Morgunblaðið - 20.05.1966, Blaðsíða 21
Fostudagur 20. maí 1966
21
MORGUNBLAÐIÐ
Sextugur í dag
Brandur Stefánsson
vegaverkstjóri, Vík
í DAG er Brandur Stefánsson,,
vegaverkstjóri í Vík sextugur.
Hann fæddist að Litla-Hvammi
í Mýrdal þann 20. maí árið 1906,
sonur Stefáns Hannessonar,
kennara þar, og konu hans,
Steinunnar Árnadóttur.
Brandur óslst upp við 811 venju
leg sveitastörf og stundaði sjó
frá Vestmannaeyjum á yngri ár-
um. Þá voru samgöngur allar við
Vestur-Skaftafellssýslu mjög erf
iðar. Vöruflutningar fóru mest-
xnegnis fram á sjó, og voru bæði
dýrir og áhættusamir vegna
hafnleysis. Ár voru flestar óbrú-
aðar og vegir slæmir.
Það varð hlutskipti Brands
Stefánssonar að gerast braut-
ryðjandi í samgöngumálum
Vestur-Skaftfellinga á landi og
fyrir það merka starf, sem hann
vann á þeim vettvangi, varð
hann þjóðkunnur maður.
' Brandur keypti sína fyrstu bif
reið árið 1927 eða 28 og voru þá
engin önnur ráð til að koma
henni austur til Víkur en að
flytja hana á sjó og skipa henni
upp í stykkjum á árabát.
Frá aldaöðli höfðu Skaftfell-
Ingar stuðzt við hestana í bar-
áttunni við jökulvötnin, þegar
þeir þurftu að komast leiðar
sinnar. Nú hófst Brandur handa
um fólksflutninga frá Vík.
Fyrst vestur að Markarfljóti,
meðan það var enn óbrúað.
Einnig austur yfir Mýrdalssand.
Allt var þetta miklum erfiðleik-
um háð, og oft lenti Brandur í
ótrúlegum svaðilförum með bíl
sinn í vötnunum. En ávallt tókst
honum að skila fólki og farangri
heilu heim. Á þessum árum
gekk hann almennt undir nafn-
inu Vatna-Brandur, og því nafni
heyrði ég hann fyrst nefndan.
Þegar vegir bötnuðu og fleiri
®g fleiri brýr voru byggðar, ók
Brandur árum saman (milli Vík-
ur og Reykjavíkur og síðar til
Kirkjubæjarklausturs, ýmist á
eigin vegum, eða fyrir aðra.
Mörg síðustu árin, sem hann
stundaði bifreiðaútgerð, var
hann sérleyfishafi á leiðinni
Beykjavík — Kirkjubæjar-
klaustur.
1 Margur hefði án efa gefizt upp
fyrir þeim erfiðleikum, sem
Brandur Stefánsson átti við að
glíma á fyrstu árum sínum sem
bifreiðastjóri í Skaftafellssýslu.
En hann var þá ungur maður,
karlmenni mikið að burðum,
stilltur vel og aldrei úrræðalaus,
á hverju sem gekk, enda hefur
aldrei verið að skapi hans að slá
undan, þótt erfiðlega blési
Vegna dugnaðar síns, æðruleysis
og ábyggilegheita í öllum við-
skiptum sínum við fólk, hlaut
hann almennt traust þeirra, sem
með honum ferðuðust.
göngu sem vegaverkstjóri. Þau
Guðrún og Brandur eru höfð-
ingjar í lund og hefur heimili
þeirra verið rómað fyrir gest-
risni og myndarskap. Þau eru
bæði manna greiðviknust og
spara hvorki fé né fyrirhöfn, ef
þau telja hjálpar þörf, enda eru
þau vinmörg innan héraðs sem
utan.
Enn er Brandur þéttur á velli
og þéttur í lund. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur átt traustan og
öflugan liðsmann þar sem hann
er, og er svo enn.
Hann glúpnar ógjarnan fyrir
andstöðunni, hvaðan sem hún
kemur og heldur fast fram sín-
um skoðunum, bæði í stjórn-
málum og á öðrum sviðum, en
fer þó aldrei með hávaða. Hefur
mörg þung báran brotnað á hon
um frá því fyrst, er hann hóf
baráttuna við skaftfellsku árn-
ar.
