Morgunblaðið - 26.06.1966, Page 17

Morgunblaðið - 26.06.1966, Page 17
t Sunnuðagur 28. Jöní 1968 MORCUNBLAÐID 17 „Enginn þorir annar en ég66 HINN 28. marz sl. hélt Einar Ol- geirsson eins og oftar ræðu í neðri deild Alþingis, og sagði þá, — eins og oftar — m.a. þetta: „í>að er stundum eins og þori enginn að tala um þá kosti, sem eru við verðbólgu, annar en ég hér í deildinni. Og ég held, að það sé mjög óraunsætt. Ég er jafn mikið reiðubúinn eins og aðrir til að vinna að því að stöðva verðbólguna, en ég geri mér alveg veí ljóst, hvaða kostir hafa verið vfð hana með hennar miklu meiri ókostum og hennar mikla óréttlæti. Verðbólgan hefur verið ékaflega harðvítugur spori í því að koma hér upp nýjum fyrir- tækjum. Vitleysan hefur hins- vegar legið í því, hvað óskipu- lögð þau fyrirtæki hafa verið. En eitt er í sambandi við lífeyris sjóðina alveg hreint ótvírætt. Og það er það ástand, sem nú ríkir á íslandi, að 80—90% t.d. af launafólki, þar með töldum meira að segja hafnarverkamönnum eða ófaglærðum verkamönnum, eigi sínar eigin íbúðir. I>áð á- stand hefði verið óhugsandi án þeirrar verðbólgu, sem geisað hefur nú þessi tuttugu ár. Allt- svo, menn hefðu ekki unnið sér fyrir þessum íbúðum og staðið undir því af sínum launum ein- um saman. Það, sem hefur hjálp- að þeim með það, er þessi verð- bólga“. Magnús vep;ur að Einari Nú er það svo, að Einar Ol- geirsson hefur um sumt sínar sérskoðanir. Að undanförnu hef- ur mjög verið talað um vaxandi einangrun hans, jafnvel innan þrengstu klíku kommúnista. Einn er samt sá, sem talinn hef- ur verið óbilandi stuðningsmað- ur Einars, Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans. Kenning hans hefur yfirleitt verið talin bergmál af boðskap Einars. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Magnús hefur hinsvegar ekki valið þann kost að vega 'beint að Einari. Hann þykist senda skeyti sín í allt aðra átt, og veit þó, að þau hitta engan fremur en hans verndarvætt, Einar. Klókindi Magnúsar koma fram í því, að hann þykist síð- ustu mánuðina vera mikill óvin- ur verðbólgunnar og lýsir því nú, að það sé einungis hinn versti maður sem hafi gefið „í skyn að verðbólgan væri á ýms- an hátt æskileg“. f Þjóðviljanum hinn 9. júní íegir: „í fyrrahaust mætti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á blaðamannafundi í útvarpssal. Hann var þá. m.a. spurður býsna mikið um verðbólguna og ófarn- að stjórnarstefnunnar á því sviði, en athygli vakti, að hann vildi sem minnst úr því vanda- tnáli gera og gaf jafnvel í skyn að vertíbólgan væri á ýmsan hátt æskileg. Svipaður tónn hefur síðan sézt í ýmsum ritsmíðum þessa stjórnmálamanns". „Erfiðasta vanda- málið46 Ógerningur er að elast við öll þau ósannindi, sem í Þjóðviljan- um birtist. Sá, sem það gerði, hefði ærið að starfa myrkranna á milli. En einmitt vegna sam- bands Magnúsar Kjartanssonar við Einar Olgeirsson og af því, að Magnús Kjartansson spurði í umræddum útvarpsþætti Bjarna Benediktsson mest um verðbóig- una, er fróðlegt að athuga orða- akiptin, sem þá ur*ðu um það efni. Þess vegna hefur þeirra verið aflað, og skulu þau hér birt orðrétt eins og þau komu frá út- varpinu. Viðtal þetta fór fram hinn 25. október 1965. Snemma í viðtalinu sagði Magnús Kjartanssön: „Forsætisráðherra, þegar talað er um störf og stefnu, eins og við ætlum að fara að gera, þá er það víst háttur stjórnmálamanna, að þeir láta vel af sínum eigin afrekum og tíunda misgerðir and stæðinga sinna, draga upp mynd- ir í hvítum lit og svörtum, en