Morgunblaðið - 10.07.1966, Side 16

Morgunblaðið - 10.07.1966, Side 16
16 MORGU HBLAÐIÐ Sunnudagur 10. júll 196t S' . OLIVETTI 14 slög á sekúndu 5 síritandi lyklar 46 lykla leturborð 29 cm skriflína — tekur víxileyðublað og tollskýrslu 2 leturgerðir fyrirliggjandi Möguleiki á 4 að auki. HIN NÝJA GLÆSILEGA RAFRITVEL - SAMEINAR YFIRBURÐA- GÆÐI, STYRKLEIKA OG STÍLFEGURÐ - VERÐ AÐEINS KR. 13.860 m.s.sk. - FULLKOMIN V ARAHLUT A OG VIÐGERÐARÞJÓNUST A - VORUM AÐ TAKA UPP NÝJA SENDINGU - VITJIÐ PANTANA STRAX G. Helgason & Melsted hf. Rauðarárstíg 1. — Sími 11644. GRÆNAR BAUNIR GULRÆTUR OG GRÆNAR BAUNIR Aðeins 1. flokks hráefni er nofað. Grœnu baunirnar eru 1. flokks Alaskabaunir, framleiddar á NA-strönd U. S. A Heildsöiubirgðir: Birgðastöð SÍS, Eggert Kristjánsson og Co - Ekk! ríkur Framh. af bls. 5 Neðan við túnið rennur Ölf usá, og verður fyrir augum okkar, þegar við lítum út um gluggann. — Er ekki laxveiði hjá þér, Baldur? Það hlýtur að vera búbót. — Jú, ég veiði fyrir heimil- ið, legg net hérna fyrir fram- an. En svo mikið þarf fyrir þessu að hafa, að ekki eru tekjurnar af því. Gott er þó að hafa nýjan lax á borðum. Og maður fær fyrirhöfnina borg- aða. Stangarveiði? Nei, það er ekki aðstaða til þess hjá mér. Enn er ekki orðin nein veiði á þessu vori. Laxinn gengur eitthvað seinna nú í ána. — t>að virðist allt vera seinna en venjulega í vor? •— Já, það vorar seint. Slátt ur byriar hjá okkur 2—3 vik- um seinna en venjulega. Þetta hefur gert mönnum ótrúlega erfiðleika. Heilu vikurnar var ekkert hægt að sinna vorverk- um. Síðan ég byrjaði að búa, hefi ég fyrst byrjað 10. júnL Nú er varla útlit fyrir að það verði fyrr en 10. júlí. Meðan við sitjum yfir kaffl bollunum er barið að dyrum. Kominn er maður til að færa Baldri bónda frímerki. Og það upplýsist að Baldur er frí- merkjasafnari, á yfir 200 teg undir. Hann segist ekki hafa fargað frímerki frá því fyrir fermingu, en lætur lítið yfir að hann eigi nokkur dýrmæt frímerki. — Ég hefi ekki orðið ríkur af öðru um ævina en viðskipt um mínum við konuna — upp úr því hafði ég börnin, segir hann. Ég finn það bezt þegar allir eru komnir hingað heim, hve mikið manni hefur verið gefið. Hve heppinn ég hefi verið í lífinu — E. Pá. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.