Morgunblaðið - 28.05.1966, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.05.1966, Qupperneq 24
24 MORGUNBLADIÐ r ÍLaugardfagur 28. maf 19S0 FERÐASKRIFSTOFA Enn sem fyrr bjóðum við yður fullkomnustu ferðaþjónustu, sem völ er á. Á einum stað íáið þér allt, sem þér þurfið til ánægjulegrar skemmtiferðar, sumar- leyfisferðar eða viðskiptaferðar: FARSEÐLA með öllum farartækjum lofts, láðs / og lagar, pantaða HÓTELGISTINGU, fullkomnar upplýsingar um lönd og lýði og KAUPSTEFNUR víðs vegar um heim. Við sækjum um FERÐAGJALDEYR- INN fyrir yður, og SENDUM yður öll ferðagögn heim, ef það kemur sér betur fyrir yður. Alla þessa þjónustu og meira til fáið þér hjá Ferðaskrifstofu Zoega ÁN NOKKURS AUKAGJALDS, og í kaupbæti áratuga starfsreynzlu og þekk- ingu okkar og umboða okkar um allan heim. ■ E ZOEGA HAFIMARSTRÆTI 5 SIIHAR 2-17-20 og 1-19-64 HÓPFERÐIR EINST AKLINGSF ERDIR MIÐEVRÓPLFERÐ 5. ágúst Unaðsleg ferð um fegurstu héruð Evrópu. Farið um Þýzkaland, Sviss, Ítalíu, Austurríki og endað í London. 19 ógleymanlegir dagar undir öruggri leiðsögn hins kunna söngkennara Sigurðar Demetz Franzs- sonar. Meðal viðkomustaða má nefna Frankfurt, Heidelberg, Freiburg, Ziirich, Luzern, Lugano, Milano, Verona, Bolzano, Innsbruck, Miinchen og London. Óperuvinum gefst tækifæri til að sjá Aida og Rigoletto á hinni frægu óperuhátíð í Veróna. SPÁNN 1. SEPTEMBER Spánn er nú orðið vinsælasta ferða- mannaland álfunnar, enda ekki að furða, því töfrar landsins eru hríf- andi og margvíslegir. Hér gefst kostur á mjög skemmtilegri bílferð um suður og vestur Spán, sem endar með vikudvöl á lúxushótel- inu Tres Carabelas í Torremolinos. 3 dagar í Madrid, m. a. farið á nautaat. Einnig komið til Toledo, Cordoba, Sevilla, Jerez, Algericas, Gíbraltar og margra fleiri staða á Spáni. Fararstjóri er Þórður Örn Sigurðsson, menntaskólakennari. ITALIUFE 16. SEPTEMBER í þessari ferð munuð þér sjá allt, sem ftalía er fræg fyrir, listager- semar Flórens, skakka turninn í Písa, hina helgu borg Assisi, hinn dásamlega Napólíflóa, hina undurfögru Kaprí, Amalfí, hinar dular- fullu rústir Pompeii og — Róm, ,'borgina eilífu". Á heimleiðinni komið fvið í London, og auk kynnisferðar i um borgina farin ferð til Windsor \ kastala og Hampton Court hallar. ÍFararstjöri í þessari ferð er Valtýr ÍPétursson, listmálari. I bæklingunum IT KJARAFERÐIR ZOEGA 1966 og FLJÚGUM í FRÍIÐ bjóðum við, yður yfir 50 mismunandi einstaklingsferðir til rúmlega 30 landa, auk SKEMMTISIGLINGA um Vestanvert Miðjarðarhaf, til Eyjahafsins og Litlu Asíu. í bæklingunum bjóðum við einnig hópferðir brezkra og danskra ferðaskrifstofa á IT grundvelli, og margt fleira. Dæmi um IT einstaklingsferðir: Suðurströnd Englands Vestanvert Miðjarðarhaf 12 dagar Kr. 10.660 (skemmtisigling) frland og England 19 dagar Kr. 26.800 14 dagar Kr. 10.380 Costa del Sol Luxemborg og Sviss 17 dagar Kr. 19.800 14 dagar Kr. 14.780 Costa Brava Egyptaland 15 dagar Kr. 17.685 18 dagar Kr. 24.054 Grikkland 22 dagar Kr. 22.555 Edinborgarhátíðin 7 dagar Kr. 6.975 Ferðaskrifstofa Zoega hf. er lykiN yðar að ánœgju- legu sumarleyfi. Við hlökkum til að bœta yður í hóp ánœgðra viðskiptavina okkar, og munið, að öryggi yðar og vellíðan á ferðalagi er mesta kappsmál okkar VERIÐ ÆTÍÐ VELKOMIN í HAFNARSTRÆTI 5 FERÐASKRIFST OFA ZOEGA HF

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.