veröldin er ekki svona einföld. Mig langar til að spyrja yður, hvað þér teljið sjálfur mestu mis tök, sem þér og ríkisstjórn ýðar kunnið að hafa gert seinustu ár- in, og af hvaða málum þér hafið mestar áhyggjur eins og sakir standa?" Þessu svaraði Bjarni Benedikts son umsvifalaust: „Fljótsagt, þá er auðvitað erf- iðasta ■ vandamálið verðbólgan. Það fer ekki á milli mála. Og ég hygg, að einkum á árinu 1963 að of seint hafi verið brugðizt við. „Samt var það nú eitt aðal- verkefni þessarar stjórnar í upp- thafi, að því, er forustumenn hennar sögðu og hennar sérfræð- ingar, að leysa þennan vanda“. Bjarni Benediktsson svarar: „Það var eitt af verkefnunum. Já. Við skulum hafa það rétt. Það var eitt af verkefnunum. Og það hefur tekizt að forða því, að þetta yrði til atvinnustöðvunar og hindrunar á eðlilegri uppbygg ingu. Nú, það er eins og stundum hefur komið fram, að þáð eru vissir kostir þessu samfara. Og miklu fleiri en einstaka fjárafla- menn, sem vilja halda þessu á- standi við. Menn úr öllum flokk- um hafa sagt við mig: Já, verð- bólga að vissu marki er öllum til góðs. En það er ekki sú viður- kennda kenning“. þingis, verkalýðshreyfingin I heild og vinnuveitendur samein- ist um, að þetta sé átak, sem þurfi að gera. Og þar verður að velja á milli og segja við viss félög, sem nú þegar hafa mun betri aðstöðu en aðrir, að þeir verða að una því, að þeir lakast settu fái bætur, sem hinir eigi ekki að fá uppbætur fyrir til jafns, hvað þá meira“. Sáu hækkan- irnar fyrir Síðan barst talið að öðrum efnum, þar á meðal sexmanna- nefndinni, sem ákveður búvöru- REYKJAVÍKURBRÉF Það voru ýmsar ástæður, sem til þess lágu, sem ég skal ekki fara út í núna. En auðvita'ð getur maður alltaf sagt: Það hefði átt að bregðast við einhverju, sem skeð hefur með nokkuð öðrum hætti en sem gert var. En þetta eru þau einu beinu mistök sem mér sýnist nú að hafi verið gerð: Að það hafi verið of seint gripið til ráðstafana, eins og vatðandi erlendar lántökur og annað slíkt; takmörkun á þeim hefði betur verið gerð fyrr — fleiri ráðstafanir, sem gerðar voru þeg ar leið á árið“. Gerði mest úr því vandamáli Þegar þetta er lesið, þá hlýtur mann að furða á því, að maður- inn, sem spurði, skuli hafa geð í sér til þess að segja, að Bjarni Benediktsson hafi „sem minnst viljað gera úr vandamáli ver’ð- bólgunnar", því vandamáli, sem Bjarni hiklaust sagði vera hið „erfiðasta". Hið sama kom og glögglega fram í þeim orðaskipt- um, sem á eftir fóru. Þá sagði Magnús Kjartansson: „En verðbólgan hefur nú verið ákaflega mikið og alvarlegt1 vandamál lengi og ekki sízt þenn- an tíma, sem núverandi stjórn hefur verið við völd.“ Bjarni Benediktsson svaraði: „Það hefur verið svipað vanda- mál alla tíð síðan ég kom á þing, getur maður sagt. Þetta hefur veri'ð aðalviðfangsefnið frá því 1942. Og stjórnir hafa verið myndaðar til þess að reyna að leysa þennan vanda. Hefur oft 1/autgard. 25. júní , Magnús Kjartansson segir: „Nei, en verðbólgan hefur nú farið yfir þetta vissa mark, er ég hræddur um. Nýlega kom t.d. í ljós af vísitölunni, að almennar neyzluvörur vísitölufjölskyldu hefðu meira en tvöfaldazt í verði í tíð núverandi stjórnar." Bjarni Benediktsson svarar: „Já, á þessu árabili. Það eru nú sex ár. Þar er nú eins og við segjum: Meðaltími stjórnar á ís- landi hefur fram að þessu veri'ð rúmlega tvö ár, svo,ég held, að stjórnin geti tekið upp saman- burð um þessar verðhækkanir og þenslu við hverja aðra. Ann- ars hef ég ekki tölur við hend- ina núna, en það væri fróðlegt að gera þann samanburð.