér
er á svipstundu hægt að fletta
upp á hvaða heimild, sem vera
skal um málefni borgarinnar?
DecimálakerfiS
Þetta er ákaflega auðvelt, skal
ég segja þér. Við byggjum þetta
upp á amerísku decimálakerfi,
en styðjumst þó við þýzka út-
færslu á því, af því að okkur
finnst hún nákvæmari. Þetta er
allt byggt upp á tölum. Allt varð
andi elliheimili er nú undir töl-
unni 351.842,61.
Gamla kerfið gekk sér til húð-
ar, þótt segja megi, að það hafi
fullnægt þörfinni í gamla daga,
þegar borgin var ung.
Þá þýddi bókstafurinn T tekj-
ur borgarinnar, og þar var m.a.
tekjur af ístöku af Tjörninni, en
P þýddi allskyns skemmtanir,
svo sem circus og opinber hljóð-
færasláttur, og af því að Elli-
heimilið efndi einhverntíma til
lúðrablásturs, var allt viðkom-
andi ellimál flokkað undir P.
En þessu gamla kerfi hefur
verið varpað fyrir róða, og nú
er decimálakerfið ríkjandi. Eig-
inlega var ekki byrjað á þessu
skjalasafni fyrr en 1942, og hér
vinna aðeins 5 starfsmenn, og
það er allt of lítið.
Og hér komum við inn í svo-
kallaða lestrarstofu eða vinnu-
stofu. Hingað koma fáir, nema
Árni Óla og einstaka aðrir kunn
ingjar. Og ef við komum í þessa
deild, þá er hér að finna öll
fylgiskjöl bókhalds borgarinnar,
og þau eru mikil að vöxtum.
Þegar eru farin að berast nokk-
ur fylgiskjöl ársins 1965. Við
reynum að gera eins lítið úr
þeim og hægt er, pressum þau
saman og njörfum þau saman
með snærum. En hérna eru þau
til taks öllum, sem á þeirra vit
þurfa að leita.
Og finnst þér nú ekki, sem
venjulegum borgara í Reykja-
vík, að nóg sé hér unnið í þröngu
húsnæði og af fámennu starfs-
liði? Ég myndi halda það.
Og með það gengum við
Lárus útúr skjalasafni borgar-
merku stofnunar, en hún nefn-
ist Minjasafn Reykjavíkurborg-
ar og þar gaf nú á að líta.
Frásögn af Minjasafninu vorð
ur birt síðar. — Fr. S.
tl R
1
ikllHHMa
BORGINNI IIR BORGINNI
HAGUR BORGARINNAR ER í VEÐI