Morgunblaðið - 20.05.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.05.1966, Blaðsíða 12
MORGUHBLAÐID FBstuiSagur 26. maf 1966 « Þdrunn Kjaran Úlafsson Stefán Jónsson rithöfundur—Minning FRÚ Þórunn Kjaran Ólafsson var fædd hinn 16. september 1917. Foreldrar hennar voru hjónin frú Soffía og Magnús Kjaran. Bæði voru þau hjón ikomin af þjóðkunnum ættum. Magnús borinn og barnfæddur Árnesingur en af hinni fjöl- . mennu Keldnaætt á Rangárvöll- um. Frú Soffía er að vísu fædd { Hafnarfirði en Reykvikingur í marga ættliði, af suður-józk- lun kaupmönnum í föðurætt og í móðurætt sína af báðum þeim frændum, Bjarna amtmanni Thorsteinsson og Steingrími biskupi Jónssyni. Kona Bjarna amtmanns var hin fyrsta í ætt þeirra, sem bar Þórunnar nafnið og var hún heitin eftir fyrri konu föður síns, Hannesar bisk- ups Finnssonar, en hún var dótt- ir Ólafs stiftamtmanns Stephen- sen. Magnús Kjaran var á meðal farsælustu kaupmanna langa hríð, enda frábær atorkumaður á meðan hann var á léttasta skeiði, svo sem framkvæmdar- stjórn hans á Alþingishátíðinni ‘ 1930 bar sögulegt vitni um. Hann var mikill bókasafnari og einkenndist heimili hans og frú Soffíu í senn af menningu, rausn ©g höfðingsskap. Þórunn var næst elzt barna þeirra og ólst upp við mikið ástríki foreldra sinna og systkina í fögru og frið- sælu umhverfi á Hólatorgi 4. Hirm 16. janúar 1937 giftist Þórunn Pétri Ólafssyni, sem þá var blaðamaður við Morgunblað- ið, rak síðan um allmörg ár tré- smiðju að Rauðará, og hefur nú lengi verið framkvæmdastjóri ísafoldar. Þau frú Þórunn og Pétur bjuggu um tólf ára skeið að Rauðará en byggðu sér síðan ágætt hús að Rauðalæk 52, þar sem þau hafa átt heima hin síð- ari ár. Á sumrin dvöldust þau hjón löngum að Lyngholti við Þingvallavatn, sem Pétur lét byggja fyrir tengdaföður sinn, og er það hinn prýðilegasti bústað- ur. Frú Þórunni og Pétri varð „fimm barna auðið. Þau eru: Magnús fulltrúi hjá Eimskipa- félagi íslands og er kona hans Valdís Björgvinsdóttir. Ólafur stundar hagfræðinám í Köln, kvæntur norskri konu, Lis Eng. Frú Soffía, gift Gunnari Erni Ólafssýni, fulltrúa hjá Jöklum. Pétur Björn, sem tekur stúd- entspróf í vor. Borghildur, sem er í barna- íkóla, einungis 12 ára að aldri. Frú Þórunn var kona heimilis- rækin svo sem bezt mátti verða. Öllu öðru fremur var henni hug- að um eiginmann sinn og börn. í þjónustu sinni við þau lagði hún sig alla fram og bjó þeim ætíð hlýtt og vingjarnlegt um- hverfi. Hún var frábær húsmóð- - ir, sívinnandi, glöð og reif, þeg- ar gesti bar að garði og tók þeim af rausn og höfðingsskap. Frú Þórunn andaðist hinn 12. maí sl. eftir harða sjúkdómsraun. Öllum vinum þeirra hjóna er sannur söknuður í huga, nú þeg- ar hún hverfur á braut á bezta aldri. Missir ástvina hennar er meiri en ég megi lýsa. Þrek eigin manns hennar á meðan á örð- tigri banalegu stó’ð er bezta harmabótin og er þá vel, að þrekið sé mest þegar helzt á reynir. Enn sem fyrr eru menn orð- lausir, þegar glæsileg kona er kvödd á brott í blóma lífsins. Hún taldi það hamingju sína, að þeim, sem henni var annast um, vegnaði vel og vissulega biðja allir vinir hennar þeim gæfu og gengis í bráð og lengd. Bjarni Benediktsson. t í D A G kveðjum við frú Þór- unni Ólafsson Magnúsdóttur Kjaran. Enn hefir það skeð, að feg- ursta rósin fellur fyrst, hún sem Hfinning allir er þekktu dáust að er hörf- in. Ég átti þess kost að