“ Una þeir, að hinir lakast settu fái bætur? Einar Olgeirsson bilað samvinnan vegna þess að ekki tókst að leysa hann. Ég held, að það sé ekki alvarlegra núna heldur en það hefur verið, síður en svo, en það verður að játa, að þennan vanda hefur okkur ekki tekizt að leysa“. „Ekki sú viður- kennda kenming66 Samtalið heldur áfram og Magnús Kjartánsson segir: verð. f því tilefni sagði Magnús Kjartansson: „Eins og þróunin hefur verið hér, þá eru það tiltölulega tak- mörkuð atriði, sem þessi sex- Síðan sagði Styrmir Gunnars- son: „Nú hefur ríkisstjórnin leitast við að hafa góða samvinnu við verkalýðshreyfinguna, annars- vegar um takmörkun verðbólg- unnar og hinsvegar um lagfær- ingar á hag hinna lægstlaunuðu í þjóðfélaginu. Teljið þér, að þessi viðleitni stjórnarinnar hafi borið fullnægjandi árang- ur?“ Bjarni Benediktsson svarar: „Það er nú ekkert fullkomið, sem ég þekki. En ég er ekki í nokkrum vafa um það, að ég vil segja það vinsamlega samband, sem hefur verið að mörgu leyti, — þó að við séum á gagnstæðri skoðun, — hafi þegar gert mjög mikið gagn og haft tilætluð áhrif að vissu marki. Það er enn eftir að koma í ljós, hvaða áhrif samningarnir í sumar hafa haft. Ég vil ekki fara leynt með það, að ég tel, að þar hafi orðið um sumt meiri hækkanir en skyn- samlegt hafi verið, einmitt út frá sjónarmiði launþega. En varð andi það meginatriði, að knýja fram styttingu vinnutímans, þá fóru þessir samningar í rétta átt. En ég hef haldið því fram, að það væri ekki eðlilegt, að þeir sem nú þegar hafa miklu styttri vinnutíma en verkalýður, þeir ættu &ð hagnazt á því og heimta bætur sér til banda, vegna þess að þeir, sem raunverulega eru verst staddir, hafi fengið nokkra leiðréttingu sinna mála. En ég verð að játa það, að þessu hef- ur ekki verið nægilega fylgt nú. Það hefur verið reynt að fylgja því að verulegu leyti, en ég játa það, að það hefur ekki tekizt að fylgja því nægilega, og það verð ur ekki gert hvorki af stjórnar- innac hálfu einnar, né heldur einstakra verkalýðsfélaga eða vinnuveitenda, slíku verður ekki komið í framkvæmd, nema því aðeins að ríkisstjórn, hverjir sem í henni eru, með atbeina A1 i Magnús Kjartansson manna-nefnd í raun og veru úr- skurðar. Þessi mikla verðhækk- un, sem orðið hefur á landbún- aðarafurðum, sem hafa hækkað víst meira en nokkrar aðrar vörur, hún stafar fyrst og fremst af þessari almennu verðbólgu í landinu og hinni almennu stefnu ríkisstjórnarinnar. Og þessi nefnd hefur eiginlega aðeins orðið útreikningsatriði á áhrif- um, sem þegar eru komin". Þessu svaraði Bjarni Bene- diktsson svo: „Jú. Þetta er rétt. Við skulum játa það, að þessi nefnd, hún ræð ur ekki við sjáifan meginvand- ann í málinu. Hinsvegar held ég, að það sé ekki hægt að segja, að það sé vegna stefnu ríkis- stjórnarinnar og hennar „verð- bólgustefnu", sem þessi hækkun hefur orðið. Við skulum segja: Sú hækkun á landbúnaðarvöru, sem varð í haust, hana var í raun og veru hægt að reikna út strax, þegar kaupgjaldshækkanirnar sáust í vor. Jafnt fulltrúar verka lýðsins sem aðrir, sem inni í þessum málum voru, gátu gert sér grein fyrir þessu. Og ef við hefðum verið spurðir, þá hefð- um við getað fengið hagstofu- stjóra til þess að leggja fram um þetta útreikninga þegar í stað. Og að nokkru leyti voru þeir strax fyrir hendi. Þannig að þarna fylgist alltaf að orsök og afleiðing. En við getum alltaf deilt um það: Er það sá, sem hækkar verðið af því að kaup- gjaldið hefur hækkað, sem ber ábyrgðina, eða er það sá, sem hækkar,kaupgjaldið, sem ber á- byrgðink? Þetta er búið að deila um svo lengi. Þarna er þróun, sem eins og ég sagði áðan, við allir í sameiningu og hver og einn — því allir hafa gengið að því að reyna að leysa þennan vanda, — oklcur hefur ekki tekizt ennþá að leysa þetta til hlítar". Dettur ekki í hug að gefast upp Enn sagði Magnús Kjartans- son: „Nei, en hefur ekki ríkisstjórn in 1 hyggju að reyna nú að gera einhver átök til þess að stöðva þessa verðbólgu, sem hefur leik- ið okkur svona grátt undanfar- ið?