Morgunblaðið - 10.07.1966, Page 27

Morgunblaðið - 10.07.1966, Page 27
Sunnudagur 10. julí 19M MORCUNBLAÐiÐ 27 Fyrsta togarotako gæzluflugvélariimar — staðfest í hæstarátti HINN 24. júní s.l. var kveðinn upp í hæstarétti dómur í máli brezka skipstjórans Hugh I.aff- erty, en hann var skipstjóri á hrezka togaranum St. Androni- cus, sem flugrvél landhelgisgæzl- unnar, Sif, stóð að ólöglegum veiðum út af Vopnafirði hinn 22. október 1965. Var þetta fyrsti togarinn, sem Sif stóð að ólög- legum veiðum og gerði staðar- ákvörðun á. f hæstarétti var sekt skipstjórans hækkuð úr 260 þús. kr. í 300 þús. kr. Var talið að af margendurteknum mælingum varðflugvélarinnar verði að telja skipstjórann sannan að sök um hrot það sem hann var ákærður fyrir. Málsatvik voru þau að 22. okt. 1965 kom Sif að togaranum St. Andronicus H 241 að ólöglegum veiðum út af Digranesi 1,9 sjó- mrílu innan markanna. Sendi hún toeiðni kl. 6, e.h. til varðskipsins Óðins, sem lá við akkeri á Seyð- jsfirði, um að það kæmi til að- stoðar við töku togarans. Sveim aði flugvélin yfir togaranum þar til varðskipið kom og gerði staðarákvarðanir. Togarinn setti á fulla ferð út. Varðskipið sendi orðsendingu til hans að stöðva, en hann svaraði ekki fyrr en kL 21:35. Þá samþykkti skip- stjórinn eftir nokkurt þóf að stanza og bíða varðskipsins. Kom varðskipið kl. 22:36 að togaran- um, sem þá var 61,5 sjómílur út af Langanesi. Var fai’ið með togarann inn til Seyðisfjarðar, þar sem mál hans var tekið fyrir. Sif hafði séð togarann fyrst í ratsjá og gert fyrstu stáðar- ákvörðun, er nær var komiQ, Er varðskipið kom að togaran- um voru stjórnborðshlerar úti og 2—3 körfur af óaðgerðum fiski á þilfari. í Hæstarétti vár Hugh Lafferty skipstjóri dæmdur til að greiða kr. 300 þús. kr. í sekt til Land- helgissjóðs íslands og komi varð hald í 3 mánuði í stað sektar, ef hún greiðist eigi innan 4 vikna frá birtingu dómsins. Voru ákvæði héraðsdóms um upptöku afla og veiðarfæra staðfest. I>á var ákærði dæmdur til að greiða allan kostnað sakarinnar, bæði í héraði og fyrir hæstarétti. Nýr leðjugeymir Sementsverk- smiðjunnar SL. FIMMTUDAG var tekinn f notkun nýr leðjugeymir við Sementsverksmiðju ríkisins Akranesi. Geymir þessi lítur út eins og stór hrærivél, 4000 rúm jnetrar að stærð. Upp úr hon- um miðjum gengur rafknúinn öxull en frá honum og út á hring laga brún geymisins er grind seiri nær alveg niður að botni hans. Gengur grind þessi í hring og heldur leðjunni á sífelldri hreyfingu. Á grindinni eru einn- ig loftrör, sem hafa því hlut- verki að gegna að blanda leðj- una lofti og auvelda þannig að halda efninu í réttu ástandi. Frá geyminum er leðjan síðan flutt með þrýstilofti inn í brennsluofninn. Með þessari framkvæmd hefur verksmiðjan enn reynt að tryggja sem jöfn- ust gæði framleiðslu sinnar en segja má, að verksmiðjan sé enn þá í uppbyggingu því stöðugt er verið að vinna að einhverjum nýjum framkvæmdum tii hag- ræðingar við reksturinn. Ávarp til ungtemplara Ég dái þig tíguleg templarasveit sem til okkar kemur í hásumarsblóma og strengir þau frægu og háleitu heit að hefja þitt merki til gengis og sóma. Því hugsjónin fögur í hug okkar reit þá hugljúfu frelsis og bjartsýnis óma. Að berjast af kappi mót höli og synd sem birtunni eyðir og hörmungum veldur en verðmætin skapa við listanna lind hvar lífstrú og fegurð á merkinu heldur. En reyna að varðveita manngöfgismynd, því margur oft feðranna ranglætis geldur. Þið templarar ungu, sem bræði9tagsbönd með bjarsýniskynningu