Morgunblaðið - 28.05.1966, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.05.1966, Qupperneq 1
32 síður og Lesfoék 53. Srgðngur. 120. tbl. — Laugardagur 28. maí 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins. VF — 12 A — TITAN — Hjá : Liockheed verksmiðjunum í ■ Burbanks í Kaliforníu er nú : unnið af kappi að undirbún ■ ingi að smíði framlíðarfar- : þegaflugvélar Bandaríkja- ■ manna, L-2000-7, sem á að : geta flutt 266 farþega yfir At- ■ Jantshafið á tæpum tveimur : tímum. Fyrirrennarar þessar ; ar farþegavélar eru orrustu- : þoturnar YF 12A og SR-71, ■ sem báðar fljúga töluvert : hraðar en hljóðið fer, eða yfir ■ 3500 km á klukkustund. Vél : þessi, sem nú er unnið að á | að geta lent á styttri flug- : brautum en farþegaþotur • þær, sem nú eru í notkun. ! Gripið til varúðarráð stafana í Vietnam Ho Chi IHinh sagðtir fariun til Síína, þar sem talið er, að hann mtini fara fram á aukna aðstoð KONSÚLL Bandaríkjanna í Hue, háskóiabænum í Suður- Víetnam, sem er í norður- hluta landsins, hefur gefið út tilskipun, þar sem segir, að allir óbreyttir borgarar skuli „Fullur stuðningur við Evrópumenn" - segir Rusk, og telur óeirbir i S-Vietnam stabbundnar Washington, 27. maí — AP — — NTB — Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Dean Rusk, sagði í dag á blaðamannafundi, að þær þjóðir, sem nú mynda meginstoðir Atlantshafs- bandalagsins, bafi fengið um það boð frá Bandaríkjastjórn að bandarískt herlið muni halda áfram að vera í V- Þýzkalandi, og verði ekki fækkað í því liði, svo að nokkru nemL „Við höfum látið þá skoðun í ljós“, sagði Rust, að jafn- lengi og V-Þýzkaland þurfi á bandarísku varnarliði að halda, þá muni það verða þar í landi. Um síðustu atburði í S-Viet- nam sagði Rusk, að þar væri um ræða mótmæli hópa manna, sem ættu lítið skylt við meirihluta þjóðarinnar, og óeirðir þær, sem orðið hefðu að undanförnu, ættu rót sína að rekja til einangraðra, en háværra radda, sem ekki túlkuðu á neinn hátt vilja þjóð- arinnar í baráttunni gegn komm únistum. í lok ummæla sinna sagði Rusk, að við því væri að búist, að ráðamenn í Alþýðulýðveld- inu Kína myndu halda áfram tiiraunum með kjarnorkuvopn. M utesa ersagður vera enn á hfi, en enginn veit um dvalarstað hans Kampala, 27. maí. — (NTB) FORSETI Uganda, Milton Obote, staðfesti í dag, að Ed- ward Mutesa, konungur í Bugunda, eins fjögurra kon- ungs- eða furstadæma í Ug- anda, bafi komizt undan á flótta, er stjórnarher Uganda réðist á konungshöllina sl. þriðjudag. Framhald á bls. 30 hafa sig á brott, þar sem við því megi búast, að Búddistar, sem andvígir eru stjórn lands ins, leggi til atiögu. Fréttaritarar í Hue segja, að ástandið sé mjög alvarlegt. Hins vegar kom ekki til neinna meiri háttar mótmæla aðgerða í Saigon, höfuðborg landsins, í dag. í Da Nang, þar sem mikið hefur verið um mótmælaaðgerðir undan- farna mánuði, er einnig til- tölulega rólegt. Starfsmenn konsúlsskrifstof- unnar í Hue hafa skipað um 270 bandarískum hernaðarráð- gjöfum i vaktstöður, og talsmenn bandarískra yfirmanna hersins á þessum slóðum hafa látið að því liggja, að komi