Morgunblaðið - 10.07.1966, Page 5

Morgunblaðið - 10.07.1966, Page 5
Sunnudagur 10. jfllí 196® MORGU NBLAÐIÐ 5 i ÚR ÖLLUM ÁITUM KIRKJUFERJA heitir bær í Ölfusi, stendur við Ölfusá rétt á móti Selfossi. Þó held- ur neðar við ána. Mun hafa verið ferja þarna þegar bæ- irnir í kring áttu kirkjusókn að Kaldaðarnesi. Seinna var kirkja þeirra í Arnarbæli, en hún flutt þaðan að Kot- strönd. Maður gæti ímyndað sér að þarna væri ekki sérlega fal- legt, þar sem láglendi er mik- ið á þessu svæði. En þegar Hjónin á Kirkjuferju með börn sín. — Aftari röð frá vinstri: Árni, Guðný (búsett í Hafnar- firði), Helga (í Hveragerði), Snorri, Ástríður (búandi á Hofi í Álftafirði) og Arngrímur. — Fremri röð: Guðmundur, Margrét húsfreyja, Margrét yngri, Bjarni (á Akureyri), Vilhjálm- ur, Baldur bóndi og Grétar. Ekki ríkur af ððru en við- skiptunum við konuna - npp úr því hofði ég börnin Rætt við Baldur bónda á Kirkjuferju ekið er niður afleggjarann, sem liggur af þjóðveginum undir Ingólfsfjalli og komið er heim að Kirkjuferju, sést að þetta er mesti misskiln- ingur. í norður og austur er fjallasýn. Hekla og jöklarnir skarta í austri, áin rennur breið neðan við túnið og hand an hennar rísa Eyrarbakki og Stokkseyri stundum í skemmtilegum hillingum og jafnvel Vestmannaeyjar lyft- ast á tveimur eða þremur hæðum upp yfir sjóndeildar- hringinn. Þannig var það í góða veðrinu fyrir viku, er blaðamaður Mbl. renndi 1 hlað, og var alúðlega tekið af húsráðendum, Baldri bónda Guðmundssyni og húsfreyj- unni, Margréti Bjarnadóttur. Húsbóndinn lagði umsvifa- laust niður vinnu tli að spjalla við gesti og Margrét bakaði pönnukökur. — Einn höfuðkosturinn við að vera í sveit, er einmitt sá, að maður getur sér að skað- lausu eytt dagstund eða jafn- vel degi með fólki, sem mann langar til að tala við, sagði Baldur, þegar við reyndum að afsaka það að spilla vinnu- friði á bænum. — Þetta höf- um Við fram yfir kaupstaða- fólkið, sefn alltaf er að fara í eða úr mat eða ná í vinnuna í tæka tíð og er alveg bund- ið af klukkunni, þó það langi til að ræða við mann. Baldur hefur búið á Kirkju ferju í 19 ár. Hann er ættað- ur vestan úr Önundarfirði, frá Hesti, og fór að heiman til Reykjavíkur á 17. ári. Mar- grét húsfreyja er aftur t móti Sunniendingur, frá Grund á Kjalarnesi. — Við vorum svo lánsöm að byrja snemma að eignast börn. Og ég treysti mér ekki til að ala börn upp í Reykja- vik, eins og á að ala þau upp, segir Baldur. Á þeim árum var ég verkamaður í Reykjavík. Þetta var á atvinnuleysisár- unum, og ég held að hættu- legast öllum sé iðjuleysi, börnum og fullorðnum. Það er áreiðanlega betra og líf- rænna fyrir börn að vera inn- an jam gróður og skepnur og hafa eitthvað fyrir stafni en að vera í mismikilli óþökk á götunni. Og Baldur heldur áfram: — Ég held að varla sé hægt að leggja verra á heimilisföður en að fá ekki að vinna. Ég fékk að reyna það. Á þessum árum, eða 1935—1940, var verkamanna- kaupið um 3000 kr. með því að hafa vinnu allt árið, sem varla nokkur maður gerði. Ég var mest við byggingar og gat ekki reiknað með nema um þriggja mánaða vinnu á ári. Og eitt árið komust tekjurn- ar niður í 1850 kr. Þá borg- aði ég 55 kr. fyrir lélega tveggja herbergja íbúð undir risi inni í Sogamýri. Svona var þetta. Og til að koma í veg fyrir atvinnuleysið, fór ég hingað. Ríkið á þessa jörð, hafði tekið hana eignarnámi árið 1941. Og ég fékk ábúð- ina á henni. — Var þá sæmiiegt húsnæði hér? — Húsið, sem stóð hér, var rúmir 36 ferm. og orðið svo lélegt síðasta veturinn sem það“ stóó, að þurfti að tína til regnkápur í ábreiðslur yf- ir rúm krakkanna svo þau blotnuðu ekki í vætutíð, svar ar Baldur og við lítum í kring um okkur í rúmgóðri stof- unni. Hið myndarlega stein- hús, sem nú er á Kirkjuferju, er um 10 ára gamalt. Fjöl- skyldan flutti í það 1956. Pen ingshús hafa líka verið