Morgunblaðið - 28.05.1966, Síða 16

Morgunblaðið - 28.05.1966, Síða 16
16 MORGU HBLADIÐ Laugardagur 28. maí 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti \5. Sími 22480. Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 5.00 eintakið. LANDIÐ, FÓLKIÐ OG VEGIRNIR ¥ T vítasunnuhátí ð er fram- undan. Fjöldi fólks leitar úr kaupstöðunum út um sveitir, upp til jökla og fjalla. En vegirnir eru ennþá marg- ir illa færir vegna aurbleytu. Sumir liggja ennþá undir snjó. Sú staðreynd verður ekki sniðgengin að íslenzka þjóð- vegakerfið er ennþá harla ófullkomið. Við eigum í raun og veru aðeins einn fullbyggð an veg, Keflavíkurveginn nýja. Með byggingu hans voru mörkuð tímamót í sögu íslenzkrar vegagerðar. Við íslendingar hljótum að sjálfsögðu að stefna að því að gera þjóðvegi okkar úr var- anlegu efni. Hinir ófullkomnu malarvegir nægja aðeins með an við erum að teygja ak- vegakerfið um landið og skapa akvegasamband milli hinna ýmsu landshluta. En einnig á því sviði eigum við miklu verki ólokið. te Okkur íslendinga greinir á um margt, einnig um það í hverra þágu vegirnir séu lagðir. Kjarni málsins er þó sá, að þeir eru gerðir í þágu þjóðarinnar allrar. Góðir og fullkomnir vegir eru frum- skilyrði framleiðslu félags- og menningarlífs. Fólkið í kaupstöðunum við sjávarsíð- una þarf jafn mikið af góð- um og greiðfærum vegum að halda og fólkið, sem býr í sveitinni. Þegar snjóalög eða aðrar náttúruhamfarir loka vegunum vantar fólkið í kaupstöðunum mjólk og ým- is önnur nauðsynleg mat- væli, sem það fær úr sveit- inni. Allir íslendingar vilja auk þess geta ferðast um Iand sitt, notið fegurðar þess og kynnzt lífi og starfi sinnar eigin þjóðar. Deilurnar um það í hverra þágu vegirnir séu lagðir eru því eins heimskulegar og fá- nýtar og hugsast getur. Á síðustu árum hafa fram- lög verið aukin verulega til vegamála, fyrst og fremst með hækkun benzínskatts, sem síðan hefur verið látinn ganga til vega- og gatna- gerðar. Æskilegt væri að önnur gjöld af umferðar- tækjum yrðu einnig látin ganga til vegabóta. Stefna verður að því að aðalþjóð- brautir landsins verði steypt- ar eða malbikaðar. Til þess að koma þeirri nauðsynlegu umbót í framkvæmd þarf mjög aukið fjármagn. te Sannleikurinn er sá að góð- ir og öruggir vegir breyta lífi fólksins á marga lund til hins betra. Það munu þeir þegar hafa fundið sem farið hafa Keflavíkurveginn nýja síðan hann var tekinn í notkun. En jafnhliða því sem ráðizt verð- ur í að steypa og malbika að- alþjóðbrautirnar verður að leggja áherzlu á að Ijúka hið allra fyrsta vegagerðum í þeim landshlutum, sem búa við lélegt akvegasamband. BRETAR OG SAMEIGINLEGI MARKAÐURINN ^uðsætt er nú að Bretar stefna að þátttöku í sam- eiginlega markaðinum. — George Brown, varaforsætis- ráðherra Breta, lýsti því yfir nýlega að Bretar óskuðu eftir að gerast þátttakendur í þess- um efnahagssamtökum og ynnu nú að því að finna grundvöll, sem hægt væri að byggja þátttöku þeirra á. Fyrir síðustu þingkosning- ar í Bretlandi voru leiðtogar Verkamannaflokksins ekki eins hreinskilnir um fyrirætl- anir sínar og afstöðu gagn- vart sameiginlega markaðn- um. íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn lýstu því hins vegar hiklaust yfir að þeir teldu aðild Breta að sameiginlega markaðnum óhjákvæmilega. — Frakkar hindruðu eins og kunnugt er aðild Bretlands að þessum samtökum fyrir tveimur ár- um. Eftir er nú að sjá hver afstaða Frakka verður til yf- irlýsingar brezku stjórnarinn ar. Verður að telja líklegt að Frakkar standi ekki lengur 1 vegi fyrir þátttöku Breta. En aðild Breta að sameiginlega markaðnum mundi örugglega þýða það að EFTA-löndin myndu flest sækja um aðild að sameiginlega markaðnum. Aðalatriði þessa máls er það að þjóðir Evrópu gera sér ljóst í vaxandi mæli að þær verða að auka efnahagssam- vinnu Evrópuþjóða. Af því hlyti að leiða viðskiptalega einangrun okkar og margvís- legt óhagræði. Þess vegna ber brýna nauðsyn til þess að við Íslendingar fylgjumst vel með því, sem nú er að gerast út í Evrópu í þessum efnum. hefur nú tekið að sér smíð'i nýs brjóts í Saulniervilie. Einn meginkostur brim- brjóta af þessari gerð er sá. að skelli á honum alda, t.d. 4 m. há, þá þeytist löðrið ekki 8 m. upp í loft, eins og við eldri gerð, brjóta, heldur hún sinni fyrri hæð. Því veld- ur, að veggur brimbrjótsins