Morgunblaðið - 10.07.1966, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.07.1966, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐI0 Sunnudagur 10. júlí 1960 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi* Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 105.00 1 lausasöiu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jánsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur ílonráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti S. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. EFLING IÐNAÐARINS ÞÁ er svo komið fyrir Súkarno, Indónesíuforseta, að hann hefur orðið aS hlíta þeirri samþykkt ráðgjafar- þings landsins að svipta hann nafngiftinni „lífstíðarforseti“ — og jafnframt hefur hann látið undan kröfunum um að hann fari þess formlega á leit við Suharto, hershöfðingja, að hann taki að sér myndun nýrrar stjórnar í landinu. Ekki er með þessu sagt, dag- ar Súkarnos í stjórnmálum séu taldir, en telja má víst, að atburðir þessir marki þátta skil í stjórnmálasögu lands- ins. Súkarno hefur nú verið sviptur nær öllum völdum, enda þótt hann haldi forseta- embættinu til næstu tveggja ára. Ekki er óhugsandi að honum takist að sveigja þró- un stjórnmálanna sér í vil á þeim árum — Súkarno hef ur lengi fengið orð fyrir klók indi og samningahæfileika — en erfiðlega mun honum sennilega reynast að sveigja stjórn landsins eins langt til vinstri og áður, því að áhrif kommúnista í landinu eru nú mjög þorrin. Þeir hafa verið drepnir í tugþúsunda tali og handtökur eru enn tíðar. Er haft fyrir satt, að ýmsir kommúnistaforingjar hafi á undanförnum vikum og mán- uðum reynt að komast með leynd til Djakarta, en hafi jafnóðum verið handteknir. Þeir eiga í fá hús að venda því allt fram á síðustu daga hafa veriS famar fjSlmennar hópgöngur í Djakarta til árétt ingar kröfunum um, að starf semi kommúnista verði hvar vetna bönnuð og stjórn verið komið á laggirnar undir for- sæti Suhartos, til þess að leggja til atlögu við hið bág- borna efnalhagsástand í land- inu. Hafa stúdentar verið hvað atkvæðamestir í þessum göngum. Eitthvað mun þó hafa verið um skærur komm- únista í borginni síðustu daga og á morgnjna hefur mátt sjá málað á húsveggi „niður með herforingjastjórnina og Suharto, hershöfðingja“ og önnur slík slagorð. Ákvörðunin um að svipta Sukarno nafngiftinni „lífs- tíðar forseti" var tekin á fundi ráðgjafarsamkundu landsins. Játaðist Súkarno undir þessa samþykkt í ræðu er hann hélt á þingi sl. mið- vikudag og útvarpað var til þjóðarinnar allrar. Öflugur hervörður og skriðdrek'ar voru umhverfis þinghúsið með an hann talaði. Áður hafði Súkarno rætt einslega við Abdul Haris Nasution, hers- höfðingja þann, er stóð fyrir gagnbyltingunni sl. haust. Sem kunnugt er, urðu komm únistar barnungri dóttur hans að bana í byltingunni, er þeir reyndu að koma hon- um sjálfum fyrir kattarnef, eins og fleiri herforingjum. Varð sá atburður sízt til þess að draga úr hörku hans í garð kommúnista. Nasution er hinsvegar sagður maður remur hlédrægur og hefur ekki ýkja mikið staðið í sviðs ljósinu í vetur, enda þótt hann hafi mikil áhrif. Við Sú karno, forseta, hefur hann ekki talað, að sagt er, i u.þ.b. hálft ár, þar til nú. Á ráðgjafaþinginu eiga sæti 520 fulltrúar og skipaði Framhald á bls. 27 A ð undanförnu hafa mál- efni íslenzks iðnaðar nokk uð verið til umræðu á opin- berum vettvangi vegna frétta um það, að nokkur iðnfyrir- tæki hafi hætt starfsemi sinni eða dregið hana verulega saman. Skylt er þó að geta þess, að eitt þessara fyrir- tækja hætti starfsemi sinni fyrir tveimur árum, önnur hafa verið rekin takmarkaðan tíma á ári hverju, og jafn- framt er ljóst, að eigendur sumra þeirra fyrirtækja, sem rætt hefur verið um að und- anförnu, hafa ekki gert end- anlega upp hug sinn um að hætta starfrækslu þeirra, held ur er þar um að ræða tíma- bundna stöðvun. Hinn víðtæki og fjölbreytti iðnaðar, sem hér er starfrækt- ur hefur vaxið upp á tímabili hafta og takmarkaðs innflutn- ings. Á síðustu árum hefur orðið mikil breyting í þeim efnum, frjálsræði í innflutn- ingi hefur verið aukið til mik- illa muna og ekki er óeðlilegt að í kjölfar breyttra aðstæðna á sviði innflutnings fylgi nokkur breyting á uppbygg- ingu hins innlenda iðnaðar. Þeim miklu framförum, sem orðið hafa hér á landi á síð- ustu árum, hljóta óhjákvæmi lega að fylgja ýmsar breyt- ingar, sem stundum eru ekki jársauklausar fyrir einstaka aðila, en framfarir hafa jafn- an einhverjar slíkar afleið- ingar í för með sér, og hver vill stöðva þær af þeim sök- um? Stjórnarandstæðingar hafa haldið því fram, að erfiðteik- ar ákveðinna iðngreina, sér- staklega í fataiðnaði, væru