Morgunblaðið - 20.05.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.05.1966, Blaðsíða 8
9 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 20, maí 1966 ik S J Ö T T I maöur á lista Sjálfstæðismanna í borgarstjómarkosningnn - um sem fram fara á sunnn- daginn er Þórir Kr. Þórð- arson, guðfræðiprófessor. Hann fæddist í Reykjavík hinn 9. júní 1924, sonur hjónanna, Þorbjargar Baldursdóttur og Þórð- ar Nikulássonar, vélstjóra. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja vík 1944, stundaði nám í Uppsölum frá 1945 —’46, í Árósum frá 1946— ’49, og lauk kandidats- prófi í guðfræði frá Há- skóla íslands 1951. Sama sumar kvæntist hann Ing- er Þórðarson, dóttur Aage Schiöth, lyfsala á Siglu- firði. Hann stundaði nám við háskólann í Chicago á árunum 1951—’54 og aftur 1957—’59, er hann lauk þaðan Ph. D. — prófí sama ár. Sérgrein hans er gamla testamentisfræði. Hann var skipaður dósent við H.í. 1954 og prófessor árið 1957. 1956 fór hann í námsför til Palestínu og 1960 til Skotlands. Hann starfaði að alþjóðlegum kirkjulegum vinnubúðum í Reykjavík sumarið 1957, var vararektor H.í. 1961— ’62 og hefur átt sæti í stjórn Happdrættis H.í. frá 1959. Þórir var fyrst kjörinn í borgarstjóm Þórir Kr. Þórðarson, prófessor fyrir utan Háskóla íslands. (L jósmyndari Mbl. Ól. K. Magn.) Manngildinu má ekki gleyma Viðtal við Þóri Kr. Þórðarson, prófessor, sjótta mann á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ið sig að stjórnmálum? — Erlendjs fást guðfræð- ingar mikið við þjóðfélags- málin. Maður eins og Reinold Niebuhr hefur unnið mikið Reykjavíkur 1962 og er varaforseti borgarstjóm- arinnar. Hann á sæti í fræðsluráði borgarinnar og er varaformaður vel- ferðamefndar aldraðra. Við hittum Þóri í vinnuher bergi hans á efstu hæð há- skólabyggingarinnar og spyrj uoi hann í fyrstu, hvort há- skólakennsla sé ekki skemmtilegt starf, og hann svarar: — Fræðilegt kennslustarf er Hfrænasta vinna, sem ég þekki. Ég veit enga nautn meiri, en að brjóta vanda- málin til mergjar með nem- endum minum, sjá þá öðlast meiri leikni í því að hugsa sjálfstætt, og uppgötva með þeim nýjar hliðar á ein- hverju máli. Nemendur mín- ir kenna mér jafnmikið og ég kenni þeim, kannski helzt með því, að þeir vekja spurn ingar, sem mér hafa ekki dottið í hug, — þvinga mig til þess að sjá eitthvert mál í alveg nýju ljósi. — Ber kennslan árangur? — Stundum hef ég séð pilta koma inn í deildina mjög óþroskaða ihtellektúelt, ómótaða persónuleika, og séð þá kveðja sem nýja menn, færa um að takast stjálfstætt hlutverk á hend- ur. Það eru mestu verðlaun kennaranna að verða vitni að því. — Hvað um félagslíf stúd- enta? — Það er ágætt, og stúd- entar gefa út vandað tíma- rit, Orðið. — Er samband stúdenta og kennara gott? — Engum verður ágengt, ef honum þykir ekki vænt um verkefnjð. Hið nána sam band mitt við nemendur mína er dýrmætasta lífs- reynsla mín, það gefur lífinu gildi að starfa með ungum mönnum. — Samrýmast háskóla- kennsla og stjórnmál? — Starf mitt að félagsmál- um á vegum borgarstjórnar- inn hefur veitt mér mikinn lærdóm, sem kemur mér að notum í starfi mínu að guð- fræðinni. Guðfræðin beinir athygli sinni að manninum og að þjóðfélaginu, sem hann lifir í. Þekking á þjóð- félaginu óg manninum er gagn sem guðfræðingur og gagnrýnandi á þjóðfélaginu. Skáldin skilja þjóðfélagið miklu dýpra en stjórnmála- mennirnir. Dúfnaveizla Lax- ness er athyglisverð þjóðfé- lagsgagnrýni, þrátt