Morgunblaðið - 10.07.1966, Side 1

Morgunblaðið - 10.07.1966, Side 1
28 síður og Lesbók 53. árgangur. 154. tbl. — Sunnudagur 10. júlí 1966 Frentsmiðja Morgunblaðsins. Johnson fyrirskipar endurskoöun tillagna — um að hefta frekari út- breiðslu kjarnorkuvopna Washington, 9. júlí, NTB. HAFT er eftir áreiðanlegum beimiidum íWashington, að John son, forseti, hafi gefið ráðgjöfum BÍnum fyrirskipun um að taka til nýrrar yfirvegunar og endur- skoðunar tillögur Bandaríkja- stjórnar um samkomulag er miði að því að hefta frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna, — og athuga möguleika á því að ganga lengra til móts við kröfur Sovétstjórnar- innar. Á blaðamannafundi sl. Iþriðju- dag lagði forsetinn áherzlu á nauðsyn þess að slíkt samkomu- lag yrði gert, — en ýmsar skoð- anir eru sagðar uppi um það innan Bandaríkjastjórnar hverj- ar tilslakanir eigi að gera í því Bkyni að auðvelda samkomulag. Hæsti þröskuldurinn á vegi sam- komulags er sagður andstaða Sovétstjórnarinnar gegn fyrirætl unum um kjarnorku'herstyrk NATO. Segir samkvæmt þessum heimildum, að utanríkisráðuneyt- ið bandaríska telji, að taka verði skipan kjarnorkumála NATO á þann veg að V-Þjóðverjar geti við unað fram yfir samkomulag um hindrun úíbreiðslu kjam- orkuvopna. Johnson, forseti, von i-st hins vegar til þess, að unnt verði að skipa málum svo, að V-Þýzkaland fái hlutdeild í skipulagningu kjarnorkustyrks NATO, án þess beinlínis að þeir eigi sjálfir kjarnorkuvopn. Gerir hann sér vonir um, að stjómirn- ar í Bonn og Moskvu fallist á slíka skipan málanna. Rússar beygöu sig fyrir kröfum Rúmena Búkarest, Búmeníu, 9. júlí, NTB. TAL.SMAÐUR Sovétstjórnarinn- ar í Búkarest staðfesti í gær- kvöldi, að á leiðtogafundi Varsjár bandalagsins í vikunni hefðu ekki verið ræddar sérstaklega fyrirætlanir um að efla banda- lagið hemaðarlega. Fréttamenn höfðu haft eftir góðum heimildum, að leiðtog- arnir sovézku hefðu orðið að beygja sig fyrir kröfum rúm- ensku leiðtoganna og ekki farið fram á sérstakar viðræður um þetta mál. Hinsvegar var í gær birt löng yfirlýsing, þar sem sagði í lokin, að aðildarriki Varsjára'bndalagsins væru ákveð- in í að efla mátt sinn og varnar- möguleika. Aðalatriði yfirlýsing- arinnar var hinsvegar ósk um, að dregið yrði úr spennunni í Evrópu skref fyrir skref og á- skorun til V-Evrópuríkjanna um að taka þátt í al-evrópskri ör- yggisráðstefnu. Eina hernaðar- lega hótunin, sem fram kom í ísland ofarlega ó listn New York, 9. júlí NTB. • Dr. Franz Pick, sérfræðing- ur í gjaldeyrismálum hefur ný- Iega gert yfirlit yfir efnahags- ástand 79 þjóða — sem hann byggir á peningaveltunni á hvern einstakling miðað við bandaríska dollara. 