feynnast henni og manni hennar fyrir tuttugu og fimm árum. Þá voru þau í blóma lífsins og það var langt, að leita fegurri og glæsi- legri hjóna. Það var ekki nóg, að Þórunn væri glæsileg, heldur bjó hún yfir geysilegum lífs- krafti, sem hún mun hafa sótt til foreldra sinna, Soffíu og Magnúsar Kjaran. En Magnús Kjaran var einn af aldamótar- mönnunum sem gengu ótrauðir til leiks og létu ekki sinn hlut fyrir neinum. Fórnfýsi Þórunnar f þágu annara var svo mikil að hún gleymdi sjálfri sér bg þegar loks var leitað læknis var það um seinan. En það dugar ekki að gráta hefði hún sagt. Við verð- um að berjast. Og þetta segir hún til okkar sem á eftir horf- um. Gleymum því ekki að hún er meðal okkar. Eins og hún er fædd í þetta líf þá fæðist hún í annað líf. Minnumst nú góðu áranna þeg ar allt lék í lyndi, brosins og gleðinnar heima og á Þingvöll- um, þar sem ættin byggði sér í LYNGHOLTI lítinn dalakofa. Til ykkar móður og tengda- móður, barna og systkina, og ekki sízt eiginmanns, vil ég segja þetta, í ykkar dýpstu sorg, þá munið að henni líður vel, og hún fylgist með ykkur sem eftir lifa og dáist að hverjum sigri ykkar í lífinu. Oft sagði Þórunn við mig þegar eitthvert vandamál bar að höndum: „Það verður að taka þessu eins og það er, ekki dugar að gefast upp.“ Og nú er að minnast hennar eigin orða. Að lokum vil ég þakka hinu góða í lífinu, fyrir að fá að kynn- ast henni og hennar fólki, sem hefir orðið mér góð lífsreynsla. Pétur minn, ég vona að þú verðir sama hetjan og áður þar sem þú hefir lengi vitað að hverju fór. Með innilegri samúð til ykk- ar allra. Erléndur Erlendsson. t HÚN bar nafn móðurömmu sinn- ar, eiginkonu Franz sýslumanns Siemsen, en frú Þórunn var dótt- ir Árna Thorsteinsson, landfó- geta og konu hans Soffíu Krist- jönu, Hannesar Johnsen. Voru þær ættir þjóðkunnar í sinni tíð og komu vfða við sögu. í þeim ættboga kennir líka víða list- rænna hæfileika og er þar skemmst að minnast þjóðskálds- ins góða Steingríms Thorsteins- son, sem var föðurbróðir Þór- unnar og Árna tónskálds, sem var bróðir hennar. Þórunn yngri var fædd hér í Reykjavík 16. september 1917 og ólst upp á heimili foreldra sinna, frú Soffíu og Magnúsar Kjaran, stórkaupmanns. Er það mál þeirra, er til þekktu, að það heimi'li hafi einkennzt af glæsi- brag, mótað af traustum og þjóð- legum menningararfi. Magnús Kjaran var ekki aðeins kunnur athafnama'ður, áhugamál hans beindust ekki síður að fögrum listum, bókmenntum og sögu þjóðarinnar. Safn hans af bók- um og málverkum bar þessa órækt vitni. Átti frú Soffía einn- ig hér góðan hlut að máli. Það er stundum um það rætt, hvort megi sín meira fyrir þroska og skaphöfn einstaklings- ins: Gott ætterni eða umhverfið og holl uppeldisáhrif. Þar er Þór- unn átti í hlut fór þetta saman, eins og vikið er að hér að fram- an. Duldist engum, er Þórunni kynntist, að þar fór glæsileg kona, gædd miklum mannkost- um. Fundum okkar Þórunnar bar fyrst saman 1937, skömmu eftir að hún giftist Pétri Ólafssyni, ritstjóra Björnssonar. Pétur var þá nýlega kominn heim frá hagfræ’ðinámi 1 Þýzkalandi og víðar. Var það mál okkar vina og námsfélaga Péturs, að sá ráða hagur myndi reynast góður og farsæll, svo sem raun be'r vitni. Það er vissulega margs að minn- ast frá nálega þriggja áratuga viðkynningu, þótt því verði ekki flíkað hér. En margar mynd ir geymast í þakklátum huga frá heimili þeirra