“ Bjarni Benediktsson svarar: „Það er svipað eins og ég sagði varðandi styttingu virmu- 'tímans, að^ þessu verður ekki komið fram, nema allir þeir, sem hafa úrslitaáhrif í þessum efnum, leggist á eitt. Og ég játa það, að þó að ég sé mjög ósam- mála ráðamönnum í Alþýðu- sambandinu í stjórnmálum og í mörgu því, sem þeir hafa gert, þá hef ég talið það höfuðnauð- syn að reyna að koma á mál- efnalegu samstarfi milli rikis- stjórnarinnar og þeirra, tU þess að leysa þennan vanda. Og ég segi: Þó að það takist ekki til hlítar í fyrstu og annarri tilraun, þá dettur mér ekki í hug að gefa upþ þá viðleitni. Vegna þess að þarna eru svo ríkir hagsmunir í veði að ég er sannfærður um, að það verða fleiri og fleiri sem sannfærast um, að þetta er rétta leiðin, áður en yfir lýkur“. Magnús Kjartansson segir: „Og svo eru nú til aðilar í'þjóð félaginu, sem hafa hag af þessari verðbólgu og reyna áreiðanlega að kynda undir henni þess vegna“. Bjarni Benediktsson svarar: „Það er eins og við sö^ðum áðan: Það eru til menn, sem hafa hag af því, og það eru til einstakir braskarar, sem við er- um allir á móti, sem beinlínis vilja viðhalda henni til þess að græða á henni. En við skulum játa, að það eru fleiri öfl heldur en þeir, sem telja að viss verð- bólga sé æskileg, og þau öfl eru í öllum flokkum og öllum stétt- um“. Eiður Guðnason segir: „Þér sögðuð áðan, forsætisráð- herra, að verðbólgan væri stærsta efnahagsvandamálið, sem við væri að etja. Hverjar mynduð þér segja að væru orsakir eða helztu orsakir verðbólgunnar?" Bjarni Benediktsson svarar: „Það er sjálfsagt erfitt að lýsa því til hlítar. En er það ekki meginástæðan, að menn ætla að taka meira til sin, hver hópur, en til er, til þess að skipta? Og þáð á ekki við um neinn ein- stakan hóp, heldur alla þá mis- munandi sundurgreindu hópa í þjóðfélaginu". „Verðbólgan er ekki æskileg66 Samtalið heldur áfram með því að Indriði G. Þorsteinsson segir: „En lítið þér ekki svo á, for- sætisráðherra, að t.d. bara þessi mikli þrýstingur, sem hefur orð- ið í þjóðfélaginu síðastliðin tutt- ugu-þrjótíu ár, menn hafa þurft að byggja upp allt hér eiginlega frá grunni, að það sé nú kannski stór ástæða fyrir þðssu, sem að þegar bylgjan er gengin yfir lag- izt dálítið af sjálfu sér, ef skyn- samlega er á haldið?“ Bjarni Benediktsson svarar: „Það er auðvitað enginn vafi á því, að þessar stórkostlegu framkvæmdir, sem hér hafa orð- ið, og allsherjar uppbygging á stuttum tíma, þetta er kannski frumorsökin. Við getum játað það að það sé frumorsökin. Nú, sumir segja, að þetta nafi ekki verið hægt að gera nema með vissri verðbólgu. Við skulum segja: Ég hitti í fyrra mann frá Gyðingalandi, sem var vel kunnugur þar. Þar hefur ástand- ið áð ýmsu leyti verið svipað og hjá okkur, ákaflega ör uppbygg- ing og mikil verðbólga. Hann var beinlínis verjandi verðbólg- unnar og sagði: „Já, án hennar hefðum við ekkert getað gert af því, sem við höfum gert“. Ég Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.