Ég vil í dag flytja Brandi
Stefánssyni, vini mínum, þakk
ir fyrir samveruna og samstarf-
ið í meira en áratug og óska
honum og fjölskyldu hans alls
góðs í nútíð og framtíð.
Ragnar Jónsson.
Kosningaskrifstofur
Sjálfstæðisflokksins
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur kosningaskrifstofur
utan Reykjavíkur á eftirtöldum stöðum:
AKRANESI
Vesturgötu 47, sími: 2240
opin kl. 10—12 og 14—22.
ÍSAFIRÐI
Sjálfstæðishúsinu II. hæð, simi 537 og 232
opin kl. 10—19.
SAUÐÁRKRÓKI
Aðalgötu 5, sími 23 — opin kl. 10—18.
SIGLUFIRÐI
Sjálfstæðishúsinu, sími 71154
opin kl. 13—19.
AKUREYRI
Hafnarstræti 101, sími 11578
opin kl. 10—12, 14—18 og 20—22.
NESKAUPSTAÐ
Hafnarbraut 24. Sími 249. Opin kl. 16—18 og 20—22.
VESTMANNAEYJUM
Samkomuhúsinu, Vestmannabraut 19, sími 2233
opin kl. 10—12, 14—19 og 20—22.
SELFOSSI
Hafnartúni, sími 291
opin kl. 9—17 og 19,30—21.
KEFLAVÍK
Sjálfstæðishúsiriu, sími 2021
opin kl. 10—19.
NJARÐVÍK
Skrifstofan er í gamla biðskýlinu við
Reykjanesbraut. Simi 2434.
HAFNARFIRÐI
Sjálfstæðishúsinu, sími 50228
opin kl. 9—22.
GARÐAHREPPI
Lyngási 8, sími: 51690 — 52340 — 52341
opin kl. 15—18 og 20—22,
laugardaga og sunnudaga kl. 14—18.
KÓPAVOGI
Sjálfstæðishúsinu, sími: 40708
opin kl. 9—22.
SELTJARNARNESI
Melabraut 56, sími 24378
opin kl. 18—22.
HVERAGERÐI
Breiðamörk 20, Varmalæk. Sími 97
opin 2—6 og 8—10.
ÆFRÆM
Utankjörstaðakosning
Þeir sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslumönnum,
bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta.
Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðis-
mönnum sem tala ísienzku.
Kosningaskrifstofa horgarfógeta í Reykjavík tr í Búnaðar-
félagshúsinu við Lækjargötu. — Skrifstofan er opin sem hér
segir: Alia virka daga kl. 10—12, 2—6, 8—10 og sunnudaga 2—6.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Hafnarstræti 19, 3. hæð,
veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utan
kjörstaðaatkvæðagreiðsluna.
Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10—10. Símar: 22637 og 22708.
Uppiýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 22756.
— Frú Sigurlaug
Framh. af bls. 19
— Ýmsar nýjungar hafa
verið teknar upp og vil ég
þar sérstaklega nefna starfs-
fræðsluna í unglingaskólum,
sem ég tel tvímælalaust mjög
gagnlega og jákvæða. Sama
vildi ég segja um hina auknu
fjölbreytni í verknámi á gagn
fræðastiginu og tilkomu sér-
stakra verzlunardeilda við
gagnfræðaskólana hér í
Reykjavík, sem gefið hafa
góða raun. — Þá hefir og ver-
ið tekið vaxandi tillit þeirra,
sem erfitt eiga með að til-
einka sér hið venjulega nám
og stofnaðar sérdeildir og sér-
skólar fyrir þá nemendúr og
er það spor í rétta átt, þótt
hér sé enn of skammt komið.
— Hvernig er starfsaðstað-
an í þínum skóla?
— Þetta er n<ú einn af eldri
gagnfræðaskólum borgarinn-
ar, svo að borið saman við
þessa splunkunýju, stendur
hann vafalaust nokkuð að
baki hvað ýmis þægindi snert
ir. Hinsvegar erum við það
vel sett, að öll tvísetning er
úr sögunni og aðalkennslunni
lokið á hádegi dag hvern, og
að jafnaði allri kennslu kl.
3 e.h. Þetta er auðvitað mik-
ill munur frá því er skóhnn
var yfirfullur og kennslan
stóð yfir til kl. 7 á kvöldin.