hjóna, eða frá fögrum stundum austur við Þing vallavatn í litlum sælureit, sem hlotið hafði nafnið Lyngholt. Seg ir mér svo hugur, að sá staður hafi verið Þórunni einkar kær. Hjónaband þeirra Þórunnar og Péturs var ástríkt og farsælt. Þeim varð fimm barna auðið: Magnús, fulltrúi hjá Eimskipa- fél. fslands, kvæntur Valdísi Bj örgvinsdóttur. Soffía, gift Gunnari Erni Olafs syni fulltrúa. Ólafur, við hagfræðinám í Þýzkalandi, kvæntur Lisu Eng. Pétur Björn, er verður stúdent í vor. Borghildur, 12 ára, í heima- húsum. Er mikill og sár harmur kveð- inn að eiginmanni og börnum er ástríkur förunautur og góð mó’ð- ir hverfur nú sjónum okkar fyr- ir aldur fram. Þungbært er og hlutskipti aldraðrar móður og tengdamóður að sjá á bak elsk- aðrar dóttur og tengdadóttur. Orð mega sín lítils gagnvart slíkum örlögum. Ég vil þó votta þessum vinum mínum og öðrum ættingjum samúð og bið þeim huggunar í þeirri vissu, að mynd góðrar konu og ástríkrar móður mun ekki fölna eða mást í hug- um þeirra. Oddur Guðjónsson. t ÞÓRUNN og konan mín voru æskuvinir. Þegar hún giftist eftirlifandi manni sínum, Pétri Ólafssyni, hófst náin vinátta okkar hjón- anna. Ég man vel eftir brúðkaupinu. Magnús Kjaran gaf dótturina, augasteininn sinn, með fallegri ræðu, að hans vanda. Blítt bros lék um varir brúðurinnar, sem lýsti betur en nokkuð annað hamingju hennar og trúnni á framtíðina. Árin liðu og hamingjustund- irnar urðu margar. Börnin bættust í hópinn en Þórunn virtist eiga næga ást og umhyggju fyrir alla. Þegar við kvöddum Þórunni síðast, á heim- ili hennar, þá var hún með barna barnið í fanginu. Þetta var einkennandi fyrir hana, því að hún virtist ávallt bera umhyggju fyrir öðrum og viidi bera þeirra byrðar. Við söknum vinar í stað en trúum á endurfundina. Við biðj- um þess að styrkur og ró veitist þeim, sem um sárast eiga að binda. K. G. G. Sú viplega sorgarfregn barst við upphaf dags 12. maí, að Stefán Jónsson kennari og rit- höfundur hefið látizt þá að morgni. Daginn áður var hann í starfi að venju, en nú var hann horfinn. Svo skammt er stundum milli þess, sem var og er. Stefán Jónsson var fæddur að Háafelli í Hvítársíðu 22. des. 1905. Foreldrar hans voru hjón in Anna Stefánsdóttir, bónda í Tungu í Svínadal, Guðmunds- sonar og Jón Einarsson frá Fljótstungu í Hvítársíu, Jóns- sonar, bæði borgfirzkrar ættar. Snemma hneigðist hugur Stefáns til fróðleiks og mennta en á þeim árum áttu ungmenni úr alþýðustétt ekki margra kosta völ í því efni. Skólar voru fáir og strjálir og námsdvöl í þeim kostaði fé, sem ekki var alltaf fyrir hendi. Mörgum náms fúsum æskumanni tókst þó að sigrast á þeim örðugleikum, og svo var um Stefán. Haustið 1929 fór hann í hér- aðsskólann að Laugarvatni og sat þar tvo vetur. Síðan fór hann í Kennaraskóla íslands og lauk þaðan kennaraprófi vorið 1933. Segja má, að með þeim áfanga hafi teningnum verið kastað og ævistarf hans ráðið, því að um haustið réðst hann kennari að Austurbæjarskólan- um í Reykjavík og kenndi þar síðan óslitið til dauðadags. Allir, sem til þekktu, vissu að í kennarastarfinu var réttur maður á réttum stað, þar sem Stefán var. Sjálfsagt mundi reyndin hafa orðið hin sama, þótt verksvið hans hefði orðið annað, því að hann gekk jafn- an heill og óskiptur að hverju verki, sem hann vann. Kennslustarfið lét honum vel, enda sýnt um kennslu. Hann var barngóður að eðlisfari og hafði ánægju