byggð upp. Eina húsið, sem enn stendur af þeim gömlu, er fjósið. Það er nú notað fyrir verkfærageymslu. Það segir sig sjálft, að erfitt hefur ver- ið efnalausum manni með mörg börn að byggja þannig upp. — Hvað eru börnin annars mörg? spyrjum við. — Tólf börn á 20 árum, svarar Margrét. Það yngsta er nú 9 ára og elzta 29. Fjög- ur þau elztu eru gift og far- in. Sex' eru enn heima, fleiri eru reyndar búandi hér, þó þau séu í burtu í bili. Og barnabörnin eru 13 orðin. Það var skemmtilegt þegar fermt var hjá okkur í vor og syst- kyni okkar hjónanna og börn in okkar komu með sína krakka. Þá voru nærri 20 gestanna undir 10 ára aldri og sátu sér við borð. Við spyrjum Baldur um bú skapinn og hvernig honum hafi vegnað á Kirkjuferju. — Hann segist hafa lítinn bú- stofn, aðeins 16 kýr. — Það er of lítið, segir hann, og stend- ur alls ekki undir búskap með öllum þeim tækjum, mjalta- vélum og heyvinnslutækjum, sem nútíma búskapur krefst. Það eru heldur engin vinnu- afköst að hafa 16 kýr. Hægt að komast yfir miklu meira. En það er erfitt eignalausum manni með stórt heimili að bæta jörðina og bústofninn. Þó verkamannakaupið hafi verið lágt, þá hefur verið fljótvirk- ara að vinna öðrum þræði annars staðar en að stækka búið og starfa við það eitt. Með því að hafa það ekki stærra, gat ég unnið úti og krakkarnir hafa fengið verk- efni eftir því sem þau komust á legg. Meðán börnin eru að komast upp, hefur ekki verið um annað að ræða en að vinna úti. — Það sem bændur í þess- ari aðstöðu vantar, er aðgang- ur að lánsfé nógu fljótt, til að þeir geti stækkað búin. Nú hafa að vísu aukizt mikið möguleikar á lánum. Það eru greinilega meiri tilburðir og vilji til að bæta úr þessu en var. Þó illa sé að farið gagn- vart mjólkurframleiðendum nú, þá er ólíku saman að jafna nú eða var um aðstoð við bændur. Enginn hefur stuðlað svo að framgangi land búnaðar sem Ingólfur Jóns- son. Til dæmis hefur hann ýtt mjög undir ræktun. Við þá, sem voru skemmst á * veg komnir með ræktun eins og ég, og hafa dregizt aftur úr á því sviði meðan börnin voru að komast upp, er nú sagt sem svo: — Þið fáið meira, til að rétta ykkur við. Auðvitað reiknandi með að þetta stafi ekki af slóðaskap. Um mjólk urvörurnar er það að segja, að ráðherra ræður ekki alls kostar verðlagi á þeim. Það eru Stéttarsambandið og Fram reiðsluráðið, sem hafa haldið að sér höndum þangað til í óefni er komið. Þá er gripið til þessa óyndisúrræðis. Þeir eiga að sjá þetta fyrir í tíma. Ef svo er, má láta þá sem framleiða kjötið fá ' aðeins meira, til að rétta þetta af. — Ætlar þú að stækka kúa- búið þitt? — Já, ég er ákveðinn í því. Þeir hljóta að átta sig á hvað þeir eru á skakkri leið. Það er erfitt að segja okkur bænd um hve margar kýr við eig- um að fella til að framleiða alltaf hæfilegt mjólkurmagn, hvernig sem viðrar. Ekki er nóg að sétja á kálfa, þegar mjólk vantar. Það tekur tvö ár að ala þá upp. — Og þú hefur nægilegt landrými? — Já, hér er nóg land, 200 hektarar, og vel ræktanlegt ef maður væri nokkurs megn' ugur. Ég álít að vel þurfi að hugsa um landið, því fólkinu á eftir að fjölga, þó ég sé hættur að eiga börn. — Ætla börnin þín að taka við búi hjá bér? — Mér þæt.ti það illa farið, ef einhver þeirra hefðu ekki áhuga. Og þpð væri rúm fyrir þau öll hér. Vel mætti setja upp hænsnabú, koma upp svínarækt o. fl. Ekki er vafi á því að 10—12 fjölskyldur gætu búið á þessu landi, ef þær væru samhentar. Þá færi að verða eins og í þéttbýlinu, að fólk gæti hjálpazt að. Það fer miklu betur. Ef ekki eru nema tvær manneskjur, verð ur aldrei frjáls stund og þær verða bara að þrælum. Framhala á bls. 16. Fyrir framan íbúðarhúsið á Grétar, Guðmundur, Arngrí Kirkjuferju. Hjónin með börnin mur, Vilhjálmur, Margrét yngri, sem heima eru. — Frá hægri: Baldur og Margrét.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.