Morgunblaðið - 10.07.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.07.1966, Blaðsíða 15
Sunnudagur 10. jálí 19ðf MORGU N BLAÐIÐ 15 •ÞEGAR ísland var hernumið af ’Bretum aðfaranótt hins 10. maí •1940 brá flestum íslendingum «ins og þeir vöknuðu illilega af •værum blundi. Þangað til höfðu tfæstir gert sér grein fyrir, að land þeirra gæti í alvöru bland- azt inn í stórstyrjöld. ísland hafði öldum saman lotið yfirráðum Danmerkur án nokkurra varna í landinu sjálfu. Og þótt menn vissu, að Danmörk hefði ekki mátt á við stórveldin, töldu þeir samt öryggi í því að vera hluti af svo gömlu og mikilsvirtu menningarríki sem diinu danska konungsdæmi. Engu að síður þráðu fslendinggr sjálfstæði og hlutu þa'ð með sambandslögun- ■um við Danmörku frá 1. desem- ber 1918. Þau voru samin og sam þykkt á síðustu mánuðum fyrri heimsstyrjaldarinnar,''" þegar menn höfðu enn trú á því, að henni mundi ljúka með því að tryggja lýðræði í heiminum. Þess ve « töldu fslendingar að yfir- lýsing um eilíft hlutleysi og al- Á ráðstef nunni. — Dr. Bjarni Benediktsson í ræðustól. Bjarni Ben ediktsson: ísland ú krossgötum Ræða á ráðstefnu um varnarmál 2. júlí 1966 gert varnarleysi gætl komið í staðinn fyrir vernd hins danska hers, sem hvort eð var væri meiri að siðferðismætti en stríðs- yaldi. Auðvitað hafði einangrun ís- lands í úthafinu áður fyrr verið þess eiginlega vörn. Landið hafði enga hernaðarþýðingu og var án nokkurra þeirra náttúru- gæða, sem á þeim tímum freist- uðu annarra. Ég hef stundum »agt við brezka vini mína, að ekkert sýndi betur hversu lítt girnilegt ísland hafi þá þótt, en sú staðreynd, að á þeim tímum, þegar Bretar voru að taka undir umsjá sína eða fullveldi, — ef menn vilja fremur orða það svo, — stór og smá lönd hvarvetna, þá kærðu þeir sig aldrei um ísland, þó að þeir hefðu getað aflað sér þess með því einungis að biðja um það og hefði jafnvel ekki þurft á beiðni að halda, því að Danakonungur bauð þeim landið a.m.k. einu sinni. En við skulum jafnframt minn- ast þess, að á seinni öldum, þá varð brezki flotinn með tilvist *inni í raun og veru skjöldur fyrir fsland. Aðstaðan breyttist með breytt- um tímum. íslenzkur kommún- isti hefur sagt frá því, að á fundi framkvæmdastjórnar Komin- tern á árinu 1920, þar sem tveir íslendingar voru staddir, hafi sjálfur Lenin talað um herna'ðar- iega afstöðu íslands í framtíðar- styrjöld Sérstaklega með tilliti til flughernaðar og kafbáta. Nokkru síðar sagði þýzk-ur rit- höfundur um hernaðarmálefni: „ísland er eins og skammbyssa, sem miðað er á Breta og Banda- ríkjamenn”. Það þarf þess vegna e. t. v. ekki að furða sig á því, að eftir að nazistar höfðu hrifsað völdin í Þýzkalandi og áður en Hitler og Stalin gerðu sáttmála sinn, þá skyldi það vera foringi íslenzkra kommúnista, Einar Olgeirsson, sem fyrstur íslenzkra stjórn- málamanna benti opinberlega á hversu gersamlega þýðingarlaus hlutleysisyfirlýsingin ein værL Veturinn 1939 — 1940 hafði ís- lenzka stjórnin fengið trúnaðar- vitneskju um það, að brezka stjórnin væri þeirrar skoðunar, að hervörnum þyrfti að koma upp á íslandi, einkum ef Dan- mörku yrði ógnað, svo sem menn virtust óttast í árslok 1939. Al- menningi á fslandi var jafn ókunnugt um þessar bollalegg- ingar eins og um yfirlýsingar Lenins og þýzka herfræðingsins. Þess vegna kom landganga brezka liðsins hér í maí 1940 ís- lenzkum almenningi alveg á óvart. Hennl var og eindregið mót- mælt af íslenzku ríkisstjórninni. En ekki leið á löngu þar til flestir íslendingar höfðu sannfærzt um nauðsyn þessara aðgerða. Rúmu ári sfðar, í júní—júlí 1941, samdi íslenzka ríkisstjórnin eftir ósk hinnar brezku, um að Bandank- in skyldu taka við vörnum ís- lands. Hér varð lítill ágreining- ur um þá samningsgerð. Hinsvegar höfnuðu íslending- ar þeirri ósk Bandaríkjanna, sem fram var borin árið 1945, að samíð yrði um, að þau fengju hér herstöðvar til 99 ára. Ári seinna var samið um óherbund- inn rekstur Keflavíkurflugvall- ar og skilorðsbundinn lending- arrétt bandarískra herflugvéla á honum. Sá samningur sætti mikilli andstöðu vegna þess, að sumir töldu þar um dulbúna her- stöð að ræða. Eins varð hér mikill ágrein- ingur um það, hvort ísland skyldi gerast aðili Atlantshafssamn- ingsins. Það var þó samþykkt með u.