af samvistum og samstarfi við börn og var á því sviði gæddur fágætum hæfi- leikum, sem aðeins fáum út- völdum eru gefnir. Hann var skilningsgóður á viðhorf þeirra og þarfir, réttsýnn og sanngjarn í kröfum. Hann flutti mál sitt á þann veg, að ekki var auð- velt að leiða tal hans hjá sér, og í umgengni við börnin rataði hann þann meðalveg, sem liggur milli hörku og mildi, svo að komizt varð hjá árekstrum. Hann var eigi aðeins kennari bekkjarins heldur jafnframt og engu síður persónulegur vinur og félagi hvers bams um sig. Allt þetta og margt fleira gerði hann að mjög vinsælum og dáð- um kennara, svo að af bar, enda slitnuðu traustustu vináttubönd- in ekki, þótt leiðir skildu. Og núna, þessa síðusu daga í skóla, þegar kunnugt var, hvað gerzt hafði, mátti sjá blik í aug um margra, ungra vina, sem ekki urðu misskilin. Jafnframt aðalstarfinu fékkst Stefán alla tíð við ritstörf og var bæði vinsæll og mikilvirkur rithöfimdur, enda landskunnur fyrir löngu á því sviði. Hér verða ritstörf hans ekki gerð að um- ræðuefni. En Stefáns Jónssonar verður þó ekki svo minnst, að ekki sé þess getið að nokkru er hann ritaði fyrir börn og unglinga svo málgengt sem það var lífsstarfi hans og snar þátt- ur af honum sjálfum. Barnasögur hans eru ekki ævintýri í fornum stíl og enn síður ævisögur hraða og spennu á atomöld. Engu að síður eru þær flestar heillandi ævintýri, meitluð út úr önn dagsins og hversdagslegum atburðum t.il- höggvin og fáguð af natni og hlýleik þess, sem ann öllu er lifir, og gerir sér far um að skyggnast lengra inn í hugarskot samferðamanna en almennt ger- ist. Sögur hans standa traust- um fótum í íslenzku þjóðlífi og bera vott um frábæra athyglis- gáfu og glöggskyggni á mönn- um og málefnum. Frásögn hans er látlaus og innileg og knýr lesendur til að líta með samúð og skilningi á sögupersónur, þótt sjónarmið séu margþætt og ólík. Barnasögur Stefáns Jónssonar eru merkar og sérstæðar bók- menntir, sem seint verða full- þakkaðar og metnar að verð- leikum. Og það mun ekki of- mælt, að enginn íslenzkur rit- höfundur hafi átt meiri ítök í æsku þessa lands en hann. Stefán var maður, sem ánægj- ulegt var að kynnast og gott að blanda við geði. Viðmót hans var létt og alúðlegt, og hverjum manni var hann ræðnari og glaðari í kunningjahópi. Hann var víðlesinn og gagnkunnugur sögu þjóðarinnar. Þjóðernis- kennd hans var mjög rík. Stóðst hann ekki reiðari, ef honum fannst þar hallað málum og gat þá orðið hvass og ómyrk- ur í máli. Hann var hreinn og beinn og sagði hiklaust eins og honum bjó í brjósti. Þó vissi ég engan vinsælli meðal sam- starfsmanna en hann. Stefán var viðkvæmur í lund og tók jafnan svari þeirra, er hann taldi órétti beitta. Hann var mannvinur í þess orðs bezta skilningi. Við lát hans hefur orðið skarð fyrir skildi. Skólinn á að sjá á bak traust- um og vinsælum kennara og þakkar langt og gott ævistarf. Samstarfsmenn yngri og eldri sakna afbragðs drengs og góðs félaga og þakka liðnar sam- verustundir. Stefán var kvæntur Önnu Aradóttur, Stefánssonar frá Stöðvarfirði. Er mjkill harmur að henni kveðinn við fráfall hans, og vil ég fyrir hönd okk- ar allra samstarfsmanna hans votta henni dýpstu samúð. Að síðustu viljum við hjónin votta innjlega samúð okkar og þakka margar ógleymanlegar samverustundir. Arsæll Sigurðsson. MORCUNBLADID

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.