Morgunblaðið - 10.07.1966, Síða 12

Morgunblaðið - 10.07.1966, Síða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10 júlí 1966 H«JÁ Ferðamenn Ferðamenn Ef leið ykkar liggur um Akureyri, þá látið ekki hjá ltða að skoða glæsilegasta vöruhús landsins. Verzlun á þrem hæðum. í»að er óþarfi að fara til Glasgow. Það fæst hjá FmnSGHDURlR V I c T o R i A komnar fyrir flesta bíla, m.a. FORD BRONCO (2 gerðir), LAND-ROVER (2 gerðir), WILLY’S m. amerísku og ísl. húsi, GAZ, VW CORTINA og flesta aðra fólksbíla. ENSK ÚRVALSVARA. Verð frá kr. 468,00 til 2.841,00. Pantanir óskast sóttar strax. IIMGÞÓR HARALDSSOM HF. Snorrabraut 22. — Sírni 14245. ísbúðin Laugalæk 8 SÍMI 3455 5. ★ MJÓLKURÍS OG MILK SHAKE ÚR NÝTÍZKU VÉLUM. ★ BANANA — SPLIT ★ PAKKA ÍS — ÍSSÓSUR — ÍSKEX ★ fjölbreytTasta OG ÓDÝRASTA VERZLUN SINNAR TEGUNDAR í REYKJAVÍK. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 14—23,30. Laugardaga og sunnudaga kl. 10—23,30. Hákon Djurhuus, lögmaður talar á fundinum i héraðsskólanum í Ilöfn. Fœreyjafundur Nor- rœnu félaganna FÆRF.YJAFUNDUR Norrænu félaganna á öllum Norðurlönd- um er haidinn nú um þessar mundir. Einn hinna íslenzku fulltrúa á mótinu er nú kominn heim, þótt lokadagur hátiðar- haldanna sé i rauninni í dag. Það er Ólafur E. Ólafsson, kaup- félagsstjóri og hittum við hann að máli í gær og sagði hann okk- ur frá því sem gerst hafði á mót- inu. Mánudaginn 4. júlí var mótið sett í héraðsskólanum í Höfn af formanni Norræna félagj'ns í Færeyjum, Marius Johannesen, sem bauð alla velkomna til Fær- eyja. Því næst talaði Hákon Djurhuus, lögmaður. Hákon lagði áherzlu á hinn sjálfsagða rétt Færeyinga til að standa jafnfætis við hin Norður- löndin. Áður fyrr hefði fjarlægð- in verið eins og varnarveggur. en nú væri sá tími kominn að hinn minnsti bróðir stæði á þröskuldinum. Þegar lögmaður hafði lokið máli sínu tóku til máls fulltrúar hinna Norðurlandanna og fluttu kveðjur frá Norrænu félögunum í löndum sinum. Fyrir Svía tal- aði Yngi Kristiansen, fyrir Finna talaði Sigurd Matson, fyr- ir Dani talaði Frantz Wendt, varaformaður Norrænafélagsins í Danmörku og bar kveðju for- mannsins Eriks Eriksen, sem ekki gat komið því við að sækja mótið. Fyrir Norðmenn talaði Harald Thorne Holst og fyrir ís- lendinga Arnheiður Jónsdóttir, námsstjóri, sem bar fram kveðj- ur formanns Norræna félagsins á íslandi, Sigurðar Bjarnasonar og konu hans, sem ekki gátu sótt mótið. Þegar kveðjur Norrænu félag- anna á Norðurlöndum höfðu verið flutthr tók til máls frú Stella Kornerup frá Birkeröd, sem verið hefur tengiliður milli Norræna félagsins í Færeyjum og hinna félaganna um undir- búning mótsins. Frú Stella talaði um samheldni Norðurlandanna og sagði það sögulega staðreynd, að nú væru Færeyjar komnar jafnfætis hin- um Norðurlöndunum, en eitt v-r eftir, sagði hún og það er að Grænland hljóti viðurkenningu sem aðili innan hins norræna samstarfs. Síðari hluta mánudags var guðsþjónusta í Havnarkirkju og var þar mikili mannfjöldi sam- ankominn. Þá héldu formenn norrænu fé- laganna fund og ræddu ýmis mál, sem efst eru á baugi, svo og unirbúning að næsta for- mannafundi, sem ráðgert er að halda í Drammen í Noregi í september. Að fundinum lokn- um hafði borgarráð Þórshafnar mótttöku fyrir fulltrúa vinbæja bæjarins í Hotel Hafnina. Kl. 14 var svo opnuð málverka-, bóka- og handavinnusýning, en að henni lokinni var kvöldverður í Hotel Færeyjar, sem landsStjórn in og borgarráð Færeyja buðu til. Við kvöldverðinn var mikið fjölmenni og í lok hans var stig- inn færeyskur þjóðdans, sem all- ir viðstaddir tóku ríkan þátt í. Þriðjudaginn 5. júlí kl. 10 var þátttakendum boðið í ferð til Kirkjubæjar, þar sem Sverrir Dahl, fornleifafræðingur og Páll Patursson konungsbóndi kynntu staðinn fyrir gestum. Kl. 16 sama dag voru síðan sýndar færeyskar kvikmyndir í Havnar- bíói og kl. 20 var almennur úti- fundur á hátiðarsvæði Þórs- hafnarbúa, Haynar skansa, og talaði þar m.a. færeyski rithöf- undurinn Heðin Brú. í fyrradag, hinn, 6. júlí, fóru síðan þátttakendurnir frá Þórs- höfn í skemmtiferð til Vest- manna. Nokkur hluti fólksins fór sjóleiðina, en aðrir landveg og tók sú ferð um þrjár klukku- stundir. Veður var gott og út- sýni hið frábærasta, bæði sjó- og landleið. Jafnframt því sem þessi för var farin var opnuð formiega hin nýja leið milli Þórshafna.r jg Vestmanna. Gerði paS Kjar’an Mohr, lögþingsmaður. Vegur þessi er hinn vandaðasti og mun eflaust verða vinsæl leið fyrir ferðafólk. Áberandi er hve ferðamanna- straumur hefur aukizt til Fær- eyja síðan flugsamgöngur urðu svo tíðar sem nú er. Nú flýgur þangað færeyskt flugfélag, en starfsfólk Flugfélags fslands nýtur þar mikilla vinsælda. Það fer nú mikið í vöxt, að ís- lenzkir útgerðarmenn láta gera við báta sína eða endurbyggja þá í Færeyjum og virðist þar á milli ríkja gagnkvæm ánægja með viðskiptin. Skipasmíðaslöð- in í Þórshöfn, sem upprunalega var byggð af Kjartani Mohr og nú er stjórnað af syni hans Páli, mun t.d. nú á næstunni hleyna af stokkunum stærsta stálskip- inu, sem þeir hafa byggt til þessa. Yfirleitt var veðrið mjög fag- urt alla daga mótsins. Á þriðiu- dagskvöldið eða á hátíðinni við Havnar skansa var mikið fjól- menni og lék þar lúðzasveit m.a. þjóðsöngva allra Norður- landanna og var það hin hátíð- legasta samkoma. Formaður Norræna félagsins í Færeyjum, Marius Joiiannesen býður gesti velkomna og setur mótið / I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.