treystið og veitið þið sameinuð andlega lýði og lönd og ljóssæknir orku til hagsældar beitið. í trú, von og kærleik með huga og hönd oft harmkvælastundum í gleðisöng breytir. Lilja Björnsdóttir. Utan úr heimi Framhald af bls. 14 Súkarno sjálfur þá flesta voru fjölmargir kommúnistar sem nú hafa verið sviptir sætum sínum og við þeim tek ið fulltrúar hersins og ýmissa stétta þjóðfélagsins. Þingið hefur nú samþykkt að skora á Súkarno að fela Suharto að mynda stjórn fyrir 17. ágúst nk. en þá er 21 árs af- mæli sjálfstæðis landsins. Þeirri stjórn er siðan ætlað að undirbúa kosningarnar, er fram fari árið 1968. Súkarno féllst á að fela Suharto herhöfðingja, stjórn- armyndun, en krafðist þess í GÆR var stillt veður hér á unarskilyrði voru slæm og landi og úrkoma á víð og dreif bárust engar veðurfregnir frá um allt land en hiti í kring- Ameríku og lítið af skeytum um 10 stig víðast hvar. Hlust- frá skipum. Víða vel sprottið Sérstæð jóiismessuskemmt\in jafnframt, að hann myndaði stjórnina í samráði við sig. Sagði Súkarno, að undanfar- ið hefði verið ráðizt á sig úr öllum áttum fyrir að brjóta í bága við stjórnarskrá lands ins, — en fæli hann Suharto einum stjórnarmyndun, væri það algert brot á stjórnar- skránni — setn gerir ráð fyrir að forsetinn stjórnaði. í Indónesíu hafa aðeins einu sinni verið haldnar almennar kosningar. Súkarno hefur þverneitað að láta fara fram kosningar á síðustu árum, an nú brá svo við, að thann mælti eindregið með því að kosn- ingar yrðu sem allra fyrst. „Ef mögulegt væri vildi ég .að kosningar yrðu haldnar á morgun, því að ég vildi gjarna sjá, hver vilji þjóðar- innar er“, sagði Súkarno. f skrifum erlendra blaða gætir víða samúðar með Súkarno nú, er hann reynir að beita því litla, sem hann á enn eftir af valdi og vinsæld- um. Því enda þótt flestir fréttamenn á Vesturlöndum séu andvígir þeirri stefnu, er hann hefur rekið á undan- förnum árum, verður því ekki móti mælt, að Súkarno var óumdeilanlegur leiðtogi Indónesa i sjálfstæðisbaráttu þeirra, hugsjónamaður mikill og nýtur enn vinsælda víða í ríkinu. En, eins og New York Herald Tribune sagði í rit- stjórnargrein fyrir nokkr- um dögum: „Hann var ekki gæddur þeim 'hæfileik- um, hvorki gáfum né reynslu, er nauðsynlegir voru til þess að stjórn hans gæti orðið öflug og skildi ekki stöðu hennar á vettvangi heimsmál ana. Hann var fórnarlamb sinna eigin slagorða og kænskubragða sér vitrari manna. Og hin mikla ást hans á lífsins gæðum og ásókn hans í þau yfirbuguðu smám saman hugsjónir hans og vörpuðu skugga á orðstír hans.“ Honum fannst auðveldara að ferðast um í heiminum og hafa uppi byltingarkenndar orðræður heldur en sitja heima og berjast við efna- hagsmál Indónesíu. Það var auðveldara fyrir hann að ráð ast á Hollendinga út af Irian og halda uppi fjandskap við Malaysíu, heldur en að halda í skefjum kommúniStum, þeg ar þeir gerðust ásæknir í völ og áhrif. Og það var hon um eiginlegra að fordæma vestræn riki, sem voru smám samah að hverfa frá Austur- löndum, en að spyrna fótum við framrás Kínverska al- þýðulýðveldsins á sömu slóð- um. Og árangurinn varð öng þveiti. Sparifjáreigendur Avaxta spanfé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12 f. h. og 8—9 e. h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A. Sími 15385 og 22714. Björk, Mývatnssveit, 26. júní AÐ UNDANFÖRNU hefur gras- sprettutíð verið með ágætum. Víða er að verða vel sprottið og yfirleitt lítur hér vel út, hvað það snertir. Sláttur hófst hér í Vogum í gær. Þar, sem