þ.b. þremur fjórðu hluta atkvæða á Alþingi eftir harðar umræður og uppþot utan við Alþingishúsið. Allir voru sam- mála um, að full aðild íslands að slíku varnarbandalagi kom ekki til greina. Þess vegna voru hafðir fyrirvarar við inngöngu íslands í bandalagið. Samkomu- lag 'um efni og orðalag þeirra hafði tekizt í undirbúningsum- ræðum, og lýsti ég, sem þá var utanríkisráðherra Islands, þeim svo við undirskrift samningsins í Washington:' „fslendingar eru vopnlausir og hafa verið vopnlausir síðan á dögum víkinganna, forfeðra okk- ar. Við höfum engan her og get- um ekki haft. ísland hefur aldrei farið með hernaði gegn nokkru landi, og sem vopnlaust land hvorki get- um við né munum segja nokk- urri þjóð stríð á hendur, svo sem við lýstum yfir, er við gerðumst ein af Sameinuðu þjóðunum. Staðreynd er, áð við getum alls ekki varið okkur gegn neinni er- lendri, vopnaðri árás. Við vorum þess vegna í vafa um, hvort við gætum gerzt aðilar þessa varn- arbandalags, en svo getur staðið á, að ísland hafi úrslitaþýðingu um öryggi landanna við Norður- Atlantshaf. í síðasta stríði tók Bretland að sér varnir íslands, og síðan gerð- um við samning við stjórn Bandaríkjanna um hervarnir ís- lands meðan á stríðinu stóð. Aðild okkar að Norður-Atlants- hafssamningnum sýnir, að bæði sjálfra okkar vegna og annarra viljum við svipaða skipan og þá á vörnum landsins, ef ný styrjöld brýzt út, sem við vonum og biðj- um. að ekki verði.“ í þessum fyrirvörum fólst m. a., að varnarlið skyldi því að- eins staðsett í landinu áð ný styrjöld brytist út, þ.e.a.s. ekki á friðartímum. Með árásinni á Suður-Kóreu og viðbrögðum Sameinuðu þjóðanna gegn henni breýttust viðhorfin ger- samlega. Íslendingar töldu ekki lengur öruggt að hafa land sitt varnarlaust og gerðu varnar- samninginn milli íslands og Bandaríkjanna, sem var undir- ritaður hinn 5. maí 1951 og síðar staðfestur af miklum meiri- hluta á Alþingi. Síðan hefur ver- ið bandarískt varnarlið í landinu á vegum Atlantshafsbandalags- ins. Raunar var meirihluti Al- þings á árinu 1956 þeirrar skoð- unar, að kalda strfðinu hefði létt svo, að óhætt mundi að láta varnarliðið hverfa af landi brott. Atburðirnir í Ungverjalandi þá um haustið eyddu hinsvegar öll- um slíkum ráðagerðum. Ætíð öðru hvoru vaknar þó sú spurn- ing, einnig í hugum þeirra, sem fylgjandi eru aðild íslands að At- lantshafsbandalaginu, hvort svo friðvænlegt sé orðið, að óhætt sé, að varnarliðið hverfi hé’ðan á brott. Varðandi framtíðina er þess vegna nauðsynlegt að greina á milli tvenns: áframhaldandi að- ildar að Atlanthafsbandalaginu og stöðugra varna á sjálfu ís- landi. Atlantshafsbandalagið var stofnað vegna hættunnar á komúnískri árás. Þegar sú ógnun virðist minnka, minnkar einnig nauðsyn bandalagsins í hugum margra. Við getum endalaust velt því fyrir okkur, hvort komm únistahættan sé minnkandi. Sannleikurinn er sá, að allir vonum við að svo sé, og vinnum af heilum hug að betri sambúð, ekki einungis við hin kommún- ísku ríki, heldur milli allra þjóða. En árásir og stríð hafa verið í heiminum svo lengi sem sagan kann frá að segja. Hver getur án víðtækrar og rækilegrar rannsóknar sagt hversu mörg stríð hafa verið háð á dögum okkar, er teljum okkur enn á bezta skeiði? En við þurfum enga rannsókn til að muna eftir heimsstríðunum tveimur, þeim alvarlegustu og skaðsamlegustu í allri sögu mannkynsins. Að visu hefði Hitler naumast hleypt seinni heimsstyrjöldinni af stað án atbeina og vinsamlegrar sam- vinnu Stalins. En á árinu 1914 voru Stalin og kommúnistar yfirleitt enn valdalausir. Þeir bera þess vegna ekki ábyrgðina á því strfði Satt að.segja er mér nær að halda, að menn hafi nú komizt að raun um, að mun erfiðara sé að kveða á um hverjir beri sök á stríðinu 1914, en eitt sinn var haldið. Ríkin rak inn í fyrri heimstyrjöldina, án þess að stjórnendur þeirra gerðu sér grein fyrir hvert