Morgunblaðið - 26.06.1966, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 26.06.1966, Qupperneq 5
Sunnudagur 26. júní 1966 MORGU NBLAÐIÐ 5 ÞAÐ HEFUR aS vonum vak- ið mikla athygii, er Carl Sæ- mundsen stórkaupmaður frá Blönduósi gaf Alþingi Is- lendinga 17. júni hús það í Kaupmannahöfn, er Jón Sig- urðsson forseti bjó í frá 1852 —1879. Gjöf þessi var gefin til minningar um hinn látna Alþingisforseta og baráttu hans fyrir endurheimt frels- is og sjálfstæðis íslenzku þjóðarinnar. Það þótti því ekki úr vegi að kynna gef- andann, Carl Sæmundsen stór kaupmanna fyrir lesendum Morgunblaðsins og skýra frá ætt hans og umhverfi hér á landi, og frá því, er hann hélt til Danmerkur. í viðtali við Mbl. skýrði Carl Sæmundsen frá því, að hann væri fæddur 14. febrúar 1886 á Blönduósi. Foreldrar hans voru hjónin Magdalena Margrét og Pétur Júlíus Sæ mundsen. Carl ólst upp í for- eldrahúsum, en las undir Lat ínuskólann hjá séra Hjörleifi Einarssyni á Undirfelli 1 Vatnsdal og varð stúdent 1905. í hópi samstúdenta hans voru m.a. Páll Eggert Ólafs- son og próf. Ólafur Lárusson, ÚR ÖLLUM ÁTTUM „Minning Jóns Sigurðs- sonar er mér eitt og allt" Stutt viðtal við Carl Sæ- mundsen, stórkaupmann Carl Sæmundsen en enn á lífi eru aðeins þeir próf. Guðmundur Thoroddsen og Björgúlfur Ólafsson, lækn- ir. Carl Sæmundsen kvaðst hafa haldið utan þá um haust íð til háskólans í Kaupmanna höfn með þá ætlun í huga að verða augnlæknir, en þar sem það var einn augnlæknir í Reykjavík og fjórir stúd- entar úr fyrri árgöngum höfðu byrjað á augnlæknis- námi, áleit hann, að í því væri engin framtíð, — en alltaf Ihefði það verið áform sitt að snúa aftur heim til íslands. Stungið hefði verið upp á, að hann legði stund á lögfræði, en þar sem alltof margir hefðu byrjað' á þeirri grein áður, til þess að hann gæti hugsað sér hana, varð niðurstaðan sú, að hann ákvað að kynna sér hag fræði við háskólann. Því námi hætti hann eftir að hafa tekið próf við Griiners hand elsakademi í Kaupmannahöfn og hætti þá við frekara nám, þrátt fyrir það að hann hefði haft rétt á námsstyrk við Kaupmannahafnarháskóla í tvö ár í viðbót. Eftir þetta byrjaði Carl sína eigin verzlun í Kaup- mannahöfn, sem hann hefur haldið áfram síðan. Carl sagði að lokum að frekari atriði varðandi lífsferil sinn skiptu litlu máli í sambandi við minn ingu Jóns Sigurðssonar, sem væri sér eitt og allt í sam- bandi við gjöf þess húss, sem forsetinn bjó svo lengi í, til Alþingis íslendinga. fslending um yrði þessi gjöf vafalaust kærkomin, því að sjálfsagt hefði vaknað mikill áhugi á því eftir hans dag, að íslend ingar eignuðust þetta hús og myndiu þeir þá ef til vill hafa orðið að kaupa það dýrum dómum. -k Sex bátar fá net í skrúfu f FYRRADAG aðstoðaði Goða- nesið 6 báta eftir að net höfðu farið í skrúfur þeirra út af Her- disarvík í Selvogi. MlbL hafði samband við skip- stjórann á Goðanesinu, Jón Eyjólfsson og spturði, nánar um þetta. Jón sagði, að mikill straum ur væri við landið á þessum slóðum og bátarriir væru mjög nálægt landi. í fyrradag hefði verið mjög stórstreymt og ættu bátarnir erfitt með að athafna sig í fallaskipl^num og átta sig ekki á straumskiptunum, sem af þeim leiða. Jón kvað Goðanesið hafa að- stoðað 13 báta í þessum mán- uði og dregið tvo til lands. Um borð eru tveir kafarar. Olivetti Audlt ER BÓKHALD YÐAR í FULLKOMNU LAGI? ÞARFNAST ÞAÐ ENDURSKIPULAGNINGAR? Bezta lausnin er gott kerfi og olivetti BÓKHALDSVÉL Við aðstoðum yður við uppsetningu bókhaldsins. G. Helgason & Melsteð hf. Rauðarárstíg 1 — Sími 11644. Styrkir á sviði tæknifr. og heil- brigðisþjónustu EVRÓPURÁÐH) veitir á árinu 1967 styrki til náms og kynnis- ferða fyrir lækna og starfsfólk í heilbrigðisiþjónustu. Tilgangur styrkjanna er að styrkþegar kynni sér nýja tækni í starfsgrein sinni í löndum inn- an ráðsins. Styrkurinn er veittur hverjum einstaklingi í einn til 12 mán. og er að upphæð franskir frank- ar 850 til 1000 á mánuði, auk ferðakostnaðar. Styrktímabilið hefst 1. apríl 1967 og lýkur 31. maxz 1968. Umsóknareyðublöð ásamt upp- lýsingum fást í skrifstofu land- læknis og í dóms- og kirkju- málaráðuneytinu. Umsóknir skulu sendar dóms- og kirkjumálaráðuneytinu fyrir 1. okt. n.k. LOGl GUÐBRANDSSON héraðsdómslögmaður Laugavegi 12 — Sími 23207. Viðtalstími kl. 1—5 e.b. ATHUGIB Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. LITAVER SF. Neodon plastgólfdúkur með filt undirlagi. Verð pr. ferm. kr. 147,00. — Margir litir. Linoleum parket dúkur. — Verð pr. ferm. kr. 157,00. — Margir litir. Enskur pappadúkur. — Verð pr. ferm. kr. 40,00. — Parketlitir. Kanadískt og hollenzkt Veggfóður í viðarlitum og fl. — ódýrt Linoleum parket gólfflísar. — Verð pr. ferm. kr. 128,00 og 135,00. Einnig enskar, þýzkar og amerískar gólfflísar í úrvali. Ennfremur lím fyrir alla ofangreinda liði. Litaver sf. Grensásveg 22 og 24

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.