1 yfirliti þessu eru Svisslendingar efstir á blaði með veltu, er neimur 403.58 dollurum á hvern íbúa. Islendingar eru ofarlega á list- anum, nr. 15, með veltu, er nem ur 113.27 dollurum á hvern íbúa — en neðst á listanum er Indó- nesía, þar sem veltan nemur að eins 53 eentum á hvem íbúa. Fimmtún efstu löndin eru Frarnh. á bls. 2 yfirlýsingunni var gagnvart V- Þýzkalandi og áætlunum Vestur- veldanna um að koma á fót sam- eiginlegum kjarnorkuher. Segir, að verði af þessum fyrirætlunum eða V-Þjóðverjum á einhvern hátt fengin yfirráð yfir kjarn- orkuvopnum, muni Varsjárbanda lags ríkin gera nauðsynlegar gagnráðstafanir. Vietnam: Geníarráðstefnan verði síðasti liður friðarviðræðna — ekki hinn fyrsti — segir utanrikisráðherra Kanada Ottawa, Hong Kong, Saigon, Honolulu 9. júlí. • Paul Martin, utanríkisráð herra Kanada, sagði á fundi í neðri málstofu kanadíska þingsins í gær, að samkvæmt upplýsingum, sem stjórn hans hefði borizt, væri til- gangslaust að kalla saman á næstunni Genfarráðstefn- una frá 1954. Sagði hann að ráðstefnan sú væri heppi- legri sem síðasti liður friðar- viðræðna en hinn fyrsti. • Martin gerði að umtals- efni tillögur frú Indíru Gandjhis, forsætisráðherra Indlands, sem um þessar mundir er stödd í Kairo og fer þaðan áfram til Júgóslavíu og Sovétrxkjanna. Hún hefur mælzt til þess að stjórnir Bretlands og Sovétríkj- anna,- sem höfðu á hendi for- mennsku ráðstefnunnar 1954, kalli hana saman á ný. Wilson, iorsætisráðherra Bretlands, er því hlynntur, en Sovétstjórnin mótfallin. Indland og Kanada eiga fulltrúa í Alþjóðaeftirlits- nefndinni, sem skipuð var til þess að sjá svo um að ákvæð- um Genfarráðstefnunnar yrði framfylgt. Reiðubúin til baráttu. • Kínverska fréttastofan „Nýja Kína“ segir í dag, að Kínverska heimavarnarliðið hafi haldið fundi víða um landið og lýst sig reiðu'búið til baráttu gegn banda- rískri heimsvaldastefnu. Segir fréttastofan, að á fundinum hafi loftárásirnar að undanförnu ver- ið fordæmdar og hver ræðumað- ur á fætur öðrum hafi lýst sig reiðubúinn að veita þjóðinni í N-Vietnam aðstoð í baráttunni við Bandaríkjamenn. Verði af- leiðingarnar árás Bandaríkja- manna á Kína þá því fyrr, því betra, segir Nýja Kína eftir ræðumönnum. 9 Vietnam málið hefur verið til umræðu í Honululu, á tveggja daga ráðstefnu bandarískra her- foringja á Kyrrahafssvæðinu. Þar sagði Robert McNamara, land- Góðan dag, gott fólk, hér er I ég að virða fyrir mér heim- inn — og er nema von að ég setji upp undrunar- og að- dáunarsvip. Það er svo gam- ' an að fá að fara niðrí bæ í I kerrunni minni, sjá allt fólk- i ið, bra-bra, bílana og svo margt, max-gt fleira, sem ' fullorðna fólkið veit ekkert I um. — Ég er það dýrmætasta | og fallegasta. sem til er, og i gerið það nú fyrir mig að , fara vel með þann fjársjóð. ( Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) varnarráðherra, að kommúnistar í Vietnam hefðu að þessu sinni látið hjá líða að auka hernáðar- aðgerðir sínar, meðan staðvinda- Framhald á bls. 27 Frakkar sprengfa aftur 14. júlí París, 9. júli — NTB: UPPLÝST var í París i gær- kveldi, að næsta kjarnorku- sprenging Frakka muni væntan lega gerð 14. julí nk., eða svo skjótt eftir það sem veður leyfir. Fyrsta tilraunin var gerð 2. júlí sl. og er búizt við, að tilraunun um haldi áfram fraui til nóvem- bermánaðar nk .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.