stefnu ríkisstjórnarinnar að kenna. Að því tilefni er á- stæða til þess að benda á, að kaupgjald í fataiðnaðinum nemur um 40% af framleiðslu kostnaði, en það er einmitt hið síhækkandi kaupgjald, sem valdið hefur iðfyrirtækj- um í þessari grein mestum erfiðleikum. Jafnframt því, sem aukinn innflutningur og harðnandi samkeppni af þeim sökum hefur haft sitt að segja. En vegna skrifa stjórn- arandstöðublaðanna um þessi mál er full ástæða til þess að beina þeirri fyrirspurn til þeirra, hvort þau vilji að lok- að sé fyrir þann innflutning, sem valdið hefur fataiðnaðin- um mestum erfiðleikum, og að honum verði leyft að hleypa hækkandi kaupgjaldi út í verðlag framleiðsluvara sinna, sem aftur mundi hafa áhrif til aukningar verðbólgu og vaxandi víxlhækkana verð lags og kaupgjalds. Um leið og stjórnarandstæðingar á- saka ríkisstjórnina fyrir erf- iðleika fataiðnaðarins, verða þeir að svara þessum spurn- ingum. En þótt erfiðleikar geri vart við sig í einstökum greinum iðnaðarins er það í sjálfu sér ekkert merki þess að um al- mennan samdrátt í iðnaði sé að ræða, enda benda stað- reyndirnar í þveröfuga átt. Samsetning iðnaðarins getur breytzt við breyttar aðstæð- ur, en það er alveg ljóst, að mikill vöxtur hefur verið í iðnaði á öðrum mjög mikil- vægum sviðum, eins og t.d. í smíði stálskipa, og jafnvel þótt mannafli minnki í viss- um greinum þarf það heldur ekki að vera merki um „sam- drátt“ í iðnaði. Eða hefur ekki fækkað um helming á íslenzk um fiskiskipum á 60 árum? 1905 voru tíu þúsund manns á fiskiskipum okkar, en 1965 voru þeir rúm 5 þúsund. Þeir veiða samt sem áður 30 sinn- um meira heldur en tíu þús- un menn gerðu fyrir 60 árum. að með góðum árangri. Á sama hátt þarf fækkun mannafla í iðnaði ekki endi- lega að vera merki þess, að framleiðslan sé að dragast saman. Sú stefna ríkisstjórnarinn- ar að beita sér fyrir frjálsari viðskiptaháttum og lækkun tolla miðar bæði að því að tryggja hagsmuni útflutnings atvinnuveganna í viðskipta- löndum okkar, svo og að stuðla að meiri fjölbreytni í vöruvali og takmörkun dýr- tíðarinnar. En á sama tíma sem þetta hefur verið gert, hefur aðstaða iðnaðarins ver- ið stórbætt. Þannig hafa t.d. tollar á vélum, bæði til út- flutningsiðnaðar og almenns iðnaðar verið lækkaðir. Véla- tollar lækkuðu almennt 1965 úr 35% í 25%, og vélatollar til útflutningsiðnaðar niður í 15% og 10%. Þá hefur ríkis- stjórnin beitt sér fyrir stór- felldri eflingu Iðnlánasjóðs og með nýrri löggjöf um Iðnlánasjóð, sem Alþingi af- greiddi á síðastliðnum vetri er Iðnlánasjóði gert kleift að veita sérstök og hagkvæm hag ræðingar- og framleiðslulán í sambandi við tollabreytingar og fríverzlun. Þá hefur Seðla- bankinn sett reglugerð um endurkaup á afurðavíxlum iðnaðarins, og er þar með komið í heila höfn sérstakt baráttumál iðnrekenda. Hér hefur aðeins verið drepið á örfá atriði í sam- bandi við málefni iðnaðarins, en af þeim er þó ljóst, að á- sakanir stjórnarandstæðinga um það að erfiðleikar vis^ra iðngreina séu stjórnarstefn- unni að kenna eru rangar. En menn verða bara að hafa það hugfast, að breytingar og framfarir vprða ekki alltaf I sársaukalausar, og ekki er óeðlilegt, að þær víðtæku breytingar, er orðið hafa í við skiptaháttum hér á landi með þeirri frjálsræðisstefnu, sem núverandi ríkisstjórn hefur markað . og hrint í fram- kvæmd hafi í för með sér breytingu á samsetningu hins innlenda iðnaðar. En breyting á samsetningu innlenda iðn- aðarins er ekki það sama og „samdráttur“ í honum. VIÐSKIPTI VIÐ SOVÉTRÍKIN gær birti Morgunblaðið frétt þess eínis, að sjá- varútvegsmálaráðherra So- vétríkjanna hefði lýst því yfir, að Sovétríkin myhdu verða sjálfum sér nóg um fisk* árið 1970. Hann sagði, að reiknað væri með því að afli sovézkra fiskiskipa myndi þá hafa aukizt um 50% frá því sem nú er. Þessi frétt hlýtur að vekja mikla athygli hér á landi, enda höfðum við á undan- förnum árum flutt út mikið af fiskafurðum til Sovétríkj- anna. Nú er ljóst, að innan fárra ára getur komið að því, að fiskútflutningur okkar til Sovétríkjanna dragist stórum saman, og er auðvitað nauð- synlegt fyrir útflytjendur sjá- varafurða að hafa í huga þá breytingu, sem verða kann á mörkuðum okkar þar. Þrátt fyrir það geta við- skipti okkar við Sovétríkin haldið áfram. Þau hafa lýst því yfir, að þau séu reiðubúin til þess að taka upp frjáls gjaldeyrisviðskipti við ísland, og þá liggur auðvitað fyrir, að þeir selji hingað þær vör- ur sem þeir geta unnið mark- aði fyrir á sama hátt og við leitumst við að vinna nýja markaði í SovétríkjUnum, t.d. fyrir iðnaðarvörur sem nokk- uð hafa verið fluttar út þang-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.