er götóttur og breytir það eðli afls þess, sem í öldufall- inu er falið. Sá sjór, sem inn um götin fer, fyllir þar sér- stakt rými, er tæmist með sjálfu útfallinu, og getur það því tekið við næsta falli. Þrír helztu meginkostir þess ara nýju brimbrjóta eru: • Þeir mega vera lægri, en væri um brjóta af venju- I legri gerð að ræða. I • Úr dregur sjólöðri, þeg- ar um mikið brim er að ræða, og batnar því öll aðstaða til vinnu á bryggjum. • Smíði brjótaruna er ekki ( flóknari en eldri gerða. Brimbrjoturinn við Baie Comeau, 1 Quebec. Ný tegund brimbrjóta gefur mjög góða raun í Kanada VIÐ þann hluta strandar Nova Scotia, sem er fyrir opnu hafi, er nú verið að gera ákaflega athyglisverðar tilraunir með nýja gerð brimbrjóta. Er þar beitt nýrri tækni gegn vanda- máli, sem löngum hefur erfið- að mjög alla aðstöðu í þeim höfnum, sem brimasamt er við. — í meginatriðum er gerð nýju brimbrjótanna þann ig, að í stað steinkerja er steyptur brjótur alsettur göt- um. Að baki honum er sér- stakt rými, sem tekið getur mikið magn af sjó, sem siðan rennur aftur út, milli öldu- falla. Það er rannsóknarráð Kana da, sem gert hefur þær grund vallarathuganir, sem sta<nda að baki þessum nýju fram- kvæmdum, og hefur starf þess dregið mjög úr öllum byrjun- arkostnaði, svo að nú er talið fjárhagslega hagkvæmt að reisa þessa nýju gerð mann- virkja. Fyrsta tilraunin, sem gerð SÍS Nærmynd frá brjótnum. var með slíkain brimbrjót, var gerð í Baie Comeau, í Quebec 1962. Þar var þá gerður rúm- lega 800 m. langur brjótur (sjá mynd), og hefur hann reynzt mjög vel. Það fyrir- tæki, sem um smíðina sá, Mc Namara Construction Ltd., Fred C. Christopherson Bondurískui rit- stjóri hér á ierð FRED C. Chirstopherson, fyrrv. ritstjóri frá Suður-Dakota í Bandaríkjunum, er hér á ferð, í upphafi ferðar sinnar um Norð- urlöndin, þar sem hann flytur fyrirlestra um norrænar erfðir í Miðvesturríkjunum, bandaríska blaðamennsku og viðhorf í bandarískum stjórumálum. Christopherson var blaðamað- ur, ritstjóri og útgefandi dag- blaða í Miðvesturríkjunum í meira en hálfa öld. Hann er fram kvæmdastjóri Félags bandarískra dagblaðaritstjóra og er vel þekkt ur í blaðaheiminum. Hann er varaforseti Mount Roshmore National Society og hefur starf- a'ð mikið í Rótaryfélagsskapn- um og verzlunarmannafélögum. Hér dvaldist Christopherson dagana 26., 27. og 28. maí. Hann flutti erindi í Rótaryklúbb Aust- urbæjar á hádegisfundi á fimmtudag. — Elliðaár Framhald af bls. 32 um haflnarstæði gæti aldrei orðið að ræða í voginum, og ber raunar lítt að harma það með tilliti til ánna, sem í hann falla. Samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur er ráð fyrir því gert, að Elliðavogurinn verði allur fylltur upp, þ.e. út til móts við Gelgjutanga. Þarna eiga að koma grænar grundir, tré og blóm. Um þessar grund ir eiga Elliðaárnar að falia í opnum farvegi. Mbl. sneri sér til Þórs Guð- jónssonar, veiðimálastjóra, og innti hann eftir því, hvort framkvæmdir þessar myndu hafa slæm áhrif á laxgengdina í ELliðaánum. „Ráð hefur verið fyrir því gert“, sagði Þór, ,að láta far- veg ánna liggja meðfram aust urlandinu á kafla þ.e. á sama stað og áin fellur nú frjáls, en síðan á hún að taka á sig beygju til norðurs, móts við Steypustöðina, og renna í sjó inn fyrir miðju vogsins, eftir opnum farvegi eftir að upp- fyilingin sjálf er komin. í sjálfu sér á laxinm að geta fundið ána og gengið upp í hana, og ætti því ekki að þurfa að verða truflun á laxa göngum vegna framkvæmda þessara, nema því aðeins að einhver óhreinindi kæmust í ána, sem fældu laxinn frá, en það vonar maður að ekki verði“. Svo virðist, að ef Eldhús- hylurinn er frátalinn, veiði harla lítil eða engin breyting á veiðistöðum við ósinn. Þann ig verður ekki annað séð, en Steinninn frægi, sem laxveiði menn þekkja, muni áfram standa fyrir sínu og er það vel. Hins vegar er steinn sá, sem málaður var að ofan, horfinn, en hann gaf til kynna hvenær veiða mætti við sjálf- an ósinn og hvenær ekki eftir sjávarföllum. Vonandi verður fundinn steinn í hans stað. Skrifstofa borgarverkfræð- ings veitti M)bl. þær upplýs- ingar í gær, að sáð yrði í upp- fyllingu þá, sem þegar er kem in, eins fljótt og auðið vœri, og jafnfrarot að unnið yrði að frekari uppfyllingu vogsins jafnt og bétt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.