slegið var, var kafsprottið. Kal í túnum hér í Mývatnssveit er lítið. Hinsvegar er aðra sögu að segja úr Aðaldaþ Köldukinn og Bárðardal. í gær hitti ég bónda úr Fnjóskadal. Hann kvaðst ekki hafa borið áburðarkorn á um fast að 20 dagsláttur vegna kals. Verður vissulega að telja slíkt ástand mjög uggvænlegt. Það má teljast einsdæmi hér að síðastliðna laugardagsnótt var haldin jónsmessuskemmtun í fögru umhverfi við flugvöllinn norðan við ReykjaíhHð. Þetta var útisamkoma sem hófst kl. 12 á miðnætti. Þeir, er stóðu fyrir þessari skemmtun, voru starfslið kísil- iðjunnar og Hótel Reynihlíð. Lög fræðinemi af veikara kyninu stjómaði samkomunni af svo mikilli innlifun og myndugleik að orð var á haft. Kynnt var feiknar mikið mikið bál, sem ýmsir urðu til að orna sér við. Margt var sér til gamans gert, m.a. mælskukeppni, þar sem að vísu stóð kannski fulllengi í sumum. Þá var reiptog, sem endaði með jafntefli, pokahlaup með ágætum árangri, og spurn- ingakeppni >ar sem annar flokk- TOKYO, Japan, 4. júlí, NTB. — Kínverski rithöfundurinn Kuo Mo-Jo, sem fyrir nokkru játaði opinberlega á sig þá sök að hafa ekki stundað sem skyldi fræði Mao Tse Tungs og lagt sér kenni setningar hans á hjarta, for- dæmdi i dag loftárásir Banda- ríkjamanna á olíustöðvarnar við Hanoi og Haiphong, að því er haft er eftir fréttastofunni „Nýja Kína“. Kuo Mo Jo flutti mál sitt á fundi rithöfunda frá Asíu- og Afríkulöndum og sagði að nú væru bandarískir heimsveldis- sinnar komnir á yztu þröm í Vietnamstríðinu og Kínverjar hefðu nú algerlega frjálsar hend ur um aðstoð við N-Vietnam. urinn svaraði "ollum spurning- um rétt. Ekki má gleyma sapp- áti með sérstakri látbragðslist og viðlíka tilfaeringum. Enn- fremur upplestur og ræða. Síð- ast og ekki sízt var dansað á palli af miklu fjöri við harmón- íkuspil. Allmargt fólk sótti þessa skemmtun, og höfðu víst flestir gaman af. Vil ég bera þeim, er stóðu að þessari skemmtun, þakkir fyrir nýbreytnina. — Kr. Þ. — Vietnam Framhald af bls. 1. tímabilið stóð yfir, svo sem þeir hafa venjulega gert. Einn þátt- takenda í ráðstefnunnL Grant Sharp, aðmíráll, sem nýkominn var úr eftirlitsferð um Vietnam sagði, að hernaðaraðgerðir Banda ríkjamanna í S-Vietnam hefðu að þessu sinni komið í veg fyrir þær tilfærslur og birgðaflútn- inga, sem þurft hefði til að geta hert sóknina. Mætti þakka þetta ■því, m. a., að bandaríska liðið hefði stóraukið notkun þyrla í styrjöldinni. Fyrir agaráð. • í Saigon hafa fimm hers- höfðingjar úr stjórnarher S- Vietnam verið leiddir fyrir sér- stakt agaráð, skipað æðstu mönnum S-Vietnamhers. Eru þeir sakaðir um þátttöku í upp- reisnaraðgerðum gegn stjórninni í átökunum við Búddatrúarmenn í Da Nang og Hue síðustu mán- uði. Yfirheyrslur fara fram fyr- ir lokuðum dyrum og er talið, að heráhöfðingjarnir megi búast við hörðum refsingum. Þyngstum sökum er borinn Nguyen Chanh Thi, sem var yfirmaður fyrsta hersvæðisins, þar til fyrir þrem- ur mánuðum, er honum var vik- ið frá. Meðal hinan ákærðu eru tveir nánustu samstarfsmenn hans, Ton That Dinh og Nguyen Van Ohuan. Hinir tveir eru Huyen Van Cao, sem vax yfir- maður fyrsta hersvæðisins í einn sólarhring og Phan Xuan Nhu- an, sem var yfirmaður fyrstu fótgönguliðssveitarinnar í Hue. Ekki er vitað, hvort agaráðið fellir endanlegan dóm yfir hers- höfðingjunum eða hvort máli þeirra verður visað til herrétt- Hentugur ferðaklæðnaður á u n ga fólkið. Röndóttir sportbolir Flauelsjakkar — Mjaðmabuxur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.