til alvarlegra mótaðgerða gegn bandarískum mönnum þar á sta'ðnum, verði gripið til svo harkalegra mót- aðgerða, að jafngildi sjálfsmorði. Bandaríkjamenn haaf orðið fyr ir aukinni gagnrýni Búddista a undanförnum sólarhringum, vegna stuðnings þeirra við stjórn Ky flugmarskálks. í dag efndu Búddamunkar til mótmæla, bæði gegn stjórn Ky og Bandaríkjamönnum, og fór það fram fyrir framan hús kon- súls Bandaríkjamanna í Hue. Á Framhald á bls. 31 Engin tæki til björgunar New York, 27. maí. — (AP) — DR. EUGENE V. KONECCI, einn helzti ráðgjafi Johnsons, Bandaríkjaforseta í geimferða málum, sagði í dag, að enn myndu líða a.m.k. þrjú, til fjögur ár, þar til tekizt hefði að fullkomna tæki, sem bjarg- að gætu geimförum, sem ó- happ kynni að henda, meðan á dvöl þeirra í geimnum stendur. Sagði Konecci, að kæmi ó- happ fyrir, meðan á Gemini 9 tilrauninni stendur í næstu viku þannig að geimfarið gæti ekki lent, væri engin íeið til að koma geim- förunum, Addrin og Lovell, t'il aðstoðar. London og Lusaka, 26. mai NTB Koparverð hækkaði í dag um tæpt fjórða þúsund ísl. króna á málm-markaðinum í London vegna deilnanna um koparflutn- inga með jámbrautinni frá kop- arvinnslusvæðunum í Zambiu um Rodesiu til utanskipunar- hafna í portúgölsku Mozamb- ique. Hafa koparfélögin í Zamb- íu tilkynnt að svo kunni að fara að þau geti ekki staðið við gerða samninga um sölu á kopar af þessum sökum. Truflanir á ferðum yfir Ermarsund — London, 27. maí. — AP-NTB SJÓMANNAVERKFALLIÐ í Bretlandi kemur til með að valda miklum truflunum og erfiðleikum um hvítasunnu- helgina. Þúsundir ferða manna bíða nú eftir því að komast sjóleiðina yfir Ermar- sund til Dunquerque. Framhald á bls. 30 Frökkum meinuð afnot af kjarnorkuher USA Segir Frakkland sig að fullu og öllu úr MATO? Washington, 27. maí — AP störfuðu í anda samkomu- AP TALSMENN bandarískra heryfirvalda lýstu því yfir í gær, að yrði franskur her tekinn undan sameigin- legri herstjórn Atlantshafs bandalagsins, myndi franski herinn framvegis engin afnot fá af kjarnorku vopnum Bandaríkjanna. Sögðu talsmennirnir, að þær þjóðir einar myndu fá afnot af bandarískum kjarnorkuvopnum, sem lags bandalagsríkjanna. Frakkar lýstu því nýlega yf- ir, að franskur her á vestur- þýzkri grund mýndi ekki lúta stjórn Atlantshafsbandalags- ins frá júlímánuði n.k. að telja. Bandaríkin hafa haft með höndum alla yfirstjórn kjarn- orkuvopna, en franskur her, sem dvalizt hefur í Vestur- Þýzkalandi undir stjórn At- lantshafsbandalagsins, hefur haft aðgang að þeim vopna- birgðum. Ummæli talsmanna banda- riska hersins nú eru mun á- kveðnari en áður, og héldu þeir því jafnframt fram, að gangi Frakkland með öllu úr bandalaginu, muni samningur frá 1960, þar sem kveðið er á um afnot Frakklands að kjarn orkuvopnabirgðum Bandarikj anna, falla úr gildi af sjálfu sér. Talsmennirnir lýstu samtím is áhyggjum sínum yfir því, að stjórnir margra Evrópu- ríkja hefði dregið úr fjárveit- ingum til landvarna, á sama tíma og Bandaríkin halda á- fram að leggja miki'ð fé af mörkum til varna Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.