þeir væru að fara. Eftir ágætum frönskum hers- höfðingja, sem þá starfaði í Norður-Afríku, er þetta haft: „Þeir eru alveg vitlausir. Styrjöld á milli Evrópumanna er borgarstyrjöld. Hún er eftirminni legasta glapræði, sem nokkurn tíma hefur verið framið í heim- inum“. Bandaríkjamenn björguðu þá Evrópu frá sumum afleiðingum þessa eftirminnilega glapræðis. Af völdum annarra þeirra þjí- umst við enn, þ. á m. kommún- istahættunni, þó að Bandaríkja- menn neyddust til að koma aftur og bjarga okkur öllum frá al- gerri villimennsku. Þegar við hugsum um allt þetta, hljótum við spyrja sjálfa okkur, hvort við höfum nokkra ástæðu til að trúa því, að mann- kynið hafi á okkar dögum orðið skyndilega friðsamara en ætíð áður. Oft er svarað: Já, og vitn- að til hinna nýju ógnarvopna og jafnvægis ógnanna! En getum veri'ð vissir um að þessi vopn verði aldrei notuð, og jafnv^l þótt svo færi, að menn héldu ekki áfram að fara með ófriði, án þeirra, eins og ætíð áður? Eina örugga hindrunin gegn stríði er í sjálfum mannshugan- um, skilningi á því, að menn lifi í einu samfélagi, þar sem styrjöld sé jafn óhugsandi eins og borgara styrjöld í gamalgrónu ríki, þar sem borgararnir hugsa allir með svipuðum hætti. Allir skiljum við nú orðið, að það hlýtur að taka langan mjög langan tíma að koma upp þeirri skipan Samein- úðu þjóðanna, sem úrslitaráð hafi. En við höfðum í sannleika sagt vonað, að við hefðum uþp- haf slíks samfélags á grundvelli Atlantshafssamningsins. Við höfð um haldið, að fleiri og fleiri skildu, að það væri betra að Bandaríkjamenn dveldust í Evrópu til að hindra nýja ógæfu, en að við þyrftum að fá þá tií að koma í þriðja skiptíð í því skyni að bjarga því, sem bjargað yrði, úr nýjum rústum. Á sama veg höfðum við skoðað samvinnu Þjóðverja við vestrænu lýðræð- isríkin, — ekki eingöngu við Frakkland, heldur við þau öll — sem merki betri tíma og farsælli framtíðar okkur öllum til handa. Atburðir síðustu tíma hafa gert okkur miður bjartsýna en áður. Þáð, sem úr sker, er hinsvegar samheldni þeirra stór- velda, sem enn styðja banda- lagið af heilum hug. Miðað við aðild þeirra hefur þátttaka ís- lands sáralítið að segja. Smá- þjóðirnar þurfa einnig á friði að halda. Hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá hefur ísland hernaðarþýðingu. Umferð allskonar ferðalanga á yfirborði hafsins umhverfis okkur, um hafsdjúpin og í lofti yfir okkur er nú svo mikil, að ísland er litlu sfður á krossgöt- um en þótt landið lægi í miðri Evrópu. Hópur árásarmanna gæti náð yfirráðum í landinu á fáujn mínútum, ef við hefðum en§ar varnir í landinu. íslendingar verða þess vegna að átta sig á hættunni, og gera hug sinn upp um, hvort helzt verði við hana ráðið með varnarleysi, erlendu varnarliði, svipuðu og við höfum haft síðustu árin, eða okkar eigin varnarliði. Við íslendingar eru nú öldum saman óvanir vopnaburði. Lið okkar mundi alltaf verða lítið og kostnaðurinn mikill fyrir þjóð, sem vegna fæðar sinnar reynist ærið erfitt að halda uppi öllum nauðsynjum ríkis og samfélags í nútíma þjóðfélagi. Hér er ekki staður til þess að reyna að finna lausn á þessum erfiðu efnum. En hið erfiða val milli einhverra varna og engra varna er aúðveldara vegna þess, að fáar þjóðir njóta friðsamari sambúðar við nágranna sína en við, eins og forseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, hefur oft bent á. Og þó verður að hafa það í huga, að eins og íslendingar skildu betur nauðsynina á að ganga í Atlantshafsbandalagið af því, að nánustu nágrannár okkar og vinir, Norðmenn og Danir, höfðu þe<?ar ákveðið að gerast aðilar á sama veg mundi okkur verða erfiðara að halda áfram að vera í bandalaginu, ef þessar tvær þjóðir tækju ákvörðun um að ganga úr því. Ákvarðanir annarra geta haft úrslitaáhrif fyrir okk- ar eigin ákvörðun. Á sama veg verðum við að skilja, að okk- ar eigin ákvörðun getur haft mikla þýðingu fyrir aðra. Um fram allt verðum við að muna, a'ð sá, sem æskir frelsis, verður að sýna með gerðum sínum, að hann eigi frelsið skilið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.