Vitanlega er einsetning í alla
skóla borgarinnar markið,
sem hlýtur að vera stefnt að
í framtíðinni og jafnvel þótt
það mark kunni enn að vera
nokkuð langt undan, þá ef
það augljós firra, sem and-
stæðingar borgarstjórnar-
meirihlutans klifa stöðugt á
nú fyrir kosningarnar, að
kyrrstaða og sinnuleysi ríki
'hér í húsnæðismálum skól-
anna, á sama tíma, sem hver
skólabyggingin annarri stærri
og glæsilegri hafa risið af
grunni fyrir augunum á okk-
ur.
— Og hvað viltu svo segja
um unglingana?
— Það er oft básúnast yfir
agaleysinu í skólunum okkar
og, að ég 'hygg, er það stór-
lega ýkt. Það vili oft verða
svo að það er fjasað yfir því
sem miður fer en þagað um
hitt, sem er í lagi. — Nú —
og svo er skuldinni auðvitað
oftast skellt á kennarann og
Skólann, þótt fólk ætti auðvit
að að vera það ljóst, að það
er varla við því að búast, að
barn eða unglingur, sem yfir
leitt hefir ekkert af reglum
og aga að segja heima hjá
sér, komi vel og kurteislega
fram í skólanum og hlýði þar
öllum settum reglum. Auðvit
að eru það heimilin, sem hér
verða að leggja grundvöllinn,
sem skólarnir byggja á og
foreldrum þýðir ekki — og
mega raunar alls ekki —
varpa ábyrgðinni af sér í
þessu efni, eigi ekki illa að
fara.
Það er eðlilegt og sjálfsagt
að við gerum kröfur til hins
opinbera — ríkis og bæjar —
um hverskonar lifsþægindi
og þjónustu okkur til handa.
Við börgum okkar skatta og
útsvör og eigum sannarlega
skilið að fá nokkuð fyrir okk
ar snúð. Ekki hvað sízt vilj-
um við vera kröfuhörð hvað
snertir góðan aðbúnað og vel
ferð barna okkar og æsku-
fólks, sem á að erfa landið.
En fyrst og fremst verðum
við þó, sem komin erum til
vits og þroska, að gera kröfur
til okkar sjálfra um forsjá og
uppeldi hinna ungu, sem okk
ur er trúað fyrir, Barnaheim-
ili, skólar, tómstundaheimili
og æskulýðshallir, hversu
ágætt sem allt þetta er, er í
sjálfu sér engin lausn á þeim
vanda, sem að okkur steðjar
í uppeldismálum. Ég held, að
aukin ábyrgðarkennd og
festa frá hendi hinna eigin-
legu uppalenda — foreldra og
heimila sé það, sem okkur
myndi hér reynast heilla-
drýgst í nút'íð og framtíð,
sagði frú Sigurlaug að lok-
um.
1 Brautryðjendastarf Brands
Stefánsson, varð án efa til þess
að hraða vega- og brúargerð í
Vestur-Skaftafellssýslu meira
en ella. Fyrir það mega sýslung-
ar hans þakka honum og gera
það líka eflaust.
' Brandur er kvæntur Guðrúnu
Jóhannesdóttur, og eiga þau 4
uppkomin börn. Þau hófu bú-
skap í Vík, en bjuggu síðan um
nokkurra ára skeið í Reykjavík.
En í byrjun heimsstyrjaldarinn-
ar síðari, fluttu þau aftur austur
til Víkur og eiga þar heima enn.
Um það leyti réðist Brandur sem
verkstjóri til Vegagerðar ríkis-
ins ,en annaðist jafnframt sér-
leyfið og rak gistihús í Vík
ásamt konu sinni. Fyrir all-
mörgum árum seldi hann hó-
telið og lét sérleyfið af hendi.
Síðan hefur hann starfað ein-
Þá skaut Spori því strax fram, að þeir
skyidu bara ferðast fótgangandi, en skip-
stjórinn minnti hann þá á hve heitt væri
í veðri þarna. — Þið munuð ekki ná langt
í þessum hita, sagði hann.
Júmbó samdi þá við Bodo, að hann
leigði þeim uxann sinn og kerruna. Og
Bodo flýtti sér af stað til þess að ná í
uxann, já, og matarkörfuna, meðan ......
Ferðafélagarnir komu sér vel fyrir í
gömlu og rúmgóðu kerrunni. Hún bauð
að vísu ekki upp á fullkomnustu þæg-
indi, en hún var samt ákaflega þægileg,
og það fór vel um niann.