Morgunblaðið - 28.05.1966, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.05.1966, Blaðsíða 28
MORGU NBLADIÚ Laugardagur 28. maí 1966 28 Mary Raymond: STÚLKA MEÐ CRÍMU Allir voru afskaplega spenntir fyrir þessum dansleik. Hann átti að verða alveg sérstakur í sinni föö. Eða það hafði að minnsta kosti gestgjafi okkar, frú Sheld- on, ætlað honum að verða. Hovenden Hall var Tudor- höll, reist af föður eins hirð- tnanns Elísahetar, en aukin og tndurbætt af syni hans, þegar hann komst í mjúkinn hjá drottningunni, en svo hafði blá- ciauður aðalsmaður á tuttugustu íldinni selt hana nýríkum auð- tnanni, Barry Sheldon, sem hafði grætt á sælgæti og leik- föngum. Barry Slheldon hafði byrjað <ftir styrjöldina, með eftirlaun- ta sín í bílskúr og með konu sína *ér til hjálpar. Þau höfðu bæði þrælað eins og skepnur. Hvor- agt þeirra var neitt að súta «mekk, eða áberandi eyðslusemi, eða samvizku út af því að vera rvona rík, þegar aðrir voru svo fátækir. Eins og siður var á Elísalbetartímanum, stráðu þau peningunum kring um sig, og ekkert var til sparað, að dans- leikurinn gæti orðið velheppn- aður og i þess tíma stíl. Hópur atvinnuleikara hafði verið feng- inn til að leika þátt, og helzt úti í garðinum, ef veður leyfði, en annars í stóra salnum með söng- pallinum. Og svo átti að verða söngur og hljóðfærasiáttur eins og forðum daga, sigling á tjörn- inni og flugeldar. Oll skemmtun in átti að byggjast á heimsókn Elísabetar til Hovenden Hall, einhverntíma eftir 1670. Flestar þessar upplýsingar komu frá Jill Stansfield. Eins og bún hafði sagt mér þegar við hittumst fyrst, var hún stöðugur gestur í Sorrell. Hún lét svo sem þetta væri vegna hestanna. Og ekki var því að neita, að hún var sérlega lagii. við hesta, og jafnvel þótt hún hefði hatað Steve, er trúlegt, að hún hefði komið samt, bara hestanna vegna. En það var nú öðriv nær en hún hataði hann. Mig langaði nú ekkert til að angra hana, en tilfinningarnar, sem höfðu þróazt hjá mér til Steve, urðu ekki lagðar í lág- ina, og þá ekki afibrýðissemi hennar. Og samt var það svo, að hún hafði ekkert að óttast af minni hendi því að þetta var ekki var- anlegt. Bráðum yrði ég farin og horfin henni sjónum og svo Steve, langt burt frá Sorrell, og kæmi aldrei aftur. Þegar hér var komið var ég ekki farin að geta mér neins til um tilfinningar Steve til mín. Mér nægði, að þama var eitt- hvað — eitthvert dularfuilt sam band, sem hafði breytt fordóm- um hans gagnvart mér. Ég braut ekki einu sinni heilann um, hvort tilfinningarnar væru ein- göngu mín megin. Ég kærði mig ekki um að viðurkennna það opinberlega. Við töluðum ekkert um sjálf okkur. Hann snerti mig aldrei, ekki einu sinni hönd mína sem snöggvast. Hann sló mér aldrei gullhamra. Einu sinni hafði hann sagt, að ég væri forkunnar fríð. Ég minntist ekki þeirra orða þá. Samtal okkar hefði n---------------------------□ 18 □--------------------------□ þriðji aðili alltaf mátt hlusta á, og samt var þarna eirihver dul- arfullur samruni huganna, ein- hver skilningur, sem unaðslegur var að verða vör, og ég var viss um, að ég hefði aldrei reynt fyrr á ævinni. Veðrið hélt áfram að vera gott, og daginn sem dansleikurinn átti að fara fram, hefði það ekki getað betra verið. Steve hélt kvöldverðarboð. I>ar voru Jill, Peter og imgfrú Daly, sem hafði verið dregin inn í alla þessa kæti, kannski gegn vilja sínum, ennfremur ég og einir sjö kunningjar Steve. Við söfnuðumst saman í setustof- unni, kannski dálitið feimin í þessum 16,-aldar búningum okk- ar, konurnar sigldu áfram í víðu FERÐIR I VIKU BEINA LEIÐ TIL L0ND0N Verzlanir f Piccadilly, veitingahúsin í Soho, leikhúsin í West End, lista- safnið f Tafe og flóamarkaðurinn á Porto Bello. ALLT £R ÞAÖ f LONDON Ferðaskrifstofumar og Flugfélagið veifa allar upplýsingar. &W FLUGFÉLAG ISLANDS N£r /CELANDAIR kjólunum sínum, eins og skip undir fullum segíum, og karl- mennirnir reigðu sig dálítið til þess að leyna feimni sinni. Og ég skal játa, að við vorum öil dálítið hlægileg, rétt eins og krakkar, sem eru að „leika leik- rit“. Ég sat við annan borðendann hjá Steve, en borðið hafði verið stækkað vegna gestanna. Og aldrei þessu vant var Sorrell nú blómum skrýtt, rétt eins og í þá daga er þar ríkti umhyggju- söm húsmóðir. Ég leit yfir borðið á Steve og augu okkar mættust. Hann leit á mig dapur á svip, rétt eins og hann væri hræddur um, að allt kvöldið yrði misheppnað, en þá dró sá sem sat hjá mér að sér athygli mína, svo að ég leit af Steve aftur. Við vorum annars einkennileg ur og ósamstæður hópur. Jill, sem sat hjá Steve, átti að vera Lady Jane Gray. Andspænis henni sat Anna Boleyn — og ekki sú eina, sem við áttum eftir að sjá þetta kvöld. Ég hafði Sir Walter Raleigh til annarrar handar, en Spenser til hinnar. Sjálf var ég einhver nafnlaus kona við hirð Elísabetar, þar eð mér hafði ekki gefizt tóm til að velja mér sérstakt hlutverk. Kjólinn minn var heldur ekki eins sannsögulegur og sá, sem Jill var í, en hann hafði verið tekinn eftir samtíma málverki. Minn var sniðinn af leikhús- skraddara, en hann var mjög fallegur og ég var alveg ánægð með hann. Rauða hárið í hárkoll unni, var afturkemibt og í gylltu neti með blómsveig í. Húsbyggjendur Hjá oss fáið þér m.a.: gólfflísar á kr. 112,00 pr. ferm. veggflísar á kr. 130,00 pr. ferm. gólflista, tröppunef, handriða- plast, þvottakantlista og vatnsslöngur. V TRELLEB0R6 er gæða merki. '(junnaí Sfyge/Móon h.f. Suðurlandsbraut 16 • Reykiavik - Slimefni: >Volver« - Simi 35200 ÍSABELLA SOKKAR 30 DENIER SLÉTT LYKKJA eru nú kamnir í verzlanir í nýjasta tízkulit. Mjúkir Fallegir Margföld ending Smðsöluverð kr. 42.oo ■ mkbubbbbmbnrbmbbbknrrbbbbbbbbbbbbn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.