fyrir galla sína sem leikhúsverk. Hún hefur þann kost að vera húmórísk fremur en írónísk, jákvæð og ekki nei- kvæð. Eftirsóknin í peninga- FRAMBJÓDENDUR guðfræðinni ómissandi, ann- ars verður hún þokukennd. En ég held stjórnmálaaf- skiptum mínum algerlega að- greindum frá akademisku starfi. Ég kappkosta að vita ekki um stjórnmálaskoðanir nemenda minna. — Geta guðfræðingar gef- seðla, sem allar stéttir ein- kennir, fær góðlátlega áminn- ingu, sem missir ekki marks. Steinar Sigurjónsson er nærri apókalýptískur í ótta sínum ándspænis efnishyggj- unni í nýútkominni Ijóðabók, sem ég held mikið upp á, og Birgi Engilberts tekst vel að spyrja þess, hvers vegna við erum að bjástra við þetta allt saman eftir uppmæling- artaxta, í Doftbólum sínum. En í stjórnmálin vantar bæði húmor og heimspeki. — Hvað um opinbera for- sjá allra hluta? — Það hefur mikið verið gert í Reykjavik. Það hefur samt verið gagnrýnt, að það sem bezt hefur verið gert í Reykjavík, hafi verið gert ai öðrum en opinberum aðilum. En þannig á þetta einmitt að vera. Ég var í gærkvöldi að lauga mig í sólsetrinu vestur í Örfirisey. Það er sálarbæt- andi. — Er Sjálfstæðisflokkur- inn of stór flokkur, eða of „rúmur“? — Sjálfstæðisflokkurinn er stór flokkur og rúmar margt. Bezt kann ég við hina hrjúfu menn atvinnulífsins, sjóar- ana, útgerðarmennina og iðn- aðarmennina af gamla skól- anum. Pabbi var sjómaður og afi var trésmiður. Ég á því láni að fagna að vera kom- inn af alþýðufólki í Reykja- vík. Það er raunsætt fólk. Ég veit engan sætari ilm en ofan í vél á gufuskipi, en þau eru að hverfa, þvi miður. Gufu- vélin hefur sinfónískan rýtma. í Sjálfstæðisflokknum eru líka frjálslynd öfl, sem hafa nútíðarlegan áhuga á Jistum og félagslegum umbótum. En þau þurfa að verða sterk ari. Það vantar frjálslegri um ræður í alla stjórnmála- flokka. Hinn frjálsi akadem- iski andi þarf að halda inn- reið sína í stjórnmálin. Þar, sem hann ríkir geta menn dispúterað án þess áð ein- ingarbandið rofni. — Hvað um kosningabar- áttuna? — Kosningarbaráttan hef- ur verið fremur bragðdauf. Þó hafa verið stöku sprettir. Alþýðubandalagið hefur eign ast sinn Savanorola. Það er ómögulegt að vera háskóla- maður án þess að dást að snjöllum hugmyndum, þó að þær séu rangar. Séra Árni Þórarinsson var mjög frjáls- lyndur maður. Þegar stungið var upp á því, að það ætti að drekkja biskupnum, fannst honum hugmyndin mjög snjöll, en að vísu röng. — Eru stjórnmálin að þró- ast hér? — Það vantar teoríuna I stjórnmálin, en hún er að koma. Tæknin leysir hina slagorðakenndu verkalýðs- baráttu af hólmi, en það hef- ur víst gerst í Hollandi. Bæði verkalýðsleiðtogar og at- vinnurekendur þurfa að læra að beita þeirri tækni, sem beinist að öðru en vélum og framleiðslutækjum, nefni lega að mannlegum sam- skiptum á efnahagssviðinu. Mér skilst, að ráðstafanir þær, sem Stjórnunarfélag ís- lands hefur haldið með verkalýðsleiðtogum og at- vinnurekendum hafi borið nokkurn ávöxt í þessa átt. — Og að lokum? — Tækniþjóðfélag er að rísa hér á landi. Meira að segja landbúnaðurinn með sína sveitarómantík er að tæknivæðast. Þetta er gott og blessað, ef við gleymum ekki manninum. Listirnar eiga að sjá fyrir því, að svo verði ekki, og margir Æleiri. Skóli og kirkja þurfa að eygja sína köllun einmitt í þessu samhengi, sagði próf- essor Þórir um leið og við kvöddum hann. HAGUR BORGARINNAR ER f VEÐI X O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.