Morgunblaðið - 28.05.1966, Side 15

Morgunblaðið - 28.05.1966, Side 15
Laugardagur 28. maf MORCU NBLAÐIÐ 15 19 daga skemmtiferð til Rínarlanda Brottför: Með Kronprins Olav þ. 20. júfní (mánud.). Heildarverð: kr. 14.900,00. Innifalið í verði: Skipsferð með Kronprins Olav á II. farrými í 4ra m. klefa, flugferð heim frá Gautaborg, bílferð svo sem segir í ferðalýsingunni, allar gistingar miðaðar við 2ja m. herbergi, í Hamborg og Kaupmannahöfn aðeins morg- unmatur, en annars einnig annaðhvort há- degis- eða kvöldyerður, fararstjóm og sölu- skattur. Sérstakar greiðslur: 3ja m. klefi á Kronpr. Olav 1. farr. 900,00 2ja m. klefi á Kronpr. Olav 1. farr 1350,00 1 m. klefi á Kronpr. Olav 1. farr. 2050,00 1 m. herbergi á hótelum alla leið 900,00 Flugvallaskattur í Gautaborg SKR 15,00. Ekki innifalið í verði: Drykkjarvörur með mat eða önnur per- sónuleg útgjöld. Gististaðir: Kassel: Hotel Atlantik. Heidelberg: Hotel Perkeo. Koblenz: Hotel Union. Altenberg: Hotel Altenberger Hof. Hamburg: Hotel Popp/Phönix. Kaupmannahöfn: Hotel Absalon. Gautaborg: Hotel Volrat Tham. Fararstjóri: Katrín Árnadóttir. Ferðin sem hér er lýst er eingöngu Rínarferð. 'Þetta er ferð um Norðurlönd og Þýzkaland. A£ Norðurlöndum sjáum við Gautaborg, suðurhluta Svíþjóðar, Kaupmannahöfn, eyjarnar Sjáland og Lá- land auk viðkomunnar í Færeyjum. Þýzkalandi eru gerð góð skil, en þar er farið um Rínarhéruðin og auk þess komið til margra annarra merkra staða svo sem Heidelberg og t.d. Hamborgar. Rin arferðir eru sem annað margvíslegar og mismunandi, en þessi ferð er þannig úr garði gerð, að farið er nokkuð hægt yfir og þeir staðir skoðaðir, sem um aldaraðir hafa verið rómaðir fyrir fegurð. Auk þess er nægur tími í borgunum Hamborg og Kaupmanna- höfn fyrir þá, sem njóta vilja stórborgarlífsins og verzla. 20. júní Siglt frá Reykjavík áleiðis til Færeyja. 21. júní: Á sjó. 23. júní: Viðkoma í Þórshöfn í Færeyjum. Tilvalið að skoða bæinn. 23. júní: Á sjó. 24. júní: Komið til Kaupmannahafnar. Bíllinn bíður við skips- hiið reiðubúinn að hefja langferðina. Er haldið út úr Kaupmanna- höfn sem leið liggur suður Sjáland. í Rödbyhavn er stigið um borð í glæsilega ferju og siglt til Þýzkalands. Seint um daginn er komið til Travemúnde, sem er þekktasti baðstaður Þjóðverja við Eystrasalt. Þar er m.a. stórt spilavíti og margt annað skemmtilegt. 25. júní: Ekið frá Travemúnde til Lúbeck og síðar eftir „Auto- bahn“ til Hamborgar og Kassel. 26. júní: Suður af Kassel verður landslagið fjölbreyttara. Dagleið in er skemmri en áður og við gefum okkar tíma til að staldra við og skoða þá staði, sem eftirsóttastir eru. Við förum um Marburg, Frankfurt og Mannheim áður en komið er til Heidelberg. 27. júní: Dvalið um kyrrt í Heidelberg. Um daginn skoðum við m.a. furstahöllina með hinum fræga vínkjallara, bæinn sjálfan, sem er nafnkunnur háskólabær og um kvöldið er sjálfsagt að heimsækja einnig krárnar, sem stúdentarnir hafa sótt um aldaraðir. 28. júní: Nú hefst hin eiginlega Rinarferð. Ekið er með ánni Neck ar frá Heidelberg til Mannheim, en síðar með Rín sjálfri. Farið er um fallegustu Rínarhéruðin og komið til m.a. Worms, Mainz og Boppart. Áfangastaður er Koblenz. 29. júní: Þennan dag er aðeins haldið stutta dagleið, enda margt að sjá. Um hádegi erum við stödd í höfuðborginni Bonn og skömmu síðar í Köln. Gist er í litlum bæ, Altenberg utan Köinar. 20. júní Ekið til Hamborgar og komið þar seinni hluta dags. 1.-2. júlí: Tveir dagar um kyrrt í Hamborg. 3. júlí: Haldið frá Hamborg til Kaupmannahafnar. 4. -5. júlí: Tveir dagar um kyrrt í Kaupmannahöfn. 6. júlí: Frá Kaupmannahöfn til Gautaborgar. 7. júlí: Dvalið í Gautaborg. 8. júlí: Flogið að morgni til íslands. tölNID & LEIÐIR ff,r’ IMVTT SÍIVIANIJIVIER: 24313 (3 línur)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.